Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 29

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14, JÚNÍ 1987 29 Morgunblaðið/Einar Falur Með búnaðinum verður hægt að þjóna íbúum um land allt frá einni og sömu stjórnstöð. Metsölublað á hveijum degi: Haf inn rekst- ur þjónustu- miðstöðvar fyrir öryrkja og aldraða BANDALAG íslenzkra skáta og Öryrkjabandalag íslands ásamt norska fyrirtækinu Nordisk Sikkerhetssenter a.s., hafa ákveðið að stofna hlutafélag um rekstur þjónustumiðstövðar sem gætir öryggis aldraðra og ör- yrkja sem búa heima hjá sér. Þjónusta þessi byggist á búnaði sem er tengdur við þjónustumið- stöðina með símalínu. í miðstöðinni verður vakt allan sólarhringinn með sérþjálfuðu starfsfólki í neyðarhjálp sem kallar á frekari aðstoð ef á þarf að halda. Öryggismiðstöð þessi mun einungis gæta að lífi og heilsu einstaklinga. Búnaður hjá notanda er þannig að notandi ber á sér lítinn neyðar- hnapp sem gerir honum kleift að hafa samband við neyðarþjón- ustuna eða nágranna og ættingja. Um leið og stutt er á hnappinn hringir sjálfkrafa í númer sem not- andi hefur sett inn á minni síma- númerasendis og líða ekki nema 1—2 mínútur þangað til samband næst. Búnaðurinn gefur talsam- band milli notanda og stjómstöðvar, ættingja og vina. Með þessum bún- aði verður hægt að þjóna íbúum um land allt frá einni og sömu stjómstöð. Á Norðurlöndum hefur notkun slíks búnaðar aukist og gerir mörg- um einstaklingum fært að búa áfram í heimahúsum. Víða er litið á slík hjálpartæki sem sjálfsögð hjálpartæki fyrir öryrkja og aldr- aða. Heilbrigðisyfirvöld í Osló hafa gert samning við Nordisk Sikker- hetssenter a.s. um þjónustu við skjólstæðinga sína. (Úr fréttatilkynningu.) VJterkurog kl hagkvæmur auglýsingamiðill! Úrval í fararbroddi. Allt frá því að íslending- ar fóru fyrst í sólarferðir til Mallorca hefur Úrval verið í fararbroddi íslenskra ferðaskrif- stofa á þessari vinsælu eyju og ávallt fundið bestu staðina á hverjum tíma. Fyrst var það Magaluf-ströndin, síðan Alcudiaflóinn og nú það allra nýjasta og besta: SA COMA STRÖNDIN. Þar dvöldu nokkur hundruð íslendinga á síðastliðnu sumri við frábærar aðstæður. Hinn landskunni og eldfjörugi Kristinn R. Ólafsson í Madrid verður fararstjóri í Sa Coma. Hann tekur á móti farþegum við komuna, skipuleggur skoðunarferðir til markverðustu staða eyjarinnar og heldur uppi lífi og fjöri meðan á dvölinni stendur. Brottför / Heirmkoma: Dagar: 6. júní—20. júní 14 uppselt 20. júní—11. júlí 21 uppselt 22. júní—13. júlí 21 laus sæti 13. júlí—3. ágúst 20 laus sæti 3. ágúst—24. ágúst 21 örfá sæti laus 24. ágúst—8. sept. 15 örfá sæti laus 7. sept.—28. sept. 21 uppselt 8. sept.—3. okt. 25 laussæti 3. okt.—31. okt. 28 laus sæti KOMDU MEÐ TIL MALLORCA FERÐASKRIFSTOFAN URVAL V>AUSTURVÖLL. PÚSTHUSSTRÆTI 13 101 REYKJAVlK Umboðsmenn Úrvals um land allt:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.