Morgunblaðið - 27.05.1987, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
Úrslitaleikur Evrópukeppninnar í knattspyrnu í kvöld:
Vinnur Bayern í fjórða sinn?
- eða Porto ífyrsta sinn?
BAYERN Munchen og Porto leika
í kvöld til úrslita í Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu á Prat-
er leikvanginum í Vínarborg í
Austurríki. Bayern hefur þrívegis
orðið Evrópumeistari í knatt-
spyrnu en Porto aldrei.
Bayern Múnchen er nú með sex
stiga forskot á næsta lið í vestur-
þýsku Bundesligunni þegar fjórar
umferðir eru eftir og getur fátt
komið í veg fyrirs sigur þeirra í
deildinni. Liðið vann Mannheim,
3:0, um helgina og virðist liðið í
mjög góðu formi um þessar mund-
ir. Þeir verða þó án þriggja fasta-
manna í kvöld. Roland Wohlfarth
meiddist á laugardaginn og fyrir
voru Klaus Augenthaler og Hansi
Dorfner á sjúkralista. En góðu
fréttirnar fyrir Bayern eru þær að
Lothar Mattheus er nú kominn í
góða æfingu eftir að hann meid-
dist fyrr í vetur og var besti maður
vallarins gegn Mannheim á laugar-
daginn.
—jf Bayern hefur þrisvar orðið Evr-
ópumeistari meistaraliða. Það var
1974, 1975 og 1976. Þeir hafa
aðeins tapað einum leik í deildinni
í vetur. Þetta varður síðasti leikur
Bayern undir stjórn Uto Lattek þar
sem hann mun þjálfa Köln næsta
vetur. Þótt liðið verði án þriggja
leikmanna verður það að teljast
sigurstranglegra.
Porto hafnaði í öðru sæti port-
úgölsku 1. deildarinnar á eftir
Benfica, eftir að hafa unnið þrjú ár
í röð. Liðið verður án brasilíska
landsliðsmannsins, Walter Casa-
grande, varnarmannsins, Lima
Pereira og fyrirliðans og marka-
skorarans, Fernando Gomes, sem
allir eru meiddir. Besti árangur
Porto í Evrópukeppni var þegar lið-
ið tapaði fyrir Juventus í úrslitaleik
Evrópukeppni bikarhafa fyrir
þremur árum.
Porto sló Dynamo Kiev út í
undanúrslitum, 4:2, og ætti því
ekki að afskrifa þá fyrirfram. Liðið
leikur netta og skemmtilega knatt-
spyrnu. Ef Porto sigrar í kvöld
verður það í fyrsta sinn sem portú-
galskt lið vinnur keppnina. Portú-
gölsk lið hafa ekki verið í fremstu
röð liða í Evrópu síðan Eusebio lék
með Benfica upp úr 1960.
Leið liðanna í úrslit var sem hér
segir, samanlögð úrslit úr báðum
leikjum:
Bayern Múnchen
PSV Eindhoven 2:0, Vín 3:1, And-
erlecht 7:2, Real Madrid 4:2
Porto
Rabat frá Möltu 10:0, Vitkovici frá
Tékkóslóvakíu 3:1, Bröndby2:1 og
Dynamo Kiev 4:2.
Simamynd/Reuter
• Forseti Bayern Munchen, Dr. Fritz Scherer og þjálfari liðsins Uto Lattek, skoða hér Prater leikvanginn
i Vína þar sem urslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða milli Bayern og Porto fer fram í kvöld.
HM í badminton:
Kínverjar unnu
öll gullverðlaunin
KÍNVERJAR voru á himavelli og
unnu öll gullverðlaunin á heims-
meistaramótinu í badminton sem
lauk í höfuðborg kínverska al-
þýðulýðveldisins, Peking, um
síðustu helgi. Kínverjinn, Yang
Yang, varð heimsmeistari í ein-
'liðaleik karla og landi hans, Han
Aiping, i' einliðaleik kvenna.
Yang Yang sigraði Morten Frsot
frá Danmörku nokkuð örugglega í
úrslitaleik. Frost byrjaði mjög illa
í fyrsta leik, Yang komst í 9:0 og
sigraði með yfirburðum, 15:2.
Frost náði síðan að knýja fram sig-
ur í öðrum leik, 13:15 en tapaði
síðustu lotunni 15:12 eftir að Yang
hafði komist í 8:0 og 10:1.
„Það fór sælustraumur um mig
eftir að hafa hlotið heimsmeistara-
titilinn," sagði Kínverski badmint-
onspilarinn, Yang Yang. Hann
tapaði aðeins einni lotu í keppn-
inni, gegn Frost í úrslitaleiknum.
