Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ1987 27 keyptu Kaupgarð fengu þeir loforð um lóð við Engihjallann, sem var vel í sveit sett. I maí 1975 var svo fyrsta skóflustungan tekin „með mikilli bjartsýni", eins og Ólafur orðar það. Til að fjármagna framkvæmdim- ar seldu þeir einbýlishús sín og fengu lán úr Verslunarlánasjóðn- um. Fjórum árum seinna opnuðu þeir svo Kaupgarð að nýju í eitt þúsund fermetra húsnæði. í fyrstu versluðu þeir eingöngu með pakka- vöra en komu síðar upp fjölbreyti- legu kjötborði, og er sú hugmynd tekin frá „ kaupmanninum á hom- inu“ og fylgdu ýmsar stórverslanir fordæmi þeirra. Húsið við Engihjalla var byggt í áföngum. í seinni áfanga var byggt verslunar- og skrifstofuhúsnæði, sem síðar var selt að hluta til með- al annars Sparisjóði Kópavogs og Æfingastöðinni við Engihjalla, sem margir kannast við. Að öðra leyti leigja þeir húsnæðið undir skrifstof- ur og verslanir og er þessi húsasam- stæða nú verslunarlqami austurbæjar Kópavogs. A ferðum sínum í Hollandi á þessum áram hafði Ólafur séð versl- unarhúsnæði, sem honum leist afar vel á. Þetta var einskonar yfír- byggður útimarkaður, sem víða hefur ratt sér til rúms í Evrópu. Fékk Ólafur þá hugmynd að skemmtilegt væri að koma upp slíku verslunarhúsnæði hér á landi. Þetta var árið 1981. Hann fór að líta eft- ir lóð undir slíkan markað. Hafði hann heyrt að reisa ætti miðbæjar- lq'ama í Garðabænum og að Fjarð- í íbúðarsölu á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þeir ákveða því að selja byggingarréttinn að háhýsinu og var það Byggingarfélagið hf. með Svein Jónsson í fararbroddi sem vildi kaupa. Endirinn varð þó sá að Ólafur eignaðist helminginn í þessu byggingarfélagi og lagði fé- laginu til tryggingar. Árið 1984 var háhýsið og versl- unarhúsnæðið fokhelt og stórmark- aðurinn opnaður í lok ársins. Sama ár seldu þeir líka tengibygginguna. Sala á íbúðum hafði enn ekki tekið við sér, þó að ein og ein íbúð seldist. Þeir tóku þá upp þau alda- mótaviðskipti að skipta á íbúðum og vöram og þjónustu. Árið 1985 vora flestar íbúðimar seldar og þegar upp var staðið höfðu þeir komið ágætlega út úr viðskiptun- um. í fyrstu hugðust þeir feðgar leigja út húsnæðið fyrir stórmark- aðinn en tóku svo þá ákvörðun að fara sjálfir út í verslunarrekstur og stofnuðu Garðakaup hf. Til þess að fjármagna reksturinn tóku þeir er- lent lán, sem var óvenjulegt á þessum áram í verslunarrekstri, en fjármagn var ekki hægt að fá hér innanlands. Þrír aðrir stórmarkaðir fóra sömu fjármögnunarleið á þess- um tíma. Það vora Mikligarður, Víðir og Vörumarkaðurinn. „Við hefðum mátt halda betur á þessum lántökum," segir Ólafur. “Ég hefði kosið að hafa betri upp- lýsingar um hvemig hægt er að haga sér í gengismálunum, því lán- in vora í fyrstu afar þungur baggi á fyrirtækinu. Við höfðum tekið kaupum hf., en nú gengur vel. Ef við seldum rekstur Garðakaupa núna þá gætum við hreinsað upp allar skuldir. Við höfum reyndar fengið tilboð í verslunina frá tveim- ur eða þremur aðilum en við eram ekkert á þeim buxunum að selja," segir Ólafur. Þrátt fyrir mikla ijárfestingu undangengin ár var ekki látið stað- ar numið. Eins og áður segir var Ólafur orðinn meðeigandi að Bygg- ingarfélaginu hf, sem stundar meðal annars útboðsstarfsemi. Árið 