Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 pturfiitir Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Brunavarnir í sumarbúðum Samkvæmt frétt hér í blaðinu á þriðjudaginn eru bruna- varnir og aðrar aðstæður í ólestri í fjölda sumarbúða barna. Af um 20 umsóknum, sem bor- ist hafa Barnaverndarráði íslands, um leyfi til reksturs sumardvalarheimilis fyrir börn, hefur aðeins ein verið afgreidd af þessum sökum. „Það kom okkur geysilega á óvart hvað eldvörnum er víða ábótavant,“ er haft eftir Guðjóni Bjarna- syni, framkvæmdastjóra Bama- verndarráðs. Guðjón segir í viðtali við Morgunblaðið, að við eftir- grennslan hafi komið í ljós að ástandið á mörgum þessara sumardvalarstaða sé þannig að þar eigi alls ekki að dveljast böm. Ennfremur staðhæfir hann að vottorð gefin út af bamaverndarnefndum, læknum og slökkviliðsstjómm séu í sum- um tilfellum afar villandi. Dæmi sé um það að slökkviliðsstjóri hafi gefið út vottorð um gott ástand brunavarna þótt hann hafi ekki komið á staðinn! Ann- að dæmi er nefnt þar sem vottorð er gefið út fyrir hús- næði sem ekki hafði verið byggt! Þessar upplýsingar fram- kvæmdastjóra Barnavemdar- ráðs em þess eðlis að óhjákvæmilegt er að staldra við þær og spyrja um skýringar. Afskipti Bamavemdarráðs em til komin vegna nýrra opinberra reglna um sumarbúðir bama, þar sem m.a. em ákvæði um eldvarnir og umsagnarskyldu ráðsins. Ef þessar reglur hefðu ekki verið settar má ætla að starfsemi sumarbúðanna hefði ekki strandað á þeirri van- rækslu sem hér hefur orðið uppvíst um, heldur verið með sama hætti og undanfarin ár. Bamavemdarráð á sannarlega þökk skilið fyrir árvekni sína. En hvaða skýringar hafa aðr- ir opinberir eftirlitsmenn, sem máli þessu tengjast, á gjörðum sínum? Eins og málið hefur ver- ið kynnt af framkvæmdastjóra Bamavemdarráðs er ekki ann- að að sjá en að þeir hafí bmgðist skyldum sínum. Undir slíku geta þessir menn ekki setið, hvorki sjálfra sín vegna né hinna sem við þá eiga erindi. Þess vegna verður að upplýsa þetta mál frá gmnni. Það verð- ur að leiða í ljós hve víðtæk þau vinnubrögð em sem hér hefur orðið uppvíst um. Getur til dæmis verið að bmnavottorð séu í fleiri tilvikum gefin út án þess að viðkomandi eftirlits- menn fari á vettvang? Hvergi em öryggisatriði eins og bmnavarnir mikilvægari en í sumarbúðum barna og ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um það. Foreldrar sem senda böm sín á sumardvalar- heimili verði að geta gert það í fullkominni vissu um að öryggi bamanna sé í hvívetna gætt og allt sem í mannlegu valdi er sé gert til þess að hindra að slys verði. Sumarbúðir sem ekki geta tryggt fullkomnar bmna- varnir eiga að sjálfsögðu ekki að fá opinbert starfsleyfi. Það er líka hneisa að sækja um slík leyfi með vottorðum og öðmm gögnum þar sem farið er með ósannindi eða staðreyndum hagrætt. Hvemig í ósköpunum geta forstöðumenn sumarbúða og opinberir eftirlitsmenn, eins og slökkviliðsstjórinn, í dæminu sem nefnt var hér að framan, réttlætt slíka framkomu fyrir samvisku sinni? Ekki verður séð að þeir geti haft neinna beinna hagsmuna að gæta í því sam- bandi. Líklega er hér því fyrst og fremst um kæmleysi og sof- andahátt að ræða. En það er ekki afsökun og við svo búið verður ekki unað lengur. Það verður að byrgja þennan bmnn tafarlaust. Opinbert