Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 . megi gjaman aga böm meir en yfir- leitt er gert hér, þó auðvitað verði þau að fá að leika sér ... Þessar vangaveltur krakkanna ættu að vera hollt umhugsunarefni til foreldra sem standa yfir krökkum í tónlist- arnámi. Bæði Þórhildur og Þórarinn stefna á útlönd næsta vetur. Þórar- inn hefur augastað á Hans Leygraf í Hannover, sem hefur meðal annars kennt Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara, en ella að fara til Salz- burg. Við hvetju búast þau, hvemig vilja þau vinna eftir þennan áfanga? Þórarinn á von á að stökkið verði mikið. „Ég er búinn að taka kenn- arapróf og aukafög. Nú vil ég gjaman spila meira. í vetur hef ég einbeitt mér að fáum verkum, svo núna langar mig að kynnast miklu fleiri verkum. Það er freistandi að hafa fleiri verk undir. Píanótónlistin er víðfeðm, svo það skiptir máli að sjá sem mest fyrir sér. Eiginlega finnst mér að skólinn héma mætti vera erfiðari. Það mætti Ieggja meira á nemenduma. Það er mikil aðsókn að góðum erlendum skólum svo ef maður kemst inn, þá er líka krafist mikils." Þórhildur ætlar til Hollands sem hún hætti við í fyrra. Veit og býst við að halda áfram á svipaðan hátt og áður. Það sé erfitt að segja fyrir um kröfumar, þær fari eftir kennur- unum. Það er margt sem er sérstakt við tónlistamám og það gefur því sér- stakan brag, að nemendumir hafa einkakennara. Hvað segja þau tvö um það? Þau eru á því að áhrif kenn- arans séu mikil. Góður kennari verði nemendum sínum fyrirmynd, hvort sem hann vilji eða ekki. Námið sé því á engan hátt sambærilegt venju- legu skólanámi, því samband nemanda og kennara verði mjög náið. Þó nemendur hitti kennara aðeins tvisvar í viku, hálftíma í senn, þá fer smátt og smátt allt að snúast um þeessa hálftíma. Og smám sam- an fer lífíð líka að snúast æ meir um tónlistina, annað bliknar við hlið- ina á henni. Flestir tólistamemar eiga sér minningar um augnablik, þegar þau heyrðu einhver þekkileg tónverk í fyrsta sinn og kraftbirting tónlistarinnar opinberaðist þeim. En fólk á þessum aldri er ekki mikið gefið fyrir að fjasa um slíkt, tvímenningamir ætla að passa sig að hljóma ekki eins og áttræðir öld- ungar. A tónleikunum spilar Þórhildur píanókonsert í A-dúr KV 488 eftir Mozart, því hún man enn þegar hún heyrði hæga kafalann í fyrsta skipti og heillaðist gjörsamlega. Þórarinn spilar píanókonsert Katsatúríans. Sterk, rússnekt tónlist, varla hægt að hugsa sér meiri andstöðu við Mozart-konsertinn, sem er auk þess Tónlistin agar börnin sín og smá agi er börnunum bara til góðs Viðtal við nemendur, sem útskrifuð- ust úr Tónlistarskólanum Alvara stundarinnar getur orðið yfirþyrmandi á þessum árstíma hjá tónlistarskólanemum. F.v. Þór- hildur, Hrafnhildur, Kolbrún og Þórarinn dætumar hlaupandi út, grátandi og gólandi og faðirinn reif hár sitt og klæði yfir uppivöðslusömum og aga- lausum afkvæmum sínum .. . Það er ekki ósjaldan að foreldrar krakka í tónlistamámi, velti því fyr- ir sér hvað stíft eigi að halda krökkunum að hljóðfærinu og hvort eigi að pressa þau til að halda áfram, ef þau gerast því fráhverf. Hvemig gekk námið fyrir sig hjá Þórami og Þórhildi? „Mamma hélt mér við efnið,“ seg- ir Þórarinn. „Þó ekki svoleiðis að ég gæti ekki verið í fótbolta eins og aðrir. Á tímabili lét ég víst ekki vel að stjóm og ég er mömmu þakklát- ur fyrir að hafa veitt mér aðhald, eins og hún gerði.