Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
Þorlákshöfn:
Þorlák ÁR 5 tók
niðri í höfninni
„ÞAÐ ER alveg ljóst að ísfisk-
sala íslendinga í Bretlandi hefur
áhrif á sölu SH og Sambandsins
á frystum fiski. Það er verið að
selja ísaðan fisk, sem síðan er
unninn i brezkum frystihúsum
og seldur i beinni samkeppni við
islenzkan fiskiðnað. Bresku
frystihúsin eru betur sett í sam-
keppninni um fiskinn þar sem
þau búa við minni fjármagns-
kostnað og betri aðstöðu til
sérhæfingar og miklu lægri
fastan kostnað. Það er alveg ljóst
að isfisksalan eykur framboð á
frystum fiski í samkeppni við
okkur, þannig að við háum ekki
eins háu verði og annars væri
mögulegt," sagði Ingólfur Skúla-
son, framkvæmdastjóri Icelandic
Freezing Plants Ltd. í Grimsby,
í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta hefur auk þess bein áhrif
Kaffigestir á Borginni qjóta veðurblíðunnar fyrir helgina.
Morgunblaðið/Sverrir
Frönsk stemmning í Pósthússtræti
HÓTEL Borg tók upp á þeirri nýbreytni á
dögunum að koma fyrir borðum og stólum á
gangstéttinni fyrir utan hótelið og gefa gestum
kost á að njóta kaffisopans úti i góða veðrinu.
„Þessi nýjung hefur mælst vel fyrir hjá gestum
okkar, enda hefur veðrið leikið við okkur síðustu
daga," sagði Rögnvaldur Ólafsson hótelstjóri.
Hann sagði að ýmislegt fleira væri að gerast á
Borginni, til dæmis standa nú yfir breytingar á
matsalnum með það fyrir augum að þar ríki „létt-
ara andrúmsloft", eins hann orðaði það.
Þorlákshöfn.
TOGARANN Þorlák ÁR 5 tók
niðri í höfninni í Þorlákshöfn
í föstudag, nánar tiltekið norð-
urhöfninni, er hann var á leið
að Svartaskersbryggju. Stór-
straumsfjara var og togarinn
með fullfermi af stórum og
góðum þorski sem hann fékk
í vikuveiðiferð á Vestfjarðar-
miðum.
Þegar reynt var að losa togar-
ann fékk hann í skrúfuna og var
fenginn bátur til að fara með
spotta upp á svokallaða L-
bryggju svo hægt yrði að draga
togarann að bryggju með spilum
skipsins.
Dýpi í höfninni er nú með
minnsta móti og má þakka góðu
veðri í vetur að ekkert óhapp
hafi orðið. Reynt hefur verið að
dýpka höfnina hér á tveggja ára
fresti en fjármagn verið af svo
skomum skammti að oft hefur
ekki verið hægt að dýpka annað
en innsiglinguna og utanvið
höfnina, en höfnin innanverð lát-
in mæta afgangi. Nú stendur til
að mæla dýpi í höfninni en ekki
er alveg í sjónmáli að fjármagn
fáist til dýpkunar.
J.H.S.
Frysting íslenzks fisks í Bretlandi:
Verðlækkun á frystum fiski
á íslenzka þjóðarbúið, þar sem ver-
ið er að flytja vinnu úr landi.
Tollastefna EB miðar að því, að
Ísland verði „hráefnisframleiðandi"
fyrir bandalagið. Til dæmis eru
háir tollar á ísuðum flökum, en litl-
ir sem engir á heilum ferskum fiski.
Því má spyrja hvort íslenzk stjóm-
völd þurfl ekki að líta á nauðsyn
þess að nota útflutningsgjöld til að
jafna misræmið, sem EB kemur svo
vel. Þá sitja íslenzkir framleiðendur
að mestu við sama borð og erlendir.
