Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
54
p
Al
~ 4
Ai
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Bílaviðgerðir
Starfskraftur óskast strax til púst- og
bremsuviðgerða.
J. Sveinsson & Co.,
Hverfisgötu 116, Reykjavík.
Umbrotsmenn
Óskum eftir að komast strax í samband við
góðan umbrotsmann.
Nánari upplýsingar gefur Sigurþór Jakobsson
milli kl. 13.00 og 15.00 næstu daga í síma
24828.
AUGLÝSINGASTOFA
SIGURÞÓRS
Ánanaustum 15 - 101 Reykjavík - Sími 24828
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
Barna- og _
unglingageðdeild
Landspítalans
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við
barna- og unglingageðdeild Landspítalans
við Dalbraut nú þegar eða eftir samkomulagi.
Hjúkrunardeildarstjóri óskast til starfa á
göngudeild sömu deildar. Sérmenntun í geð-
hjúkrun eða annað sérnám t.d. í félagshjúkrun,
uppeldis- og kennslufræði eða stjórnun
æskileg.
Meðferðarfulltrúar óskast til starfa nú þegar.
Starfið er fólgið í að annast börn og unglinga
með geðrænar truflanir. Æskilegt er, að
umsækjendur hafi lokið uppeldisfræðilegu
námi, sem svarar til BA prófs, svo sem kenn-
araprófi, sálarfræði, félagsvísindum eða
uppeldisfræði. Unnið er í vaktavinnu.
Ákjósanleg er reynsla í starfi með börn og
unglinga.
Ritari óskast í hálft starf nú þegar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, sími 84611.
Reykjavík, 14.júní 1987.
Framreiðslumenn
Við leitum að vönum framreiðslumanni í
Blómasal.
Upplýsingar gefur yfirveitingastjóri, ekki í
síma.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA ÆÆ HÓTEL
m IAUSAR STÖÐUR HJÁ
IMJ REYKJAVÍKURBORG
Staða forstöðumanns við leikskólann Fella-
borg, Völvufelli 9.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um-
sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna í
síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahaids
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð,
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Akureyrarbær
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra við dvalarheimilið í
Skjaldarvík er laus til umsóknar frá 1. sept-
ember.
Einnig óskast hjúkrunarfræðingar á dvalar-
heimilið Hlíð í fullt starf eða hluta úr starfi
og til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-23174 eða 96-21640.
ÚTFLUTNINGSRÁD ÍSIANDS
Lágmúli 5, P.O. Box 8796, ÍS-128 Reykjavík.
Sími 688777.
Útflutningsráð
íslands
óskar eftir að ráða markaðsstjóra fyrir út-
flutningshóp um tæknivörur fyrir smábátaút-
gerð. Helstu markaðssvæði hópsins verða
Grænland, Færeyjar og Noregur.
Leitað er að markaðsstjóra með reynslu úr
atvinnulífinu og þekkingu á markaðsmálum.
Skilyrði er að viðkomandi hafi gott vald á
einu Norðurlandamáli og ensku. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 19. júní. Umsóknir er
greini frá aldri, menntun og fyrri störfum
sendist til Útflutningsráðs íslands, P.O. Box
8796, 128 Reykjavík, c/o Hildur Þóra Hall-
björnsdóttir.
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÖDUR
Fóstrur
Fóstrur vantar á skóladagheimili Borgarspít-
alans (Greniborg) í sumar í 100% starf og
60% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður
í síma 696700.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast við dagdeild geðdeild-
ar Borgarspítalans. Starfsreynsla æskileg.
Upplýsingar gefur Hulda Guðmundsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi, í síma 13744.
Umsókum skal skilað til yfirlæknis geðdeildar
Borgarspítalans.
Járniðnaðarmenn
Óskum eftir járniðnaðarmanni til starfa á
púströraverkstæði Fjaðrarinnar, Grensás-
vegi 5.
Upplýsingar hjá verkstjóra (ekki í síma).
Bílavörubúöin
FJÖDRIN
Skeifan 2 sími 82944
Verkstjóri
f samlokudeild
Stórt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar eftir
að ráða starfskraft til að sjá um daglega
stjórnun samlokudeildar.
Hér er um sjálfstætt ábyrgðarstarf að ræða,
þar sem viðkomandi þarf að hafa faglega
þekkingu og reynslu í stjórnun. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf 1. júlí nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 19.
júní nk.
Rekstrarráögjöf
Kostnaöareftirlit
Hönnun — Þróun
Útboö — Tilboö
Viöhaldskerfi
Verkskipulagning
Hvati t
Pósthólf 11024
131 Reykjavík
sími 91-72066
Ljósmæður með
hjúkrunarfræði-
menntun
Staða deildarstjóra mæðraeftirlits við
Heilsugæslustöðina á Akureyri er laus til
umsóknar. Ákveðin fríðindi í boði. Nýtt og
glæsilegt húsnæði verður tekið í notkun með
haustinu. Staðan veitistfrá 1. septembereða
seinna eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk.
Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
daglega milli kl. 11.00 og 12.00 í síma
96-22311 eða 96-24052.
fifj LAUSAR SrOOUR HIÁ
Wt REYKJAVIKURBORG
Droplaugarstaðir
heimili aldraðra, Snorrabraut 58
Starfsfólk óskast í afleysingar í þvottahús
og ræstingar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
25811, milli kl. 9-12, f.h. virka daga.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Póshússtræti 9, 5. hæð,
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
RÍKISSPÍT ALAR
LAUSARSTÖÐUR
Kópavogshæli
Deildarþroskaþjálfi óskast til starfa á sam-
býli nú þegar eða eftir samkomulagi.
Deildarþroskaþjálfi óskast í hálft starf á
næturvaktir nú þegar.
Skrifstofumaður (ritari) óskast til sumaraf-
leysinga nú þegar.
Starfsfólk óskast til sumarafleysinga eða í
fast starf á ýmsar deildir til aðstoðar vist-
mönnum.
Upplýsingar veitir yfirþroskaþjálfi, sími
41500.
Reykjavík, 14.júní 1987.