Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
ÚTVARP / SJÓNVARP
Einn á ferð
Fyrir framan mig við hlið IBM-
orðabelgsins liggur kort af
þeirri undarlegu eyju er hímir nyrst
í Atlantshafi og ber nafnið ísland.
Augun þræða strandlengjuna hverfa
til hálendisins þar sem Vatnajökull
trónir líkt og rjómaterta og ósjálf-
rátt skýtur sú spurning upp kollin-
um: Til hvers erum við hér að
bardúsa á hjara veraldar nánast ein
og yfirgefín? Svarið liggur ekki í
augum uppi en helst dettur mér í
hug að menn þreyi hér þorrann fjarri
nafla heimsins af þeirri einföldu
ástæðu að þeir skynji sál Islands á
góðum stundum. Þá á ég ekki bara
við sál landsins heldur og þjóðarsál-
ina í öllum sínum margbreytileika.
Sennilega þarfnast fáar þjóðir í jafn
ríkum mæli og vér Islendingar hlut-
deildar í því undarlega fyrirbrigði
er þjóðarsál nefnist. Slík er einangr-
un vors harðbýla lands. En hvað
snertir þessi hugleiðing höfuðvið-
fangsefni greinarkomsins — hina
margumræddu dagskrá ljósvaka-
miðlanna?
Jú það gleymist því miður svo
alltof óft að aðeins hluti landsins
bama nýtur dagskrár hinna • ný-
fæddu einkastöðva og þar með
slitnar einn þráður í þjóðarsálinni
þráður ljósvakans er hefir hingaðtil
sameinað þjóðina örum fremur. Sá
er hér ritar nýtur Bylgjunnar og
Stöðvar 2 en hvað um bóndann er
framleiðir heimsins besta lambakjöt
austur við Þistilfjörð? Skynjar hann
þjóðarsálina á sama hátt og undirrit-
aður? Lífsmyndin berst okkur í æ
ríkara mæli á vængjum ljósvakans
og því hlýtur þjóð vor að sundrast
í andlegum skilningi ef ekki verða
sett lagaákvæði þess efnis að öll
landsins böm skuli njóta ljósvaka-
rniðlanna hvaða nafni sem þeir
nefnast. En hvemig er hægt að gera
þessa draumsýn að veruleika?
Hvemig er hægt að koma í veg fyr-
ir sundrun þjóðarsálarinnar?
ÞjóÖþrifamál
I fyrsta lagi verður að endurskoða
nýju útvarpslögin í því augnamiði
að tryggja rétt þeirra er búa fjarri
Stór-Reykjavíkursvæðinu og svo
þyrfti að endurskoða þátt Pósts og
síma er hefur af miklum myndar-
skap byggt upp öflugt dreifikerfi er
nær að miðla ljósvaka ríkisútvarps-
ins svotil á hvern einasta sveitabæ.
Þjóðarsálin margumrædda nærist
ekki síst á símtölum og þar eiga
allir jafnan rétt svo fremi þeir borga
afnotagjöldin og hví skyldi einkaaðil-
um meinað að nota ljósvakadreifí-
kerfi Pósts og Síma gegn hæfílegri
þóknun eða vilja yfirmenn mennta-
mála hlúa að sífellt litríkari ljósvaka-
flóru á höfuðborgarsvæðinu á
kostnað dreifbýlisins? Satt að segja
er ég alveg steinhissa á langlundar-
geði þeirra Islendinga er búa fjarri
hinum reykvísku kjötkötlum en ef
til vill stafar þögnin af því að ríkisút-
varpið hefir í kjölfar íjölmiðlabylt-
ingarinnar reynt að sinna enn betur
landsbyggðinni. Eitt lítið dæmi:
Ekkert mál
I fýrrakveld nánar til tekið frá
klukkan 19.30 til 21.00 hlýddi ég á
rás 2 á þáttinn: Ekkert mál en þessi
þáttur sem er fyrir ungt fólk er í
umsjá Bryndísar Jónsdóttur og Sig-
urðar Blöndal. í þessum æskubjarta
þætti var boðið uppá músikgetraun,
spjall við íþróttastjömur og annað
hefðbundið efni en svo spjölluðu
tvær stelpur á Eskifírði við ungling-
spilt er þeytist um ijörðinn á segl-
bretti, um fjöllin fögru á „þríhjóli"
og svo smíðar hann fjarstýrðar svif-
flugur og gerir upp gamla bíla.
