Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Til hvers eru blaðamenn?
eftirÞorgeir
Þorgeirsson
Nýlega mátti iesa í kjaftasögu-
og skoðanamyndunardálkum HP
þessa hér klausu:
Næstkomandi mánudag mun
Sakadómur Reykjavíkur taka
fyrir frávísunarkröfu Jóns
Magnússonar, lögmanns, fyrir
hönd Ragnars Kjartanssonar,
fyrrverandi stjórnarformanns
Hafskips. Það er nokkuð viður-
kennt meðal lögmanna að með
þessu sé Jón að moka upp mold-
viðri til einskis. Hallvarður
Einvarðsson hefur þegar flutt
nokkur mál í hæstarétti, sem
hann hefur stjórnað rannsókn á
sem rannsóknariögreglustjóri.
Þó hæstiréttur hafi ekki úr-
skurðað beint um þetta atriði
hefur það komið fram í máiflutn-
ingi. Hæstiréttur hefur því þegar
iagt dóm sinn á þetta atriði og
því fær undirréttur ekki þokað.
Annars vekur það athygli hversu
veikur iögfræðilegur grunnur er
undir þessari kröfu Jóns. Ríkis-
saksóknari er og hefur alltaf
verið stjórnandi rannsókna hjá
rannsóknarlögreglunni. Hann
óskar rannsóknar, getur beint
henni á ákveðnar brautir og tek-
ið þá ákvörðun að rannsókn skuli
hætt. Krafan virðist því byggð á
,júrískum“ misskilningi.
Mig langar tilað biðja prentarana
að feitletra tilvitnunina vegna þess
hvað hugsunin er mögur.
En skoðum nú beinagrind þeirrar
hugsunar.
Blaðamanninum fínst það júr-
ískur misskilningur“ hjá Jóni að
kreíjast þess að hvert rannsóknar-
stig sakamáls sé óháð og tengsla-
laust við önnur. Honum fínst þannig
eðlilegt að sami maður geti elt sak-
borninga frá einu rannsóknarstigi
til annars alt uppí hið æðsta dóm-
stig. Og hversvegna finst blaða-
manninum þetta? Jú, hæstiréttur —
segir hann — hefur þegar lagt sína
almáttugu blessun yfír svona rétt-
arfar. Og það er vissulega engin
>ygí-
En skyldi nú hæstiréttur vera
sessunautur Guðs föður almáttugs
á himnum? Ekki mér vitanlega. í
hæstarétti sitja engar goðkynjaðar
verur né heldur einusinni ofur-
menni. Þar sitja átta persónur sem
flestar eru vonandi hið mætasta
fólk. Sem beturfer er mér ekki
kunnugt um nein ofurmannleg vits-
munaafrek sem nokkurt þeirra
hefur unnið, því vandræðaástand
opinberra dómmála er vitaskuld
ekkert persónuafrek heldur margra
áratuga skrautrækt sljóleikans.
Vissulega er sæti hæstaréttardóm-
arans á valdapýramídatindinum, en
þeir sem þangað hafa unnið sig
með elju, samviskusemi, klókindum,
dugandi fræðistörfum, varfæmi,
undirgefni og réttum samböndum
eru bara vanalegt fólk einsog ég
eða þú. Og þannig á þetta að vera.
Hæstiréttur situr nefnilega hvorki
á Himnum né Ólympstindi heldur
uppí Skuggahverfínu héma á bak-
við Þjóðleikhúsið með íjármálaráðu-
neytið sér til hægri handar og SÍS
á bakvið sig.
Munum það.
Munum líka hitt að reynsla kyn-
slóðanna hefur tekið mið af því að
dómarar em bara af holdi og blóði,
sál þeirra er breysk einsog okkar
hinna og ribbaldinn býr í þeim strax
og valdið er fengið. Fyrir því hafa
verið settar góðar reglur handa
opinberu dómsvaldi að fara eftir
daglega. Hlýðni dómenda við þær
reglur er það eina sem hafíð getur
dómstól, æðri eða lægri, uppyfir
sauðsvartan almúgann. Mannanna
böm sem njóta þurfa virðingar og
trausts verða að vinna til slíks á
hveijum degi. Það er engin tilviljun
að hugmyndin um fleiri en eitt rann-
sóknarstig og fleiri en eitt dómstig
hefur alstaðar verið gerð að vem-
leika. Það er nauðsyn og þessvegna
líka nauðsyn að hvert þessara stiga
sé óháð. Eftir þessu verður að líta
því mannleg náttúra er sjálf við
sig. Utí hörgul verður að gæta þess-
arar góðu reglu því annars er
réttaröryggi þegnanna farið fyrir
iítið og til orðið þaðsem kalla mætti
kameljónaréttarfar: í þeim fmm-
skógi geta lögreglustjórar breytt
sér í saksóknara, hæstaréttardóm-
arar kært inn mál á bakvið tjöldin
og setið síðan fyrir þeim í dómara-
sætinu, sakadómarar farið með
ákæmvald í sömu málu og þeir
dæma — og fleiri einkenni opinbers
réttarfars okkar mætti vitaskuld
tína til. En þetta nægir í bili.
Eitt af því sem geðþóttaréttarfar
kameljónanna leiðir af sér er hnign-
un rökvísinnar í dómsforsendum.
En í réttarfarslegu góðæri telst
rökfræði höfuðstoð réttra dóma.
