Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Tveggja ára fangelsi
fyrir smygl á hassi
SAKADÓMUR í ávana- og
fíkniefnamálum dæmdi nýlega
mann í tveggja ára fangelsi
Lögreglan af-
vopnaði mann
LÖGREGLAN í Reykjavík
þurfti að hafa afskipti af
vopnuðum manni í gær, en
ekki kom til neinna átaka
vegna þessa.
Maðurinn var í samkvæmi í
heimahúsi skömmu eftir hádegi í
gær og bárust lögreglunni fregnir
af því að hann væri með hagla-
byssu og riffíl. Ekki ógnaði
maðurinn neinum með þessum
vopnum, en þar sem hann hafði
hvorki heimild til þess að vera með
slík vopn né var þekktur að reglu-
semi þótti lögreglunni vissara að
taka vopnin af honum.
fyrir smygl á miklu magni af
hassi til landsins. Smyglmál
þetta er eitt hið umfangsmesta
sem upp hefur komið á síðari
árum.
Tveir menn voru ákærðir síðla
árs 1985 fyrir að hafa smyglað
sameiginlega um 13,5 kílóum af
hassi til landsins í tveimur ferðum.
Þar af var þeim gefíð að sök að
hafa smyglað 11,2 kílóum í einni
og sömu ferðinni með togaranum
Karlsefni. SÚ ferð var farin í októ-
ber 1983, en lögreglan lagði hald
á efnið við komu skipsins til lands-
ins. Annar mannanna var dæmdur
í tveggja ára fangelsi fyrir aðild
sína að málinu, en hinn var sýkn-
aður. Hann var hins vegar
dæmdur til 9 mánaða fangelsis-
vistar fyrir önnur fíkniefnabrot,
auk þess sem honum var gert að
greiða 30 þúsund króna sekt og
málskostnað.
Guðrjón S. Marteinsson, fulltrúi,
kvað upp dóminn.
Morgunblaðið/KGA
Umhverfis borðið sitja helstu aðstandendur keppninnar frá vinstri: Hilmar Oddson, Sæbjörn Valdimars-
son, Rut L. Magnússon, Kristín Jóhannesdóttir, Birgir Sigurðsson og Jón Þórarinsson.
Listahátíð 1988:
Efnt til samkeppni um
gerð stuttra kvikmynda
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna
til kvikmyndasamkeppni í tilefni
VEÐUR
I DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR IDAG, 28.05.87:
YFIRLIT á hádegi í gær: Fyrir norðaustan land er aðgerðalítil 1030
millibara hæðarsvæði.
SPÁ: Víðast hvar hæg breytileg eða suðaustlæg átt á landinu.
Skýjað verður að mestu suðaustanlands og einnig sums staðar
við suövesturströndina, en annars staðar bjartviðri. Hiti verður á
bilinu 8 til 12 stig við strendurnar en 14 til 18 stig sums staðar í
innsveitum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Fremur hæg austlæg eða suðaustlæg átt. Skýjað
með köflum um sunnanvert landið og sums staðar þokubakkar við
ströndina en víðast bjart veður norðantil. Hiti á bilinu 7 til 15 stig.
LAUGARDAGUR: Búast má við aö heidur þykkni í lofti með austan-
átt. Dálítil súld verður líklega við suður- og austurströndina en
úrkomulítið að kalla í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 5 til 12 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-|Q° Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V El
= Þoka
— Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
i w
V 1:
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hlti veður
Akureyri 7 lóttskýjaö
Reykjavík 8 láttskýjaö
Bergen 7 þokumóða
Helsinki vantar
Jan Mayen 4 heiöskfrt
Kaupmannah. 10 þokuruðningur
Narssarssuaq 1 skýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Osló 7 rigning
Stokkhólmur 6 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam 12 skýjað
Aþena vantar
Barcelona 1 lágþokublettir
Berlín 13 heiðsklrt
Chicago 23 skýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 14 þokumóða
Hamborg 9 lóttskýjað
Las Palmas vantar
London 10 léttskýjað
Los Angeles 14 léttskýjað
Lúxemborg 12 súld
Madríd 10 hélfskýjað
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 16 þokumóða
Miami 24 léttskýjað
Montreal 17 alskýjað
NewYork 13 skúr
Paris 12 rigning
Róm vantar
Vín 12 þokumóða
Washington 17 alskýjað
Winnipeg 16 alskýjað
Listahátíðar í Reykjavík 1988,
en það verður í tíunda skipti sem
hátíðin er haldin. Keppnin er
tvíþætt: annars vegar um hand-
rit og hins vegar um mynd, en
kveðið er á um að handritin og
myndirnar skuli vera stuttar —
átta til fimmtán mínútur.