Sannarlega fjölhæfur maður og
reyndar sá eini er svífur um gráar
öldur Reyðarfjarðarflóa á seglbretti.
Er ekki mikils virði fvrir ungviðið
utan Stór-Reykjarvíkursvæðins að
komast með fyrrgreindum hætti í
snertingu við þjóðarsálina?
Ólafur M.
Jóhannesson
Stöð 2:
Aðstoðarmaðurinn
■■■■ Aðstoðarmaðurinn, bresk mynd frá árinu 1983
00 20 sem gerist á árum seinni heimstyrjaldarinnar,
er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Með aðal-
hlutverk fara Albert Finnley og Tom Courtney. Leikari,
sem nokkuð er kominn til ára sinna, er á ferð með leik-
hús sitt. Myndin fjallar m.a. um samband hans við
aðstoðarmann sinn, en báðir efast þeir um hlutverk sín
þó þeir hafi helgað leikhúsinu líf sitt.
Rás 2:
Tonlist-
arkross-
gátan
Tónlistarkrossgátan er á
dagskrá Rásar 2 sunnu-
daginn 31. maí kl. 15. Það
er Jón Gröndal sem leggur
gátuna fyrir hlustendur.
UTVARP
©
FIMMTUDAGUR
28. maí
8.00 Morgunbæn. Séra
Magnús Guðjónsson flytur.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Lesið úr
forustugreinum dagblað-
anna. Dagskrá.
8.35 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Sögur af Munda''
eftir Bryndísi Víglundsdótt-
ur. Höfundur les (2). (Áður
útvarpaö 1974.)
9.20 Morguntónleikar.
a. Canzona í d-moll eftir
Johann Sebastian Bach.
Helmut Walcha leikur á org-
el.
b. „Lofiö Drottin himinsala",
kantata nr. 11 á uppstign-
ingardegi eftir Johann
Sebastian Bach. Elisabeth
Grummer, Marga Höffgen,
Hans-Joachim Rotzsch og
Theo Adam syngja með
Thomas-kórnum og Gew-
andhaus-hljómsveitinni í
Leipzig; Kurt Thomas
stjórnar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Messa á Elliheimilinu
Grund. Prestur: Séra Gylfi
Jónsson. Orgelleikari:
Magnús G. Gunnarsson.
Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.45 Dreifar af dagsláttu.
Dagskrá úrverkum Kristjáns
frá Djúpalæk, lesin og sung-
in. Flytjendur eru félagar í
Leikfélagi Akueyrar. Stjórn-
andi: Sunna Borg. (Frá
Akureyri.)
14.30 Miðdegistónleikar.
a. „Þjófótti skjórinn", forleik-
ur eftir Gioacchino Rossini.
Sinfóníuhljómsveit Lundúna
leikur; Pierino Gamba
stjórnar.
b. „Hvert sem þú ferð", aria
úr óperunni „Semele" eftir
Georg Friedrich Hándel.
Kenneth Mckellar syngur
með hljómsveit Covent
Garden-óperunnar; Adrian
Boult stjórnar.
c. „Andante cantabile" eftir
Pjotr Tsjaíkovský. Nýja sin-
fóníuhljómsveitin í Lundún-
um leiku;; Raymond Agoult
stjórnaK
d. „Ave Maria" eftir Franz
Schubert. Joan Sutherland
syngur með Ambrosian-
kórnum og Nýju fílharm-
oniusveitinni; Richard
Bonynge stjórnar.
e. Balletttónlist úr óperunni
„Fást" eftir Charles
Gounod. Hljómsveit Covent
Garden-óperunnar leikur;
Georg Solti stjórnar.
f. „Mon couerus „ouvre a
ta voix", aria úr „Samson
og Delilah" eftir Camille
Saint-Saéns. Marilyn Horne
syngur með Óperuhljóm-
sveitinni í Vinarborg; Henry
Lewis stjórnar.
15.10 Lártdpósturinn.
Umsjón: Sverrir Gauti
Diego.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Síðdegistónleikar.
a. Óbókonsert í C-dúr eftir
Antonio Vivaldi. Heinz Holl-
iger og I Musici-kammer-
sveitin leika.
b. Hörpukonsert i B-dúr eft-
ir Georg Friedrich Hándel.