Það virðist augljóst að gáma-
tízkan bitni verulega á frystihúsum
heima. Akveðin hús hafa boðið
sama verð fyrir fískinn og væri
hann seldur erlendis, en engu að
síður ekki fengið hann. Það hljóta
að teljast sérkennileg sjónarmið
fiskseljenda. Oft á tíðum er það
augljóst að menn hafa ekki reiknað
dæmið til enda, gleymt föstum
kostnaði, umboðslaunum og fleiru
og ekki náð sömu útkomu og við
sölu og vinnslu físksins heima. Það
er mjög ánægjulegt að sjá, að þeir,
sem annars hafa lagt áherzlu á
vinnslu físksins innanlands, hafa
haft það gott. Þeir hafa náð meiri
hagnaði inn í landið en aðrir og
fært umhverfí og fískverkafólki
aukna möguleika á úrbótum.
Ef svo heldur sem horfír, að
menn haldi áfram að senda fískinn
óunninn til Bretlands og halda
þannig uppi fískvinnslu þar, er það
spumingin hvort ekki væri hag-
kvæmara fyrir íslendinga að flytja
fískvinnsluna, bæði frystingu og
söltun, til Bretlands. Það er ekkert
launungarmál að bæði umboðs-
vinna fyrir íslenzka fískútflytjendur
og vinnsla íslenzka físksins í Bret-
landi hefur verið mjög ábatasöm.
Það er mjög sorglegt að sjá íslenzku
þjóðina gefa frá sér þá verðmæta-
sköpun, sem verður í Bretlandi með
tilliti til þess, að íslenzka þjóðar-
búið hagnast af fullvinnslu á
íslandi.
Það er hrein og klár stefna EB
að nýta sér íslendinga sem fram-
leiðendur hráefnis fyrir fiskvinnslu
sína eftir að landhelgin var færð
út. Við megum ekki vera svo blá-
eygir að halda að fríðar sendinefnd-
ir frá Hull, Grimsby, Bremerhaven
og Cuxhaven, þar sem þúsundir
manna hafa atvinnu af vinnslu og
sölu á íslenzkum físki, séu að koma
til íslands og segja okkur hve mik-
inn greiða þeir séu að gera okkur
með því að kaupa af okkur fískinn.
Þetta er þveröfugt. Þessar sendi-
nefndir koma til að tryggja sér
fískinn okkar óunninn án tillits til
hvaða áhrif það hefur í raun heima
fyrir. Auðvitað verður að vera
ftjálsræði í útflutningi á sjávaraf-
urðum, en tollar EB og annarra
miðað að því að binda okkur i
ákveðnar skorður. Gegn því verðum
við að beijast til að fijálsræði verði
í raun. Það hlýtur að vera hlutverk
stjómmálamanna, sem verða að
gera sér grein fyrir áhrifum þessa
á íslenzka byggðaþróun. Með því
að flytja vinnuna úr landi, hlýtur
að vera gengið á möguleika físk-
verkafólks á íslandi á stöðugri og
ábatasamri vinnu. Þessi útflutning-
ur hlýtur að leiða til atvinnuleysis
og hmns sjávarplássanna. Líklega
verður þá eina leiðin fyrir þetta
fólk að flytja til Bretlands og
Þýzkalands til að framfleyta sér og
sínum. Atvinnu verður ekki að fá
á íslandi," sagði Ingólfur Skúlason.
Pétur Eggertsson hjá sjúkrabílnum sínum.
Morgunblaðið/ÓB
Skagaströnd:
Vélstjóri kaupir sjúkrabíl
- Fyrsti sjúkrabíllinn á Skagaströnd
Skagastrttnd.
OFTLEGA hefur komið í ljós hve ófullnægjandi það er fyrir Skag-
strendinga að þurfa að treysta á sjúkrabUaþjónustu frá héraðshælinu
á Blönduósi. Kom það skýrt fram nú nýlega þegar flytja þurfti skað-
brenndan mann á sjúkrahús héðan frá Skagaströnd.
Nú hefur loks verið bætt úr ig að nú er verðið á bílnum komið
upp í um 400 þúsund.