Keppnin um handrit er í tengsl-
um við Kvikmjmdahátíð, sem hefst
19. september næstkomandi. Verða
þá valin 2-4 handrit til framleiðslu
og er miðað við að hvetju verkefni
verði úthlutað 850.000 krónum í
vinnslukostnað, en auk þess mun
Hans Petersen hf. og Kodak gefa
alla hráfílmu til upptöku á myndun-
um. Handritin, sem verða að berast
eigi síðar en 6. ágúst, þurfa að
vera fullunnin bæði hvað varðar
texta og myndatöku. Dómnefnd sú
er §alla mun um handritin er skip-
uð þeim Birgi Sigurðssyni, Sigurði
Sverri Pálssyni og Sveinbimi I.
Baldvinssyni.
Myndimar skulu vera tilbúnar til
sýninga 5. maí á næsta ári, enda
verða þær sýndar í tengslum við
Listahátíð og mun enn óskipuð
dómnefnd nefna bestu myndina að
sínum dómi og veita henni viður-
kenningu.
Keppnin er öllum opin, en að
sögn aðstandenda hennar vom
keppnisreglur samdar með það fyr-
ir augum að fagmennska í vinnu-
brögðum réði miklu, enda tilgangur
keppninnar m.a. sá að ýta undir
samvinnu handritshöfunda og kvik-
myndaleikstjóra, en því ku gjaman
hafa verið ábótavant hér á landi
sem annars staðar.
Ástæðan fyrir því að keppt er
um gerð „stuttmynda", en ekki
mynda í fullri lengd, er sú að þessi
grein kvikmyndagerðarlistarinnar
er oft vanrækt — líkt og smásagan
hefur verið í láginni á undanfömum
árum. Er helst að menn reyni fyrir
sér í gerð stuttra mynda í kvik-
myndaskólum, en leggi þá iðju niður
að prófi loknu. Teikn em þó á lofti
um að þetta sé að breytast erlendis
— líkt og smásagan er að ryðja sér
rúms að nýju — og gæti hið sama
gerst hér, t.a.m. með hvatningu sem
þessari keppni.
Útgjöldum vegna keppninnar
verður mætt með ýmsu móti. Til
dæmis hefur Kvikmyndasjóður út-
hlutað 1.500.000 krónum til þess
ama, Hans Petersen hf. og Kodak
gefa sem áður segir alla hráfílmu
og mun Búnaðarbankinn auk þess
styrkja Listahátíð vegna þessa. 011
gögn varðandi keppnina skal sækja
fyrir 25. júní á skrifstofu Listahátí-
ðar, Amtmannsstíg 1, en hún er
opin frá kl. 14.00 - 17.00 virka
daga.
Þá má geta þess að á vegum
Listahátíðar er nú háð önnur sam-
keppni. Er þar á ferðinni samkeppni
um höggmynd, sem nota mætti
bæði sem verðlaunagrip og tákn
hátíðarinnar. Verðlaunaféð er
250.000 krónur, sem fyritækið
Nathan & Olsen hf. gaf til að
minnast 75 ára afmælis fyrirtækis-
ins. Skilafrestur til þeirrar keppni
er einnig 6. ágúst nk.
Unglingar í
Hafnarfirði:
Hræddu veg-
farendur með
táragasbyssu
ÞRÍR ungir piltar í Hafnarfirði
óku víða um bæinn og nágrenni
hans síðastliðinn laugardag og
beindu byssu að öðrum vegfa-
rendum. Ekki var annað að sjá
en þeir væru með venjulega
skammbyssu, en þarna var um
táragasbyssu að ræða.
Að sögn rannsóknarlögreglunn-
ar í Hafnarfirði sögðust piltarnir
þrír, sem eru 15, 16 og 17 ára,
hafa fundið byssuna og skot í
hana á víðavangi, en sú skýring
þykir ekki trúleg. Byssan er hlaðin
litlum hylkjum, sem innihalda
táragas, og hefur hún að öllum
líkindum verið keypt í Þýskalandi.
Að sögn lögreglu er þessi byssa
ekki hættuleg, en eðlilegt að fólki
yrði illa við. „Þeim þótti þetta
sniðugt strákunum, en núna hafa
þeir víst gert sér grein fyrir alvöru
þessa," sagði lögreglumaður í
Hafnarfirði í gær.
Þórður Halldórs-
son íLaugar-
holtí látínn
ÞÓRÐUR Halldórsson í Laugar-
holti í Nauteyrarhreppi við
ísafjaðrardjúp, fyrrum sýslu-
nefndarmaður og oddviti, lést á
sjúkrahúsinu á Isafirði 26. maí
síðastliðinn, 95 ára að aldri.
Hann var merkur bóndi og
áhrifamaður við Djúp. Eftirlif-
andi kona hans er Helga Jóns-
dóttir.