Emilia Moskvitina og Rikis-
hljómsveitin í Moskvu leika;
Shulgin stjórnar.
17.40 Torgið. Umsjón: Ragn-
heiður Gyða Jónsdóttir.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.45 Að utan.
Fréttaþáttur um erlend mál-
efni.
20.00 Tæpur hálftími.
Þáttur í umsjá Jónasar Jón-
assonar
20.30 Lokatónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar (slands i
Háskólabiói. Stjórnandi:
Arthur Weisberg. Einleikar-
ar: Guðný Guömundsdóttir
og Szymon Kuran. Söng-
sveitin Fílharmonia, Þjóð-
leikhúskórinn og Karlakór-
inn Stefnir syngja.
a. Concertone K.190 fyrir
SJÓNVARP
FOSTUDAGUR
29. maí
18.30 Nilli Hólmgeirsson
Átjándi þáttur. Sögumaður
Örn Árnason. Þýðandi Jó-
hanna Þráinsdóttir.
18.55 Litlu Prúöuleikararnir
Fimmti þáttur. Teikni-
myndaflokkur í þrettán
þáttum eftir Jim Henson.
Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
19.15 Á döfinni
Umsjón: Anna Hinriksdóttir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Poppkorn
Umsjónarmenn Guðmund-
ur Bjarni Harðarson, Ragnar
Halldórsson og Guðrún
Gunnarsdóttir. Samsetning:
Jón Egill Bergþórsson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingarogdagskrá
20.40 Unglingarnir ífrumskóg-
inum
Umsjónarmenn: Bryndís
Jónsdóttir og Ólafur Als.
Stjórn upptöku: Gunnlaugur
Jónasson.
21.15 Derrick
Þriðji þáttur. Þýskur saka-
málamyndaflokkur í fimmt-
án þáttum með Derrick
lögregluforingja sem Horst
Tappert leikur. Þýðandi Vet-
urliði Guðnason.
22.15 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
22.45 Seinni fréttir.
22.55 Tópas
Bandarísk biómynd frá
1969 gerð eftir samnefndri
njósnasögu eftir Leon Uris.
Leikstjóri Alfred Hitchcock.
Aðalhlutverk: Frederick
Stafford, John Forsythe,
John Vernon og Roscoe Lee
Browne.
Árið 1962 gefur háttsettur
yfirmaður sovésku leyni-
þjónustunnar sig á vald
Bandaríkjamanna. Starfs-
bræður hans vestanhafs fá
þá staöfestningu á því að
Sovétmenn séu að auka
umsvif sin á Kúbu og senda
njósnara á vettvang. Þýð-
andi Bogi Arnar Finnboga-
son.
01.10 Dagskrárlok.
e
í
5TOÐ2
FIMMTUDAGUR
28. maí
17.00 Myndrokk.
§ 18.00 Knattspyrna. Um-
sjónarmaður er Heimir
Karlsson.
19.00 Stóri greipapinn.
Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.05 Opinlína.Áhorfendur
Stöðvar 2 á beinni línu í
síma 673888.
20.25 Sumarliðir. Helstu
dagskrárliðir Stöðvar 2
næstu vikuna kynntir.
21.00 Morgáta (Murder
She Wrote). Jessica Fletc-
her lætur engin smáatriði
fram hjá sér fara við rann-
sókn morögátu.
§ 21.50 Af bæ í borg (Perfect
Strangers). Bandariskur
gamanþáttur um þá her-
bergisfélaga og frændur
Larry og Balki. Aðalhlutverk:
Bronson Pinchot og Mark
Linn-Baker.
§ 22.20 Aðstoðarmaðurinn
(The Dresser). .Bresk mynd
frá 1983 sem gerist á árum
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Leikari, sem nokkuð er kom-
inn til ára sinna, er á ferð
meö leikhús sitt. Fylgst er
með margslungnu sam-
bandi hans við aöstoöar-
mann sinn; báðir hafa þeir
helgað leikhúsinu líf sitt og
báðir efast þeir um hiutverk
sitt. Aðalhlutverk: Albert
Finney og Tom Courtney.
Leikstjóri: Peter Yates.