Nýlega gat að lesa í dagblöðunum
fregn sem eiginlega lýsir ástandinu
miskunarlausar en támm taki. I
Sakadómi Reykjavíkur lenti Pétur
Guðgeirsson í því prófí að vera beð-
inn um það að vísa Hallvarði
Einvarðsyni, saksóknara, frá nánari
afskiptum af svokölluðu Utvegs-
bankamáli því gmnur léki á því að
Þorgeir Þorgeirsson
„Hversu lengi verður
hægt að halda áfram
með þá tilraun að láta
250.000 manna þjóð búa
við austantjaldsréttar-
far í opinberum málum
og Suðurameríku-
ástand á fjármálasvið-
inu?“
saksóknarinn hefði hlíft tveim
mönnum við ákæm í málinu, bróður
sínum og lánardrottni. Niðurstaða
sakadómarans, Péturs, var. sú að
vísa bæri þessum .júríska misskiln-
ingi“ á bug. Og rökstuðningurinn?
Hvorki bróðirinn né lánardrottininn
vom meðal ákærðra í þessu máli.
Semsé: athugasemd lögmannsins
er rétt og því ber ekkert tillit að
taka til hennar.
Þegar röksemdafærslur í þágu
„réttvísinnar“ em komnar á þetta
stig er vitaskuld ráðlegt fyrir blaða-
mann að tala um hæstarétt einsog
guðlega vem og vísa til margítrek-
aðra réttarbrota einsog þau væm
Guðsorðið sjálft. Þegar fólk er hætt
að vinna til virðingar og trausts
með daglegum verkum sínum er
fátt til ráða nema einmitt vonin um
það að þeirsem skoðunum stýra
fari að trúa á óskeikulleika „guð-
legra“ embætta, forsjá tignarinnar.
Og HP-maðurinn virðist gera
það, enda svosem ekkert við því að
segja þó einstaklingur hegði sér
þannig í landi þarsem trúfrelsi ríkir
að nafninu til.
En það em allir hinir blaðamenn-
imir. Til hvers em þeir? Nýleg
verðkönnun, Hafskipsmál, Útvegs-
bankamál og fleira sem nú ætti að
blasa við augum hvers sjáandi
manns err stöðugt, eða ætti stöðugt
að vera að leggja fyrir okkur spurn-
ingar. Ein þeirra gæti verið þessi:
Hversu lengi verður hægt að
halda áfram með þá tilraun að láta
250.000 manna þjóð búa við aust-
antjaldsréttarfar í opinbemm
málum og Suðurameríkuástand á
fjármálasviðinu?
Varla lengi enn nema sjösofenda-
háttur blaðamannastéttarinnar sé
orðinn að náttúmlögmáli, stéttin sé
komin á það stig að geta aldrei
framar skrifað um neitt annaðen
klæðaburð kolleganna og frama-
brautir gosanna í stéttinni. Ég hef
nú altaf litið á þetta vímuástand
blaðamannastéttarinnar sem tíma-
bundið fyrirbæri sem renna mundi
af hópnum einn góðan veðurdag.
Vonandi dregst það ekki lengi.
Höfundur er rithöfundur.
m m m m m m tw m m m m m m m m im tw m nu m m m m m m m w m íhi miH
mmmmmmmmmMmmEmmmtmmimtmmmmmmmmmimmmit
mmmmmlmm tHtmmrtnmmmmmm rtummmmmmmmm mHumrttiffl
mmmfmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmtHi.mimmm'tt
tw m m mmm m m m m m mm mmm m m m m rtti mm mmm m m ttu m rtti tt
mmmmmmmmimmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmrt
rtu m m mmlHi m m rtu m rttt m m mmm m m ttu m m m itu mrnlrn m m rtu m rtu w
m m nti m m m trn mt m m m m ttti m m m m mi m m m m trti rtu m m trn rnt m m m it
m m m mrturtuttu m rtu m m m m mrturtu m mrtu m rtu m m mrtu rtu m m rtu m tiu rt
ttu m ttu ttu m m ttu mt m m m m ttu nu m m tHi m m m m m ttu m m m m nu m m m tt
rtu m m mmrtu m m ttu m rtu ttu m mm rtu m m ttu m m flu m mrturtu m m ttu m ttu tt
m itu m m m ttu m tiu m m m m m m m ttu m rtu ttu m m itu m m m ttu m ttu ttu m m u
m m ttu ttumrtu m m ttu m rtu ttu ttu iHtrturtu m m ttu m itu m ttu ttuiturtu m m ttu m rtu flt
m m m m m m m ttu ttu m m ttu m m m m m ttu ttu m m itu m m m m m ttu ttu m m it
mmitutturturtum mttumrtummtturturtum mttumrtutttittumrturtum mttumrtutti
m m m m m m m ttu ttu m m itu m m m m m ttu ttu m m m m m m m m rw m m m tt
rtuttummrturtum mttum rtummmuurtum mttum rtuttu.mmrturtum mitum tiutt
m w m mmttu ttuttu m mm m m mmm rturtuttu ttum ttu ttu rnrnm Mttu ttu ttumtt
rtu m m mtturtu m m ttu m rtu ttu m mnurtu m m ttu m rtu m m mmrtu m m ttu m rtu flt
m m m m m m m ttuttu m m m ttu rtu m m m ttu ttu m m itu m m m m m ttu m m m it
rtuttummrturtum mrtumrtummmrturtum mrtumrtummmiturtum mrtumtiutt
m ttu m mmm rnrtu m mm itu ttu Mttum Mrtuttu ttum Ttu ttu mttum tturtuttu mm fl
rtu m m mtturtu m m ttu m rtu m m mtturtu m m ttu m ttu m m mtturtu m m ttu m ttu tt
m m mmmm Mttu m mm itu m mmm Mttuttu mm m m mmm mttum mm n