eftirlit Dæmið af sumarbúðunum er því miður ekki hið eina sem er til marks um slælegt opinbert eftirlitskerfí. Nýjar at- huganir á burðarþoli nokkurra húsa í Reykjavík, framkvæmdar af Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, hafa t.d. leitt í ljós að þeim er vemlega áfátt og oft vantar teikningar og önn- ur gögn hjá embætti byggingar- fulltrúa. Þessar brotalamir í skuld- bundnu eftirliti hins opinbem em mikið áhyggjuefni, meðal annars vegna þess trúnaðar- brests sem þær geta skapað. Viðkomandi stjórnvöld og emb- ættismenn verða að átta sig á því að hér er um vinnubrögð að ræða sem almenningur getur ekki sætt sig við og á ekki að sætta sig við. í þessu efni hefur hið opinbera tvímælalaust skyldum að gegna sem það verður að rækja undanbragða- laust. Samræmda prófið í íslensku Eins og kunnugt er hafa spunnist nokkrar umræður um það að sam- ræmda prófið í íslensku í vor hafi verið nokkuð þungt, enda meðaleinkunn nemenda talsvert lægfri en verið hefur undanfarin ár. Morgunblaðið leit- aði álits nokkurra kennara á prófinu. Þórunn Halldóra Matthíasdóttir kennari við Valhúsaskóla: „Mjög óánægð með lesna textann“ „Mér fannst prófið í staf- setningu og málvísi mjög svipað að þyngd og undanfar- in ár og hef engar athuga- semdir við þá þætti prófsins, enda í samræmi við þau fyrir- mæli sem við kennarar fengum frá menntamálaráðu- neytinu síðastliðið ár. Það sama gildir um þátt ólesins texta á prófinu, en aftur á móti er ég mjög óánægð með lesna textann," sagði Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, íslenskukennari við Valhúsa- skóla á Selijarnarnesi. Hún sagðist hafa verið því fylgjandi að lesnar bókmenntir væru til samræmds prófs, þar sem henni fyndist visst öryggi í því fyrir nemendur að hafa eitt- hvert efni til prófs, sem þeir geti staðið skil á, ef þeir lesi. í ár hafi hins vegar verið prófað úr valbók einungis með ritgerð og það sé í fyrsta skipti, sem það sé gert. Þeir sem semji próf- ið hafi verið fylgjandi þessu, en kennarar mótfallnir, vegna þess hve huglægt mat ritgerða sé. Sér fínnist ekki rétt að ein rit- gerð ráði öllu um fyrirgjöf fyrir kunnáttu í efni bókar og hún sé sannfærð um að flestir nemend- Þórunn Halldóra Matthíasdóttir ur hefðu komið mikið betur út, ef þeir hefðu átt að svara venju- legum efnisspurningum, a.m.k. að hluta til. „Auk þess er mat á ritgerðum allt annars eðlis, en mat á bein- um spurningum og þar sem það eru aðallega framhaldsskóla- kennarar, sem fara yfir sam- ræmda prófið, óttast ég að það mat sem lagt var á úrlausnir nemenda sé ekki rétt miðað við þroska og aldur grunnskólanem- enda. Þegar meta á efnistök, málfar og framsetningu nem- enda skiptir aldur og þroski miklu og það munar um hvert ár. Það getur engan veginn ver- ið eðlilegt og því síður réttlátt að kennari, sem vanur er að meta vinnu eldri nemenda, meti úrlausnir og ritgerðir nemenda í 9. bekk.