Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
119. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 28. MAI 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Efnavopnaviðræðurnar:
Breytt stefna
Sovétmanna
Vilja nú fallast á „skyndiskoðun“
Ósló, Reuter.
Aðalsamningamaður Sovét-
stjórnarinnar í Genfarviðræðun-
um um efnavopn sagði í gær, að
hún gæti í meginatriðum fallist
á svokallaða „skyndiskoðun" en
þá er átt við, að hægt sé að krefj-
ast fyrirvaralítillar athugunar á
hugsanlegum efnavopnabirgðum
eða -verksmiðju. Hafa Sovét-
menn verið andvígir henni
hingað til en hafa nú augljóslega
skipt um skoðun.
Yuri Nazarkin, aðalsamninga-
maður Sovétmanna, lýsti þessu yfir
í gær á alþjóðlegri ráðstefnu um
efnavopn, sem haldin er í Ósló. í
afvopnunarviðræðunum í Genf hef-
ur Nazarkin ávallt þvertekið fyrir
skyndiskoðun af þessu tagi og bor-
ið því við, að auðvelt væri að stunda
njósnir með hana að yfirskini. Hann
sagði þó ekkert um það hvenær
Sovétmenn ætluðu opinberlega að
fallast á þá kröfu Bandaríkja-
manna, að ekki mætti hafna beiðni
um skyndiskoðun.
Nokkur þeirra 40 ríkja, sem taka
þátt í Genfarviðræðunum um efna-
vopn, hafa lagt til, að fyrirvarinn á
skyndiskoðun sé einn til tveir sólar-
hringar en Nazarkin sagði, að
Sovétmenn ætluðu að koma með
sínar tillögur þegar viðræðurnar
hefjast aftur 9. júní.
Grænland:
Litlar breytingar
í kosningunum
Morgunblaðið/ól.K.M.
Uppstigning
í dag er uppstigningardagur, kenndur við himna- náttúrunnar, sem nú er að vakna af vetrarsvefnin-
för Jesú og kallaður helgi Þórsdagur áður en um. Myndin er tekin við Tjömina í Reykjavík en
nöfnum daganna var breytt. Á þessum fögru í baksýn er himinninn tekinn að lýsast af geislum
vordögum á sér stað önnur uppstigning, upprisa rísandi sólar.
Nuuk, Reuter.
MESTAR líkur eru á, að sömu
flokkar verði áfram í stjórn á
Grænlandi eftir kosningarnar í
fyrradag. Var til þeirra boðað
vegna ágreinings um herstöð
Bandaríkjamanna í Thule en þær
breyttu þó litlu sem engu um
stöðuna í grænlenskum stjórn-
málum.
Úrslitin urðu þau, að Siumut-
flokkurinn undir forystu Jonathans
Motzfeldt hélt sínum 11 þingsætum
en Inuit Ataqatigiit, vinstrisinnaður
samstarfsflokkur Siumuts í síðustu
Chase Manhattan:
í fótspor
Citicorp.
New York, Reuter.
CHASE Manhattan-bankasam-
steypan, sú þriðja stærsta í
Bandaríkjunum, ætlar að leggja
til hliðar 1,6 milljarða dollara til
vega upp á móti tapi af viðskipt-
unum við þriðja heims-ríki. Er
það talið verða 1,4 milljarðar á
öðrum fjórðungi ársins.
Ákvörðun Chase Manhattan
kemur í kjölfar sams konar ráðstaf-
ana Citicorp, stærsta banka í
Bandaríkjunum, en 17. maí sl. lagði
hann til hliðar þijá milljarða dollara
í sama skyni. Var búist við, að aðr-
ir bankar færu að dæmi hans og
viðurkenndu með því, að útséð
væri um, að sum þriðja heims-ríkj-
anna gætu greitt skuldir sínar að
fullu.
Chase Manhattan er meðal
stærstu lánardrottna þriðja heims-
ríkja og á útistandandi í Suður-
Ameríkuríkjum alls 6,4 milljarða
dollara.
stjórn, bætti við sig einu og hefur
nú fjögur. Stjórnarandstöðuflokk-
urinn Atassut, sem er hægriflokkur,
hélt einnig sínum 11 sætum en eitt
þingsæti féll í hlut Polarflokksins,
sem er nýr af nálinni og nýtur helst
stuðnings smáatvinnurekenda og
útgerðarmanna.
