Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 48
o*
—fí
48
noor tmt'tt ► T *TTTr> a rTTrr / TqrMTTn>rxf>*/r
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Vélvirki — Vélstjóri
Óskum að ráða tvo vélvrikja/vélstjóra til
starfa hjá þekktu framleiðslufyrirtæki (mat-
vælaiðnaður) í Reykjavík.
Starfssvið: Uppsetning og viðhald véla og
tækja. Fyrirbyggjandi viðhald.
Vélgæslumenn
Sama fyrirtæki óskar eftir að ráða tvo ófag-
lærða vélgæslumenn. Viðkomandi þurfa að
vera vanir vélgæslu. Öll störfin eru laus strax.
Fyrirtækið býður góð starfsskilyrði, mikla
vinnu, góð laun. Námskeið fyrir starfsmenn.
Skriflegar umsóknir merktar heiti viðkomandi
starfs óskast sendar Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf. fyrir 20. júní nk.
Hagvangurhf
RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK
Sími: 83666
Verslunarstjóri
Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í skó-
verslun við Laugaveginn. Við leitum að
áreiðanlegum og áhugasömum starfsmanni
með reynslu í verslunarrekstri.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 20. júní nk. merktar:
„Verslunarstjóri — 4021".
Framtíðarstarf
Starfskraftur, karl eða kona, óskast í kjöt-
deild okkar við Tryggvatorg. Þarf að hafa
reynslu í framleiðslu og meðferð matvæla.
Upplýsingar gefur Björn í símum 99-1426
og 99-1393.
Höfn hf.,
Selfossi.
Rafvirki/rafvéla-
virki
óskast í viðgerðir á heimilistækjum.
Upplýsingar í síma 622200 (skrifstofur Vöru-
markaðarins) eða 611880 (verkstæði) frá kl.
10-12 og 14-17.
Eða bara koma á Eiðistorg 13-15.
©
Vörumarkaðurinnhi.
Eiðistorgi 13-15.
Aðstoðarmaður
— bakarí
Stórt bakarí í borginni vill ráða reglusaman,
lipran og lagtækan mann til ýmissa starfa
m.a. fylgjast með tækjum. Vinnutími frá kl.
5.00 að morgni til hádegis.
Góð laun í boði. Gott framtíðarstarf.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar.
Framtíðarstarf
Óskum eftir ungu hressu fólki í afgreiðslu-
störf í leikfanga- og búsáhaldadeild.
Reynsla æskileg, þó ekki skilyrði.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
ORKUSTOFNUN
GRENSÁSVEGI 9 ■ 108 REYKJAVlK
E
Verkfræði
Jarðhitaskólinn óskar að ráða verkfræðing
eða 3-4 árs verkfræðinema (eða sambærileg-
an) til starfa í nokkra mánuði við rannsóknir
og kennslu á sviði jarðhitaverkfræði (nýtingu
jarðhita ásamt vinnslu — og forðafræði jarð-
hita).
Nánari uppl. veitir starfsmannastjóri í síma
83600.
Gudni Tónsson
RÁDCJÓF b RÁÐN I NCARÞJÓN USTA
TUNGOTU 5. ÍOI REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SlMI 621322
Grunnskóli
Siglufjarðar
Kennara vantartil kennslu eftirtalinna greina:
Stærðfræði, raungreinar, samfélagsgreinar,
enska, sérkennsla, tónmennt, handmenntir
og íþróttir drengja.
Nánari upplýsingar gefa:
Skólastjóri í síma 96-71686,
yfirkennari í síma 96-71363
og form. skólanefndar í síma 96-71614.
Skólanefnd Siglufjarðar.
Tónlistarskóli
Húsavíkur
óskar að ráða kennara frá 1. september
1987.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma
96-41778.
Atvinna óskast
33 ára gamall Norðmaður, lærður í bílaraf-
virkjun, með 6 ára starfsreynslu hjá Toyota
í Osló og 8 ára reynslu í sölumennsku á
ýmsum sviðum, óskar eftir vinnu á Stór-
Reykjavíkursvæðinu frá 1. október. Talar
nokkuð góða íslensku.
Upplýsingar í síma 41583.
27100
Samband frá skiptiborði
virka daga frá kl. 8:30-16:30 við:
Aðalskrifstofu, Faxaskála,
Miðskála, Borgarskála,
Landrekstrardeild og
Gámadeild.
Eimskip, Sundahöfn.
Samband frá skiptiborði
virka daga frá kl. 8-17 við:
Vöruafgreiðslu í Sundahöfn
og Viðhaldsdeild.
Flutningurerokkarfag WT3|
EIMSKIP ii
i