1985 keypti félagið lóð og húseign- ir Ölgerðár Egils Skallagrímssonar við Rauðarárstíginn og reisa þar nú íbúðar- verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Hafa allflestar gömlu byggingamar verið látnar fjúka nema gamla suðuhúsið, sem verður fellt inn í skrifstofuhúsnæði, sem í bígerð er að byggja. Búið er að steypa upp fyrsta húsið og grafa fyrir því næsta og mun byggingarfélagið afhenda fyrsta húsið í haust. Ráðgert er að ljúka næsta hluta þessa kjama árið 1988 og ári síðar er stefnt að því að framkvæmdum ljúki. Einnig er Byggingarfélagið h.f. að reisa sex einbýlishús í suðurhlíðum Kópa- vogs, sem öll era seld. I byrjun árs 1986 var Byggingar- félaginu hf. boðið að gerast þátttak- andi í jarðvinnuverktakfyrirtækinu Hlaðbæ hf. Sömdu þeir um að verða helmingsaðilar að fyrirtækinu og gengu í ábyrgð fyrir það. Við nán- ari athugun kom í ljós að fjármála- stjóri fyrirtækisins hafði ekki gefið upp rétta skuldastöðu, en Ólafur — Hver er svo framtíð hins nýja fyrirtækis? „Ef við eigum að trúa Dönunum, þá er hér óplægður akur um allt land,“ segir Ólafur. „Við höfum tækifæri til að leigja vélar af Dön- unum til stærri verkefna og teljum við það mun heppilegra en að kaupa dýr tæki á okkar markað, sem er tiltölulega lítill. Ég held að íslensk fyrirtæki hafi sum flaskað á þessu. Við eram mjög bjartsýnir á að malbikunarstöðin eigi eftir að ganga vel.“ Þegar staðið er í stórræðum skiptir miklu máli að eiga góða að og þannig er með Ólaf Torfason. Faðir hans hefur alltaf reynst hon- um góður félagi, ekki aðeins í viðskiptum. „Pabbi er jarðbundinn maður og hann hefur togað í mig af og til, þegar honum hefur fundist ég ætla að fara fram úr sjálfum mér,“ seg- ir Ólafur. „Ef hans hefði ekki notið við væri ég ekki í þessum viðskipt- um.“ Saman hafa þeir byggt upp bæði Kaupgarð og Garðakaup og nú þeg- ar Ólafur hefur sest aftur á skóla- bekk heldur Torfí utan um versjunarreksturinn. „Ég lít þó alltaf við í Garðakaupi nokkra tíma á viku,“ segir Ólafur, „annars er ég í skólanum alla daga.“ ðlafur hefur einnig verið heppinn með hinn viðskiptafélaga sinn, Svein Jónsson húsasmíðameistara, sem er reyndur og traustur bygg- ingaverktaki og sér hann alfarið um Byggingarfélagið hf. Þær eru ekki allar jafn barnmargar fjölskyldurnar og fjölskylda Ólafs Torfasonar en þau Sigurbjörg Rósa eiga fimm börn þar af eitt nýfætt. Talið frá vinstri er Davíð Torfi, Bryndís, og fyrir framan þau á traktornum er Ólafur Freyr, næst þeim sitja Sigurbjörg Rós, Þórhallur og Ólafur. arkaup hefði fengið þar úthlutað lóð undir verslunarhúsnæði en hefði skilað henni inn aftur, því þeir hefðu fengið keypta lóð í Hafnarfírði, sem hentaði þeim betur. Áður en hann vissi af var hann kominn á bæjar- stjómarfund til að kynna sér málavöxtu. Á þessum tíma hafði Kaupfélag Hafnarfjarðar og Hagkaup einnig sótt um að byggja þarna verslunar- húsnæði en auk þess var í bígerð að byggja eins konar tengibyggingu við stórmarkaðinn, sem átti að hýsa smærri verslanir, þjónustufyrirtæki og skrifstofur auk háhýsis með fimmtíu og fímm íbúðum. Þegar hér var komið sögu sótti Ólafur um að fá að byggja allar þessar bygg- ingar. Hugmyndin var sú að byggja fyrst stórhýsið og selja íbúðimar í því og byggja síðan verslunarhús- næðið. Á þessum tíma