„Stjórnin heldur velli,“ sagði Ar-
qaluk Lynge, formaður Inuit
Átaqatigiit, þegar úrslitin lágu fyrir
en sagði hins vegar ekkert um
ágreininginn, sem leiddi til kosning-
anna, deilurnar um Thule-stöðina.
Af öðrum kosningamálum ofarlega
á baugi voru minni ríkisafskipti,
áfengisbölið og betri menntunarað-
staða.
Sjáábls. 38.
Bandaríkin:
Áhyggjur af vaxandi
spennu á Persaflóa
Washington, Brussel, Reuter.
ÁHYGGJUR bandarískra þing-
manna af hernaðarlegum átök-
um milli Bandaríkjamanna og
írana jukust í gær þegar varnar-
málaráðuneytið upplýsti, að
bandarískt herskip hefði sl.
mánudag fylgt kaupskipi frá
Kuwait á Persaflóa. Atlantshafs-
bandalagið hefur vísað á bug
hugmyndum Bandaríkjamanna
um að það taki þátt í að veija
siglingar á flóanum en Hollend-
ingar segjast þó reiðubúnir að
athuga það nánar.
Varnarmálaráðherrar NATO:
Yfirburðum Sovét-
manna verði svarað
Brussel, Austur-Berlín, Reuter.
FUNDI varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna lauk
í gær í Brussel og voru ráðherrarnir sammála um, að nauðsyn-
legt væri að mæta yfirburðum Sovétmanna og Varsjárbandalags-
ins með því að styrkja hefðbundnar varnir. Háttsettur, sovéskur
embættismaður fordæmdi í gær þessa samþykkt ráðherranna.
í samþykktinni segir, að vegna
hugsanlegrar fækkunar kjam-
orkuvopna sé nauðsynlegt að
bregðast við miklu ofurelfí Sovét-
manna með því að treysta hefð-
bundnar vamir. ítrekuðu
ráðherramir einnig það markmið,
að útgjöldin til hermála ykjust um
3% að raunvirði árlega og lögðu
áherslu á, að NATO-ríki nýttu sér
betur þann vamarmátt, sem þau
byggju nú yfír, í stað þess að
reyna að nálgast Varsjárbanda-
lagið hvað varðar fjölda hermanna
og hertækja.
Albert Vlassov, aðstoðaryfir-
maður í áróðursdeild miðstjórnar
sovéska kommúnistaflokksins, fór
i gær hörðum orðum um sam-
þykkt vamarmálaráðherra
NATO-ríkjanna og sagði, að hún
væri skref aftur á bak. Sagði
hann, að samþykktin yrði skoðuð
nánar og síðan gripið til viðeig-
andi ráðstafana. Kom þetta fram
á ráðstefnu í Austur-Berlín en á
morgun munu leiðtogar Varsjár-
bandalagsríkjanna setjast á
rökstóla þar í borg.
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn Jim Sasser sagði í gær,
að það væri bara tímaspursmál
hvenær íranir réðust á bandarísk
herskip og öldungadeildarþingmað-
urinn John Glenn sagði, að aldrei
hefði verið jafn mikil hætta og nú
á að Bandaríkjamenn blönduðust í
Persaflóastríðið. Vöruðu þeir báðir
við áætlunum um að kaupskip frá
Kuwait yrðu látin sigla undir
bandarískum fána. Ronald Reagan
forseti sagði í fyrradag, að áhöfnum
bandarískra herskipa á Persaflóa
hefði verið skipað að veijast ef ráð-
ist yrði á þau.
Sasser sagði, að Bandaríkja-
stjóm yrði að tryggja sér stuðning
bandamanna sinna áður en farið
væri að vemda skipasiglingar á
Persaflóa en auk Bandaríkjamanna
hafa Bretar og Frakkar herskip á
flóanum. Caspar Weinberger, vam-
armálaráðherra, vakti máls á þessu
á fundi vamarmálaráðherra NATO
i Bmssel, sem lauk í gær, en fékk
dræmar undirtektir. Carrington lá-
varður, framkvæmdastjóri NATO,
sagði, að bandalagið sem stofnun
skipti sér ekki af því, sem fram
færi utan vamarsvæðis þess.
Talsmaður hollenska varnar-
málaráðuneytisins sagði aftur á
móti í gær, að Hollendingar væru
reiðubúnir að senda herskip til
Persaflóa og taka þátt í að veija
skip á alþjóðlegum siglingaleiðum
en þó því aðeins, að ástandið versn-
aði.