Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 61

Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 61 Golf: Bernhard Langer setti vallarmet Lék á 270 höggum eða 18 undir pari BERNHARD Langer frá Vestur- Þýskalandi sigraði á opna breska meistaramótinu í golfi ,PGA, sem fram fór í Wentworth á Englandi um helgina og lauk á mánudag- inn. Hann lék 72 hoiur á alls 270 höggum og setti nýtt vallarmet. Spánverjinn, Severiano Balleste- ros, varð annar. Bernhard Langer fékk 61.230 dollara fyrir sigurinn eða um 2,5 milljónir íslenskar krónur. Þetta var í fyrsta sinn sem Langer sigrar á móti í Evrópu á þessu ári. Hann lék samtals á 270 höggum (66, 69, 68 og 67), eða 18 höggum undir pari vallarins í Wentworth og er það jafnframt nýtt vallarmet. Bal- lesteros lék á 274 höggum (70, 67, 68 og 69). „Þetta var sennilega eitt besta mót mitt. Ég er í góðri æfingu núna og kenni mér ekki meins í baki,“ sagði Lagner eftir keppnina. En hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða um nokkurt skeið og ekki náð sér vel á strik af þeim sökum. „Það var mikilvægt fyrir mig að vinna Ballesteros á þessum velli, en það hefur mér aldrei tekist áð- ur,“ sagði hann. Spánverjinn hefur þrívegis sigrað á þessu móti. Önnur úrslit voru þessi: Peter Senior, Ástraslíu 278 iose-Maria Canizares, Spáni 278 Wayne Grady, Ástraliu 280 Ken Brown, Engalndi 280 Rick Hartmann, Bandarfkjunum 280 lan Baker-Finch, Ástralíu 280 lan Mosey, Englandi 281 Lyndsay Stephen, Ástralíu 282 Peter Fowler, Ástralíu 283 Sandy Lyle, Englandi 283 Morgunblaöið/Martin Holmes • Fyrsta keppni BMW M3 og fyrsti sigur í heimsmeistarakeppninni. Ekki slæm frumraun Bernard Beguin og BMW keppnisliðsins í Korsiku-rallinu. Beguin leiddi nær alla keppnina og vann öruggiega, en flestar leiðir voru á malbiki. Símamynd/Reuter • Vestur-þýski kylfingurinn Bernhard Langer lék frábærlega á Went- worth-golfvellinum i Engalndi um helgina. Hann lék samtals á 270 höggum og setti nýtt vallarmet. Franskur sigur í fjarveru Finnanna EFTIR þrettán ára baráttu vann loks Frakkinn Bernard Beguin keppni sem gildir til heimsmeist- ara. Hann sigraði Korsíku-rallið á BMW M3 og er það um leið fyrsti sigur BMW-verksmiðjanna í heimsmeistarakeppninni i fjórtán ár. Beguin vann eftir harða keppni við heimamanninn Yves Loubet á Lancia Delta, en félagi hans Miki Biasion hjá Lancia varð þriðji. Allir finnsku ökumennirnir sem aka fyrir verksmiðjuliðin voru fjarri góðu gamni, töldu keppnina of hættulega, en at- vinnuökumaðurinn finnski Henri Toivonen lést þar í slysi á sl. ári. Óþekktur ökumaður lést í keppn- inni í ár, þegar bíll hans hrapaði 50 metra fram af hengiflugi. Það voru fáir erlendir keppendur í Korsíku-rallinu, mest Frakkar og ítalir. Verksmiðjuliðin grófu upp ökumenn í stað þeirra sem neituðu að keppa í rallinu, Lancia þar fremst í flokki. En það var samt Bernard Beguin, gamalkunn kempa, sem náði forystu í keppn- inni á BMW M3, bíl sem tók þarna frumsporin í heimsmeistarakeppn- Á morgun, Uppstigningardag, verður haldið fjáröflunarmót hjá Golfklúbbi Reykjavíkur til kaupa á sjónvarpsskermi á Golfskálann. Sjónvarpsskerminn á að nosta svo hægt sé að taka á móti sjón- varpssendingum frá gerfihnöttum inni. Loubet á heimaslóðum fylgdi I honum eftir og lean Ragnotti á Renault. Ford keppnisliðið hafði ekki erindi sem erfiði, þrátt fyrir j mikinn undirbúning. Kalle