Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 63 Islenskir fram- leiðendur veikir á erlendum mörkuðum MORGUNBLAÐIÐ kom að máli við þá Guðmund H. Jónsson, stjórnarformann og annan stofnanda BYKO, og Jón Þór Hjaltason, framkvæmdastjóra versl- unarsviðs, ítilefni 25 ára afmælis fyrirtækisins. Þeir voru fyrst spurðir, hvort fyrirtækið hefði einhveijar aðrar framkvæmdir á pijónunum, eftir opnun hinnar nýju verslunar í Kringlunni 13. ágúst næstkomandi. JON ÞÓR: „Á Skemmuvegi erum við með grófari byggingarvör- ur ásamt timburvinnslu okkar. Sem stendur er obbinn af timbrinu undir þaki, en þó ekki allt, og hyggjumst við byggja yfír allt timbrið, þannig að ekkert þurfí að standa úti. Við höfum þama um lpögurra hektara lóð sem verður þá að mestu yfír- byggð, en við vinnum jafnframt allt okkar timbur sjálfir f tréiðnað- ardeildinni á Skemmuveginum. Ofnar þeir sem þið notið til að þurrka timbrið eru einstakir um eitthvað, ekki satt? Jón Þór: „Við venjulega þurr- kofna er notað rafmagn eða olía til að hita upp ofnana. Við fengum þá hugmynd að nýta okkur jarðvar- mann sem við eigum og notum því hitaveituvatn til að hita ofnana beint, en okkur er ekki kunnugt um að þessi aðferð sé notuð annars staðar, a.m.k. ekki hér á landi." Voru það ekki mikil viðbrigði á sinum tíma að flytja úr þrengsi- unum á Kársnesbraut í húsnæðið hér á Nýbýlavegi? Guðmundur: „Jú, það var mikiil munur. Þegar við vorum komnir í þetta húsnæði státuðum við af því að vera stærsta byggingarvöru- verslun landsins, út frá veltu. Það höfðum við orðið á tíu árum og höfum við haldið því síðan.“ En nú eruð þið komnir út í laxeldi. Hvað kemur til að bygg- ingafyrirtæki heldur út á þá braut? GUÐMUNDUR: „Ég hef lengi haft áhuga á laxeldi og hef verið að svipast um í kringum mig eftir möguleikum í því sambandi. Trúlega hefði ég þó aldrei farið út í þetta í raun ef ekki hefði komið að máli við mig ungur fískifræðing- ur, Teitur Amlaugsson, sem sagðist hafa augastað á jörð til laxeldis norður í Fljótum, Reykjarhóli á Bökkum, vegna góðra skilyrða þar til slíks eldis. Ég er uppalinn á þess- um slóðum og þykir mjög vænt um staðinn. Það varð því úr að ég sló til og bytjuðum við árið 1981 með Fljótalax. Vomm við með þeim fyrstu hér á landi á þessu sviði. Þama ræktum við laxaseiði upp í sjógöngustærð. Nú getum við alið 500 þúsund seiði á ári, en ölum á líðandi ári 300 þúsund seiði. Við höfum nú í fjögur ár flutt sjógöngu- seiði út, fyrri tvö árin til Noregs, en nú síðustu ár til írlands. í ár verða send út 200 þúsund seiði, en afganginn seljum við öðmm eldis- stöðvum eða ölum áfram í sjó hjá Haflaxi við Viðey, sem við emm eignaraðilar að. Hjá Haflaxi ætlum við að slátra 100 þúsund tonnum í ár.“ Eru horfur góðar í laxeldi? GUÐMUNDUR: „Þetta lítur ekkert illa út. Við sjáum raunar fram á harða samkeppni í seiða- framleiðslunni. Menn em að byggja eldisstöðvar um allt land. Hvað varðar eldisfískinn er málið er að vera með nógu mikla framleiðslu. í dag em íslenskir framleiðendur fáir og smáir og þess vegna er staða þeirra veik á erlendum mörkuðum. Við höfum fengið miklar fyrirspum- ir erlendis frá og þá um mikið magn í einu.