Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Frumurannsóknastofa
okkar mun flytja úr Skógarhlíð 8 í Lækna-
stöðina, Alfheimum 74 (Glæsibæ),
þann 1. júnínk.
Frumurannsóknastofan verðuropin virka
daga kl. 08.00-16.00 og verður sýnum veitt
mótttaka í afgreiðslu Læknastöðvarinnar.
Stungusýni til frumugreiningar verða tekin
á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-
16.00. Tímapantanir eru í síma 686311.
Margrét Snorradóttir, læknir,
Gunnlaugur Geirsson, læknir.
________ — y
Gömlu mennirnir halda enn velli í bridsheiminum:
Attatíu og tveggja ára spilari
í landsliði Spánar á Evrópumóti
Morgunblaðið/GSH
Norman Kay og Edgar Kaplan spila á heimsmeistaramótinu í
Miami síðastliðið haust. Andstæðingar þeirra þarna eru hollen-
skar konur og þær unnu leikinn með miklum yfirburðum. Síðan
hafa Kaplan og Kay tekið sig á.
Brids
GuðmundurSv. Hermannsson
KENNINGIN segir að menn
séu á hátindi andlegs þroska
milli þrítugs og fertugt. Það
virðist samt ekki há sumum
mönnum í bridsíþróttinni þótt
þeir séu farnir að sjá hilla und-
ir síðari hluta æfinnar og allt
í kringum þá séu sigraþyrstir
ungir spilarar glefandi í hvert
stig. Sífellt eru að berast frétt-
ir af góðum árangri manna sem
að einhverra dómi ættu að vera
sestir í hægindastólinn með
pípuna og bókina í stað þess
að vera að keppa i einni erfið-
ustu hugaríþrótt sem til er.
Nú er nýlokið í Bandaríkjunum
keppni um hveijir skipa landsliðið
á heimsmeistaramótinu í Jamaica
í haust. Fjórar sveitir kepptu um
þann heiður og tvær voru skipað-
ar ungum ljónum en hinar tvær
mönnum sem hafa spilað keppnis-
brids jafnlengi og hinir hafa lifað.
Þetta var útsláttarkeppni og í
undanúrslitunum unnu sveitir
Chip Martel og Edgar Kaplan sína
leiki. í sveit Martels spila auk
hans Lew Stansby, Peter Pender,
Hugh Ross, Bob Hamman og
Bobby Wolff, sem allir eru komn-
ir yfir fimmtugt nema Martel. Að
vísu var sigurinn ekki stór yfir
sveit Eric Rodwell því að venjuleg-
um spilafjölda loknum var staðan
jöfn. Þá var bætt við 12 spilum
og að þeim loknum hafði Martel
unnið með 1 impa!
í sveit Kaplans spila Norman
Kay, Bill Root, Richard Pavlicek,
Harold Lilie og David Berkowitz.
Þrír þeir fyrstnefndu eru allir
komnir yfír sextugt og hafa verið
taldir í hópi bestu spilara heims
í yfir 30 ár en samt hefur þeim
aldrei gengið eins vel og undan-
farin 4-5 ár.
I úrslitaleik þessara tveggja
sveita hefur þó úthaldið kannski
sagt til sín og „ungu mennirnir"
unnu hann nokkuð auðveldlega.
Þeir fá því tækifæri til að verja
heimsmeistaratitilinn sem þeir
unnu í Brasilíu 1985.
En þótt þessir kappar séu að
komast á efri ár gætu þeir þó vel
unnið stórmót og spilað í landsliði
í 20 ár í viðbót. Þannig hafa tveir
Bandaríkjamenn unnið landsmót
þar á síðustu árum, þótt þeir
væru komnir um og yfir áttrætt.
Þetta voru B. J. Becker og Os-
wald Jacoby og báðir spiluðu þeir
í sveit með Kaplan, Kay og Root
þegar þeir unnu titlana.
Waldemar von Zedtwitz vann
heimsmeistaramót í tvímenningi
árið 1970 þegar hann var 74 ára
gamall og orðinn nærri blindur.
