Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 119. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 28. MAI 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Efnavopnaviðræðurnar: Breytt stefna Sovétmanna Vilja nú fallast á „skyndiskoðun“ Ósló, Reuter. Aðalsamningamaður Sovét- stjórnarinnar í Genfarviðræðun- um um efnavopn sagði í gær, að hún gæti í meginatriðum fallist á svokallaða „skyndiskoðun" en þá er átt við, að hægt sé að krefj- ast fyrirvaralítillar athugunar á hugsanlegum efnavopnabirgðum eða -verksmiðju. Hafa Sovét- menn verið andvígir henni hingað til en hafa nú augljóslega skipt um skoðun. Yuri Nazarkin, aðalsamninga- maður Sovétmanna, lýsti þessu yfir í gær á alþjóðlegri ráðstefnu um efnavopn, sem haldin er í Ósló. í afvopnunarviðræðunum í Genf hef- ur Nazarkin ávallt þvertekið fyrir skyndiskoðun af þessu tagi og bor- ið því við, að auðvelt væri að stunda njósnir með hana að yfirskini. Hann sagði þó ekkert um það hvenær Sovétmenn ætluðu opinberlega að fallast á þá kröfu Bandaríkja- manna, að ekki mætti hafna beiðni um skyndiskoðun. Nokkur þeirra 40 ríkja, sem taka þátt í Genfarviðræðunum um efna- vopn, hafa lagt til, að fyrirvarinn á skyndiskoðun sé einn til tveir sólar- hringar en Nazarkin sagði, að Sovétmenn ætluðu að koma með sínar tillögur þegar viðræðurnar hefjast aftur 9. júní. Grænland: Litlar breytingar í kosningunum Morgunblaðið/ól.K.M. Uppstigning í dag er uppstigningardagur, kenndur við himna- náttúrunnar, sem nú er að vakna af vetrarsvefnin- för Jesú og kallaður helgi Þórsdagur áður en um. Myndin er tekin við Tjömina í Reykjavík en nöfnum daganna var breytt. Á þessum fögru í baksýn er himinninn tekinn að lýsast af geislum vordögum á sér stað önnur uppstigning, upprisa rísandi sólar. Nuuk, Reuter. MESTAR líkur eru á, að sömu flokkar verði áfram í stjórn á Grænlandi eftir kosningarnar í fyrradag. Var til þeirra boðað vegna ágreinings um herstöð Bandaríkjamanna í Thule en þær breyttu þó litlu sem engu um stöðuna í grænlenskum stjórn- málum. Úrslitin urðu þau, að Siumut- flokkurinn undir forystu Jonathans Motzfeldt hélt sínum 11 þingsætum en Inuit Ataqatigiit, vinstrisinnaður samstarfsflokkur Siumuts í síðustu Chase Manhattan: í fótspor Citicorp. New York, Reuter. CHASE Manhattan-bankasam- steypan, sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum, ætlar að leggja til hliðar 1,6 milljarða dollara til vega upp á móti tapi af viðskipt- unum við þriðja heims-ríki. Er það talið verða 1,4 milljarðar á öðrum fjórðungi ársins. Ákvörðun Chase Manhattan kemur í kjölfar sams konar ráðstaf- ana Citicorp, stærsta banka í Bandaríkjunum, en 17. maí sl. lagði hann til hliðar þijá milljarða dollara í sama skyni. Var búist við, að aðr- ir bankar færu að dæmi hans og viðurkenndu með því, að útséð væri um, að sum þriðja heims-ríkj- anna gætu greitt skuldir sínar að fullu. Chase Manhattan er meðal stærstu lánardrottna þriðja heims- ríkja og á útistandandi í Suður- Ameríkuríkjum alls 6,4 milljarða dollara. stjórn, bætti við sig einu og hefur nú fjögur. Stjórnarandstöðuflokk- urinn Atassut, sem er hægriflokkur, hélt einnig sínum 11 sætum en eitt þingsæti féll í hlut Polarflokksins, sem er nýr af nálinni og nýtur helst stuðnings smáatvinnurekenda og útgerðarmanna. „Stjórnin heldur velli,“ sagði Ar- qaluk Lynge, formaður Inuit Átaqatigiit, þegar úrslitin lágu fyrir en sagði hins vegar ekkert um ágreininginn, sem leiddi til kosning- anna, deilurnar um Thule-stöðina. Af öðrum kosningamálum ofarlega á baugi voru minni ríkisafskipti, áfengisbölið og betri menntunarað- staða. Sjáábls. 