Morgunblaðið - 12.07.1987, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
Hafnarfjörður:
Nýtt íþróttahús
við Kaplakrika
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef-
ur samþykkt að leggja til við
bæjarstjórn að nýtt íþróttahús
Bíll stöðvaður
á 145 km hraða
LÖGREGLAN í Hafnarfirði
stöðvaði á föstudagskvöldið bif-
reið á Hafnafjarðarveginum á
145 km hraða. Ökumaður var
umsvifalaust sviptur ökuskír-
teini.
Bifreiðin, sem var af gerðinni
Oldsmobile, var stöðvuð á móts við
Aratún, en þar er 60 km hámarks-
hraði.
verði reist við Kaplakrika i Hafn-
arfirði.
Bréf frá íþróttafélögunum í
Hafnarfirði og íþróttabandalagi
Hafnarfjarðar vegna fyrirhugaðrar
byggingar nýs íþróttahúss var ný-
lega til umræðu á fundi bæjarráðs
Hafnarfjarðar. í samþykkt bæjar-
ráðs segir:„Bæjarstjóm Hafnar-
fjarðar samþykkir að nýtt
íþróttahús í Hafnarfirði verði reist
í Kaplakrika, í samræmi við niður-
stöður Í.B.H. þings, enda náist
viðunandi samkomulagsgrundvöllur
við lóðarhafa, og felur bæjarstjóra
að heíja könnunarviðræður við F.H.
vegna málsins."
Fornbílalestin virðu-
lega áði í Borgarnesi
Borgarnesi.
FYRSTI áfangastaður félaga í Fornbílaklúbbi íslands í hringakstrin-
um um landið var í Borgarnesi Móttökunefndin kom til móts við
þá yfir Borgarfjarðarbrúna á bláum Chevrolet-hálfkassa árgerð
1939 og rauðri Volgu árgerð 1960 og slóst í för með öðrum glæsi-
vögnum að Esso-stöðihni í Borgarnesi.
Þessi hringferð er í tilefni 10 ára
afmælis Fombflaklúbbsins og um
leið söfnunarherferð fyrir Krýsuvík-
ursamtökin. Fombflamir vöktu
mikla athygli í Borgamesi og komu
margir til að skoða þessa glæsilegu
fomgripi. Borgfirðingar eiga tvo
verðuga fulltrúa meðal þeirra fom-
bíla sem taka þátt í hringferðinni,
það er annars vegar 28 manna
Ford-rúta árgerð 1947 sem Sæ-
mundur Sigmundsson sérleyfíshafi
í Borgamesi á og hins vegar Ford
Mercury árgerð 1942 sem Pétur
Kristófersson Miðsandi, á og ekur.
Aðspurður kvaðst Sæmundur hafa
keypt rútuna af Jóni Húnfjörð fyrir
nokkrum árum. Hefði Jón átt bflinn
frá upphafí og iátið byggja yfír
hann hjá Agli Vilhjálmssyni á sínum
tíma. Hefði bfllinn verið gangfær
öll þessi ár og í notkun meira og
minna. Kvaðst Sæmundur enn í dag
grípa til rútunnar gömlu ef á þyrfti
að halda, t.d. til aksturs skólabarna
þó svo hann sparaði hana sem allra
mest. Kvaðst Sæmundur hafa lagt
mikið upp úr því að hafa Fordinn
eins upprunalegann og hægt væri,
til dæmis væri í dag komið í hann
6 volta rafkerfi. Kvaðst Sæmundur
bera sterkar taugar til bflsins, því
hann hefði byrjað sinn íeril á sams-
konar bíl. Eftir rúmlega klukkutíma
dvöl í Borgamesi þar sem allir tank-
ar voru fylltir af bensíni, iiélt þessi
virðulega íombflalest áfram íorður
hringveginn.
TKÞ
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Borgfirðingar eiga tvo verðuga fulltrúa í fombílalestinni sem ekur
hringveginn. Frá vinstri: Pétur Kristófersson frá Miðsandi í Hval-
firði við bifreið sína Ford Mercury árgerð 1942 og Óskar Stefánsson
sem tók að sér að aka rútunni hans Sæmundar Sigmundssonar sem
er af gerðinni Ford árgerð 1947.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum
6.-10. júlí
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar-
varð varð verð (les ir) verðfkr.)
Þorskur 37,00 24,00 29,36 348,4 10.231.358
Ýsa 77,00 45,00 56,71 14,9 844.362
Karfi 19,50 10,00 13,66 220,9 3.018.052
Koli 36,30 18,00 29,15 1,6 48.356
Ufsi 20,40 11,00 17,90 60,5 1.082.189
Lúða 194,00 86,00 119,0 2,3 272,165
Undirmáls- þorskur 10,20 10,00 10,09 6.5 65.468
Annað Samtals " 16,96 23,68 7.0 662,2 118.968 15.680.918
f næstu viku er búist við uppboðum alla daga. Víðir er bókaður á
mánudag með 150 tonn og Einir á miðvikudag og Dagstjarnan
verður líklega á fimmtudag.
■ '
Morgunblaðið/Friðgeir Olgeirsson
Hreinsunar- og fjölskyldudagur
í Gijótaseli
„Það er sérstakur andi í þessari götu,“ sagði
Friðgeir Olgeirsson einn af íbúunum við
Gijótasel í Reykjavík, en hann tók þessa mynd
á árlegum hreinsunar- og fjölskyldudegi í göt-
unni. Friðgeir sagði konurnar í götunni eiga
heiðurinn af þessu framtaki. „Dagurinn byrjar
ávallt á þvi að allir hreinsa garða og götur,
síðan borða allir saman útignllaðan mat, leika
við börnin og skemmta sér. íbúarnir era fyrir
vikið orðnir mjög samtaka þvi við þetta tæki-
færi’ kynnist fólkið og tengsl myndast."
