Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 37 Barbie sendi 44 börn í gasklefana Barbie sendi börnin 44 í Izieu, út í opinn dauðann. Réttarhöldin í Lyon: Reuter Lyon. Reuter. SABINA Ziatin, hjúkrunarkona af gyðingaættum, sagði frá því fyrir réttinum í Lyon í Frakkl- andi, þar sem mál Gestapofor- ingjans, Klaus Barbie, er tekið fyrir, hvernig 44 börnum af gyðingaættum og 7 fullorðnum er gættu þeirra, var smalað inn flutningabíla og þau síðan send út í opinn dauðann, í gasklef- ana. Er Klaus Barbie talinn hafa verið viðstaddur atburð- inn og bera á honum fulla ábyrgð. Atvikið átti sér stað á bama- heimili, í smábænum Izieu um 80 km. frá Lyon, snemma á skírdags- morgun árið 1944. Þar sem þetta var frídagur var ekki allt starfs- fólkið að vinna og því hringdi enginn sérstakri þartilgerðri bjöllu til að vara börnin við hæt- tunni, er bílamir með Gestapo- mönnunum renndu í hlað. Hinum nývöknuðu bömum, sem vora 3-13 ára var síðan sparkað upp í bílana og ekið á brott með þau. Einn drengur komst undan, út um glugga á bakhlið hússins og öðr- um, sem ekki var af gyðingaætt- um var sleppt. Öll bömin létust í gasklefum og af þeim fullorðnu lifði einn stríðið. Zlatin sagði að hún hefði kom- ið heimilinu á fót árið 1942 með aðstoð eiginmanns sína og nok- kurra Frakka. Hafði hún þá um skeið, eftir að henni var sagt upp störfum af því að hún var gyðing- ur, heimsótt erlenda gyðinga er var haldið í frönskum fangelsum. í einni slíkri heimsókn báðu ör- væntingarfullir foreldrar hana um að bjarga bömunum þeirra. Tók hún þá að sér fyrstu bömin og síðan smáfjölgaði þeim. Hún reyndi að finna fyrir þau öragg heimili eftir því sem tækifæri gafst. Umræddan dag var Zlatin í Suður-Frakklandi að skipuieggja flótta 44 manna. Er hún heyrði um atburðinn flýtti hún sér Vic- hy, þar sem hin franska leppstjóm Þjóðveija sat. Franskir embættis- Reuter Sabina Zlatin kemur til yfir- heyrslnanna í gær. menn þar sögðu henni að snauta á braut annars yrði hún hand- tekin líka. „Barbie hefur haldið því fram að hann hafí aðeins feng- ist við óvini Þjóðveija, andspyrnu- menn og skæraliða" sagði Zlatin í gær, „en hvað vora þessi 44 böm, andspymumenn og skæra- liðar?“. Leon Reifmann er komst út um gluggann og Julien Favet er var vitna að atburðinum komu einnig fyrir réttinn í gær. Sagði Favet að er hann hefði ver- ið að horfa á sjónvarp árið 1972, hefði komið mynd af Barbie sem hann hefði þegar þekkt aftur sem stjómanda aðgerðanna. Sagði hann að við hefði legið að hann fengi taugaáfall svo hefði sér bragðið. Andrúmsloftið í réttarsalnum var hlaðið tilfinningum er vitnin komu fyrir réttinn og margir grétu. Kosningabaráttan á Bretlandi: Thatcher reynir að hrifsa frumkvæðið London, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, reynir nú að hrifsa frumkvæðið í barátt- unni fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 11. júní. Verkamannaflokkurinn hefur undanfarið dregið talsvert á íhaldsflokkinn, sem hafði þægi- legt forskot í upphafi kosninga- baráttunnar, í skoðanakönnun- um. Forskot Ihaldsflokksins á Verka- mannaflokkinn hefur minnkað um helming á níu dögum og Thatcher hefur vegið að Neil Kinnock og liðs- mönnum hans og kveðið skýrt á um það að vinstri flokknum verði ekki kápan úr því klæðinu. „Við höfum áður haft stjómir Verkamannaflokksins," sagði Thatcher á útifundi í Wales í fyrra- dag. „Nú era meiri öfgar í Verka- mannaflokknum, hann hefur færst lengra til vinstri og er sósíalískari en nokkra sinni. Við skulum ekki telja okkur trú um að við séum það rík að við þolum enn einn skammt Reuter Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, prófar hér handhægan áfengismæli í verk- smiðju í Barry í Wales. af sósíalisma, þótt velmegun hafi aukist." í skoðanakönnun Marplan, sem birtist í dagblaðinu Today í gær hefur Íhaldsflokkurinn 42 prósenta fylgi, Verkamannaflokkurinn 35 prósent fylgi og fylgi Bandalags fijálslyndra og jafnaðarmanna hef- ur skroppið niður í 20 prósent. Samkvæmt könnuninni fengi íhaldsflokkurinn 50 sæta meiri- hluta í neðri málstofu breska þingsins. Forskot íhaldsflokksins á Verkamannaflokinn er nú að meðal- tali 7 prósent í skoðanakönnunum, en fyrir níu dögum hafði íhalds- flokkurinn um 12 prósenta forskot. í gær vora einnig birtar tvær skoðanakannanir, þar sem fram kom að íhaldsflokknum væri nú aftur að vaxa fískur um hrygg. í Harris-skoðanakönnun, sem gerð er daglega fyrir TV-AM sjónvarps- stöðina, fékk íhaldsflokkurinn 44 prósenta fylgi, Verkamannaflokk- urinn 34 prósenta fylgi og Banda- lagið rak lestina með 21 prósents fylgi. í annarri Harris-könnun, sem birtist í London Daily News, fékk íhaldsflokkurinn 42 prósent í höf- uðgborginni, Verkamannaflokkur- inn 34 prósent og Bandalagið 23 prósent. á sumarverðl — 2.500 kr. á mánuAI — og þú mætír þegar þú vilt I TEYGJUR 0G ÞREK Það sem þig vantar ef þú hefur ekki stundað íþróttir í langan tíma — létt og hressileg leikfimi. Og við gerum fleira skemmtilegt. Hjá okkur eru 4 salir fyrir squash og raquet-ball, gufuböA, nudd- og sólbekkir — nóg ef þú vilt hugsa um sjálfan þig. Hringdu og athugaðu málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.