Það er þó ekki sérlega hár aldur
ef miðað er við helstu von Spán-
veija á Evrópumótinu sem haldið
verður í Brighton nú í sumar. Þar
er nefnilega skráður til leiks Joel
Tarlo, sem kominn er á 83. aldurs-
ár. Tarlo var í hópi gullaldar-
manna Breta fyrir 20-30 árum
og var meðal annars í landsliði
þeirra sem vann Evrópumótið í
Baden-Baden árið 1963. Tarlo var
síðan lengi fyrirliði breskra lands-
liða en árið 1968 flutti hann til
Spánar og er nú spænskur ríkis-
borgari. Og núna spilaði hann sig
inn í spænska landsliðið ásamt
öðrum þekktum spilara frá Bret-
landseyjum, íranum Desmond
Deery, sem einnig hefur fengið
spænskan ríkisborgararétt.
Austurríkismenn
vinna nýtt stórmót
Sunday Times tvímenningurinn
var á sínum tíma talinn vera
sterkasta tvímenningur heims, en
þá var árlega safnað saman völd-
um pörum, yfirleitt 16 að tölu,
úr öllum heimi og þau spiluðu
butler. Tvö íslensk pör, Hjalti
Elíasson og Ásmundur Pálsson,
og Stefán Guðjohnsen og Símon
Símonarson fengu meðal annars
þann heiður að vera boðin þátt-
taka. Þetta mót var dýrt í
framkvæmd og að lokum fór svo
að blaðið gafst upp á að halda
mótið.
Nú hefur hollenskur banki end-
urreist þetta mót og það var haldið
í vor sem sama sniði og Sunday
Times mótið áður. Það voru aust-
urrísku Evrópumeistararnir Fucic
og Terraneo sem unnu mótið, en
Norðmennimir Helness og Stabell
voru í öðru sæti. I þriðja sæti
voru Bretamir Sheehan og Flint
en aðrir austurrískir Evrópumeist-
arar, Berger og Meinl voru í 4.
sæti.
Koistinenbræður
Finnlandsmeistarar
Sveit Kauko Koistinen vann
Finnlandsmótið í sveitakeppni
sem haldið var nýlega. Mótið var
spilað með sama sniði og íslands-
mótið: 8 sveitir spiluðu til úrslita
um titilinn.
I sigursveitinni voru bræðurinir
Kauko og Kalvero Koistinen,
Antti Elsinen, Eero Salmenkivi,
Osmo Kiema og Jari Erkkila.
Þetta em allt ungir menn sem
hafa verið fastir landsliðsmenn
Finna undanfarin ár og hafa rek-
ið slyðruorðið af finnskum lands-
liðum með góðum árangri á
alþjóðamótum.
Haukur kyrr-
settur á Siglufirði
Siglufirði.
FLUTNINGASKIPIÐ Haukur
var kyrrsett á Siglufirði á laug-
ardag þar sem haffærnisskír-
teini skipsins var fallið úr gildi
og fékkst ekki endurnýjað fyrr
en eftir að búið var að gera end-
urbætur á skipinu.
Haukur var að lesta loðnumjöl
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og
lauk því fyrir hádegi á laugardag.
Skipið fékk að halda áfram ferð
sinni á sunnudagskvöldið þegar
gert hafði verið við brunadælu og
fleira um borð.
Matthías
Morgunblaðið/Matthías
Flutningaskipið Haukur í Siglu-
fjarðarhöfn um helgina.
ifTV
75ÁRA
VEG6SP
Á 75 áraferli sínum hefurTHORO fundið svar við
nánast öllum vandamálum sem kunna að koma
upp, þegar um steypu er að ræða.
THORITE er eitt af undraefnunum frá THORO.
THORITE er fljótharðnandi viðgerðarefni sem ,.
reynist framúrskarandi vel til viðgerðaá sprung-
um og steypugöllum.
Eru sprungur eða aðrir steypugallar á þlnu húsi?
N6UR?
BYGGINGAVÖRUR
Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Slmi 671440