Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 46

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 46
46 vser IviOt, .^r auoAauvíviua .aiOAjavíuonoM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Sigríður Stefáns- dóttir - Minning Fædd 21. júni 1895 Dáin 2. júní 1987 Sigríður var fædd á Krókarvöll- um í Fljótum en fluttist 5 ára í Morskóga í sömu sveit. Hún var ein af 7 bömum hjón- anna Stefáns Jóhannssonar og Margrétar Kjartansdóttur. Sigríður giftist Friðbimi Níelssyni árið 1918. Hann dó 13. október 1952. Sigríður og Friðbjöm áttu 6 böm saman en auk þess áttu þau eina uppeldisdóttur. Sigríður var ömmusystir mín en ég hef alla tíð kallað hana ömmu og engri annarri ömmu kynnst. Þegar ég var 6 ára fluttist hún heim til mín til að hjálpa mömmu að passa okkur systumar meðan mamma vann úti. Kynni mín af ömmu verða alltaf með því dýrmætasta sem ég á. Amma var vön að flétta mig kvölds og morgna. Á meðan sagði hún mér sögur frá lífínu í sveitinni þeg- ar hún var bam og frá bömunum sínum, huldufólki og öllu sem vera bar. Þegar ég var farin að ganga í skóla stappaði hún { mig stálinu og hvatti mig mikið. Við áttum eitt mikið uppáhaldsáhugamál sameig- inlegt og það var skautaíþróttin. Þegar sýndar vom myndir í sjón- varpinu sátum við og létum okkur dreyma saman. Eitt af því besta við hana ömmu var að hún var alltaf tilbúin að taka þátt í draumum manns og tala um þá og svffa inn í draumalandið með manni. Þetta var mér mikils virði sem bami. Eftir að ég eltist breyttust að vísu okkar samskipti en mér fannst ég þó alltaf geta rætt um allt við ömmu sem mér lá á hjarta. Þegar ég var 14 ára fluttist amma aftur til Siglufjarðar og bjó þar fyrst ein á meðan heilsan leyfði en nú síðustu árin hjá Níelsi, syni sínum, og Möggu, konu hans. Þó fjarlægðin gerði það að verk- um að ég hitti ömmu ekki oft nú síðustu árin kom ég þó alltaf við hjá henni í sumarfríum mínum og mér fannst alltaf eins og ég hefði kvatt hana í gær. Amma var með víðsýnni og for- dómalausari manneskjum sem ég hef kynnst og af henni lærði ég margt. Kannski var það mikilvæg- ast að það að vera gamall er ekki talið í árum því amma varð aldrei gömul í anda þrátt fyrir öll aldursár- in. Hún fylgdist alltaf með öllu og leitaðist við að skilja hlutina en ekki dæma þá. Ég veit að nú auðnaðist ömmu sú hvfld sem hún þráði, en ef eitt- hvað er handan við landamæri okkar lífs þá vona ég að við hitt- umst heilar á ný. Hildur Halldóra Karlsdóttir • Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar • Fataskápar • Útihurðir, bilskúrshurðir, svalahurðir • Innihurðir • Loftaklæðningar • Þiljur • Arnar o.m.fl. ©BÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYGGINGAWÓNGSTA SÍMAR 84585-84461 Nýjar áætlanir um rannsóknir á Mars Vísindi Sverrir Ólafsson Á alþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir á sólkerfínu, sem ný- lega var haldin í Pasadena í Kalifomíu, sögðu sovéskir vísindamenn frá áformum sínum um að hefja umfangsmiklar rann- sóknir á reikistjömunni Mars, á síðasta áratug þessarar aldar. Vísindamenn á ráiðstefnunni, sem vom frá Bandaríkjunum, ýmsum löndum Evrópu og Japan, vom undrandi yfír því hversu opinskátt Sovétmennimir sögðu frá áætlun þessari, sem vissulega getur tekið breytingum eftir því starfínu að henni miðar áleiðis. Enn sem kom- ið er er áætlunin á athugunarstigi og hefur ekki verið formlega lögð fyrir sovésk yfírvöld. Það sem kom ráðstefnugestum mest að óvart er hin mikla frakt sem ætlunin er að lyfta út í geim- inn. Gera má ráð fýrir því að hér sé um að ræða 45 tonn, en það er rúmlega helmingi meira en sú heildarfrakt sem lyft hefur verið í allri geimferðaáætlun Banda- ríkjanna. Til þessa flutnings verður notast við geimflaug sem þegar hefur verið þróuð og nefn- ist „Proton". Lyftikraftur hennar er u.