Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 41 Kristján Bersi Olafsson skólastjóri Flensborgarskóla; Gæti leitt til þess að f leiri nemendur færu í léttari áfanga „Ég á dálítið erfitt með að svara þessu, þar sem ég hef ekki sett mig nægilega inn i málið. Þetta próf er ekki nema helming- ur af þeirri einkunn sem nemendur endanlega fá. Það sem skiptir máli er meðaltalið af þess- ari einkunn og því sem skólinn kann að gefa,“ sagði Kristján Bersi Ólafsson, skólastjóri í Flensborgarskóla, aðspurður um hvaða áhrif lágar einkunnir á samræmda prófinu i íslensku hefðu fyrir framhaldsskólanna. „Hjá skólum, sem starfa eftir sama námskerfi og mjög margir fjölbrautaskólar gera, er þetta ekki spurning um það hvort nemendur komast inn í skólann eða ekki, held- ur er þetta spurning um í hve þungt bytjunarnám þeir yrðu settir. Þetta gæti því eitthvað raskað hlutföllun- um milli þeirra tveggja mismunandi Kristján Bersi Ólafsson. þyngdarstiga, sem við erum með í bytjunaráföngum, svo fremi að inn- tökumörkum verði ekki eitthvað hnikað til, en það hefur ekki verið rætt,“ sagði Kristján Bersi enn- fremur. Hann sagði að fjölbrautaskólar væru með tvenns konar bytjunanám í íslensku. Þeir sem væru með 6,5 eða hærra gætu farið í erfiðari áfanga, en þeir sem væru á bilinu 5,0 til 6,0, sem færu hægferð, þ.e.a.s. lykju í þremur áföngum sama námsefni og lokið væri í tveimur áföngum af þeim, sem hefðu hærri einkunn en 6,5. Þeir nemendur sem væru með undir 5,0, færu í upprifjunaráfanga, en und- anfarin ár hefðu það verið tiltölu- lega fáir, sem hefðu þurft á upprifjuninni að halda. Niðurstaða úr samræmda prófinu gæti því leitt til þess að fleiri nemendur yrðu að byrja á léttara námskeiðinu og yrðu því lengur að ná sama marki og hinir, sem gætu farið i erfiðari áfangann. Páll Ólafsson í mínum bekkjum var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og þótt hún hafi verið álika og í Tjarnar- skóla dettur mér ekki í hug að hlaupa með það í blöð. Mér finnst ástæðulaust að auglýsa það eitt- hvað sérstaklega. Það féllu engir, sem mig ekki grunaði að myndu falla eða væru mjög tæpir, því nem- endur eru misjafnir eins og við vitum. Því finnst mér það hlægileg umræða að ætla að kæra þetta próf,“ sagði Páll ennfremur. Páll Ólafsson kennari við Æfinga- skóla Kennaraháskólans: Grunnskólakennarar segja álit sitt á prófinu „Það hefur ekki koinið fram að það eru ekki einungis framhalds- skólakennarar sem hafa eitthvað um þetta próf að segja, heldur eru grunnskólakennarar einnig kvaddir til. Ég hef tvisvar sinnum verið beðinn um að lesa yfir prófið, sem grunnskólakennari, og segja mitt álit á því og það hafa mér miklu reyndari grunnskólakennarar gert líka. Sú gagnrýni á þetta próf er því út í hött að mínu mati,“ sagði Páll Ólafsson, íslenskukennari við Æfingaskóla Kennaraháskól- ans. Hann sagði að það hefði ekkert verið í þessu prófi, sem íslensku- kennarar hefðu ekki getað átt von á að kæmi. Hins vegar væri það hans mat að íslenskuprófið hefði verið þyngst þessara fjögurra sam- ræmdu prófa og þess utan hefði það verið síðasta prófið. Það hafi haft tölvert að segja, þar sem ein- beiting krakkanna var farin að dala þegar líða tók á prófið. Síðasti þátt- ur þess hefði verið útdráttur og það hefðu verið mörg dæmi þess að nemendur hefðu sleppt útdrættin- um, þó það væri þáttur sem nemendur ættu að ráða mjög vel við. „Mér hefur lengi fundist vera rangir áhersluþættir í kennslunni. Hluti málfræðikennslunnar skilar sér takmarkað hjá mjög stórum hópi og mér finnst spurning hvort ýmis atriði eigi að vera með í þessu prófi, svo sem setningarhlutagrein- ing, enda skilst mér að það verði breyting á því á næsta ári. Þó íslenskuprófið hafi verið þungt tel ég ekki ástæðu til að endurskoða prófið. Ég ætla að nota tækifærið og endurskoða áherslur í minni kennslu í því augnamiði að ná betri árangri næst og það gæti átt við um fleiri. Þetta ætti að verða íslenskukennurum hvatning til þess að gera ennþá betur. Ég tek þessu að minnsta kosti þannig. Utkoman Valgerður Guðmundsdóttir kennari í Keflavík: „Algjör nauðsyn að auka kennsluna í íslensku“ „Ég hef ekki kennt í vetur og því á ég ennþá auðveldara með að tala um þetta, þar sem ég hef engra hagsmuna að gæta. I fyrsta lagi tel ég að prófið í ár hafi verið heldur i þyngra lagi miðað við próf undanfarin ár, en meginskýringuna tel ég vera þá samfélags- breytingu, sem átt hefur sér stað,“ kennari í Keflavík. „Börn cru alveg hætt að lesa og það er alltaf verið að bæta við náms- efnið, til dæmis verður námsefnið til samræmda prófsins viðameira með hvetju árinu, án þess að við fáum fleiri kennslutíma eða minni kennsluskyldu. Börn eru hætt að lesa skáldsögur heima, eins og var hér áður fyrr. Þau horfa á sjónvarp og gera