Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 63

Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 63 Morgunblaðiö/KGA ® VITI! Aðdragandi síðari vítaspyrnunnar. Guðmundur Steinsson var kominn einn inn fyrir vörn Hollend- inganna þegar varnarmaður brá honum og dómarinn hikaði ekki við að dæma vítaspyrnu. „Tókvelá“ -sagði Friðrik Friðriksson markvörður sem var bestur íslendinganna í gær „ÉG TÓK vel á!“ sagði Friðrik Friðriksson markvörður á eftir, en hann lók sérlega vel í gær. „Mér fannst við gefa þeim of mik- ið færi á okkur með því að bakka fullmikið. Vörnin byrjaði leikinn illa en það var stígandi í þessu. En við sýndum þarna að þegar við leikum á fullu er ekkert lið sem einnur okkur létt." Friðrik sagðist óhress með hve fáir áhorfendur mættu á völlinn. „Erlendis erum við að spila á móti 20.000 áhorf- endum en hér koma ekki nema örfáir áhorfendur á völlinn," sagði hann. Guðmundur Steinsson: Engin spurning með vítaspyrnurnar „VIÐ verðum að gera okkur án- ægða með jafntefli heima. Þetta eru atvinnumenn, þar á meðal nokkrir Evrópumeistarar með Ajax,“ sagði Guðmundur Steins- son, fyrirliði íslenska liðsins, eftir leikinn. Guðmundur „fiskaði" báðar vítaspyrnur íslands • í leiknum og hló að því að Hollendingar skyldi þræta fyrir að honum hefði verið hrint í fyrra vítinu. „Það var engin spurning. Hann ýtti aftan í mig. Dómarinn stóð rétt hjá okkur og sá þetta mjög vel. Það var svo engin spurning um seinni vítið." Guðmundur sagði leikinn hafa farið of rólega af stað vegna þess Brasilía vann BRASILÍA sigraði Skotland 2:0 í landsleik í knattspyrnu f Glasgow í gærkvöldi. Rai og Valdo skoruðu fyrir Barsilíu f seinni hálfleik og unnu þar með „Stanley Rous“ bikarinn. Brasilía var eina liðið sem vann leik í þessari þriggja landa keppni sem var milli Englands, Skotalands og Brasilíu. Þeir gerðu jafntefli við Englendinga á Wembley, 1:1 og Skotar og Englendingar skildu jafnir, 0:0. að „við vorum vorum of taugaó- styrkir og óöruggir fyrstu 20 mínúturnar." Hann sagði Hollend- inga hafa leikið frekar rólega þannig að ekki hafi verið erfitt að verjast þeim. „Við höfðum yfirleitt nógan tíma til að komast aftur áður en þeir voru komnir fram," sagði hann. Staðan B-riðill: Ítalía 3 2 1 0 3:0 6 A-Þýskaland 3 1 2 0 1:0 4 Holland 3 0 2 1 3:4 2 Portúgal 3 0 2 1 1:2 2 Ísland 2 0 1 1 2:4 1 Jafntí IMoregi NOREGUR og Búlgaría gerðu markalaust jafntefli f undan- keppni Ólympfuleikanna f knatt- spyrnu í Þrándheimi f gærkvöldi. Þessi lið eru f D-riðli, en þar hafa Sovétmenn nú forystu. Belgar skoruðu tvö á síðustu mínútum M Islendingar höfðu forystu þar til þrjár mínútur voru til leiksloka •SLENSKA drengjalandsliðið í ^nattspyrnu, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, tapaði fyrir jafn- öldrum sínum frá Belgfu, 2:3, á 9rasvellinum í Garðabæ í gær. Islenska liðið var yfir 2:1 þegar Þfjár mínútur voru til leiksloka, en Belgar skoruðu tvö mörk á ^eimur mfnútum og tryggðu sór s'9urinn. Leikurinn var liður í Evr- úpukeppni landsliða f þessum aldursflokki. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur °9 opin, skemmtileg og lífleg ^nattspyrna. íslendingar voru betri framanaf og áttu tvö góð færi í uPphafi leiksins. Fyrst átti Ólafur ^'ggósson skot frá vítateig sem var vel varið. Síðan átti Haraldur ’ngólfsson gott tækifæri er hann uð upp að endamörkum og skaut ^östu skoti af stuttu færi sem markvörðurinn bjargaði í horn. Pvert á gang leiksins náðu Belg- ar forystu á 25. mínútu. Það var framherjinn, Smolders, sem skor- aði með þrumuskoti af 25 metra faeri efst í bláhornið. Glæsilegt nnark. Haraldur Ingólfsson jafnaði 10 mínútum síðar með öðru glæsi- marki. Hann tók þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs hægra megin og skoraði beint úr henni í hornið fjær og þannig var staðan í hálfleik. íslendingar byrjuðu seinni hálf- leikinn vel og komust yfir á 56. mínútu. Árni Þór Árnason komst þá inní sendingu varnarmanns til markvarðar og vippaði laglega yfir úthlaupandi markvörðinn svo eftir- leikurinn var auðveldur. Þegar þarna var komið sögu misstu íslendingar tvo bestu leik- menn sína, Harald Ingólsson og Gunnlaug Einarsson, útaf vegna meiðsla. Það hafði mikil áhrif á leik þeirra það sem eftir var og tóku Belgar öll völd á vellinum og sóttu látlaust síðustu 20 mínúturn- ar. Dillkens jafnaði fyrir Belga með marki af stuttu færi eftir þvögu á 87. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði fyrirliðinn, Colpaert, sigurmarkið með skalla eftir fyrir- gjöf frá hægri. Fögnuður Belga var mikill í leiks- lok. Einn leikmanna þeirra kunni sér ekki læti er þeir jöfnuðu, stökk upp undir markslána og fékk við það slæmann skurð á ennið og varð að yfirgefa völlinn og láta sauma saman. Belagar léku mjög fast og lét dómarinn þá komast upp með of mikla hörku. íslending- ar áttu í fullu tré við gestina allt þar til undir lokin að úthaldið var fariö að segja til sín. Leikur þeirra lofar góðu þó svo að leikir verði að vinnast á heimavelli svo viðun- andi sé. Bestu leikmenn íslands voru Haraldur, sem skapaði mikla hættu á vinstri vængnum og Gunn- „OKKUR vantaði úthaldið f lokin. Það skipti sköpum að við mistum tvo lykilmenn okkar útaf í seinni hálfleik," sagði Lárus Loftsson, þjálfari drengjalandsliðsins eftir Íeikinn. „Þeir komust upp með að spila mjög gróft. Það er áfall að tapa þessum leik við höfðum sett okkur lagur, sem var mikið í boltanum og byggði upp margar góðar sókn- ir. Rúnar Kristinsson var sterkur í fyrri hálfleik en dalaði er líða tók á. Ólafur Viggósson og Árni Þór áttu báðir góða spretti frammi. Eins voru Egill Örn Einarsson og Þormóður Egilsson sterkir í vörn- inni. Dómari var George Smith frá Skotlandi og leyfði hann of mikla hörku. Hann sýndi aöeins einum Belga gula spjaldið. það markmið að vinna þá hér heima og það vantaði aöeins herslumuninn á að það tækist. Strákarnir spiluðu vel þar til 20 mínútur voru eftir og þá var bara spurning hvort þeir myndu halda þetta út," sagði Lárus og reyndi að hughreysta niðurlúta leikmenn sína í búningsklefanum eftir leik- inn. „Skipti sköpum að missa lykilmenn útaf“ • Haraldur Ingólfsson, besti leikmaður íslands, á hór f höggi við einn leikmann Belga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.