Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 1
132. tbl. 75. árg.
Kosið á Ítalíu:
Kommún-
istumspáð
stórsigri
ÍTALIR g-anga I dag og á morg-
un að kjörborðinu og er búist
við því að flokkur kristilegra
demókrata tapi miklu fylgi. Á
miðvikudag var siðasta skoð-
anakönnun fyrir þingkosning-
arnar birt og samkvæmt henni
fá kristilegir 26,4 prósent at-
kvæða og Kommúnistaflokkur-
inn 27,6. Gæti því farið svo að
kristilegir demókratar verði í
stjórnarandstöðu fyrsta sinni
frá því heimsstyijöldinni síðari
lauk.
Ciriaeo De Mita, leiðtogi kristi-
legra demókrata, sagði í viðtali,
sem birtist í dagblaðinu Awenire
í gær, að kosningamar gætu
markað tímamót í ítölskum stjóm-
málum og vinstri menn hefðu
aldrei verið jafn sterkir og nú.
Kommúnistar hafa aldrei setið
í stjóm á Ítalíu frá stríðslokum.
Gera þeir sér nú vonir um að kosn-
ingaspár gangi eftir og þeir taki
við kristilegum demókrötum sem
stærsti flokkur landsins.
Boðað var til kosninganna ári
áður en kjörtímabilið átti að renna
út eftir að slitnaði upp úr stjómar-
samstarfí kristilegra demókrata,
sósíalista og þriggja smáflokka.
Kosningabaráttunni lauk form-
lega á föstudagskvöld og skomðu
stjómmálaleiðtogar á kjósendur
að neyta atkvæðisréttar síns þar
sem mikið væri í húfí.
Brazilía:
Lumbrað á
verðbólgu-
draugnum
Brazilíu, Reuter.
STJÓRNVÖLD í Brazilíu hafa
kynnt neyðarráðstafanir, sem
þau hyggjast grípa til í því skyni
að takast á við „gífurlegan
efnahagsvanda landsins". Þar á
meðal eru verðstöðvun, frestun
stórframkvæmda og gengis-
lækkun.
Jose Samey forseti sagði í sjón-
varpsávarpi til þjóðar sinnar, að
ráðstafanimar væm óumflýjan-
legar, ef koma ætti efnahag
landsins á réttan kjöl.
Eríendar skuldir Brazilíu nema
111 milljörðum dollara og þar
geisar óðaverðbólga (23% í maí-
mánuði einum), auk þess sem
vextir em háir og iðnaðarstarf-
semi, t.d. bílaiðnaður, hefur
dregist saman.
Ekki var þess getið, hversu
mikil gengisfellingin yrði, en heim-
ildarmenn í herbúðum stjómarinn-
ar tala um 10% í því sambandi.
Verðstöðvunin á að standa í 90
daga.
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Pastemaks
kemur út
ánæstunni
Moskvu, Reuter.
ÆVISAGA rússneska rithöfund-
arins Boris Pasternaks, sem
kallaði yfir sig vanþóknun sfjóm-
valda með frægri skáldsögu sinni
Dr. Zhivago, kemur út í Sov-
étríkjunum á vegum sonar hans,
að því er fréttastofan Tass
greindi frá i gær.
Fréttastofan sagði, að Yevgeny
Pastemak, sem er bókmenntafræð-
ingur, hefði unnið að bókinni í 25
ár. í henni em m.a. bréf föður hans
til rithöfundarins Maxims Gorky og
skáldsins Önnu Akhmatovu, auk
yfir 150 myndskreytinga. Bókin
kemur út'hjá forlaginu Sovietsky
Pisatel í Moskvu innan skamms.
„Boris Pastemak var alla tíð
maður þegnskaparins, íbestu merk-
ingu þess orðs," hefur Tass eftir
syni rithöfundarins. „í því sambandi
nægir að minnast samúðar hans
með skáldinu Osip Mandelstam og
sorglegum örlögum hans,“ sagði
hann og vísaði þar til dauða Mand-
elstams i þrælkunarbúðum í stjóm-
artíð harðstjórans Jóseps Stalíns.