allt annað en að lesa. Allir þessir samverkandi þættir verða til þess að íslenskan er á undanhaldi. Börnin eru ansi illa máli farin, orða- forðinn lítill og þjálfunin engin í rauninni. Við breytum ekki sam- félaginu sem við búum í nema að litlu leyti og það eina sem hægt er að gera er að gera okkur íslensku- kennurum kleift að vinna betur með því að láta okkur hafa fleiri tírna," sagði Valgerður. Hún sagði að prófið í vor hefði verið illa samið og þungt, það sýndi árangur nemenda í ár miðað við fyrri ár. „En árangur síðustu ára hefur ekki verið sérstaklega góður og það er vegna þess að við höfum þurft að keppa við hvers kyns af- þreyingarefni. Við erum að beijast við breytta samfélagshætti án þess að það hafi verið breytt nokkru í skólunum sjálfum. Það er farið að taka inn núna fyrst þennan lesskiln- ing og annað, sem ekki var einu sinni, vegna þess að þá lærðu krakkarnir þetta hvort sem var. Þau lásu svo mikið og töluðu við fullorð- ið fólk, en þau gera það bara ekki lengur. Það þarf að fara að kenna þessa hluti innan skólanna, sem börnin lærðu áður heima hjá sér og annars staðar,“ sagði Valgerður. Hún sagði að það gæti ekki ver- ið eðlilegt að 50-60% nemenda falli á einu prófi, það væri þá verið að sagði Valgerður Guðmundsdóttir, meta eitthvað annað en það sem kennarnir væru að kenna eða krakkarnir að læra. „Síðan er það forkastanlegt að talað sé um það að kennamir geti hækkað nemend- ur, því það er þá bara verið að vísa vandamálinu yfir á annan aðila. Ef þeir eru á annað borð að skipta sér af þessu prófi eiga þeir að bera ábyrgðina líka. Það er ekki rétt að ætlast til þess að kennarar bjargi málinu fyrir horn með því að segja að kennarar geti hækkað alla nem- endur um einn heilan eða eitthvað slíkt,“ sagði Valgerður. „Það er orðin algjör nauðsyn að auka kennsluna í íslensku. Ég held að með þessu áframhaldi séum við að fara inn á þær brautir að við tölum ekki íslensku hérna eftir 40. ár eða svo. Við erum að beijast við" svo breytt samfélag, eins og ég sagði áðan. Þessir unglingar í dag lesa ekki, þeir hafa nóg annað að gera. Og það sem krakkarnir lærðu heima hjá sér og af vinum sínum læra þau ekki lengur, því nú hlusta þau bara á erlenda tónlist og horfa á myndbönd. Það eina sem krakki les í dag er kannski textinn, sem birtist á myndböndum og við vitum öll hvernig þeir textar eru stundum. Við verðum að fá fleiri kennslu- stundir til þess að vinna á mótft þessu,“ sagði Valgerður. Hún sagði að það væri orðið mjög vanþakklátt starf að kenna íslensku, námsefnið væri orðið svo mikið og krakkarnir áhugalausir vitandi það að það væri alveg sama hvað þau lærðu, þau kæmust aldrei upp fyrir 6 eða 7 á meðan hægt væri að ná 8 og 9 í hinum greinun- um. Ragnhildur Skjaldardóttir kennari í Síðuskóia á Akureyri: „Fylgjandi að samræmd próf verði lögð niður“ „Að vísu kenndi ég ekki 9. bekk í vetur, en ég sé ekki að þetta próf víki í neinum grundvallaratriðum frá fyrri samræmdum próf- um, sem verið hafa. Að vísu eru nokkrar spurningar klúðurslega orðaðar. Það er óþarfi eftir alla þá síun sem prófin eiga að fara í gegnum,“ sagði Ragnhildur Skjaldardóttir, kennari við Síðuskóia á Akureyri. „Ég er sammála þeirri gagn- rýni, sem fram hefur komið, að grunnskólakennarar eru ekki nægilega með í ráðum við samn- ingu þessara prófa. Þetta eru framhaldsskólakennarar, gjarnan frá gömlu menntaskólunum, sem eru beinlínis að undirbúa nemendur undir nám í háskóla og vilja miða kröfumar svolítið við það, en ekki við hinn almenna nemenda í grunn- skólanum. í grunnskólanum eru allir nemendur á landinu, burtséð frá því hvaða hæfileika þeir hafa til náms, og kröfurnar verða að styðjast við raunveruleikann. Það er ekki grunnskólans að sía út nemendur fyrir hugsanlegt lang- skólanám, eins og háskólanám til dæmis,“ sagði Ragnhildur. Hún sagði að sér virtist prófið ekki þyngra en undanfarin ár. Hins vegar væri meira lagt upp úr ritun en verið hefði og henni sýndist vera hart dæmt. Til dæmis væri einungis spurt í ritgerðarformi úr valbók og hún vissi ekki hvaða forsendur væru lagðar til grund- vallar við fyrirgjöf. Henni fyndist málfræðin í svipuðum dúr og und- anfarin ár og stafsetningin síst þyngri fljótt á litið. Þá fyndist henni betra vægi að stafsetningin gilti minna en verið hefði hingað til og réttlátt væri að leggja áherslu á ritun, en það gæti vel verið, af því að það væri óvenju mikið um hana í prófinu, að kenn- arar hafi ekki miðað kennslu sína eins mikið við það og þeir ættu að gera. Námsmat samkvæmt meðaldreifingu nemenda hefði að sumu leyti verið betra, þar sem meðaldreifingin jafnaði útkomu of þungra eða of léttra prófa. Það væri óeðlilegt ef ekki nema helm- ingur nemenda gæti uppfyllt þær Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.