Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 Úrslitaleikur Evrópukeppninnar í knattspyrnu í kvöld: Vinnur Bayern í fjórða sinn? - eða Porto ífyrsta sinn? BAYERN Munchen og Porto leika í kvöld til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu á Prat- er leikvanginum í Vínarborg í Austurríki. Bayern hefur þrívegis orðið Evrópumeistari í knatt- spyrnu en Porto aldrei. Bayern Múnchen er nú með sex stiga forskot á næsta lið í vestur- þýsku Bundesligunni þegar fjórar umferðir eru eftir og getur fátt komið í veg fyrirs sigur þeirra í deildinni. Liðið vann Mannheim, 3:0, um helgina og virðist liðið í mjög góðu formi um þessar mund- ir. Þeir verða þó án þriggja fasta- manna í kvöld. Roland Wohlfarth meiddist á laugardaginn og fyrir voru Klaus Augenthaler og Hansi Dorfner á sjúkralista. En góðu fréttirnar fyrir Bayern eru þær að Lothar Mattheus er nú kominn í góða æfingu eftir að hann meid- dist fyrr í vetur og var besti maður vallarins gegn Mannheim á laugar- daginn. —jf Bayern hefur þrisvar orðið Evr- ópumeistari meistaraliða. Það var 1974, 1975 og 1976. Þeir hafa aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur. Þetta varður síðasti leikur Bayern undir stjórn Uto Lattek þar sem hann mun þjálfa Köln næsta vetur. Þótt liðið verði án þriggja leikmanna verður það að teljast sigurstranglegra. Porto hafnaði í öðru sæti port- úgölsku 1. deildarinnar á eftir Benfica, eftir að hafa unnið þrjú ár í röð. Liðið verður án brasilíska landsliðsmannsins, Walter Casa- grande, varnarmannsins, Lima Pereira og fyrirliðans og marka- skorarans, Fernando Gomes, sem allir eru meiddir. Besti árangur Porto í Evrópukeppni var þegar lið- ið tapaði fyrir Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa fyrir þremur árum. Porto sló Dynamo Kiev út í undanúrslitum, 4:2, og ætti því ekki að afskrifa þá fyrirfram. Liðið leikur netta og skemmtilega knatt- spyrnu. Ef Porto sigrar í kvöld verður það í fyrsta sinn sem portú- galskt lið vinnur keppnina. Portú- gölsk lið hafa ekki verið í fremstu röð liða í Evrópu síðan Eusebio lék með Benfica upp úr 1960. Leið liðanna í úrslit var sem hér segir, samanlögð úrslit úr báðum leikjum: Bayern Múnchen PSV Eindhoven 2:0, Vín 3:1, And- erlecht 7:2, Real Madrid 4:2 Porto Rabat frá Möltu 10:0, Vitkovici frá Tékkóslóvakíu 3:1, Bröndby2:1 og Dynamo Kiev 4:2. Simamynd/Reuter • Forseti Bayern Munchen, Dr. Fritz Scherer og þjálfari liðsins Uto Lattek, skoða hér Prater leikvanginn i Vína þar sem urslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða milli Bayern og Porto fer fram í kvöld. HM í badminton: Kínverjar unnu öll gullverðlaunin KÍNVERJAR voru á himavelli og unnu öll gullverðlaunin á heims- meistaramótinu í badminton sem lauk í höfuðborg kínverska al- þýðulýðveldisins, Peking, um síðustu helgi. Kínverjinn, Yang Yang, varð heimsmeistari í ein- 'liðaleik karla og landi hans, Han Aiping, i' einliðaleik kvenna. Yang Yang sigraði Morten Frsot frá Danmörku nokkuð örugglega í úrslitaleik. Frost byrjaði mjög illa í fyrsta leik, Yang komst í 9:0 og sigraði með yfirburðum, 15:2. Frost náði síðan að knýja fram sig- ur í öðrum leik, 13:15 en tapaði síðustu lotunni 15:12 eftir að Yang hafði komist í 8:0 og 10:1. „Það fór sælustraumur um mig eftir að hafa hlotið heimsmeistara- titilinn," sagði Kínverski