Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
43
Morgunblaðið/Björa Blöndal
Þeir voru hressir eldri borgarar af Suðurnesjum sem voru að fara til vikudvalar að Flúðum. Á
myndinni eru einnig fararstjórar og bifreiðastjórinn sem ók hópnum.
Eldri borgarar dvelja að Flúðum
Keflavfk.
STYRKTARFÉLAG aldraðra á Suðurnesjum
hefur á undanförnum árum gengist fyrir ferð-
um innanlands fyrir eldri borgara á svæðinu.
í fyrstu ferðinni héidu 36 eldhressir borgarar
af Suðurnesjum til vikudvalar að Flúðum í
Hrunamannahreppi.
Að sögn Soffíu Magnúsdóttur, formanns Styrkt-
arfélagsins, verður farið t tveggja daga ferð um
Snæfellsnes 2. ágúst og í sama mánuði verður
farið til Hvolsvallar og dvalið þar í 6 daga. Farar-
stjórar í þessari ferð eru Anna Ingólfsdóttir og
Gerða Hammer. — BB
Norðankaldi
í Skagafirði
Bæ, Höfðaströnd.
NORÐANKALDI hefur verið hér
í Skagafirði að undanförnu. Gras
sprettur frekar hægt, sérstak-
lega i innsveitum, því vætuna
vantar. Sauðburður gekk vel og
mikið er um tvílembur.
Treg veiði er hjá smærri bátunum
en togarar hafa fiskað vel og er
því næg atvinna í frystihúsum hér-
aðsins. Grásleppuveiði mátti heita
góð en er nú lokið.
Á annan hvítasunnudag fór fjöl-
mennur hópur af öldruðum fólki í
skemmtiferð frá Sauðárkróki til
Siglufjarðar. Fararstjóri var séra
Hjálmar Jónsson prófastur. Móttök-
ur allar á Siglufirði voru með
ágætum.
— Björn í Bæ.
Atriði úr nýjustu lögregluskólamyndinni sem Bíóhöllin hefur hafið
sýningar á.
/ ac 1 1^1
Fjórða lögregluskóla
myndin í Bíóhöllinni
BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning-
ar á grínmyndinni„Lögreglu-
skólanum 4, AJlir á vakt“. Þetta
er mynd númer fjögur i þessum
myndaflokki. Með aðalhlutverk
fara þau sömu og áður eða Steve
Guttenberg, Bubba Smith,
Michael Winslow, David Graf og
Tim Kazurinski.
Það eru þeir félagar Mahoney,
Tackleberry, Joens og Hightower
sem fara á kostum eins og áður,
en nú hefur Lassard, skólameistari
lögregluskólans, fengið snjalla hug-
mynd, sem fólgin er í því að efla
allt samstarf óbreyttra borgara við
lögregluna í þeim tilgangi að draga
úr afbrotum af öllu tagi, segir í
frétt frá kvikmyndahúsinu.
Framleiðandi myndarinnar er
Paul Maslansky og leikstjóri er Jim
Drake.
Borgarráð
BSR fær lóð
við Skógahlíð
Borgarráð samþykkti síðastlið-
inn þriðjudag að Bifreiðastöð
Reykjavíkur yrði gefinn kostur
á lóð við Skógahlíð undir starf-
semi sína.
Lóðin sem um er að ræða er á
milli núverandi lóðar Skeljungs og
Skógahlíðar og mun Skeljungur
hafa óhindraðan umferðarrétt til
og frá lóð sinni þar til fyrirtækið
hefur breytt aðstöðu sinni og fært
aðkomuna að fyrirhuguðum Bú-
staðavegi.
Áskrifiarsiminn er 83033
FIGGJO
NORWAY
- mjúkar línur - mjúkir litir -
Nýtt og heillandi útlit á hinum vinsæla
FIGGJO -heimilisboröbúnaði. Litskreytingin er undu
glerungi og endist þvi ótakmarkaö.
BLEIKA LÍNAN hetur tengið gæðastimpilinn V555 sem þýðir:
• Engin hætta á sprungum i glerungi
• Þolir vel alla venjulega meðhöndlun, uppþvottavólar og
örbylgjuofna.
1 ARSABYRGÐ
Verður þú svo óheppin(n) að brjóta hlut úr stellinu bætum við pér
skaðann þér að kostnaðarlausu jalnvel þótt sokin sé þm
UtufuLu
UTSÖLUSTAÐIR
Verslunin KÚNIGÚND, Skólavörðustig 6-Simi: 1 34 69
Verslunin RÓM, Tjarnargötu 3, Keflavík-Simi: 3308
saniias