00.15 Dagskrárlok.
tvær fiðlur og hljómsveit eft-
ir Wolfgang Amadeus
Mozart.
b. Sinfónía nr. 9 op. 125 i
d-moll eftir Ludwig van
Beethoven. Kynnir: Jón Múli
Árnason.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Fall musterisriddar-
anna. Þáttur i umsjá llluga
Jökulssonar.
23.00 Kvöldtónleikar.
a. Strengjakvartett nr. 21 í
D-dúr K.575 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. italski
kvartettinn leikur.
b. Píanósónata nr. 4 i Es-
dúr op. 7 eftir Ludwig van
Beethoven; Daniel Baren-
boim leikur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
FIMMTUDAGUR
28. maí
7.00— 9.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
9.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapað fundið,
opin lína, afmæliskveðjur og
sitthvaö fleira. Fréttir kl.
10.00 og 11.00
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi. Frétta-
pakkinn, Þorsteinn og
fréttamenn Bylgjunnar fylgj-
ast með því sem helst er i
fréttum, segja frá og spjalla
við fólk i bland við létta tón-
list. Fréttir kl. 13.00 og
14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétur spil-
ar síðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur. Fréttir kl.
15.00, 16.00 og 17.00.
17.00—19.00 Ásta R. Jóhanri-
esdóttir i Reykjavík síðdeg-
is. Þægileg tónlist hjá Ástu,
hún litur yfir fréttirnar og
spjallar við fólkið sem kemur
við sögu. Fréttir kl. 18.00.
19.00—21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á flóamarkaöi
Bylgjunnar. Flóamarkaður
og tónlist. Fréttir kl. 19.00.
21.00—23.00 Spurningaleikur
Bylgjunnar. Jón Gústafsson
stýrir getraun um popptón-
list.
23.00-24.00 Vökulok. Frétta-
tengt efni og þægileg tónlist
i umsjá fréttamanna Bylgj-
unnar. Fréttir kl. 23.00.
24.00— 7.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar — Valdis
Óskarsdóttir. Tónlist og
upplýsingar um veður og
flugsamgöngur Fréttir kl.
3.00.
&
FIMMTUDAGUR
28. maí
00.10 Næturútvarp. Þorsteinn
G. Gunnarsson stendur
vaktina.
6.00 í bitið. Erla B. Skúladótt-
ir léttir mönnum morgun-
verkin, segir frá veðri, færð
og samgöngum og kynnir
notalega tónlist í morguns-
árið.
9.05 Morgunþáttur i umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Siguröar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Tvennir tímar
á vinsældalistum, tónleikar
um helgina, verðlaunaget-
raun og Feröastundin með
Sigmari B. Haukssyni.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála. Leifur
Hauksson kynnir létt lög við
vinnuna og spjallar við
hlustendur.
16.05 Hringiðan. Umsjón:
Broddi Broddason og
Margrét Blöndal.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Vinsældalisti rásar 2.
Gunnar Svanbergsson og
Georg Magnússon kynna
og leika tíu vinsælustu lög-
in.
20.30 ( gestastofu. Jóhann
Hauksson tekur á móti gest-
um.
22.05 Nótur að norðan frá Ing-
imar Eydal. (Frá Akureyri.)
23.00 Við rúmstokkinn. Guð-
rún Gunnarsdóttir býr
hlustendur undir svefninn
með tali og tónum.
00.10 Næturútvarp. Rafn
Jónsson stendur vaktina til
morguns.
2.00 Á frívaktinni. Svanhildur
Jakobsdóttir kynnir óskalög
sjómanna. (Endurtekinn
þáttur frá mánudegi, þá á
rás 1.)
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 16.00,
17.00, 18.00, 19.00, 22.00
og 24.00.
Guðs
KrtetUaf ÉHlfMtl.
FM 102,9
FIMMTUDAGUR
28. maí
8.00 Morgunstund:,
orð og bæn.
8.15 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur með
lestri úr Ritningunni.
16.00 Hlé.
20.00 Biblíulestur. í umsjón
Gunnars Þorsteinssonar.
21.00 Logos. Stjórnandi:
Þröstur Steinþórsson.
22.00 Fagnaðarerindið flutt í
tali og tónum.
Miracle. Flytjandi: Aril Ed-
vardsen.
22.15 Jimmy Swaggart.