Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Reuter
Fórnarlömb fellbylsins jarðsett
Útför 17 þeirra er fórust er fellbylur jafnaði smábæinn Saragosa í
Texas við jörðu í síðustu viku var gerð í gær. 29 manns fórust og
121 slaðaðist er skýstrokkur barst yfir bæinn á föstudag í síðustu
viku. „Trú ykkar hefur snortið mig,“ sagði Raymond Pena biskup, sem
annaðist útförina er hann ávarpaði bæjarbúa. Bill Clements, ríkis-
stjóri Texas, var viðstaddur athöfnina og sagði hann að bærinn og
hans nánasta umhverfi hefði verið lýstur neyðarástandssvæði. Þar
með mun íbúunum gefast kostur á að sækja um styrki og hagstæð
lán auk þess sem þeim verður séð fyrir húsnæði.
Kína:
Fjórir handtekmr fyrir
(
að valda skógareldinum
Peking-, Reuter.
FJÓRIR kínverskir verkamenn
hafa verið handteknir og eru
þeir sakaðir um að hafa kveikt
mesta skógareld, sem geisað hef-
ur í Kína síðan kommúnistar
komust þar til valda, að því er
embættismaður kinversku
stjórnarinnar greindi frá í gær.
Tveir mannanna eru sakaðir um
að hafa kveikt í sígarettum og far-
ið gáleysislega með eld í skóginum,
þar sem miklir þurrkar höfðu verið.
Hinum tveimur er gefið að sök að
hafa unnið með vélar, sem ólöglegt
er að nota í skóginum.
Verkamennimir eiga yfir höfði
sér dauðadóm fýrir að vera valdir
að dauða næstum tvö hundruð
manna, sem fórust í eldinum. Um
fimmtíu þúsund slökkviliðsmenn,
hermenn og björgunarmenn unnu
að slökkvistarfí og tóks loks að
hemja eldinn á þriðjudag. Margir
höfðu aðeins blautar fatadruslur og
tijágreinar til að berjast við eldinn.
„Mannlegur máttur fær oft og
tíðum ekki ráðið við svo mikla skóg-
arelda,“ sagði Liu Guangyun,
aðstoðarlandgræðsluráðherra.
Hann sagði að hvassviðrið hefði
verið slíkt að eldurinn hefði breiðst
út á allt að 60 km hraða á klukku-
stund. Eldurinn kviknaði í norðaust-
urhluta Kína og tók þijár vikur að
ráða við hann.
„Eldurinn kom hemum að óvör-
um og urðu hermenn að grípa það
sem hendi var næst til að beijast
við hann,“ sagði Guangyun á blaða-
mannafundi. Þar sagði hann að í
bænum Xilinjizhen hefðu íbúar flúið
naktir á götur út um miðja nótt er
eldurinn nálgaðist hann á ógnar-
hraða.
„Eldurinn læsti sig í allt sem
brunnið gat í bænum á einni
klukkustund og íbúar höfðu ekki
tíma til að klæða sig áður en þeir
flúðu brennandi heimili sín,“ sagði
Guangyun.
Að hans sögn létu 191 maður
lífið, 221 hlaut alvarleg brunasár
og 56 þúsund menn misstu heimili
sín.
Kvað hann aðeins einn þeirra,
sem börðust við eldinn, hafa beðið
bana „þegar hann lagðist til hvfldar
í stað þess að sinna slökkvistarfi".
Guangyun sagði að ekkert benti
til þess að um hermdarverk hefði
verið að ræða þegar eldarnir í Xil-
injizhen, Tuquiang, Amur og Tahe
kviknuðu. Lögregla ætti aðeins eft-
ir að komast að því hvemig eldurinn
í Tahe hefði brotist út.
Hann sagði að kviknað hefði í
út frá sígarettum tveggja verka-
manna og tveir aðrir menn hefðu
verið að vinna með vélum til að
fella runna, en þær vélar væri bann-
að að nota.
Að sögn Guangyuns er aðeins
ösku að finna á einni milljón hekt-
ara lands. Tjónið væri metið á 400
til 500 milljónir yuan (4,4 til 5,4
milljarða ísl.kr.).
Kosningarnar á Grænlandi:
Líklegast að sömu
flokkar sljórni áfram
Kaunmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
STJORNARANDSTAÐA borg-
araflokkanna vann heldur á í
kosningunum á Grænlandi, en
ekki nóg til þess að ríkisstjórna-
skipti séu í augsýn. Eftir úrslit-
um kosninganna að dæma er
langlíklegast, að flokkur Jonat-
hans Motzfeldts, Siumut, sem
verið hefur við stjórn allt frá því
að landstjórnin var sett á lagg-
irnar 1979, haldi áfram um
stjórnartaumana með stuðningi
vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit.