“ Hveiju spáir BYKO um þróun í byggingariðnaðinum á næstu árum? Jón Þór: „Við teljum að það muni færast í vöxt að fólk geri upp gömul hús í stað þess að ráðast í nýbyggingar. í samræmi við þetta verður nýja verslunin í Kringlunni byggð upp að miklu leyti fyrir þá sem gera vilja hlutina sjálfir, heima- smiðina. í framtíðinni vonumst við til að þeir verði hluti viðskiptavina okkar, auk iðnaðarmannanna sem alltaf hafa verið það.“ Menn gera sér væntanlega glaðan dag S tilefni afmælisins? Jón Þór: „Já. Fyrirtækið hefur keypt jörðina Drumboddsstaði II í Biskupstungum. Ætlunin er, að starfsmannafélagið fái fullan um- ráðarétt yfír jörðinni og starfsfólk geti þar átt ánægjulegar stundir í framtíðinni eftir sínu höfði. Jafn- framt ætlum við að gróðursetja þar tijáplöntur og byijum á sunnudag- inn, afmælisdeginum, ef veður leyfír, en þar uppfrá ætlum við að halda okkar fagnað .“ Bærast einhveijar sérstakar tilfinningar á slíkum tímamót- um? Morgunblaðið/Júlfus Guðmundur H. Jónsson, stjórnar- formaður BYKO, á skrifstofu GUÐMUNDUR: „Mér þykir fyrst og fremst ákaflega vænt um þetta fyrirtæki. Ég óska þess að sjá það eiga framtíð fyrir sér. Mér er efst í huga þakklæti til alls þess fólks sem hefur lagt hönd á plóg- inn. Margar hendur hafa unnið að framgangi og uppbyggingu fyrir- tækisins. Það er ekki sjálfum mér að þakka. Hér hefur alltað verið fott starfsfólk og góður vinnuandi. g vil láta í ljós hjartanlegt þakk- læti mitt til alls starfsfólks og meðeigenda í fyrirtækinu fyrir starf þeirraí gegnum árin og ég óska þess að samstarfið haldi áfram. Þá er fyrirtækinu borgið, ef svo má verða." „Fóik fékk hreinlega ofmikið afþeim“ Elsti starfs- maður BYKO tekinn tali Eiríkur Brynjólfsson var fyrsti fasti starfsmaður BYKO sem ekki tilheyrði annarri hvorri fjöl- skyldunni, sem á fyrirtækið. Raunar störfuðu fyrir aðeins fjórir menn, að eigendunum meðtöldum, þegar Eirikur hóf störf 1. apríl 1964. Hann hefur unnið óslitið hjá fyrirtækinu síðan. „Eg byrjaði auðvitað niðri á Kársnesbraut, þar sem fyrirtækið var þá, í almennri afgreiðslu. Þegar við fluttum á Nýbýlaveginn fór ég þangað líka, hef verið þar síðan og vinn nú í verkfæradeild." „A fyrstu árunum var mikill áhugi fyrir mósaík frá Japan, sem kom í mottum og var aðallega not- Frá fyrstu árum BYKO á Kárs- nesbraut 2 í Kópavogi. Hinn þekkti blómaskáli Þórðar á Sæ- bóli hægra megin við BYKO. uð í eldhús og á böð, en líka talsvert í fordyri og ganga. Þær voru af- skaplega skrautlegar og reyndin er sú, að fólk fékk hreinlega of mikið af þeim, þegar til lengdar lét. Flísamar hafa því tekið við að mestu leyti og eru nú til í miklu úrvali.“ Er mikill munur á að vinna hér nú og í upphafi? „Já, það er óhætt að segja það. Allur aðbúnaður er nú miklu betri. Til dæmis eru komin mötuneyti bæði á Nýbýlavegi og á Skemmu- vegi. Héma er líka miklu meira félagslíf, sérstaklega eftir að starfs- mannafélagið var stofnað. Nú eru Eiríkur Brynjólfsson Júlíus haldin spilakvöld, þar sem spiluð er félagsvist, og skákmót og hér er bridsfélag. Aður fyrr stóð fyrir- tækið sjálft raunar fyrir einni sumarferð á ári, en nú sér starfs- mannafélagið um hana.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.