“ sagði Þórunn. Hún sagði að sér fyndist það ætti að endurmeta úrlausnir nemenda á samræinda prófinu í íslensku í vor og það væri sjálf- sögð krafa að grunnskólakenn- arar semdu prófið og færu yfir úrlausnir nemenda sinna. Almennt um íslenskukunnáttu nemenda sagðist hún óttast þá þróun að margir nemendur læsu miklu minna en áður. „Þegar nemendur horfa meira á sjón- varp og myndbönd og hlusta meira á útvarp, gerir það kröfur til þess að allt sem borið er á borð fyrir þá í fjölmiðlum sé á góðu máli. Þessu er í mörgum tilfellum ábótavant. Það er nokk- uð um málvillur og klúðurslegt orðafar. Ég held að við þurfum virkilega að hugsa þetta mál og vera á verði til þess að viðhalda góðri íslenskukunnáttu," sagði Þórunn að lokum. Hólmfríður Árnadóttir sérkennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði: „Ohress með þessi samræmdu próf “ „Ég er sérkennari og hef verið í stuðningi. Eins og allir aðrir sérkennarar er ég mjög óhress með þessi samræmdu próf. Frá okkar bæjardyrum séð er það staðreynd að börn- in þroskast mishratt, bæði líkamlega og námslega, og sumir einstaklingar þurfa lengri tíma til þess að ná námsefninu en aðrir,“ sagði Hólmfríður Ámadóttir, sér- kennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði. „Eins og þessi próf eru í dag eru þau eiginlega afturför frá gamla Landsprófinu. Þá gátu nemendur valið. Þeir sem treystu sér námslega fóru í gamla lands- prófið, en hinir gátu sleppt því. Nú hangir þetta samræmda próf eins og svipa yfir öllum nemend- um, hvernig svo sem þeir eru staddir, alveg frá því þeir eru í 7. bekk og kennslan byijar þá strax að miðast við að þau nái lágmarkseinkunn á samræmdu prófunum. Það verður aftur til þess að slakir íslenskunemendur og slakir nemendur í öðrum fög- um fá aldrei verkefni við sitt hæfí. Það er sífellt verið að gera of miklar kröfur til þeirra. Auð- vitað fyllast þau vonleysi og fínnst að það sé verið að gera of miklar kröfur til þeirra, þau viti ekkert og geti ekkert lært, þannig að oft á tíðum eru ágæt- ustu krakkar smám saman brotnir niður, þar sem þau fá aldrei tækifæri til þess að byggja upp kunnáttu sína,“ sagði Hólm- fríður. „Þetta samrýmist engan veg- inn okkar ágætu grunnskólalög- um. Ég get eiginlega fullyrt að enginn góður kennar vill hafa þetta þannig og vill ekki þurfa að kenna undir þeirri ótrúlegu pressu, sem fylgir þessum sam- ræmdu prófum. Ég tel að það þurfi að endurskoða samræmdu prófin út frá þessum krökkum og út frá því hvað nemendur þroskast mishratt. Við getum ekki gert sömu kröfur til allra. Grunnskólalögin segja að hver nemandi skuli fá kennslu við sitt hæfi og því er ekki hægt að setja sömu pressuna og gera sömu kröfur til allra nemenda á sama tíma. Það getur ekki sam- rýmst grunnskólalögunum. í ljósi þess hlýtur þetta að þurfa að endurskoðast og ég sem sér- kennari er mjög mikið á móti þessu fyrirkomulagi, þó ég sé ekki á móti samræmdum prófum sem slíkum," sagði Hólmfríður ennfremur. Hún sagði að íslenskuprófið nú í vor hefði verið meingallað. Miðað við hennar skjólstæðinga, sem hefðu ekki það úthald og einbeitingu sem þau gætu haft, hefði prófið verið mjög Iangt. Hólmfríður Árnadóttir. Þá hefði ekki verið stígandi í prófinu. Það hefði allt veriðjafn- þungt og þessir nemendur hefðu ekki haft neitt tækifæri til þess að sýna það sem þeir kynnu. „Að lokum vil ég sem sérkenn- ari vitna í aðalnámsskrá grunn- skóla, þar sem segir að meginhlutverk skólans sé að búa nemendur sína þannig undir lfíð að þeir geti tekist á við það - að leggja grunninn, sem nem- endur geti síðan sjálfir byggt ofan á. Því miður stuðlar skólinn oft að því gagnstæða,“ sagði Hólmfríður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.