Borgaraflokkurinn Atassut varð
stærsti stjómmálaflokkur Græn-
lands. Fyrir kosningamar var
Siumut stærstur. En eins og landið
liggur í grænlenskum stjómmálum,
er líklegt, að Atassut verði áfram
að láta sér lynda áhrifaleysið utan
stjómar.
Atassut fékk 63 atkvæðum fleira
en Siumut, 10.043 á móti 9.980.
Inuit Ataqatigiit (vinstrisósíalistar)
fengu 3.823 atkvæði, nýstofnaður
borgaraflokkur, Pólarflokkurinn,
sem sækir fýlgi sitt til smáatvinnu-
rekenda og útgerðarmanna, fékk
1.119 atkvæði og þverpólitískur listi
ungs fólks fékk 91 atkvæði.
Fyrir kosningamar voru 25 þing-
éttaritara Morgunblaðsins.
sæti á grænlenska landsþinginu.
Siumut hafði 11, samstarfsflokkur
hans, Inuit Ataqatigiit 3, og stjóm-
arandstöðuflokkurinn, Atassut, 11.
Nú var kosið um 27 þingsæti.
Siumut fékk 11, Atassut 11, Inuit
Ataqatigiit 4 og Pólarflokkurinn 1.
Eina breytingin, sem orðið hefur,
er sú, að nýi flokkurinn, Pólarflokk-
urinn, fékk annan viðbótarþing-
mannanna, og hinn hafnaði hjá
öðrum stjómarflokkanna, Inuit
Ataqatigiit.
Otto Steenholdt, leiðtogi Atassut,
hefur nú fengið umboð til stjómar-
myndunar. Hann viðurkenndi í
viðtali við Grænlenska útvarpið,
eftir að úrslit kosninganna voru ljós,
að flokkur hans gæti því miður
ekki státað af því að vera með fjöl-
mennasta þingflokkinn, en hann
byði öllum, sem þess óskuðu, að
vinna með Atassut.
Upp á síðkastið hefur nokkuð
verið um þreifingar milli stóru
flokkanna, Atassut og Siumut, og
beinar viðræður þeirra í milli fóru
m.a. fram á þingi Norðurlandaráðs
í Helsinki um mánaðamótin febrú-
ar/mars. En þeir, sem hnútum eru
kunnugir, telja, að Jonathan Motz-
feldt hafi ekki haft nógu traust land
undir fótum til að ganga til þeirra
viðræðna. Vinstri armur flokks
hans vill ekkert vita af samstarfi
við Atassut.
En eins og kunnugt er var boðað
til kosninganna nú, vegna þess að
stjómarsamstarf Siumut og Inuit
Ataqatigiit gekk erfíðlega. Og upp
úr sauð, þegar Aqqaluk Lynge, leið-
togi IA, átaldi Jonathan Motzfeldt
opinberlega í viðtali við dönsk blöð
fyrir að taka gagnrýnislaust fullyrð-
ingum Bandaríkjamanna um, að
endurbygging ratsjárstöðvarinnar í
Thule bryti ekki í bága við gagneld-
flaugasáttmála stórveldanna.
í auglýsingu, sem birt var fyrir
kosningamar, sagði Siumut um
samstarfsflokk sinn í landstjóm-
inni, að Inuit Ataqatigiit ætti erfitt
með að vinna með öðrum. „IA talar
mikið um lýðræði, en á í erfiðleikum
með að taka þátt í lýðræðislegu
samstarfi," sagði í auglýsingunni.
„IA heldur einu fram í landstjóm-
inni, en öðm í landsþinginu."
En Siumut á ekki annarra kosta
völ en halda áfram samstarfinu við
LA. Flokkamir hafa 15 þingsæti til
samans og þar með meirihluta.
Jonathan Motzfeldt
Otto Steenholdt
Eftir að tilkynnt hafði verið um
úrslit kosninganna, útilokaði Jonat-
han Motzfeldt samt ekki samstarf
við Atassut. Hann sagði í viðtali
við Grænlenska útvarpið, að þjóðin
mundi efalaust fagna stöðugleika-
tímabili í landsmálunum — og vísaði
þar aftur beint til samstarfs Siumut
og Atassut. En eins og er virðist
Plast verður að ryki
ÓÁNÆGJA almennings með
plastrusl sem dreifist um götur
og torg hefur hvatt fyrirtæki
í efnaiðnaði til þess að þróa
framleiðslu á plastefnum sem
eyðast af sjálfu sér.
