Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 3

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 3 Nýjógxirt á markað 1 september frá Baulu hf. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Stórlúðan á bryggjunni á Ólafsfirði. Þorsteinn Björnsson, 1. stýrimaður á Sigurbjörgu, stendur hjá henni. Ólafsfjorður: Sigurbjörg fékk 320 punda lúðu FYRIRTÆKIÐ Baula hf. var nýlega stofnað með það fyrir augum að hefja framleiðslu á jógúrt. Gert er ráð fyrir að jóg- úrt frá Baulu hf. komi á markað í september. Þórður Ásgeirsson forstjóri Baulu hf. sagði í samtali við Morg- unblaðið að undirbúningur fram- leiðslunnar væri nú í fullum gangi. Hann sagði að fyrst um sinn yrði lögð áhersla á framleiðslu á jógúrt, en ekki væri ólíklegt að síðar yrðu framleiddar ýmsar aðrar mjólkur- vörur hjá fyrirtækinu. Baula hf. mun brydda upp á ýmsum nýjung- um í í framleiðslunni en ekki taldi Þórður tímabært að greina frá þeim á þessu stigi. Þórður var spurður að því hvaðan þeir fengju mjólkina til framleiðsl- unnar og sagði hann að hún yrði Söluverð- mæti hass- olíunnar 2,5 milljónir MENNIRNIR þrir, sem hand- teknir voru hér á landi á sunnu- dag fyrir smygl á hassolfu til landsins, hafa verið í yfirheyrsl- um síðan. Verðmæti hassolíunn- ar er talið vera um 2,5 milljónir. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á fímmtudag voru tveir íslendingar og einn Englendingur handteknir í Reykjavík á sunnudag og fundust 750 grömm af hassolíu í fórum þeirra. Olíunni hafði Eng- lendingurinn smyglað til landsins í veijum, sem hann gleypti. Talið er að verðmæti hvers gramms af olí- unni sé um 3500 krónur og því hefðu fengist rúmlega tvær og hálf milljón fyrir hana hér á landi. Þá er ekki reiknað með að olían sé seid blönduð, en slíkur háttur er oftast hafður á. Auk þremenninganna, sem hand- teknir voru hér á landi, var einn maður handtekinn í Manchester í Englandi. Hann er enn í haldi lög- reglu þar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort íslensk yfirvöld óska eftir framsali hans. Einn mannanna, sem í haldi er hér á landi, hefur kært gæsluvarðhalds- úrskurðinn til Hæstaréttar. Mývatnssveit: Eggjaþjófar sjaldséðir LÖGREGLAN á Húsavík hefur lítið orðið vör við grunsamlegar mannaferðir við varpstaði í Mý- vatnssveit það sem af er sumri. Siðastliðinn þriðjudag var Aust- urríkismaður handtekinn í Mý- vatnssveit og fundust 15 andaregg í fórum hans. Manninum hefur nú verið vísað úr landi og er ekki heim- ilt að koma til Norðurlandanna næstu fimm ár. Að sögn lögreglu á Húsavík hefur ekki orðið vart við aðra eggjaþjófa í Mývatnssveitinni í sumar. Fólk i sveitinni heldur þó vöku sinni og lætur oft vita af grun- samlegum mannaferðum. Oftast kemur lögreglan þá að áhugamönn- um um fuglalif, sem munda myndavélina sína eða sjónauka, en hafa ekkert óheiðarlegt í hyggju. /\uglýsinga- síminn er 2 24 80 keypt af Mjólkursamsölunni í Reykjavík. „Mjólkursamsalan hafði áður einkasöluleyfí á jógúrt, en lög- unum hefur verið breytt og sala á jógúrt og nokkrum öðrum mjólkur- vörum var gefin fíjáls. Hins vegar hefur Mjólkursamsalan enn einka- söluleyfí á mjólk, ijóma, skyri og súrmjolk. Þessum einkarétti Mjólk- ursamsölunnar fylgir líka sú kvöð að selja hveijum sem vill mjólk. Búið er að ganga frá þessu og ætlar Mjólkursamsalan að þjóna þessum keppinaut sínum.“ Húsnæði Baulu hf. er í Hafnar- fírði og er nú verið að innrétta það. Vélabúnaður er væntanlegur til landsins um miðjan júlí og er búist við að uppsetning hans taki u.þ.b. mánuð. Verksmiðjan á að vera til- búin um miðjan ágúst og sagði Þórður að þá hæfíst tilraunafram- leiðsla, en eins og áður segir kemur jógúrt frá Baulu hf. á markað í byijun september. Öm Vigfússon mjólkurfræðingur er einn eigenda fyrirtækisins og mun starfa við það. Hann starfaði um árabil hjá Mjólkurbúi Flóa- manna og var einn af upphafsmönn- um jógúrtframleiðslu hér á landi. FRYSTITOGARINN Sigurbjörg ÓF frá Ólafsfirði fékk $ síðustu veiðiferð sinni stórlúðu eina, sem vegur hvorki meira né minna en 320 pund, eða 160 kg. Lúðan verður heilfryst og seld sem slík, líklegast á Bretlandi, ef enginn falast eftir henni hér á landi, að sögn skipveijanna. Ekki er vitað til að svo stór lúða hafí veiðst áður í Ólafsfirði. Ferðavelta Útsýnar FÉKK FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR OG SELDIST UPP íSa Ferdaskrifstofan UTSÝI9 OBREYTT VERÐ FRA ’86 8 + 7 + 10 = 25 þús. í 3 vikur. Á næstu dögum geturðu tryggt þér 3ja vikna sumarleyfi á bestu stöðum í sólarlöndum á kjörum sem ekki eiga sér hliðstæðu. Gildir aðeins fyrir þessi viðbótarsæti. I Við pöntum.............kr. 8.000.- ' 2v. fyrir brottf.......kr. 7.000.- W Samt.................kr. 15.000.- Mw%swM M Þú færð gistingu staðfesta og getur lagt upp í lukkuferð. jr fr Innan 3ja mánaða frá heimkomu greiðirðu eftirstöðvar kr. fiWT** 10.000 t.d. með kreditkorti. . , . Ferð þín er tryggð fyrir þetta verð um leið og Útsýn tekur á Austurstrætl 17, sími 2661 1 móti staðfestingargjaldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.