seldust íbúðir afar vel en fljótt skipast veður í lofti. Þegar þeir feðgar vora byijað- ir á framkvæmdunum kom bakslag lánið í dolluram en skulduðum það síðar í pundum og mörkum. Svo gerist það í byrjun árs 1985 að gengi dollarans fellur og markið og pundið hækka veralega. Við töpuð- um milljónum á þessum gengis- breytingum. Til þess að erlendar lántökur borgi sig verða menn að kynna sér þær vel áður og fylgjast vel með þróun gjaldmiðla. Á hálfs árs fresti er hægt að breyta úr ein- um gjaldmiðli í annan og stýra skuldastöðunni þannig að hún verði ekki óhagstæðari en innanldands, en þetta misfórst hjá okkur. Nú er maður hins vegar upptekinn af því að kynna sér efnahagslífið hjá Jap- önurn!" Á árinu 1985 var verslunarrekst- ur Garðakaupa sf. kominn á fullt skrið. Tveim áram fyrr hafði Kaup- garður hf. leigt út reksturinn í Engihjalla og gera enn og á sama ári hætti Torfi hjá IMA og þeir Ólafur vinna saman að uppbygg- ingu Garðakaupa. „Fyrsta árið var erfitt hjá Garða- og Sveinn höfðu þá þegar lagt fram háar tryggingar. Endirinn varð sá að þeir félagar tóku yfir fyrirtækið. Hlaðbær hf.hefur svo smám saman verið að rétta úr kútnum íjárhags- lega að sögn Ólafs og stærsta verkefni þess hefur verið jarðvegs- vinna, hitalagnir og gerð bilastæða við flugstöðina nýju, Leifs Eiríks- sonar í Keflavík. Nýjasta afkvæmið er svo malbik- unarstöð rétt hjá álverinu í Straumsvík í iðnaðarhverfi, sem þar á að rísa. Þegar Byggingarfélagið hf. kom inn í rekstur Hlaðbæjar hf. vora uppi samningar við danskt malbikunaiifyrirtæki Colas að nafni um að setja á stofn malbikunarstöð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Var þeim viðræðum haldið áfram og nú í maí verður þessi malbikunarstöð opnuð með pompi og prakt og er hið danska fyrirtæki eigandi að helmingi stöðvarinnar. Malbikunar- stöðin mun framleiða og leggja malbik. Þó að á íslandi hafi verið til hug- vitssamir einstaklingar með nýstár- legar og fijóar hugmyndir, þá hafa framkvæmdir oft strandað á þunglamalegu bankakerfi. Ólafur Torfason og hans félagar hafa oft rekið sig á þessa sorglegu stað- reynd. „Ég var fyrst með viðskipti í Verslunarbankanum, en ég verð að segja eins og er, að ég held að þar ríki önnur sjónarmið en að byggja upp verslun í landinu," segir hann. „Menn fá þar ákveðna upphæð í upphafi og er þannig hleypt af stað en síðan er þeim bara sagt að bjarga sér sjálfum. Við reyndum fyrir okk- ur víða og þar var sama sagan. Það var ekki fyrr en við fóram að byggja upp Garðakaup að við kynntumst nútímabanka, en það er Iðnaðar- bankinn. Ég tel að hina bankana skorti fagmennsku og pólitísk sjón- armið séu þar allt of ráðandi. Vegna þessa hafa ómældar fjárhæðir farið í óarðbæran rekstur og bankarnir hafa setið eftir með sárt ennið. Ég tel líka að bankamir hafi ekki gert nógu mikið af því að kynna sér þá einstaklinga persónulega, sem sækja um stór lán hjá þeim, hvem- ig þeir haga sér bæði í stóra og smáu. Þetta hefur þó breyst með tilkomu hagdeilda bankanna. Á undanfömum áram hefur orðið bylting á fjármagnsmarkaðnum. Valkostimir era orðnir mun fleiri. Nú geta menn leitað út á hinn opna markað og aflað fjár þar til þeirra framkvæmda, sem að er stefnt.