Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 67 Friðberg Guðmunds son Hafnarfirði Fæddur 19. mars 1919 Dáinn 22. maí 1987 Þánn 22. maí síðastliðinn, þegar ég og aðrir skólafélagar mínir í 9. bekk Öldutúnsskóla komum heim frá Hollandi úr ánægjulegu skóla- ferðalagi, var mér tilkynnt sú harmafregn að afi minn Friðberg Guðmundsson hefði látist aðeins fáum klukkustundum áður. Þessi frétt skyggði algerlega á þetta ann- ars frábæra ferðalag. Því daginn áður en ég fór út þann 15. maí heimsótti ég afa minn á Borgarspít- alann. Þá strax fór hann að tala um næstu veiðiferð, og það gladdi mig mjög. Þess vegna gat ég ómögulega ímyndað mér að þetta yrði okkar síðasta samverustund í þessum heimi. Ég og afi minn tengdumst sterk- um vinaböndum, þannig að við fráfall hans er stórt gat höggvið í minn vinahóp. Afi dáði veiði og fór tugi veiðiferða árlega, auk þess sem hann átti sér stórt tómstundagam- an, að hnýta flugur sem voru mjög eftirsóttar af vinum og kunningjum hans. Afi vann sem jámsmiður alla tíð ásamt bræðrum sínum, þeir lærðu jámsmíði af föður sínum Guðmundi Hróbjartssyni þekktum jámsmiði hér í Hafnarfirði. íþróttaáhugi afa míns var mikill hann fór ósjaldan á völlinn til þess að sjá FH leika jafnt knattspymu sem og handknattleik. Hann var liðtækur billjardspilari og spilaði oft billjard ásamt vinum sínum. A hveijum laugardegi heimsótti ég Fjóla Jónsdóttir Kveðja Okkar kynni voru ekki löng. Við unnum saman í öryrkjavinnu eða réttara sagt í föndri, eins og það er kallað, en við kölluðum það vinnu. Ekki gat Fjóla alltaf mætt, því heilsa hennar bauð ekki alltaf upp á það. Ekki kvartaði hún þó auðséð væri, að hún gekk ekki heil til skógar. Hún kom alltaf með birtu og yl og jafnvel heitar lummur eða annað til að gleðja okkur með. Hún var sú manngerð sem vildi fremur gefa en þiggja. Fjóla var greind kona, kunni mikið af ljóðum og hafði ánægju af söng, það kom oft fyrir að við tókum lagið. Hún var af okkar eldri kynslóð og gæti ég trúað að hennar einkunnarorð hafi verið: „Aldrei skal ég bogna." Að lokum vil ég þakka henni fyrir samveruna og þann kjark sem hún gaf mér. Ég veit að vel verður tekið á móti henni í þeim heimi sem hún er komin í. Mínir vinir fara flöld feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir kannske í kvöld, með klofínn hjálm og rofinn slqöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Hildur E. Frímann afa og horfðum við saman á íþrótt- irnar í sjónvarpinu, þar var enska knattspyman í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þessi stutti pistill um afa minn Friðberg Guðmundsson er rétt til þess að minna á hvað hann var góður vinur minn og hve ég sakna hans sárt. En ég veit að ég á eftir að standa í sömu sporum og hann stendur nú og þá hittumst við aftur í allt öðmm heimi heldur en við lif- um í nú. Þá munum við afi hefja leika að nýju, og hlakka ég til þeirra stunda. Að lokum vil ég senda elsku Sigurbjörgu ömmu, ættingjum og vinum afa, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hvíli hann í friði. Högni SVAR MITT eftir Billy Graham Tónar og texti Eg hef löngum verið hrifinn af rokktónlist. En fyrir skömmu fór eg að leggja eyrun við textanum á sumum plötunum mínum. Telur þú rangt að hlusta á slíka tónlist? Þú þarft að gera þér ljóst að hugur okkar verður fyrir áhrifum á marga vegu — og oft þannig að við vitum ekki af því meðan það gerist. Eg er sannfærður um að kvikmynd- irnar sem við horfum á, sjónvarpið, tónlistin sem við gefum gaum að, bækurnar sem við lesum og margt annað hefur mjög mótandi áhrif á okkur. Ennfremur ber þér að minnast þess, að ef þú tilheyrir Jesú Kristi ertu