Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 53

Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 53 Hjónín frá Elliðaey Stykkishólmi. au voru á leið til kirkju þegar fréttaritari hitti þau. Þetta eru hjónin Dagbjört Níelsdóttir og Jónas Pálsson. Jónas er fæddur 1904 í Ögri við Stykkishólm, en þar bjuggu þá hjónin Helga og Páll foreldrar hans. Páll var síðan alltaf kenndur við Höskuldsey, en þar voru hans manndómsár. Jónas var ekki gamall þegar hann hóf sjóróðra og sjórinn var hans annað heimili alla tíð síðan og á trillunni sinni Kára stundaði hann su'ft þar til alveg nýlega. Hann sigldi marga krappa báruna og var farsæll bæði sem háseti og við stýri. Dagbjört er fædd í Sellátri, eyju sem tilheyrir Stykkishólmshreppi, dóttir hjónanna Dagbjartar og Níelsar Breiðfjörð sem þar var búsettur alla tíð, farsæll sjómaður og duglegur. Þau Jónas og Dagbjört gengu í hjónaband 1930. Þau hófu bú- skap í Elliðaey, fyrst með Jóni bróður Dagbjartar og Kristínu systur Jónasar, en Jón fórst í sjó- róðri 1936 og síðan bjuggu þau Jónas og Dagbjört ein í Elliðaey til 1948 eða alls 19 ár en þá fluttu þau í Hólminn og hafa búið hér síðan. Þtjú systkinin í Sellátri gift- ust þrem systkinum frá Höskulds- ey og það mun sjaldgæft. Dagbjört er mikil félagsmann- eskja svo sem Kristín heitin systir hennai tu [joji ly igdust lengst að. Að kristniboðsmálum hefír hún starfað lengi eða allt í 50 ár. I kvenfélaginu hefir hún starfað og eins að málum kirkjunnar hér. Og lengi vann hún við fiskvinnslu hér í bæ og liðtæk var hún þegar þau Jónas bjuggu í Elliðaey. Þau eiga 4 dætur og búa nú ein í húsi sínu Staðarfelli nr. 9 við Víkurgötu í Stykkishólmi, far- sæl og ánægð og hafa átt góðri heilsu að fagna. Þau hafa eins og ýmsir aðrir lifað breytinga- tíma. Þó tímarnir áður hafi verið erfiðir gáfu þeir gleðina og þakk- lætið, sem er gott’ að minnast þegar líður á daginn, segja þau. — Arni Hjónin frá Elliðaey þau Jónas Pálsson og Dagbjört Níelsdóttir. Morgunblaðið/Ami Súperman fimmtugur Súperman, sem einnig er þekkt- ur sem Clark Kent nálgast óðum fimmtugsafmælið og að sögn útgefenda hans — DC Comics skal haldið upp á afmælið í heilt ár fram að sjálfu afmælinu, sem er hinn 28. febrúar á næsta ári. Meðal margs annars, sem til hátíðabrigða verður gert má nefna auglýsingaherferð sem kosta mun um 75 milljónir Bandaríkjadala; ótal sýningar á gömlum teikni- myndaseríum, og öðrum hlutum tengdum Súperman; ný kvikmynd um ofurmennið með Christopher Reeves í aðalhlutverki; sérstaka sjónvarpsdagskrá, þar sem hetjunn- ar verður minnst með ýmsu móti, og síðast en ekki síst stórkostlegan hátíðamálsverð á sjálfan afmælis- daginn. Auk alls þessa má nefna að borg- aryfirvöld í Cleveland í Ohio-fylki, en þaðan voru upphaflegir höfundar Súpermans, íhuga nú að reisa líkneski af Súperman í hjarta borg- arinnar. Talsmenn þess að stytta verði reist bera því við að teikni- myndahetjan hafi síst haft minni áhrif en hinar ýmsu fagurbók- menntir og heimspekirit vestrænnar menningar, auk þess sem að í sög- unum sé þaldið á lofti ákveðnu siðferði, sem byggi á heiðarleika, föðurlandsást, fórnarlund, riddara- mennsku og almennri tillitsemi við náungann. Segja þeir að þar til menn hafi eitthvað við þær hneigð- ir að athuga, sé margt vitlausara hægt að gera en að reisa styttu af Súperman. Ofurmennið Súp- erman. Fimm- tugur og í fullu fjöri. COSPER Maðurinn minn er að biða eftir mikilvægri símhringingu. Innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og heillaóskaskeytum á 95 ára afmcelisdegi mínum 20. maí sl. Sérstakar þakkir fœri ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum mínum og Kvenfélagi ÞverárhlíÖar. GuÖ blessi ykkur öll. Sigríöur Jónsdóttir, Kvíum. Ford Econoline 250, árgerð 1982. 6 cyl., sjálfskiptur með vökvastýri. Upplýsingar í símum 53466 og 51574. Gardsláttuvélin saaa smi m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með SIMI: 681500 - ARMULA 11 Poulsen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. NITCHI KRAFTTALIUR OG KEÐJU- TALÍUR Elnnig rafmagnstalíur 0,3—3 tonn Mjög hagstætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.