Grundel flauyg útaf á sínum bíl á fyrstu leið og Stig Blomqvist hætti í lok keppninnar eftir endalaus tækni- vandamál á Sierra Cosworth bílnum. Á þriðja degi keppninnar komst Loubet 12 sekúndum framúr Beguin, en á einni iokaleiðinni sprakk hjá honum. Beguin hrifsaði því fyrsta sætið aftur og hélt til loka 1370 km langrar keppninnar. Ragnotti á Renault var í miklu stuði þennan síðasta dag, ógnaði for- ystubílnum en endaði útaf og var fastur i langan tíma. Loubet lenti líka í vandræðum, á síðustu leið- inni hélt hann skyndilega á gírstönginni, en sem betur fer var bíllinn á leið niður brekku og á loka- sprettinum. Kláraði hann keppnina fastur í þriðja gír. Þegar fimm keppnum er lokið i heimsmeistarakeppninni hafa fimm mismunandi ökumenn sigr- og þannig sé mögulegt að horfa á öll stærstu golfmótin sem fram fara erlendis í beinni útsendinu. Leikin verður punktakeppni með fullri forgjöf og verður ræst út frá kl. 09.00. að, þeir Timo Salonen, Hannu Mikkola, Bernard Beguin, Marrku Alen og Miki Biasion. Lancia verk- smiðjuliðið hefur tvívegis unnið, en Mazda, BMW og Audi nælt í einn sigur hvert. Heimsmeistara- keppnin gæti því orðið óvenjujöfn, þó Lancia sé kominn með gott forskot. Ökumennirnir gætu í það minnsta barist grimmt og margir eru um hituna í ár. - G.R. Úrslit í Korsíku-rallinu Refsing/Klst. 1. Bernard Beguln/ Jaques Lenne, BMW M3 7.22.30 2. YvesLoubet/ Bernard Vleu, Lancia Delta 7.24.38 3. Mlki Blasion/ Tlziano Siverlo, Lancla Delta 7.24.58 4. Jean Ragnotti/ Pierre Thimonier, Renault 11 7.25.11 5. Francols Chatrlot/ Michel Perln, Renault 11 7.27.05 6. MarcDuez/ Gorges Blar, BMW M3 7.37.58 Af 95 sem lögðu af stað komust 35 bílar í mark. Keppnin stóð í 3 daga og var 1370 km löng. Staðan íheimsmeist- arakeppni ökumanna 1. Juha Kankkunen Flnnlandl 37 stig, Mikl Biasion italfu 35, Jean Ragnottl Frakklandi 29, Markku Alen Flnnlandi 28, Walter Röhrl Þýskalandi 27, Keneth Eriksson Svfþjóð 21, Bernard Beguin Frakklandi, Timo Salonen Flnnlandl og Hannu Mikkola Finnlandi allir 20 stig. Keppni framleiðenda 1. Lancia 74 stig, Audi 48, VW 39, Renault 35, Mazda 34, Ford 28, BMW 20. Golf: Fjáröflunarmót hjá GR STRAKAR — STELPUR KNATTSPYRNUSKÓLI BREIÐABLIKS Hinn árlegi knattspyrnuskóli Breiðabliks tekur til starfa 9. júní. Skólinn hefur aðstöðu á Smárahvammsvellinum við Fífuhvamm og í íþróttahúsinu við Digranes. Leiðbeinendur verða: Sigurður Víðisson leikmaður Breiðabliks og Elvar Erlingsson leikmaður Breiðabliks í handknattleik. 1. námskeið 9.6 — 23.6. 2. námskeið 1.7. — 14.7. 3. námskeið 15.7. — 28.7. 4. námskeið 10.8 — 21.8. Námskeið fyrir eldri börn eru kl. 9.30-12.00 og yngri börn 12.30-15.00. Á námskeiðunum bjóðum við upp á alhliða knattæfingar ásamt knattþrautum K.S.Í. Meistaraflokksmenn Breiðabliks koma í heimsókn og farið verður í dagsferð. Viðurkenningarskjöl afhent í lok hvers námskeiðs. Verð hvers námskeiðs er 1500 kr. Systkinaafsláttur verður veittur þannig að fyrsta barn borgar 1500 kr. annað barn borgar 1000 kr. og þriðja barn borgar 700 kr. Innritun og allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Breiðabliks, Fannborg 2 (félagsheimilinu) í síma 43699 milli kl. 16.00 og 18.00 alla virka daga. ALLIR í KNATTSPYRNUSKÓLA BREIÐABLIKS Prentstofa G. Benediktssonar NÝBÝLAVEGUR 30 - 200 KÓPAVOGUR - SÍMI 42066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.