kallaður til að lifa í hreinleika og heilag- leika. Guð vill fá að móta huga okkar, svo að hugsanir okkar og markmið endurspegli Krist. Því er það að Biblían notar oft sterk orð þegar hún ræðir um hversu hugur og hjarta eru mikils virði og brýnir fyrir okkur að gæta þess vel hvað þangað fer inn. Biblían segir að við eigum ekki að lifa að hætti vantrúar- manna sem framganga „í hégómleik hugskots síns“. „I Jesú hafið þér lagt af, ásamt með hinni fyrri breytni, hinn gamla mann sem er spilltur af tælandi girndum, en endur- nýjast í anda hugskots yðar.“ (Efes. 4,17,22,23.) Þess vegna þarftu að gæta að hvers konar texti fylgir tónlist þeirri sem þú minnist á. í mörgum nútímalögum er mikil áhersla lögð á kynferðistal (og sumu fólki finnst jafn- vel kynæsing vera í taktinum). í sumum dægurlagatextum er farið fögrum orðum um neyslu fíkniefna eða hegðun sem brýtur algjörlega í bága við það sem kristinn maður getur viðurkennt ef hann vill þóknast Guði. Ef þetta er einkenni tónlistar þinnar er kominn tími til þess að þú snúir baki við henni. En í þessu öllu er dýpri spuming. Það er spurningin um hvaða markmið þú hefur sett þér í lífinu. Leitastu við að lifa í Kristi? Þráir þú að þóknast honum í einu og öllu? Eg bið þess að þú gefir þig honum á vald og fáir honum stjórntaumana í hendur. Þá verður þér efst í huga að veg- sama hann í öllu lífi þínu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Syðri-Hraundal, Álftaneshreppi, Mýrasýslu, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Efra-Hvoli. Sérstaklega þökkum við öllum þeim sem veittu henni hjálp og umönnun í veikindum hennar á umliðnum árum. Guð blessi ykkur öll. Sœbjörn Eggertsson, Skúli Magnússon, Sigfrfður Magnúsdóttir, Alfreð Magnússon, Haraldur Magnússon, Ingunn Ósk Sigurðardóttir. Arndfs Þorvaldsdóttir, Guðný Pálsdóttir, t Útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HELGU P. SIGURÐARDÓTTUR, hefur farið fram í kyrrþey. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHANNU SIGURÐARDÓTTUR frá Rafnseyri, Skólavegi 10, Vestmannaeyjum, Þórarinn Gunnlaugsson, Sigurður Þórarinsson, Elfsabet Þórarinsdóttir, Hlöðver Jónsson, Grétar Þórarinsson, Jóna Guðjónsdóttir, Þórey Þórarinsdóttir, Sigþór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR, Karfavogi 42. Aðalbjörg Skúladóttir, Gfsli Guðmundsson, Matthildur Guðmundsdóttir, Stefán Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristinn Guðbergsson, Einar Gunnarsson, Elfn Sörladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS SUMARLIÐASONAR, Hafsteinsstöðum, Bolungarvfk. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Bolungarvíkur. Guðmundur H. Kristjánsson, Jónfna Sveinbjarnardóttir, Theodór H. Kristjánsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, ÁSLAUGAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Safamýri 47, Reykjavfk. Helgi Jasonarson, Kristfn Helgadóttir, Hafsteinn Helgason, Sigurbjörg Sæmundsdóttir. t Þakka af alhug öllum þeim sem heiðruðu minningu mannsins míns, JÓNSÁ. ÞORSTEINSSONAR, Mánagötu 22, Reykjavfk og auðsýndu mér vináttu og hluttekningu við andlát hans og útför. Guðrún Guðmannsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR SIGURÐSSONAR, fyrrv. póstmanns. Sérstakar þakkir til allra á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir góða umönn- un og vinsemd á liðnum árum. Hólmfrfður G. Haraldsdóttir, Helgi Arason, Guðlaug H. Guðmundsdóttir, Helgi S. Haraldsson, börn og barnabörn. LOKAÐ vegna jarðarfarar ÞÓRÐAR STURLAUGSSONAR fyrr- verandi stórkaupmanns föstudaginn 29. maí. Sturlaugur Jónsson & Co hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.