badmint- onspilarinn, Yang Yang. Hann tapaði aðeins einni lotu í keppn- inni, gegn Frost í úrslitaleiknum. Frost sem nú r 29 ára var eini vesturlandabúinn sem veitti Asíu- þjóðunum keppni sagði eftir mótið: „Ég gerði mitt besta til að vinna en það tókst ekki í þetta sinn. Ég vona að ég eigi eftir að leika í þrjó til fjögur ár í viðbót, ég er enn í góðri æfingu." í einliðaleik kvenna sigraði Han Aiping frá Kína landa sinn, Li Ling- wei, í úrslitaleik, 10:12, 11:4 og 11:7. I tvíliðaleik kvenna sigruðu Knattspyrnu skóli KR 1987 1. námskeið: 1.-12. júní, 2. námskeið: 15.-26. júní. 3. námskeið: 6.-17. júlí. 4. námskeið: 20.-31. júlí. 5. námskeið: 5.-18. ágúst. Á hverju námskeiði verða fjórir hópar: 6-7 ára kl. 09.00-10.30, 8-9 ára kl. 10.45-12.15, 6-7 ára kl. 13.00-14.30. 10 ára og eldri kl. 14.45-16.15. Innritun fer fram á skrifstofu knattspyrnu- deildar KR eða í síma 27181. Námskeiðs- gjald er 1200 kr. Leiðbeinandi verður Sigurður Helgason, íþróttakennari. • Moretn Frost varð að sætta sig við silfurverðlaunin á heims- meistaramótinu í Peking. kínverksu stúlkurnar, Lin Yin og Guan Weizhen þær Li Lingwei og Han Aiping í úrslitum, 15:7 og 15:8. í tvíliðaleik karla sigruðu Kínver- jarnir Li Yongbo og Tian Hingyi þá Razif Sidek og Jailani Side frá Malasýu, 15:2, 8:15 og 15:9. Loks sigruðu Kínverjar í tvendarleik. Wang Pengrin og Shi Fangjin unnu Lee Deuk og Chung Mung-lee frá Suður Koreu, 15:8 og 15:7. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu. Þórdís Édwald, eina stúlkan í hópnum, vann bandaríska stúlku í fyrstu umferð en féll út í annari. Broddi Kristjánsson sigraði sovétmann í fyrstu umferð og Perúmann í annari. Hann en tap- aði í þriðju umferð. Þorsteinn Páll Hængsson vann Bandaríkjamann í fyrstu umferð og Nýsjálending í annari.en tapaði fyrir Svíanum, Jan Erik Antonsson, í þriðju umferð, 5:15 og 7:15. Guðmundur Adólfs- son komst einnig í þriðju umferð, en tapaði þar fyrir Japana, 5:15 og 7:15. Morgunblaöiö/SPB • Arnar Bragason ski'ðakappi Völsunga. Skíði: Arnar heiðraður Húsavfk. ARNAR Bragason, ungur Húsvík- ingur, var mjög sigursæll sl. vetur á skíðamóti unglinga og marg- faldur meistari. í tilefni af 60 ára afmæli Völs- ungs var Arnar sérstaklega heiðr- aður og taldi formaður Völsunga þetta sérstakt afrek með tilliti til snjóleysis og þar af leiðandi litla möguleika til æfinga á liðnum vetri. — Fréttaritari. ' 'A 0 James Worthy hefur verið besti leikmaður Lós Angeles Lakers í úrslitakeppninni. Hann skoraði 26 stig í fyrra- kvöld gegn Seattle. NBA-deildin: Lakers í úrslit Frá Gunnar Valgeirssyni í Bandaríkjunum. LOS Angeles Lakers vann Seattle Supersonics, 133:102, í fjórða leik þessara liða í und- anúrslitum vesturdeildar í NBA t' körfuknattleik í fyrra kvöld. Lakers komst fljótlega í 10 stiga forystu og hélt því og gott betur til leiksloka. Sigurinn var vægast sagt sanngjarn. Lakers hefur þar með unnið fjóra fyrstu leikina og spilar til úrslita um heimsmeistaratitil- inn við annað hvort Boston Celtics eða Detroit Pistons. En þar er staðan jöfn eftir fjóra leiki, 2:2. James Worthy var stiga- hæstur hjá Lakers og skoraði 26 stig. Hann hefur verið besti leikmaður þeirra í úrslitakeppn- inni. Lakers hefur unnið 11 af 12 leikjum sínum í úrslita- keppninni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.