“ — Hvað er það sem Ólafur hefur haft að leiðarljósi í sínum rekstri? _ „Ég hef alltaf gætt þess að mergsjúga ekki sjálfur fyrirtækin og látið þau ganga fyrir og aldrei lifað hátt. Sem dæmi um það þá á ég ennþá fyrstu launaávisunina, fyrir fyrsta árið mitt hjá Kaup- garði. Ég hef líka aldrei hikað við að selja ofan af mér mitt einkahús- næði, þegar ég hef þurft á fjár- magni að halda, en auðvitað hefur iað bitnað harðast á fjölskyldunni, sem hefur orðið að flytja oftar en einu sinni. Ég held þó að fjölskyld- an hafi ekki beðið neitt stórtjón á )essu brölti mínu. Ég hef líka verið afar kröfuharður við sjálfan mig og aðra, Og þó að stundum hafi verið teflt í tvísýnu þá hafa mínar ákvarðanatökur aldrei verið glæfra- legar. Ég hef líka oftast verið heppinn með samstarfsfólk, sem skiptir ekki litlu máli. Þó að ég viti auðvitað að peningar skapa ekki hamingjuna þá hefur sterk gróða- þörf fylgt mér, ég hefði ekki haft áhuga á að standa í þessu nema að hafa eitthvað í aðra hönd.“ Ólafur hefur á undanfömum áram starfað nokkuð að hagsmuna- málum kaupmanna. Hann er nú stjómarformaður IMA. Nú standa yfír viðræður þriggja innkaupsam- banda matvörakaupmanna IMA, Matkaupa og K-verslananna um að sameinast í eitt innkaupasamband til að lækka enn frekar vöraverð smáverslana. Hugmyndin er að setja á stofn einn vöralager, þar sem heildsalar koma með sína vöra. Síðan væri í hverri verslun svokall- að MS pöntunarkerfí, sem gerði það mögulegt að panta beint af þessum lager og þannig losa kaupmennina við þann straum sölumanna, sem kemur daglega í verslanimar. Með þessu móti sparaðist tími og fyrir- höfn og birgðahald verslananna myndi stórminnka og þar með myndi fjármagnskostnaðurinn lækka. „Það hefur reynst erfítt að sam- ræma aðgerðir kaupmanna," segir Ólafur, „því allir vilja halda í sitt. Ég tel þetta þó skynsamlegustu leiðina, ef smærri verslanimar eiga að bera eitthvað úr býtum og geta staðist samkeppnina við stórmark- aðina. Það hefur komið í ljós að fólk vill ekki vera án sinna hverfa- verslana. Þar kaupir það daglegar nauðþurftir en fer svo einu sinni í viku og gerir stærri innkaup í stór- mörkuðunum. Ég er viss um að þessi sameining innkaupasamband- anna tekst að lokum ef ekki á þessu ári þá á því næsta,“ segir hann. Lífið er ekki bara saltfiskur. Það þarf að koma til eitthvert krydd í tilverana líka. Þegar Ólafur rak Þingholtið var hann hljómsveitar- meðlimur í ekki ómerkari hljóm- sveitum en Hljómsveit Onnu Vilhjálms, The Experiment og The Zoo, sem í vora góðir tónlistarmenn eins og Björgvin Gíslason og Jón Ólafsson. Ólafur lék á raddböndin og auðvitað gat hann líka plokkað á gítar. Á þessum áram þóttust allir kunna á gítar. Fljótlega fundu félagar hans út að strákurinn var glöggur í §ármál- um og hann fékk þann starfa að halda utan um bankabók hljóm- sveitanna, það þurfti að fiárfesta í hljóðkerfi og öðra sem tilheyrir svona útgerð. „Félagar mínir voru sumir hinir mestu eyðslupésar svo það þurfti að halda fast utan um bókina,“ segir hann og brosir við minning- unni og bætir við: „Þessi hljómsveit- arár vora óhemju skemmtileg og ég sé þau alltaf í hillingum." Þegar hann er spurður, hvort hann hafi lent í sukki á hljómsveit- aráranum segist hann hafa verið laus við það en segir suma félaga sinna hafa stundum orðið nokkuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.