Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 63 bakherbergi búðarinnar. Leiddist mér þar inni og laumaðist ég gjarn- an fram í búð til Ragnheiðar, elti hana eins og skuggi og horfði með andakt á hana afgreiða hinar fjöl- breyttustu hannyrðavörur og sér- staklega þótti mér gaman, þegar hún dró út litlu skúffumar með allvega litu silkigami og fann iit- inn, sem nákvæmlega átti við í hvert skipti, enda alltaf reiðubúin til að leiðbeina viðskiptavinunum og gefa þeim góð ráð. Aldrei blak- aði hún við mér, þó að sjálfsagt hafi ég stundum verið fyrir henni og alltaf spjallaði hún við mig á sinn glaðværa og hressilega hátt, þegar tími gafst til. Svo liðu mörg ár, Ragnheiður flutti hingað norður til Akureyrar og setti á stofn sína eigin hannyrðaverslun, sem hún rak í áratugi, en ég fullorðnaðist. í annað sinn bar fundum okkar Ragnheiðar saman. Ég var tíðum ásamt bónda mínum í Kristnesi á summm hjá tengdaforeldrum mínum. Þá áttu menn almennt ekki bíla, svo bæjarferðir vom famar með Hælisbílnum, í bæinn um há- degi og heim kl. 5.30 síðdegis. Ragkst ég þá á Verslun Ragnheiðar O. Bjömsson og Ragnheiði sjálfa, sem tók mér eins og það hefði verið í gær, sem ég elti hana um búð Ág. Svendsen. Þarf ekki að orð- lengja það, að hjá Ragnheiði eignaðist ég athvarf í bæjarferðum, þar geymdi ég pakka og pinkla og sat á spjalli við Ragnheiði, þegar tími gafst til. Er mér sérstaklega minnisstætt frá þessum ámm, hvað Ragnheiður bar mikla umhyggju fyrir bræðmm sínum og ekki síður bræðrabömum og aldrei varð hún glaðari, en þegar hún gat gert eitt- hvað fyrir litla frændfólkið sitt eða þegar hún frétti að því vegnaði vel. Sömuleiðis var mjög kært með Ragnheiði og mágkonum hennar. Enn liðu mörg ár og í þriðja sinn tókust kynni með okkur Ragnheiði. Það var þegar ég gerðist félagi í Zontaklúbbi Akureyrar 1976. Ragnheiður 0. Bjömsson var Zontakona af lífi og sál, enda var það hún, sem átti heiðurinn af því að undirbúa og koma í framkvæmd stofnun Zontaklúbbs Akureyrar og varð fyrsti formaður hans. Vinkona hennar frá gömlum dögum, Amdís Bjömsdóttir, leikkona, var „ljósa“ klúbbsins, en hann var formlega stofnaður þ. 2. júlí 1949. Ragn- heiður var sístarfandi af áhuga og eldmóði og sótti fundi Zontaklúbbs- ins svo lengi sem kraftar entust og var æfinlega hrókur alls fagnaðar. Hún átti stóran hlut í að koma Nonnasafni á laggimar og bar vel- ferð safnsins fyrir brjósti alla tíð. Er mér sérlega minnisstæð stund, sem við áttum einar saman í safn- inu, en við fómm þangað til draga upp fána og kveikja á kertum á meðan aðrar Zontasystur fóm á flugvöllinn að sækja þangað gesti frá Þýskalandi. Þá rakti Ragnheið- ur fyrir mér sögu safnsins og fræddi mig um svo margt, bæði um ævi séra Jóns Sveinssonar, Nonnasafn og Zontahreyfinguna. Ragnheiður var félagslynd kona og lagði fleiri félögum en Zonta- klúbbnum lið og_má nefna Náttúm- lækningafélag íslands sem dæmi um það. Skopskyn hafði Ragnheið- ur með afbrigðum gott, sá spaugi- legu hliðamar á hlutunum, skopaðist óspart að sjálfri sér en aldrei að öðmm svo ég hafi heyrt. Músikölsk var hún og lék á píanóið sitt daglega fram á seinustu ár. Langri og heillaríkri ævi er lokið. Zontaklúbbur Akureyrar kveður fyrsta formann sinn og heiðurs- félaga, Ragnheiði O. Björnsson, með virðingu og þökk. Bergljót Rafnar t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÓBERT G. JENSEN, Háengi 16, Selfossi, sem andaöist 21. maí sl. veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laug- ardaginn 30. maí kl. 13.00. Jóna Gissurardóttir, Björn Jensen, Guðrún Á. Halldórsdóttir, Gissur Jensen, Hansfna Á. Stefánsdóttir, Jóhanna Jensen, Svavar Bjarnhóðinsson og barnabörn. 80doga afmœlistilboö I tilefni af 80 áia aímœli Hans Petersenhf. bjóðumviö Kodak myndavél á einstakleqa haqstœðu veiði. 5áia ábyrgð (fyrir 35mmfilmur) Verð kr: 3100.- Tilboðið gildir til 6. júli 1987. .Á______ HfiNS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALIT! Síðustu forvöð að tryggja sér vandað sumarleyfi Leiguflugsferðirokkartil Costa del Sol hafa svo sannarlega slegið í gegn. Fjöldi ánægðra viðskiptavina vitnar um það. Við bjóðum þér fyrsta flokks gististaði, þar sem aðstaða og þjónusta ertil fyrirmyndar: Principto Sol, Las Palomas, Sunset Beach Club, El Remo o.fl. Fararstjórarnir Pétur Björnsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigríður Stephensen og Arna Steinsen, hnokkafararstjóri 25. maí og 1. júlí, sjá um að allir séu ánægðir. 1 011 börn að 16 ára aldri fá frítt eitt stk. Sögu- bol og allir 0-12 ára fá meðlimakort í Hnokka- klúbbnum. í lok sumars verður dregið úr öllum kortunum og verða þá 5 börn svo heppin að fá fría ferð sumarið 1988. ALLRA VAL ' TJARNARGOTU 10 SÍMI 28633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.