Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 5IGTÚN Dagur aldraðra í Seltjarnar- neskirkju Uppstigningardagur hef- ur um árabil verið helgaður öldruðum í kirkjunni. Af því tilefni mun Selljarnarnes- söfnuður sérstaklega bjóða eldri sóknarbörn velkomin til guðsþjónustu, sem verður kl. 2 eftir hádegi. Þar mun Kristín Markúsdóttir halda stólræðuna en sóknarprestur- inn, sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir, þjónar fyrir altai'i. Organisti er Sighvatur Jónasson. Að guðs- þjónustu lokinni verður eldra fólk- inu boðið til kaffidrykkju í hliðarsal kirkjunnar. Sunnudaginn 31. maí verður síðan sameiginleg guðsþjónusta fyrir Nes- og Seltjarnarnessöfnuði í Neskirkju, þar sem kór, organisti og sóknarpestur Seltjarnarnes- prestakalls munu annast guðsþjón- ustuna. Datner og Kushnir alla helgina í EVRÓPU ísraelsku þátttakendurnir í Eurovision 1987 skemmta í EVRÓPU annað kvöld, fímmtudagskvöld. Pað þekkja allir lagið þeirra ”Shir Habatlanim” og til að allir geti sungið með birtum við hér viðlagið: Hupa Hula Hule Hule Hupa Hule Hule Hupa Hule Hule Hupa Paw Hupa Hule Hule Hupa Hule Hule Hule Hupa Hule Hule Hupa Paw Halla Margrét Arnadóttir kemur í EVRÓPU annað kvöld og syngur lagið ”Hægt og hljótt”. Bein útsending verður á Rás 2 sem hefst á miðnætti gg kynnirinn er enginn annar en Kolbrún Halldórsdóttir. Allt þetta annað kvöld en í kvöld verður fjúkandi fjör í EVRÓPU. Opið til klukkan 03.00 og Daddi, ívar og Stebbi verða í diskótekunum. Kveikt verður á risaskjánum sem nú er orðinn 18m2, sá stærsti á íslandi. Það borgar sig að koma í EVRÓPU í kvöld því að ljónheppnir gestir fá boðsmiða á skemmtunina annað kvöld. Borðapantanir í síma 35355 EVRÓPA - alltaf í takt við tímann </) •O Heimsmeistaramót unglinga í skák: Guðfríður Lilja stóð sig með prýði Skák Guðmundur Sigurjónsson A þessu móti voru piltarnir í sviðsljósinu, en stúlkurnar gengu hægt og hljótt um salinn og létu fara lítið fyrir sér. Þær voru 28 talsins og börðust af engu minni hörku en piltarnir. Þarna áttu all- ar helstu skákþjóðirnar sína fulltrúa. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir fékk hér tækifæri til að reyna sig við jafnöldrur sínar og stóð sig með ágætum. I fyrstu umferð tefldi hún við Aladjovu frá Búlgaríu, en hún er heimsmeistari í þessum aldursflokki. Lilja fékk strax gott tafl og jók yfirburði sína jafnt og þétt og fékk unna stöðu, en þá var hún komin í tíma- hrak og það tók sinn toll. Slæmur afleikur og tap fylgdi í kjölfarið. í næstu umferðum skiptust á skin og skúrir. Jafntefli við Limbach frá Hollandi, vinningur gegn Mof- fat, Skotlandi og tap fyrir Hernandez, Venesúela. Nú kom góður kafli er hún lagði að velli Davies, Wales, Paasikangas, Finnlandi og gerði jafntefli við Claus frá Þýskalandi eftir að hafa átt unnið ta.fl. Síðan kom jafn- tefli við Ilievu frá Búlgaríu og sigurgegn Halvorsen frá Noregi. Nú var Lilja komin í fjórða sætið og þá fékk hún þann heiður að tefla á efsta borði við Gallj- amovu frá Sovétríkjunum og Bojkovic frá Júgóslavíu í síðustu umferð. Þær báru höfuð og herð- ar yfir aðra keppendur í flokknum og varð Lilja að lúta í lægra haldi fyrir þeim, þótt hún sýndi góða baráttu. Galljamova sigi'aði örugglega í mótinu og hlaut 10 vinninga, en Bojkovic fékk 9. Þriðja varð Fruteau frá Frakklandi með 7. Guðfríður Lilja hlaut 5 'h vinning og hreppti fjórtánda sætið og má vel við una. Hún sýndi það, að hún hefur burði til að vinna þær bestu. Tímahrakið hrjáði hana nokkuð, en fyrst og fremst þarf hún að öðlast meiri keppnis- reynslu. Eitt er víst, að þarna eigum við Islendingar góðan full- trúa í ólympíusveit kvenna. Til gamans má svo geta þess, að Hannes heimsmeistari mátti bíta í það súra epli að verða að gefast upp fyrir henni rétt áður en flug- vélin lenti í Keflavík. Við skulum líta á hvernig hún afgreiðir Halvorsen frá Noregi: Hvítt: Guðfríður Lilja Grétars- dóttir. Svart: Halvorsen, (Noregi). Sikileyjar vörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. f3 - e6, 7. Be3 - Rc6, 8. Dd2 - Be7, 9. 0-0-0 - Dc7, 10. g4. Þetta afbrigði reyndist íslensku keppendunum vel í Inns- bruck. 10. — b5, 11. h4 — Bb7, 12. g5 - Rd7, 13. Kbl - Hc8, 14. Bh3! - Rde5?, 15. Df2 - Rc4?. Halvorsen á sér einskis ills von. 16. Bxe6! Leggur stöðu svarts í rúst. 16. — Rxe3, 17. Dxe3 — fxe6. Eða 17. — Rxd4, 18. Bxc8. 18. Rxe6 — Da5, 19. Rxg7+ — Kf7, 20. Rf5 - Rb4?, 21. a3 - Rc6, 22. Rxd6+ - Bxd6, 23. Hxd6 - Ke7, 24. Hhdl - Hc7, 25. Df4. Og nú var Halvorsen búin að fá nóg og gafst upp. Þessa Lilju vildu allir kveðið hafa. Þessir drengir: Haukur Elmar Bjarnason, Anton Már Egilsson, Reyn- ir Bjarni Egilsson, Guðjón Guðjónsson og Kristleifur Jónsson efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þar komu inn alls rúmlega 660 krónur. Þessir krakkar söfnuðu rúmlega 1340 kr. til Hjálparstofnunar kirkj- unnar með að halda hlutaveltu til ágóða fyrir hjálparstarf hennar. Krakkarnir heita: Margrét, Hildur, Emma Mari, Marteinn, Guðrún og Anna Lísa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.