Húseiningar selja
hús til Grænlands
Fyrsti skiptafundur þrotabús fyrir-
tækisins verður haldinn 24. júlí
HÚSEININGAR hf á Siglufirði hafa nú skipað út ífyrsta ein-
xngahúsinu sem frá þeim fer til Grænlands. Það gæti jafn-
framt orðið hið síðasta því fyrirtækið hefur verið ekið tíl
gjaldþrotaskipta eins og komið hefur fram. Fyrsti skiptafund-
ur orotabús félagsins verður haldinn 24. þessa mánaðar.
Húsið sem fer til Grænlands
er tvflyft cimburhús úr fúavarinni
furu. Það er selt uppsett með öll-
um innveggjum og tilbúið undir
málningu fyrir um það bil 3,8
milljónir króna. Starfsn^enn Hú-
seininga hf fara utan og setja
húsið upp, en verktakafyrirtækið
.Armannsfell hf mun steypa Irjall-
ara undir bað. Sigurður
Hlöðversson tæknifræðingur hjá
Húseinigum hf sagði í samtali við
Morgunblaðið að þó nokkur mark-
iður virtist vera fyrir hús af þessu
íagi í Grænlandi. Hefði verið búið
að gera samning við barlendan
Norðfjörður;
Fullvirðisrétt-
ur bænda aukinn
Bændur í Norðfirði hafa
fengið aukningu á fullvirðis-
rétti til mjólkurframleiðslu sem
nemur um 35.000 lítrum. Hefur
framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins samþykkt að veita bændum
tímabundna ábyrgð á verði á
þessu magni gegn þvi að Búnað-
arsamband Austurlands reyni
að láta ónýttan fuilvirðisrétt á
svæðinu ganga til þeirra manna
sem eru í mestum erf iðleikum.
Bjami Guðmundsson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ekki hefðu verið afgreiddar
fleiri beiðnir um aukinn fullvirðis-
rétt til mjólkurframleiðslu, en slík
beiðni lægi nú fyrir frá bændum
á sunnanverðum Austfjörðum.
Þar væru nokkrir mjólkurfram-
leiðendur komnir í þrot. í þessari
viku barst framleiðnisjóði einnig
beiðni um aukningu á fullvirðis-
rétti frá bændum í nágrenni
ísafjarðar.
Ástæðuna fyrir því að bændur
í Norðfirði fengu aukinn fullvirðis-
rétt sagði Bjarni vera þá, að þar
væri um nokkra misskiptingu að
ræða. Einnig benti hann á að í
Norðfírði hefðu menn verið að
styrkja aðstöðu sína til mjólkur-
framleiðslu um nokkurt skeið.
Þeir hefðu þurft að fella allan fjár-
stofninn vegna riðu og breyttu því
yfir í mjókurframleiðslu. Það var
þá meðal annars gert með þeim
rökum að Norðfjörður er einangr-
að mjólkurframleiðslusvæði, lflct
og ísafjörður, og væri vissulega
æskilegt að þessi svæði gætu orð-
ið sér næg um nýmjólk og aðra
ferska mjólkurvöru svo ekki þyrfti
að senda hana um langan veg
með æmum kostnaði. Þessi aukn-
ing væri því veitt með nokkurri
hliðsjón af því að menn teldu eðli-
legt að bændur í sveitinni gætu
framleitt næga mjólk fyrir sjálfa
sig og íbúa á Neskaupstað.
aðila um stofnun sameignarfyrir-
tækis sem seldi og setti upp hús
fra Húseiningum iif í Grænlandi.
Þar sem Húseiningar hf voru
teknar til gjaldþrotaskipta 4. maí
síðastliðinn og enn er aðeins fyrir-
séð að þrotabúið :-eki yrirtækið
út júlímánuð, er óvíst hvort íram-
hald verður á þessum útflutningi.
Skiptaráðandi, bæjarfógetinn á
Siglufírði, hefur boðað fyrsta
skiptafund þann 24. júlí og gætu
mál þá skýrst, hvort einhver aðili
er tilbúinn að caupa fyrirtækið
og halda áffarn ;-’ekstri.
Kollafjarðarstöðin:
Endur-
heimtur
„FISKARNIR eru hér fyrir utan
og höfum við ekki tekið þá enn
i net, vegna þess að við viljum
taka þá upp í gildru, en þangað
ganga laxarair ekki nema það
rigni. Við erum alveg að missa
þolinmæðina," sagði Olafur Ás-
mundsson stöðvarstjóri Laxeldis-
stöðvar rikisins i Kollafirði um
heimtur á hafbeitarlaxi til stöðv-
arinnar.
Ólafur sagði að þeir vildu síður
nota netin, enda væri meginatriði
að laxinn vseri heill, þegar hann
færi í klak. „Heimtumar í ár verða
ekkert í líkingu við það sem var í
fyrra, enda er fiskurinn sem nú
gengur upp búinn að vera í sjó í
tvö ár, en honum var sleppt 1985.“
Seiðum var ekki sleppt frá Kolla-
fjarðarstöðinni í fyrra vegna
nýmaveiki og einum árgangi því
sleppt úr til að koma í veg fyrir
að sjúkdómurinn kæmi í stöðina.
„90% af þeim físki, sem sleppt er
út og kemur aftur kemur eftir eitt
ár, þannig að óvíst er hvetjar endur-
heimtumar verða í sumar,“ sagði
Ólafur. Hann vonaðist þó til að um
1.000-2.000 laxar skiluðu sér.