Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Raymond Burr hefur snúið aftur í hlutverki Perry Masons í nokkrum sjónvarpsmyndum sem Sjónvarpið hefur keypt Fyrst eru það tvö afmæli. Raym- ond Burr varð sjötugur í síðasta mánuði og á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því sjónvarpspersónan Perry Mason, sem hann er frægast- ur fyrir að leika, sást fyrst á skjánum. Þeir sem muna eftir Kanasjón- varpinu muna líka eftir Perry Mason og þeir sem muna eftir Perry Mason geta aldrei gleymt Raymond Burr. Þeir voru nánast eitt. Sjónvarpið hefur nú keypt nokkrar nýjar sjón- varpsmyndir um Mason með Raymond Burr í gamla titilhlutverk- inu en þær verða sýndar með óreglulegu millibili í framtíðinni. Sú fyrsta var sýnd sl. föstudagskvöld. Burr er einhver þekktasti leikari í heimi, þökk sé þáttunum um Mas- on, sem gerðir voru á árunum 1957 til 1966, 39 þættir á ári. Það er allt- af verið að sýna þá einhversstaðar í heiminum og líka þættina um Ir- onside, sem Burr lék í frá 1967 til 1975. Það var langt frá því að banda- rískir sjónvarpsáhorfendur hefðu gleymt gömlu hetjunni sinni, því þegar fyrsta myndin, Perry Mason snýr aftur (Perry Mason Retums, var sýnd vestra árið 1985 lenti hún í fyrsta sæti Nielsen-vinsældarlist- ans yfír sjónvarpsmyndir sem sýndar voru það árið. Nýju myndimar vom teknar í Kanada af því það er ódýrara en í Bandaríkjunum en það var líka Burr sérstakt gleðiefni af því að hann er fæddur þar og uppalinn til sex ára aldurs. „Ég fæddist í hungursneyð- inni eftir fyrri heimstyijöldina. Kanada átti í miklum erfiðleikum því allt sem til var hafði verið sent til Bretlands. Rósagarðar voru rifnir upp og kartöflur settar niður í stað- inn. Þú lifðir á kartöflum, makkarón- um og hrísgijónum. Þegar ég fæddist var ég kallaður „kartöflu- bam“ og vóg rúm sex kíló (24 merkur) en ég hef alltaf átt ( vand- ræðum með þyngdina," segir Burr. „Faðir minn var mjög mikill Kanadamaður í sér. Hann var ekki sáttur við neitt það sem Bandaríkja- menn gerðu. Hann var góður maður en lifði eftir föstum reglum og breytti ekki út af þeim frá einum degi til annars — varð að fá matinn sinn á nákvæmlega sama tíma á hveijum degi. Hann tók aldrei í mál að stíga upp í flugvél eða um borð í skip. Hann hataði ferðalög en mamma elskaði þau, hafði gaman af að fljúga, sigla og allt". Foreldrar Burr hættu að búa sam- an þegar hann var sex ára og skildu þremur árum síðar. Þijátíu árum seinna giftust þau aftur. „Þegar flöl- skyldan sundraðist varð ég eiginlega faðir bróður míns og systur," segir hann. „Móðir mín var frábær kona og hugrökk og hún flutti með okkur krakkana til Kalíforníu en hún sendi mig á hveiju ári til pabba. Þau elsk- uðu alltaf hvort annað. Þetta var sorgarsaga." Að ala upp þijú böm á þriðja ára- tugnum var ekki auðvelt en móðir, Burrs, Minerva Smith Burr, var kjamakona. Hún kenndi tónlist og setti upp hljóðfæraverslanir. „Hún aflaði mikilla peninga," segir Burr, „en þá kom kreppan og enginn Raymond Burr (Perry Mason) og Barbara Hale (Della Street) þeg- ar vinsældir Perry Mason þátt- anna voru hvað mestar. keypti lengur píanó eða hljómplötur eða nótur svo hún missti eina versl- unina eftir aðra. Hún fór aftur í tónlistarskóla til að ná hærri gráðu svo hún ætti völ á betri kennarastöð- um.“ A sumrin vann Raymond Burr á búgörðum í Nýju Mexíkó. Fjölskyld- an bjó í litlu húsi í hlíðunum aftan við Berkeley. „Það var langt í næstu nágranna en þeir voru þriggja- kynslóða ítölsk Qölskylda. Hún gerði brauð, osta og vín. Ég ræktaði svolít- inn garðskika og við skiptum á grænmeti, kanínum og kjúklingum fyrir góð ítölsk vín og heimatilbúinn ítalskan ost.“ Minerva Smith Burr varð þekkt fyrir píanóleik og lék með San Franc- isco sinfóníunni um hver jól. Burr hinn ungi lét sig dreyma um tónlist- arferil sjálfur. „Ég vildi læra hjá móður minni af því að hún var besti kennarinn," segir Burr. „En ég bað hana aldrei um það vegna þess að hún var kannski enn að kenna ein- hveijum klukkan átta á kvöldin og ég hugsaði með mér að henni veitti ekki af frístundunum sínum." Þess í stað gekk Burr í lið með borgara- sveitum til vemdar skógum sem settar voru á laggimar fyrir atvinnu- lausa unga menn. Hann lærði heiimargt í skógrækt sem kom hon- um vel síðar meir þegar hann var gerður að ráðgjafa á Fijieyjum á vegum Sameinuðu þjóðanna þegar eyjaskeggjar vildu hefja skógrækt. „Þeir hafa frábæra skóga þar,“ seg- ir Burr um Fijieyjar sem verið hafa í heimsfréttunum undanfarið. „Og ég barðist fyrir því að gerðir yrðu brunavegir í skógunum því þeir höfðu ekki gert ráð fyrir þeim. Það var ekki fyrr en gusu upp skógareld- ar að þeir fóm að velta þessu fyrir sér og sögðu: Náum í Burr.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.