38. Bandaríkin: Áhyggjur af vaxandi spennu á Persaflóa Washington, Brussel, Reuter. ÁHYGGJUR bandarískra þing- manna af hernaðarlegum átök- um milli Bandaríkjamanna og írana jukust í gær þegar varnar- málaráðuneytið upplýsti, að bandarískt herskip hefði sl. mánudag fylgt kaupskipi frá Kuwait á Persaflóa. Atlantshafs- bandalagið hefur vísað á bug hugmyndum Bandaríkjamanna um að það taki þátt í að veija siglingar á flóanum en Hollend- ingar segjast þó reiðubúnir að athuga það nánar. Varnarmálaráðherrar NATO: Yfirburðum Sovét- manna verði svarað Brussel, Austur-Berlín, Reuter. FUNDI varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna lauk í gær í Brussel og voru ráðherrarnir sammála um, að nauðsyn- legt væri að mæta yfirburðum Sovétmanna og Varsjárbandalags- ins með því að styrkja hefðbundnar varnir. Háttsettur, sovéskur embættismaður fordæmdi í gær þessa samþykkt ráðherranna. í samþykktinni segir, að vegna hugsanlegrar fækkunar kjam- orkuvopna sé nauðsynlegt að bregðast við miklu ofurelfí Sovét- manna með því að treysta hefð- bundnar vamir. ítrekuðu ráðherramir einnig það markmið, að útgjöldin til hermála ykjust um 3% að raunvirði árlega og lögðu áherslu á, að NATO-ríki nýttu sér betur þann vamarmátt, sem þau byggju nú yfír, í stað þess að reyna að nálgast Varsjárbanda- lagið hvað varðar fjölda hermanna og hertækja. Albert Vlassov, aðstoðaryfir- maður í áróðursdeild miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, fór i gær hörðum orðum um sam- þykkt vamarmálaráðherra NATO-ríkjanna og sagði, að hún væri skref aftur á bak. Sagði hann, að samþykktin yrði skoðuð nánar og síðan gripið til viðeig- andi ráðstafana. Kom þetta fram á ráðstefnu í Austur-Berlín en á morgun munu leiðtogar Varsjár- bandalagsríkjanna setjast á rökstóla þar í borg. Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Jim Sasser sagði í gær, að það væri bara tímaspursmál hvenær íranir réðust á bandarísk herskip og öldungadeildarþingmað- urinn John Glenn sagði, að aldrei hefði verið jafn mikil hætta og nú á að Bandaríkjamenn blönduðust í Persaflóastríðið. Vöruðu þeir báðir við áætlunum um að kaupskip frá Kuwait yrðu látin sigla undir bandarískum fána. Ronald Reagan forseti sagði í fyrradag, að áhöfnum bandarískra herskipa á Persaflóa hefði verið skipað að veijast ef ráð- ist yrði á þau. Sasser sagði, að Bandaríkja- stjóm yrði að tryggja sér stuðning bandamanna sinna áður en farið væri að vemda skipasiglingar á Persaflóa en auk Bandaríkjamanna hafa Bretar og Frakkar herskip á flóanum. Caspar Weinberger, vam- armálaráðherra, vakti máls á þessu á fundi vamarmálaráðherra NATO i Bmssel, sem lauk í gær, en fékk dræmar undirtektir. Carrington lá- varður, framkvæmdastjóri NATO, sagði, að bandalagið sem stofnun skipti sér ekki af því, sem fram færi utan vamarsvæðis þess. Talsmaður hollenska varnar- málaráðuneytisins sagði aftur á móti í gær, að Hollendingar væru reiðubúnir að senda herskip til Persaflóa og taka þátt í að veija skip á alþjóðlegum siglingaleiðum en þó því aðeins, að ástandið versn- aði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.