Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 20
20° MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Leyfilegar og óleyfi- ritstjórar blaðsins — sem ég hef vissu fyrir að eru heldur skynsamir menn og ekki illviljaðir — tóku veru- legt mark á skrifum fræðimannsins. En þeir hafa líka tekið mark á ýmsu öðru og verður nú vikið að því. legar ályktanir eftirHeimi Pálsson Tilefni þessara skrifa eru tvær greinar eftir Siglaug Brynleifsson í Morgunblaðinu 21. og 22. maí sl., tvær fréttaklausur blaðsins 23. maí og leiðari þess 24. maí. Ég hafði hugsað mér að leiða hjá mér allar umræður um grunn- skólaprófið í íslensku þetta árið og reyndar alls ekki séð fyrir að svo margháttaður misskilningur færi á flot sem raun ber vitni í Morgun- blaðinu síðustu daga. Það er þessi misskilningur og frumstæðar álykt- anir reistar á vanþekkingu sem gera það að verkum að ég get ekki orða bundist. Móðurmálskennarar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þeirri sérstöðu sinni að kenna námsgrein sem allir teljast hafa vit á og geta því lagt orð í belg hvort heldur rætt er um kennsluna eða inntak hennar, aðferðimar eða námsefnið. Sumpart stafar þetta vitanlega af því að allir íslenskir málnotendur eru með nokkrum hætti „sérfróðir" um notkun málsins, sumpart af hinu að móðurmálskennarar og vísinda- menn íslenskra fræða hafa verið heldur ónýtir að skýra meginatriði fræðanna fyrir almennum lesendum og látið óátalið þótt misskilningur af ýmsu tagi riði húsum. Fyrri grein Siglaugs Brynleifs- sonar fjallar um skólakerfi og skólaþróun víða um heim og verður ekki gerð að umræðuefni hér. En í síðari greininni, sem bar heitið „Það sem vel er gert er jafngilt fúskinu", koma fram atriði sem síðan hafa dregið nokkurn slóða á eftir sér. Siglaugur bendir (rétti- lega) á að móðurmálið sé einhver mikilvægasta — ef ekki allra mikil- vægasta forsenda alls náms. Síðan segir hann m.a.: Það er ekki mikið rætt um versnandi málsmekk, bjagað málfar, orðfæð og óskýra tjningu og framsögn. Grundvöllurinn að málfari er lagður snemma og skólarnir eru til þess ætlaðir að þroska málsmekk og opna ein- staklingum víddir íslenskra bókmennta og fagurs og skýrs tungutaks. Án skilnings á form- gerð málsins og réttri notkun formgerðar drabbast málið niður. [Hér fylgir síðan nokkurt mál um kennslubækur sem notaðar eru í grunnskólum.] Ýmislegt í þessum staðhæfíngum orkar tvímælis. Það er t.d. vottur vanþekkingar að halda því fram að málið „drabbist" niður ef menn skilji ekki „formgerð" (strúktúr) málsins. Illa hefði farið fyrir tungu vorri á miðöldum ef einhver glóra væri í svona fullyrðingu. Þá höfðu menn ekki einu sinni hugmynd um „formgerð" hvað þá að hún yrði málverndarvopn. Þá er og afar hæpið að tala um „rétta notkun formgerðar málsins" og kynni að benda tii þess að fræðimaðurinn skilji ekki hugtakið en haldi að það merki málfræðireglur. leifð er engin að verða og saga þjóðarinnar er afskræmd, það litla sem hún er kynnt ... [Let- urbreyting HP.] Hér er þá búið að smíða stað- reyndina sem höfundur þurfti á að halda og samanburðurinn við gull- öldina þegar allt var gott og fagurt er í höfn. ... og er nu loksins dauð Það er snoturlega gert að kalla almannaróm til vitnis um versnandi ástand tungunnar. Fyrst mikið er talað um allt þetta hlýtur það nátt- úrlega að vera satt og rétt („sjaldan lýgur almannarómur") og skynsam- legt að