“ Þóhildur segist mest hafa haldið sér sjálf að píanóinu. „En mér fínnst allt í lagi að foreldrar pressi svolítið á. Það er hægt að veita jákvætt í dag kl. 2 verða vortónleikar Tónlistarskólans haldnir í Há- skólabíói. í þetta sinn fer ágóði tónleikanna til bókasafns skólans en nemendur og kennarar hafa safnað peningum til þess undanfarið, eins og hefur verið rakið hér áður. Liður í einleikaraprófi er að nem- endur koma fram ásamt hljómsveit. Undanfarin ár hefur sinfóníuhljóm- sveitin spilað með, en kom því ekki við nú, svo það er hljómsveit nem- enda úr skólanum sem hljóp í skarðið * undir stjóm Marks Reedmanns. Ekki slæm býti það með fullri virðingu fyrir okkar ágætu sinfóníuhljóm- sveit. Reedmann hefur áður getið sér gott orð með strengjasveit skól- ans og það jafnast fátt á við að hlusta á góða nemendahljómsveit spila af ungæðislegum eldmóði. Einleikarar á tónleikunum em tveir píanónemendur, þau Þórhildur Bjömsdóttir og Þórarinn Stefánsson. Svo koma fram tveir söngnemendur, þær Kolbrún Amgrímsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Hljóðfæraleikarar eiga það yfír- leitt sammerkt að byija ungir að læra. Þórhildur og Þórarinn em eng- ar undantekningar. Þórhildur byij- aði þegar hún var 9 ára. „Mamma mín og systir spiluðu, svo það var píanó heima. Ég hafði alveg heillast af Nú árið er liðið og var alltaf að biðja mömmu að spila það, jafnt sumar sem vetur. Svo ákvað ég að reyna bara sjálf, svo ég byijaði víst til að geta spilað Nú árið er liðið. Fyrstu árin var ég í einkatímum, en fór í Tónlistarskólann 15 ára. En það var ekki fyrr en ég kláraði píanókennaradeiidina, að ég fór að hugsa um píanóið fyrir alvöm. Ég ætlaði þá til Hollands síðasta haust, búin að fá skóla, en ákvað svo að ljúka einleikaraprófi fyrst, í og með til að athuga hvort ég hefði nú ör- ugglega úthald. En eiginlega vel ég píanóið eftir að hafa útilokað allt annað. Ætli þetta sé ekki það sem ég get helzt. En stundum er kjarkur- inn i lágmarki. Þá fæ ég svona peðstilfinningu og mér fallast hend- ur yfir hvað ég kann nú lítið. En sveiflast ekki allir eitthvað til? Það var líka píanó heima hjá Þór- ami og mamma hans er aukinheldur píanókennari. Hann fór í tónlistar- deildina á Akureyri 7 ára, lauk henni 1983 og varð stúdent á tónmennta- braut MA 1984. „Ég fór í tónlistar- skólann til Halldórs Haraldssonar eftir stúdentspróf og þá fyrst fór að komast einhver mynd á námið. Þó það sé fastur kjami kennara fyr- ir norðan, þá lenti ég í einhverri hringiðu erlendra kennara sem hver Það er salur Hagaskólans sem er ramminn utan um hljómsveit Tón- listarskólans og Mark Reetmann á æfingu fyrir sig var ágætur en komu og fóm. Eftir á finnst mér slæmt að skólinn skyldi láta þetta viðgangast. Líklega hefði verið betra að mamma hefði kennt mér, — en það er nú reyndar ömgglega erfitt að foreldrar kenni bömum sínum. Þeir gera yfir- leitt of miklar kröfur til eigin bama.“ — Þessi athugasemd minnir reyndar á frásögn Galínu Visnevskæju af því þegar maður hennar, sellóleikarinn Rostropovitsj tók sig til stöku sinn- um og reyndi að koma lagi á tónlist- armenntun dætranna tveggja. Þau þijú hurfu glöð og ánægð inn í her- bergi, en eftir stutta stund komu aðhald. Ég er ekki að tala um svip- una á lofti." Og fiðluleikarar úr hljómsveitinni, sem koma aðvífandi rétt í þessu, taka mjög undir þetta með aðhald foreldra. Einhver kann sögu af rússneskum píanista, sem rifjaði upp með skelfingu hvemig honum var haldið við píanóið í 6 klst. á dag, þegar hann var bam. Móðirin var sumsé harðákveðin í að búa til píanista úr drengnum, sama hvað tautaði og raulaði... Of mikið af því góða, segja krakkamir. Þórar- inn er á því að fínnist einhver hæfíleikamerki hjá barninu, sé allt í lagi að halda því við efnið. Það Blaðburóarfólk óskast! REYKJAVÍK KÓPAVOGUR Stekkir — Breiðholti Skaftahlíð — Stórholt Flókagata frá 1-51 Grenimelurfrá 1-25 Kársnesbraut frá 57-139 Sunnubraut Grænagrund Hvernig líst þér á að eiga sumarbústað t.d. í Húsafelli eða í Sviss, á Laugarvatni eða í Svartaskógi, í Vík eða Austurríki? Verð er hreint ótrúlegt 14 feta hús kr. 398.000.- helmingur út og helmingur á 6 mán. 16 feta hús kr. 438.000.- helmingur út og helmingur á 6 mán. Sem sagt útborgunin er eins og ein góð ferð erlendis með fimm manna fjölskyldu. Gi'sli Jónson & Co hf., Sundaborg 41, sími 686644 SÝNIIMGAR & SÖLUTJALDIÐ Borgartúni 26, sími 626644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.