þ.b. fjögur og hálft tonn, sem er 25 prósent meira en nokkur önnur geimflaug getur lyft í einu. Bmce Murray, prófessor í geimvísindum við Califomia Inst- itute of Technology segir að endanlegt takmark Sovétríkjanna séu mannaðar ferðir til Mars. Hann telur að Bandaríkjamenn hafi að undanfömu einskorðað geimrannsóknir og geimhug- myndir sínar um of við lágflug geimskutlunnar og geimstöðina, sem nú er í undirbúningi. Samkvæmt áætlun sovésku vísindamannanna á fyrsta ferðin, sem mun taka 400 daga, að hefj- ast í júní á næsta ári, en þá verður geimflaug send tii „Phobos", sem er annað af tveimur tunglum Mars. Geimflaugin á að ferðast í einungis 50 metra fjarlægð frá yfírborði Phobos og er þá ætlunin að henda niður nokkmm mæli- tækjum, sem hægt verður að beita til athugana með fjarstýringu úr geimflauginni. í annarri ferðinni, sem á að hefjast árið 1992 verður fjarstýrð- ur „flakkari" sendur til reiki- stjömunnar og á hann að geta ferðast allt að því 10 kflómetra vegalengd eftir yfírborðinu. Einn- ig er til athugunar að senda litlar vélar með geimflauginni, sem gætu grafíð 20—30 metra djúpar holur í jarðveg reikistjömunnar. „Moldvörpur" þessar verða festar í loftbelgi, sem eiga að svífa yfír yfirborði Mars. Loftbelgimir munu lækka flugið og lenda á yfírborðinu að nóttu til, þegar kalt er í veðri og þá geta vélarn- ar, sem í þeim hanga, grafíð holur í yfirborðið, en á daginn þegar aftur hlýnar í veðri, taka loft- belgimir sig á loft að nýju og svífa yfir yfirborðinu. Á tímabilinu frá 1994-1996 er þriðja ferðin hugsuð, en með í henni verður langdrægur flakk- ari, sem ferðast getur allt að því 500 kflómetra vegalengd eftir yfírborði Mars. Síðasta ferðin verður farin á tímabilinu 1996-1998, en helsti tilgangur hennar er að taka sýni úr Mars og flytja þau til jarðarinn- ar, ef talið verður víst, á gmndvelli áður fenginna upplýsinga, að slíkt hafí enga smit- eða mengunar- hættu í för með sér fyrir íbúa jarðarinnar. Ýmsir vísindamenn í Banda- ríkjunum líta áætlun þessa öfundaraugum. Þeir telja að geimvísindum þar í landi hafí ekki verið sinnt sem skyldi á undan- fömum ámm og kenna að hluta „stjömustríðsáætluninni", sem er ærið kostnaðarsöm, og hinu svip- lega slysi, þegar Challenger geimskutlan fórst í flugtaki í byij- un ársins 1986. Murray hefur trú á því að Sov- étmenn hafí áhuga á samvinnu um rannsóknir á Mars og hann telur að slík samvinna sé eina von Bandaríkjanna til þess að verða ekki á eftir í rannsóknum á sól- kerfínu. Hann hefur látið svo um mælt að ef Bandaríkin taki ekki þátt í samvinnu af þessari gerð, þá muni Sovétmenn leita fyrir sér í Evrópu og að slíkt muni leiða til óæskilegrar einangmnar Bandaríkjanna á sviði geimrann- sókna. Hwmt Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. Opið frá kl. 15-19. Myndræn ferð um Mið-Evrópu Luxemburg Bodensee Brottför 2. ágúst. Heimkoma 23. ágúst. Luxemburg - Þýskaland - Austurríki - Sviss. Heidelberg - Freiburg - Svartiskógur - Basel - Genf - Luzern - Allgáu - Salzburg - Vín - Munchen. íslensk fararstjórn. Verö kr. 62.300,- á mann í tveggja manna herbergi meö hálfu fæði. Uirboö a ls>andi fyrir DlNtRSCLUÖ INTERNATIONAL dtuKvm FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.