„í þessari bók, sem er heimilda-
rit, hef ég leitast við að draga upp
mynd af þessum skapgerðarein-
kennum hans.“
Pastemak hlaut bókmenntaverð-
laun Nóbels árið 1958, eftir útkomu
Dr. Zhivago — ástarsögu, sem rituð
er með bolsévíkabyltinguna 1917 í
bakgrunni. Stjómvöld í Moskvu for-
dæmdu bókina og sögðu hana
andsovéska.
Pastemak var neyddur til að
hafna Nóbelsverðlaununum og lést
í ónáð yfírvalda árið 1960.
Pasternak, sem þekktastur er
sem skáld heima fyrir, hefur fengið
að njóta sannmælis eftir að menn-
ingarþíðunnar í tíð Mikhails
Gorbachevs fór að gæta, og verður
bókin Dr. Zhivago gefin út í Sov-
étríkjunum á næsta ári.
Hús Pastemaks í þorpinu Pered-
elkina fyrir utan Moskvu, þar sem
jarðneskar leifar skáldsins hvíla,
verður gert að minjasafni.
Sovétmenn æfír vegna ræðu
Reagans við Berlínannúrinn
Morgunblaðið/RAX
Sjómenn, til hamingju með daginn
í dag er sjómannadagurinn haldinn í fyrsta skipti samkvæmt lagaboði Alþingis um ftídag og er B-blað
Morgunblaðsins að þessu sinni helgað efni um sjómenn. Viðtöl eru við sjómenn frá ýmsum sjávarplássum
landsins, en myndin var tekin um borð í Þóri frá Homafirði þar sem báturinn lá við bryggju á Siglufirði.
Nokkrir skipveijanna voru á dekki og þeir tóku sér stund frá verkum til þess að ræða við blaðamenn
Morgunblaðsins. Eins og sjá má á svip þeirra félaga var líf í tuskunum.
PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, gagnrýndi í gær
ræðu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta við Berlínarmúrinn harka-
lega. í ræðu, sem Reagan hélt í Vestur-Berlin á föstudag, skoraði
hann á Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, að rífa niður
múrinn.
í Prövdu sagði að ræða Reagans
hefði verið hræsnisfull tilraun til
hylma yfir þær ástæður, sem lágu
að baki því að múrinn var reistur.
Sagði að forsetar Bandaríkjanna
litu á Berlín sem eins konar Mekka
og teldu að þeir þyrftu að koma
þangað reglulega.
„ Að sama skapi hefur þessi helgi-
siður breyst í reiðilestur og austur
tilfinninga fyrir opnum tjöldum. Þar
ber því miður hæst fjandsamleg
ummæli í okkar garð og skýlausa
andstöðu gegn Sovétríkjunum,"
sagði í málgagni kommúnista-
flokksins.
„í gær [föstudag] kom forseti
Bandaríkjanna fram á stað einum
í Vestur-Berlín skammt frá Brand-
enborgarhliðinu og hafði uppi
hræsnisfull köll um að rífa niður
„Berlínarmúrinn" og „opna hliðið“.
Með öðrum orðum hvatti hann til
þess að ráðist yrði yfir landamærin
að hinu þýska ríki verkamanna og
bænda.“ Því var bætt við, að „hlið-
ið“ væri lokað vegna stefnu
Reagans í afvopnunarmálum.
í blaðinu sagði að það hefði ver-
ið bein afleiðing stefnu Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra að
múrinn var reistur. Frá Vestur-
Berlín hefðu vestræn ríki beint
spjótum sínum að Austur-Þjóðverj-
um og reynt að koma lagi á
alþýðulýðveldið.
Austur-Þjóðveijar hófust handa
við að reisa múrinn árið 1961. Vest-
ræn ríki halda því fram að tilgangur
hans hafí verið að stöðva straum
Austur-Þjóðveija til vesturs.