koma sér upp blórabögglum. Það gerir höfundur með eftirfarandi hætti undir millifyrirsögninni Mál- kenndin drepin: Námsgagnastofnun og þeir sem móta starf hennar, skólaþró- unardeild og hinir sjálfstitluðu „skólamenn", sem virðast fjar- stýra íslenskri skólastefnu, hafa síðustu 15 árin unnið að því að útþynna málsmekkinn, bjaga og spilla málfari og bólusetja mikinn hluta nemenda fyrir öllu sem heitir virðing fyrir íslenskri tungu. Þannig hafa þessir menn unnið með dyggri aðstoð sorp- blaðamennsku og fyrirbrigða skemmtanaiðnaðarins að því að drepa málkenndina. Og þetta starf þeirra byggist á þeirri grunnskoðun þeirra, að málfar Snorra Hjartarsonar sé jafngilt málfari illa mælts fjölmiðlafífls Lengri skai þessi tilvitnun ekki höfð en framhaldið er reyndar mjög skrautlegt líka. Síðar í greininni dregur svo Sig- laugur Brynleifsson allt saman í fá og skýr orð (og hefur þá að vísu kippt sögukennslunni fyrir rétt líka); Það sem er fyrst og fremst gagnrýnisvert er stefna núver- andi hugmyndafræðinga skóla- stefnunnar í móðurmálskennslu og sögu og menningarsögu. Eins og áður er að vikið er það stað- reynd að málskyni og málsmekk hrakar, þekking á bókmenntaarf- Málhrökunarkenningin „Lastaranum ei líkar neitt“ kvað Steingrímur og er víst í fullu gildi enn. Sífellt heyrist klifað á því að málinu hraki — rétt eins og tungu- málið sé með ólæknandi sjúkdóm (málþróun) og verði honum í besta falli haldið í skefjum með stanslaus- um læknisaðgerðum og læknis- dómum. Hins vegar vefst fyrir mönnum að benda á sjúkdómsein- kennin, m.a. vegna þess að samanburðurinn er allur í lausu lofti. Það er t.d. óskapast yfiryersn- andi málfari fjölmiðlafólks. Ég get vel tekið undir það að á síðustu misserum hefur heyrst meira af ambögum og málklúðri í ijölmiðlum en áður. En mér býður í grun að skýringin sé e.t.v. ekki mjög flókin: Sá stundafjöldi sem útvarpað er og sjónvarpað á hveijum sólarhring hefur margfaldast. í stað einnar hljóðvarpsrásar eru nú komnar margar og sumar senda út allan sólarhringinn. Það liggur í augum uppi að þá verða ekki gerðar sömu kröfur og fyrr til þeirra einstaklinga sem við hljóðvarp starfa. Þar að auki bendir margt til þess að út- varpsfrelsið marglofaða sé hreint ekki til þess fallið að bæta mál- smekk þjóðarinnar. Við þetta bætast svo tæknibreyt- ingar ýmsar: Beinar útsendingar eru nú meginregla í stað undan- tekninga. Aðeins örfáir íslendingar eru svo vel máli farnir að þeir ráði vel við það. Og þeir starfa ekki all- ir á fjölmiðlum. Allur samanburður við fyrri tíð verður marklaus af þessum sökum. Menn eru að bera saman ósambæri- lega hluti og því verður saman- burðurinn ámóta marktækur og ef við segðum að steikt önd væri betri en miðnætursól í Grímsey! Sannleikurinn er sá að málið sem heyrist nú á Rás 2 eða Bylgjunni hefur alltaf verið til en rétt eins og óhreinu bömin hennar Evu fengu ekki að koma og heiisa gestum hefur þetta mál ekki verið til sýnis. Þetta vita t.d. allir sem fengist FYRIR FJÖGUR Á FÖSTUDÖGUM Kæri viðskiptavinur! í júní, júlí og ágúst lokum við kl. 16 á föstudögum. Við nýtum helgarfríið vel. Hress og endurnærð veitum við þér enn betri þjónustu! SINDRA STALHF hafa við móðurmálskennslu. Samanburður við fyrri tíð verður líka marklaus að því er tekur til ritaðs máls. Fyrir fám áratugum dirfðust ekki aðrir að grípa til penna en fáir útvaldir. Nú hefur sú breyt- ing orðið — sumum til ánægju, öðrum til harms — að miklu fleiri láta eftir sér að skrifa hugsanir sínar á blað og fá þær prentaðar með einum eða öðrum hætti. Tungumál breytast og það virðist nánast náttúmlögmál. Hins vegar hefur vafist fyrir vísindunum að gera grein fyrir því hvers vegna og samkvæmt hvaða lögmálum málin breytast. Margt bendir til þess að sjálfsagt sé að spyma nokk- uð við fótum, hamla gegn hröðum breytingum eftir því sem mögulegt er — einfaldlega vegna þess að ella verður hætta á að þráðurinn til for- tíðarinnar slitni. Þetta verður hins vegar hvorki rökstutt með rang- færslum né fordómum heldur verða menn að temja sér lágmarksþekk- ingu á því sem þeir em að tala um áður en söngurinn um málhrörnun- ina verður talinn marktækur. Eins og ég tók fram í upphafi hafði ég alls ekki ætlað mér að blandast í deilur um móðurmáls- kennslu og gmnnskólapróf að þessu sinni. Ég hafði líka ákveðið að gera öngvar athugasemdir við skrif Sig- laugs Brynleifssonar. En þá kom leiðari Morgunblaðsins sunnudag- inn 24. maí og mér skildist að Og svo kom próf ið Sömu dagana og Siglaugur var að skrifa um skólastefnu Kínveija, Bandaríkjamanna, Frakka og Is- lendinga bámst niðurstöður gmnn- skólaprófsins 1987. Kom þá í ljós að meðaleinkunn nemenda í ís- lensku var lág, nokkm lægri en í fyrra og einnig lægri en í öðmm greinum. Og það stóð ekki á spá- mönnum, stómm og smáum, til að skýra málið. Áður en að einstökum skýringum kemur langar mig að benda á atriði sem ég held að skipti mjög miklu máli en gleymast oft. í fyrsta lagi verða menn að gera sér ljóst að á gmnnskólaprófi í íslensku er verið að prófa m.a. fjóra ólíka þætti: stafsetningu, málfræði (formgerð málsins), kunnáttu í lesnum bókmenntum og lesskilning á almennum texta. Ef menn athuga niðurstöður gmnnskólaprófanna undanfarin ár (gefnar út árlega af menntamálaráðuneyti) verður ljóst að hver þessara fjögurra prófþátta er býsna sjálfstæður og fylgni t.d. vafasöm milli kunnáttu í stafsetn- ingu og kunnáttu í málfræði. Samt hefur málfræðikennsla einkum við rökstudd með því að án hennar gætu menn ekki lært stafsetningu! í öðm lagi verða menn að gera sér grein fyrir að próf af þessu tagi er háð geysimörgum breytum. Til dæmis er óhugsandi að setja sam- an tvö nákvæmlega ,jafnþung“ próf úr bókmenntum. Mat úrlausna er mjög bundið þeim sem metur. Bresk rannsókn sýndi að skekkjumörk í fyrirgjöf á stærðfræðiprófi hlupu á tveim heilum á tugakvarðanum. M.ö.o.: Sá sem fékk 6,0 gat allt eins átt að fá 5 eða 7! — Þetta var Borgartúni 31 sími 27222 imiiiimwiifitiifi m im m ttu m m m m trn m m ttu, m m m MwilHi m m m m m m tttti m m nti rtu m m w mi m m m m im, m m m mim ím ihuhiiwiw m m m m M rtti m m m miMttti m Mtítt M m m mmIhi m ntt.Hu nu m m M M ItR ntl MMM MM M tttlM B M| iMMMM'M'HtUHl MttUMrttlMMi M M rtH M11M mt M rttl M B ttH, rttt m m tttimimiM mitfu tw rttt m m! m m ttti rtutm m ttti mm tttt m m m rttimmMHtrHtuw ittirtUM rttimm^ M m tttt rttt mm tm mi itu ttti m m ttu rttimmMtmlmm rturtUMrtHrnm M M ttíl rttt m M rttl trttltH ttti m m m rtti m m MttíTHu m tttt ttu m rtti m m m m ttti titt mm ttti mnttt m m m m m mm Mttu'Hu m rttt ttu m m mtttti m m ttu rttt m m m wi m m m m ttu MMmMttttltUM ttttrtUttttMMlttt m m ttít ttti m m m ttu m ttu m m m m m m Mttuittt m rttt m m m m m m m ttti rtu m m m rni m m m m ttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.