Þegar Pétur var spurður hvemig
hann ætlaði að borga bílinn sagðist
hann vera búinn að tala við forráða-
menn fyrirtækja á staðnum og
hefðu þeir tekið vel í að styrkja
kaupin. Einnig hefur Pétur opnað
sérstakan reikning í Landsbankan-
um þar sem fólk getur stutt þetta
framtak með fijálsum framlögum.
„Annars stendur tryggingin í heim-
keyrslunni minni, því ef illa gengur
að safna fé til kaupanna þá sel ég
bara jeppann minn," sagði Pétur
svo að lokum.
- ÓB
sjúkrabílaskortinum hér. Pétur
Eggertsson, vélstjóri hjá Hólanesi
hf., keypti notaðan sjúkrabíl frá
Grindavík. Pétur tók lán í Lands-
bankanum að upphæð 350 þúsund
og keypti bflinn á eigin ábyrgð, en
slysavamadeildin á Skagaströnd
mun reka hann.
Bfllinn, sem er Chevrolet Scotts-
dale árgerð 1979, er með drif á
öllum hjólum og er ekinn 55 þúsund
kflómetra. Hann hefur verið notað-
ur sem sjúkrabfll í Grindavík og er
því útbúinn sem slíkur. Ýmislegt
vantaði þó f bflinn af lausabúnaði
sem Pétur hefur keypt í hann þann-
Morgunblaðið/Sverrir
Úr nýjum biðsal Flugleiða á Reykjavikurflugvelli.
Nýr biðsalur á
Reykjavíkurflugvelli
NÝR biðsalur fyrir farþega verð-
ur tekinn í notkun á Reykjavíkur-
flugvelli á mánudaginn. Hér er
um að ræða 100 fm. sal sem
byggður var við flugstöð innan-
landsflugs Flugleiða.
„Það verður geysileg bót af þess-
um biðsal fyrir flugstöðina," sagði
Andri Hrólfsson stöðvarstjóri Flug-
leiða á Reykjavíkurflugyelli. „Fyrir
utan allar vélar sem fljúga innan-
lands koma í hverri viku a.m.k. 13
flugvélar frá útlöndum og mun
þessi salur anna öllum komum í
millilandaflugi. Áður varð að loka
biðsalnum og reka alla út þegar
flugvélar komu frá útlöndum svo
tollverðir gætu afgreitt farþegana."
Sjónvarps-
útsending-
arí steríó
eru ekki á
döfinni
íslensku sjónvarpsstöðvarn-
ar tvær senda ekki út í steríó
og áætla ekki að hefja slíkar
útsendingar á næstunni.
Morgunblaðið hafði samband
við Sverri Ólafsson, rekstrarstjóra
tæknideildar sjónvarpsins, og
innti hann eftir því hvort áætlanir
væru uppi um að he§a sjónvarps-
útsendingar í sterió.
Sverrir sagði að slíkar breyting-
ar væru ekki á döfínni og yrðu
ekki í náinni framtíð, en tækni-
menn sjónvarps fylgdust þó vel
með þróun þessara mála í ná-
grannalöndunum.
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Gísla Sigurðsson, deild-
arstjóra tæknideildar Stöðvar 2.
Gísli sagði að lokaákvörðun hefði
ekki verið tekin um steríóútsend-
ingar en þær hæfust þó örugglega
ekki á þessu ári.
Til að nema steríóútsendingar
þarf sérstök sjónvarpstæki og
verð á slíkum tækjum er nokkuð
hærra en á venjulegum tækjum.
Sem dæmi má nefna að í Heimilis-
tækjum hf.í Sætúni kostar venju-
legt 20 tommu sjónvarpstæki kr.
40.560 en 22 tommu steríótæki
kostar kr. 66.700. Báðum tækjun-
um fylgir Qarstýring.
í Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
kostar venjulegt 21 tommu tæki
með ijarstýringu kr 56.422 en 21
tommu steríótæki með íjarstýr-
ingu kostar kr. 73.915.