Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 64
Norður-Atlantshaf:
Ytarlegar rann-
sóknir á hvala-
stofnum í sumar
MJÖG umfangsmiklar mælingar á hvalastofnum í Norður-
Atlantshafi verða í sumar og sjá íslendingar, Norðmenn,
Færeyingar og Grænlendingar um þær sameiginlega. Sjö
skip, þar af þijú íslensk, munu sigla um hafið eftir fyrirfram
ákveðnu munstri og telja þá hvali sem sjást og tegundagreina
þá. Talningin hefst í júlí og verður samtímis á öllu svæðinu.
Þremur vikum seinna verður talningin endurtekin til að sjá
hvort miklar breytingar hafi orðið.
Tveir hvalbátar Hvals hf. hafa
síðustu viku verið við talningu á
hvalastofninum og sigldu eftir fyr-
irfram ákveðinni leið, annar út af
Vesturlandi og Vestfjörðum en
hinn suður fyrir land á hefðbund-
um hvalaslóðum. Starfsmenn
Hafrannsóknastofnunar voru um
borð í skipunum. Eiginleg hval-
vertíð mun hefjast í þessari viku
^Miðfjarðará:
25 punda
lax veidd-
og verða þá veiddar 80 langreyðar
og 40 sandreyðar.
Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals hf., sagði að svona um-
fangsmiklar rannsóknir á hvala-
stofnunum hefðu aldrei verið
gerðar áður og þetta væri mjög
spennandi verkefni. Lítið væri vit-
að um útbreiðslu hvala utan við
hin hefðbundnu mið hér við land
og þessi fyrirhugaða ferð væri
upphafíð á rannsóknum á því.
Kristján sagði að ekki væru
komnar niðurstöður úr talningu
hvalbátanna í síðustu viku, en þó
væri ljóst að nóg væri af tegundum
eins og hnúfubaki og steypireyði,
sem haldið væri fram að séu að
deyja út.
Áleiðámiðin
Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson
ÞEIR deyja ekki ráðalausir mennimir tíu í Þykkva-
bænum sem keyptu þennan sérkennilega farkost
fyrir nokkrum ánim. Þrátt fyrir hafnleysi fara þeir
í róðra og þegar komið er heim úr róðrinum er ekið
rakleiðis upp að húsinu þar sem fiskurinn er saltaður.
„Þetta er eini báturinn sem er nothæfur á þessum
stað,“ sagði Emil Ragnarsson, skipstjóri á Djúpá frá
Þykkvabæ. Hann er búinn að fara í þijá róðra í
sumar og hefur fengið tæplega 2 tonn af þorski.
Eigendur bátsins eru flestir kartöflubændur í
Þykkvabænum.
ist fyrsta
veiðidaginn
Staðarbakka.
TUTTUGU laxar, frá 12 til 25
punda sá stærsti, veiddust á 5
stangir í Miðfjarðará á föstudag,
fyrsta daginn sem áin var opin
í sumar.
Að sögn veiðimanna er mikill og
stór lax í ánni og veiðin var þetta
bótt ekki væri gott veiðiveður,
i og úrfellislaust.
Benedikt
Þorsteinn Pálsson:
Kappkostum að ná samn-
ingum um s^jómarmyndun
„VIÐ ræddum þær uppákomur,
sem urðu i liðinni viku. Það eru
atburðir, sem eiga ekki að koma
Frækin þyrluáhöfn
Þyrluáhöfn Landhelgisgæsl-
unnar vann frækilegt björgun-
arafrek þegar hún bjargaði 9
manna áhöfn Barðans GK af
strandstað undir hamrabelti
vestarlega á Snæfellsnesi, þar
sem skipveijar voru dregnir
út úr stýrishúsinu í ólgandi
brimgarðinum. Við birtum
þessa mynd í tilefni sjómanna-
-dagsins til þess að minna á
mikilvægi öryggismála sjó-
manna. Frá vinstri: Páll Hall-
dórsson flugstjóri, Kristján Þ.
Jónsson sigmaður, Sigurður
Steinar Ketilsson stýrimaður
og Hermann Sigurðsson flug-
maður. í björgunaráhöfninni
var einnig Guðmundur Björns-
son læknir. Myndina tók
Sigurgeir í Eyjum á björgunar-
æfingu þar fyrir sjómenn.
fyrir í Sjálfstæðisflokknum og
koma ekki fyrir aftur,“ sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær að loknum þingflokksfundi
Sjálfstæðismanna, þar sem
stjórnarmyndunarviðræður og
staða Sjálfstæðisflokksins voru
til umræðu.
„Það er búið að gera aila þá
reikninga upp. Við munum kapp-
kosta að ná samningum um
myndun ríkisstjómar með Al-
þýðuflokki og Framsóknarflokki,"
sagði Þorsteinn Pálsson ennfrem-
ur.
„Við höfum lagt á það alla
áherzlu, að slík ríkisstjóm grípi til
aðgerða til þess að koma í veg
fyrir, að verðbólgan fari af stað
aftur. Við höfum varað við al-
mennum skattahækkunum, vegna
þess, að þær geta, ef þær verða
of miklar, ýtt undir verðbólgu. En
við fömm ekki inn í svona ríkis-
stjóm, nema það verði gerðar
nægilegar ráðstafanir til vinna
gegn þenslu og við munum leggja
okkar af mörkum til að samningar
náist.
Ég vona að skipting ráðuneyta
útiloki ekki þessa flokka frá því
að takast á við það verkefni, sem
bíður þeirra og að það leiði til far-
sældar fyrir land og þjóð,“ sagði
Þorsteinn Pálsson.
Sjá viðtöl á bls. 2.
Kolbeinsey að hverfa
„ÞAÐ HEFIJR ekki verið tekin
nein ákvörðun um að styrkja
Kolbeinsey, en hún minnkar
hratt með hveiju árinu sem
líður,“ sagði Helgi Hallvarðs-
son, skipherra hjá Landhelgis-
gæslunni.
Kolbeinsey er nyrsti
gmnnlínupunktur við landið,
beint norður af Eyjafirði, um 19
gráður vestur og 67 gráður norð-
ur. Eyjan, sem að vísu er aðeins
um 6-8 metra hár drangur, skipt-
ir því miklu máli, til dæmis í
sambandi við samninga íslend-
inga og Norðmanna um miðlínu
milli íslands og Jan Mayen. Á
hveiju ári minnkar eyjan vegna
ágangs sjóa og ísa og hefur lengi
verið rætt um að styrkja hana.
Hefur meðal annars borið á
góma að steypa verði brynju á
eyjuna til að vama því að hún
hverfí. „Það er alltaf rætt um
að vegna mikilvægis Kolbeins-
eyjar verði að taka til einhverra
slíkra ráða, en engin ákvörðun
hefur verið tekin um fram-
kvæmdir," sagði Helgi Hall-
varðsson.