Forráðamenn Ecoplastics, sem
er lítið framleiðslufyrirtæki í
Kanada, telja sig hafa komið fram
með merka nýjung. Þeir hafa þró-
að nýtt plastefni sem þeir kalla
Ecolyte. Plastið drekkur í sig út-
fjólubláa geisla en þeir breyta því
í fíngert ryk. Bolli úr Ecolyte verð-
ur að ryki á um tveimur mánuð-
um. Sýklar breyta því næst rykinu
í vatn og kolefnistvíildi. Venjulega
tæki þetta ferli mörg ár. Jim
Guillet við háskólann í Toronto
uppgötvaði Ecolyte fyrir 15 árum.
Hægt er að nota sömu vélar og
voru notaðar við að framleiða
plastmál, við framleiðslu mála úr
Ecolyte og kostnaðurinn er aðeins
5-10% hærri. Þar sem plastið
drekkur aðeins í sig út§ólubláa
geisla þolir Ecolyte geymslu innan
dyra. Útfjólubláir geislar komast
ekki í gegn um venjulegt rúðugler.
Nú seljast um 20 tonn af Eco-
lyte á mánuði sem er einungis
örlítill hluti af heildarsölu plast-
efna í heiminum. Önnur plastefni
á markaðnum sem líka eyðast,
seljast betur en þau hafa öll ein-
hveija slæma eiginleika.
Plastor, sem framleitt er í ísra-
el, er mikið keypt af bændum. En
í því eru aukaefhi sem gætu smit-
að út frá sér og því má ekki nota
Plastor til pökkunar á matvælum.
I Kanada er framleitt plastefni
með sterkju. Sýklar éta sterkjuna
og búa þannig til göt í plastið sem
dettur í sundur. Gallinn er sá að
sterkjan breytir eiginleikum
plastsins. ICI stórfyrirtækið í
Bretlandi framleiðir efni sem kall-
að er PHB. Það er búið til af
örverum og sýklar vinna auðveld-
lega á því. Þetta efni er hins vegar
svo dýrt í framleiðslu að það er
einungis notað í hluti eins og í
þráð til að sauma saman skurði
og sár.
Búast má við því að áhugi á
plastefnum sem eyðast sjálf au-
kist í framtíðinni. Nú þegar eru
sumar verslanir farnar að nota
bréfpoka í staðinn fyrir plastpoka
og t nokkrum löndum hafa verið
sett lög sem hvetja til notkunar
annarra efna en plastefna í um-
búðir. Árið 1989 verða allar
einnota plastvörur á Ítalíu að vera
sjálfeyðandi og frá og með l.júní
má ekki selja matvörur í plastum-
búðum í Flórens.
Aqqaluk Lynge
samstarf þessara flokka aðeins fjar-
lægur möguleiki og mundi koma
verulega á óvart.
Kosningaþátttaka var rúmlega
70% eða aðeins meiri en í síðustu
kosningum.
Japan:
Tveir hand-
teknir fyrir
að selja há-
tæknibúnað
Tókýó, Reuter.
TVEÍR háttsettir starfsmenn jap-
anska fyrirtækisins Toshiba voru
liandteknir í gær og eru þeir grun-
aðir um að hafa sent Sovétmönn-
um hátæknibúnað með ólöglegum
hætti, að því er lögreglan í Tókýó
sagði.
Hinir grunuðu eru Ryuzo Hayashi,
einn forstjóra Toshiba Machine Co,
og Hiroaki Tanimura, aðstoðarfor-
stjóri. Þeir voru handteknir og eru
nú í yfirheyrslu.
Þeim er gefið að sök að hafa flutt
hátæknibúnað til Sovétríkjanna. Hér
er um tæki að ræða, sem nota má
til að framleiða nánast hljóðlausar
skrúfur í kafbáta. Tækin voru send
milli desember 1982 og júní 1983,
að sögn lögreglu.
Stjóm Japans hefur þegar lagt eins
árs bann við frekari sendingum fram-
leiðslu fyrirtækisins til kommúnist-
aríkja.
Ekki má flytja umræddar vélar til
kommúnista ríkja samkvæmt banni,
sem Samræmingamefnd útflutning-
seftirlits (COCOM) í París setti.
Nefnd þessi fylgist með útflutningi á
hergögnum og vöm, sem nota má í
sambandi við hemað, til kommúnist-
aríkja.
Að sögn lögreglu samþykkti iðnað-
ar- og verslunarráðuneytið útflutning
tækjanna eftir að Toshiba gaf rangar
og falsaðar upplýsingar um það til
hvers nota má tækin.