Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 26

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Ólafur Torfason er ungur athafnamaður. Hann er framkvæmdastjóri Kaupgarðs hf. og Garða- kaupa sf. auk þess sem hann er meðeigandi að Bygginarfélaginu hf. og Hlaðbæ hf., sem nú er að reisa malbikunarstöð á framtíðarsvæði Hafnfirðinga. Við ræddum við Ólaf um uppbyggingu fyrirtækja hans og próflestur en hann er nemandi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Skólafólk í lok sjöunda áratugarins sem var í Menntaskólan- um í Reykjavík og sat við lestur á Borgarbókasafninu eða stundaði nám í Verslunarskólanum brá sér stundum í ný- lenduvöruverslunina Þingholt á Grundarstígnum, sem er þar rétt hjá, til að kaupa sér eitthvað í svanginn. Eflaust minnast þar margir snaggaralegs stráks, sem afgreiddi í verslun- inni. Hann var á svipuðu reki og við, sautján eða átján ára gamall, með krullað hár, brosleitur í hvítum slopp, sem var tekinn saman í kross að framan og bundinn að aftan í mitt- inu. Hann var alltaf skemmtilegur þessi strákur, gantaðist við okkur meðan hann reiddi fram vöruna yfír búðarborðið. Á bakaleiðinni í bókalesturinn nösluðum við svo epli og flat- köku en í eftirrétt fengum við homafræði og þýskar stflæf- ingar og aldrei minnist ég þess að meltingin hafí ekki verið í lagi. Þegar prófín stóðu yfír var ekki laust við að maður öfun- daði þennan að því er virtist áhyggjulausa strák, yfír að vera lausan við allt bókastagl. Seinna hitti ég svo strákinn aftur, þá var hann orðinn fullorðinn maður, þijátíu og fímm ára gamall. Hann af- greiddi ekki lengur í Þingholtinu. Nú var Ólafur Torfason, en svo heitir maðurinn, eigandi verslunarinnar og leigði hana út. Auk þess var hann orðinn framkvæmdastjóri Kaup- garðs hf., sem er verslunar- og skrifstofuhús við Engihjalla í Kópavogi o g veitti forstöðu stærðar verslunarhúsi í Garða- bænum en þar rekur hann ásamt föður sínum stórmarkað, sem ber naftiið Garðakaup sf. Ólafur er meðeigandi að Bygg- ingarfélaginu hf., sem á síðastliðnu ári keypti mannvirki Ölgerðar Egils Skallagrímssonar við Rauðarárstíg og er að byggja þar ný hús og breyta þeim, sem eftir standa. I framtí- ðinni mun verða þar kjami íbúðar-, verslunar- og skrifstofu- húsnæðis. Hann er einnig meðeigandi að jarðvegsvinnuverk- takafyrirtækinu Hlaðbæ og bráðlega verður opnuð ný malbikunarstöð á vegum þess fyrirtækis fyrir utan Hafnar- flörð. Snaggarlegi strákurinn í nýlenduvömversluninni á Grundarstígnum er nefnilega orðinn að röggsömum kaup- sýslumanni, stóreignamanni og fímm bama föður, því ekki eru bömin smæsti auðurinn. Það skemmtilegasta við þetta frá mínum bæjardyrum séð er þó að Ólafur er nú í nákvæm- lega sömu sporum og við krakkamir vorum þegar hann var að afgreiða okkur niður í Þingholti, því að undanfömu hefur hann setið yfír skruddum og er að lesa til prófs við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ. Nú þegar eru verkefni nýju malbikunarsttfðvarinnar orðin mtfrg, enda af nógu að taka. egar við ræðum þessi endaskipti sem hann hefur haft á lífsferlin- um, því flestir fara fyrst í nám og síðan út í at- vinnulífið, þá segist hann fljótt hafa fengið ofnæmi fyrir skólabjöllu- hringingum! Hann bætir við að sér finnist það þó nokkuð gott að hafa náð þokkalegum árangri í upp- byggingu sinna fyrirtækja þrátt fyrir að hann hafí varla verið skrif- andi! Maðurinn hefur nefnilega alls ekki misst kímnigáfuna þó að hann hafi velkst í straumróti íslensks við- skiptalífs síðasta áratuginn og mátt þola þar bæði súrt og sætt. — En hvað gerðist í lífi Ólafs eftir að leiðir skildu? Ólafur keypti verslunina Þing- holt, sem var í eigu foður hans, Torfa Torfasonar, sem hafði rekið verslunina í tuttugu ár. Hann hafði verið svo að segja alinn upp í þess- ari verslun. Vaninn við það frá blautu bamsbeini að hjálpa til eftir skólann og í öllum fríum. „Ætli maður hafí ekki líka kom-, ið undir á einhveijum hveitisekkn- um á lagemum," segir hann sposkur þegar við ræðum um hve verslunin á mikil ítök í honum! Þegar Ólafur keypti Þingholt árið 1970 tók Torfi við stöðu fram- kvæmdastjóra Innkaupasambands matvörukaupmanna, IMA. Ólafur var þá orðinn heimiiisfaðir því tveim árum fyrr hafði hann stofnað heim- ili ásamt Sigurbjörgu Rósu Þór- hallsdóttur hinum megin við götuna og eignuðust þau fljótlega erfingja. „Við vorum nítján ára og mörgum fannst við ansi ung, þegar við áttum fyrsta bamið, en slíkt þætti ekki tíðindum sæta nú,“ segir hann. Þau keyptu fljótlega húsnæði við hliðina á Þingholti og stækkuðu búðina. Þegar mjólkursalan var gefin fijáls voru þau því tilbúin til að taka hana inn í reksturinn. Meðan þetta gerðist höfðu nokkr- ir tugir IMA-kaupmanna og heild- sala stofnað Kaupgarð hf. Markmiðið var að koma á fót vöm- miðstöð fyrir kaupmenn og átti hinn almenni neytandi einnig að hafa aðgang að þessum vörumarkaði, sem bauð upp á ódýrar vömr í stærri einingum. Pyrsta framkvæmdastjóra Kaup- garðs hf. fórst reksturinn ekki vel úr hendi og kafsigldi fleyinu. Ólafí hafði hins vegar vegnað vel í sínum rekstri svo faðir hans spurði hvort hann hefði áhuga á að verða fram- kvæmdastjóri Kaupgarðs hf. „Mér leist ekki á að eiga ekki meirihluta í versluninni," segir ÓI- afur. „Svo við pabbi keyptum í sameiningu sjötfu prósent fyrirtæk- isins." Til að byija með rak Ólafur báð- ar verslanimar, en seldi síðan reksturinn og leigði út húsnæðið, því eins og hann segir: „í matvöra- verslun er verið að höndla með smáatriði, því verður að fylgjast vel með rekstrinum. Þótt ég hafi haft aðeins heiðarlegt fólk í vinnu vant- aði eigandann á staðinn. Ég seldi því ungum, duglegum manni rekst- urinn." Kaupgarður hafði frá upphafi verið í leiguhúsnæði á Smiðjuvegin- um í Kópavogi í eigu Axels Eyjólfs- sonar. Skömmu eftir að þeir feðgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.