Frost sem nú r 29 ára var eini
vesturlandabúinn sem veitti Asíu-
þjóðunum keppni sagði eftir mótið:
„Ég gerði mitt besta til að vinna
en það tókst ekki í þetta sinn. Ég
vona að ég eigi eftir að leika í þrjó
til fjögur ár í viðbót, ég er enn í
góðri æfingu."
í einliðaleik kvenna sigraði Han
Aiping frá Kína landa sinn, Li Ling-
wei, í úrslitaleik, 10:12, 11:4 og
11:7. I tvíliðaleik kvenna sigruðu
Knattspyrnu
skóli
KR 1987
1. námskeið: 1.-12. júní,
2. námskeið: 15.-26. júní.
3. námskeið: 6.-17. júlí.
4. námskeið: 20.-31. júlí.
5. námskeið: 5.-18. ágúst.
Á hverju námskeiði verða fjórir hópar:
6-7 ára kl. 09.00-10.30,
8-9 ára kl. 10.45-12.15,
6-7 ára kl. 13.00-14.30.
10 ára og eldri kl. 14.45-16.15.
Innritun fer fram á skrifstofu knattspyrnu-
deildar KR eða í síma 27181. Námskeiðs-
gjald er 1200 kr.
Leiðbeinandi verður Sigurður Helgason,
íþróttakennari.
• Moretn Frost varð að sætta
sig við silfurverðlaunin á heims-
meistaramótinu í Peking.
kínverksu stúlkurnar, Lin Yin og
Guan Weizhen þær Li Lingwei og
Han Aiping í úrslitum, 15:7 og
15:8.
í tvíliðaleik karla sigruðu Kínver-
jarnir Li Yongbo og Tian Hingyi þá
Razif Sidek og Jailani Side frá
Malasýu, 15:2, 8:15 og 15:9. Loks
sigruðu Kínverjar í tvendarleik.
Wang Pengrin og Shi Fangjin unnu
Lee Deuk og Chung Mung-lee frá
Suður Koreu, 15:8 og 15:7.
Fjórir íslenskir keppendur tóku
þátt í mótinu. Þórdís Édwald, eina
stúlkan í hópnum, vann bandaríska
stúlku í fyrstu umferð en féll út í
annari. Broddi Kristjánsson sigraði
sovétmann í fyrstu umferð og
Perúmann í annari. Hann en tap-
aði í þriðju umferð. Þorsteinn Páll
Hængsson vann Bandaríkjamann
í fyrstu umferð og Nýsjálending í
annari.en tapaði fyrir Svíanum, Jan
Erik Antonsson, í þriðju umferð,
5:15 og 7:15. Guðmundur Adólfs-
son komst einnig í þriðju umferð,
en tapaði þar fyrir Japana, 5:15
og 7:15.
Morgunblaöiö/SPB
• Arnar Bragason ski'ðakappi
Völsunga.
Skíði:
Arnar
heiðraður
Húsavfk.
ARNAR Bragason, ungur Húsvík-
ingur, var mjög sigursæll sl. vetur
á skíðamóti unglinga og marg-
faldur meistari.
í tilefni af 60 ára afmæli Völs-
ungs var Arnar sérstaklega heiðr-
aður og taldi formaður Völsunga
þetta sérstakt afrek með tilliti til
snjóleysis og þar af leiðandi litla
möguleika til æfinga á liðnum vetri.
— Fréttaritari.
' 'A
0 James Worthy hefur verið
besti leikmaður Lós Angeles
Lakers í úrslitakeppninni.
Hann skoraði 26 stig í fyrra-
kvöld gegn Seattle.
NBA-deildin:
Lakers
í úrslit
Frá Gunnar Valgeirssyni í
Bandaríkjunum.
LOS Angeles Lakers vann
Seattle Supersonics, 133:102,
í fjórða leik þessara liða í und-
anúrslitum vesturdeildar í
NBA t' körfuknattleik í fyrra
kvöld.
Lakers komst fljótlega í 10
stiga forystu og hélt því og
gott betur til leiksloka. Sigurinn
var vægast sagt sanngjarn.
Lakers hefur þar með unnið
fjóra fyrstu leikina og spilar til
úrslita um heimsmeistaratitil-
inn við annað hvort Boston
Celtics eða Detroit Pistons. En
þar er staðan jöfn eftir fjóra
leiki, 2:2.
James Worthy var stiga-
hæstur hjá Lakers og skoraði
26 stig. Hann hefur verið besti
leikmaður þeirra í úrslitakeppn-
inni. Lakers hefur unnið 11 af
12 leikjum sínum í úrslita-
keppninni.