Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 45 £)f\/innzz — o fwinna — o fwinr la — a tx/innzi — atx/inna — atwinna Cll VIIIIICL di vii ii ict divn ii i vii n id divn n id divn ii id Umsjónarfóstra Umsjónafóstra óskast til afleysingastarfa á dagvistardeild Félagsmálastofnunar Kópa- vogs frá 1. sept.- 1. júní nk. Um er að ræða 60% starf. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastjóri. Sölumaður Saab-bifreiða Óskum eftir að ráða vanan og áhugasaman sölumann til að selja Saab-bifreiðar. Viðkom- andi þarf að geta byrjað sem fyrst. Áhugasamir vinsamlegast sendið inn um- sóknir á auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtu- daginn 16. júlí merktar: „Saab — 4513“. Globusn Lágmúla 5 128 Fteykjavík Garðasókn — organisti Sóknarnefnd Garðakirkju, Garðabæ, auglýsir eftir organista í fullt starf frá og með 1. októ- ber 1987. Starfið felur í sér venjuleg organ- istastörf, þjálfun kórs, aðstoð við fermingar- undirbúning og önnur skyld störf. Laun samkv. kjarasamningi íslenskra organleikara. Skriflegar upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist formanni sóknarnefndar, Bene- dikt Björnssyni, Aratúni 38 eða sóknarpresti, séra Braga Friðrikssyni, Faxatúni 29, fyrir 1. ágúst 1987. Sóknarnefnd. Afgreiðslustarf Verzlunin 1001 nótt óskar eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa. Heilsdagsstarf. Æskilegur aldur 21-30 ára. Upplýsingar í síma 12650 frá kl. 16.00-18.00. Tollstjórinn í Reykjavík auglýsir: í framhaldi af endurskipulagningu á starfsemi tollstjóraembættisins í Reykjavík og stofnun- ar embættis ríkistollstjóra eru eftirtalin störf auglýst laus til umsóknar við embættið: 1. Yfirmaður við tollstjórn. Lögfræðimennt- un áskilin. 2. Yfirmaður við tollendurskoðun. Endur- skoðunarmenntun áskilin. 3. Starf starfsmannastjóra. Menntun og reynsla í stjórnun áskilin. 4. Starf upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur um störf þessi er til 1. ágúst 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri. Tollstjórinn í Reykjavík. I.júli 1987. Útflutningsfyrirtæki á fatnaði óskar eftir ráða starfskraft í fullt starf. í starf- inu felst: - Umsjón með öllum innkaupum fyrirtæk- isins, - ábyrgur fyrir öllum afhendingum til við- skiptavina, - umsjón með pökkun, - vinna við framleiðslu- og birgðabókhald fyrirtækisins í tölvu. Hér er um að ræða starf sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika en gerir jafnframt miklar kröfur til viðkomandi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Á — 851 “ fyrir 25. júlí. Iðnaðarmenn óskast Óskum eftir iðnaðarmönnum til starfa: Vél- virkjum, plötusmiðum, pípulagningamönn- um, rennismiðum, bifvélavirkjum og blikksmiðum. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Uppl. veitir Gestur Halldórsson í vinnutíma í síma 94-3711 og á kvöldin í síma 94-3180. Vélsmiðjan Þór hf., Rörverkhf., Suðurgötu 9, ísafirði. Kringlan Starfsfólk óskast í fataverslun sem opnar í Kringlunni 13. ágúst. Vinnutími samkomulag. Upplýsingar óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júlí merktar: „Kringlan — 4045“. Rafmagnstækni- fræðingur Ungur, nýútskrifaður rafmagnstæknifræð- ingur óskar eftir atvinnu. Get byrjað strax. Hef sveinspróf í rafvirkjun og góða reynslu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Góður starfskraftur — 5179" fyrir 17. júlí. Kranamaður — verkamenn Kranamaður á byggingakrana og verkamenn í byggingavinnu óskast strax. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 673385 og 79111. Byggungsf. Kennarar Kennara vantar við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit í eftirtaldar greinar: Myndment, samfélagsfræði, bókfærslu, vél- ritun og stuðningskennslu. Upplýsingar gefur yfirkennari í símum 666186 og 667166. Yfirkennari. Kennarar Þorlákshöfn er í 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þar vantar kennara í íslensku og ensku í 7.-9. bekk, íþróttum stúlkna, svo og kennslu 10 og 11 ára barna. Ódýrt húsnæði í boði. Hafið samband við skólastjóra í síma 99-3910 eða formann skólanefndar í síma 99-3789. Grunnskóli Þorlákshafnar. Rafeindavirki eða rafvirki óskast til starfa nú þegar. Mikil vinna. Endur- skoðunarkunnátta nauðsynleg. Framtíðarstarf. Svar óskast sent til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25/7 merkt: „R — 6431“. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Blönduósi óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga frá 1. sept. eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar um launakjör og húsnæði gefur hjúkrunarforstjóri í síma 95-4206, heimasími 95-4528. Starfsstúlkur óskast í pökkunardeild okkar nú þegar í hálfs- eða heilsdagsstarf. Upplýsingar á staðnum, ekki í síma. Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, Hafnarfirði. Starf organista Starf organista við Egilsstaðakirkju er laust til umsóknar. Starfið er hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 31. júlí. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar Magnús Einarsson. Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju. Framkvæmdastóri Kjörland hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra. Fyrirtækið starfar við framleiðslu og sölu á frönskum kartöflum og matarkartöflum. Einnig sér fyrirtækið um sölu á fersku grænmeti. Starfsmenn eru um 15. Fyrirtækið er stað- sett á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Þetta er ungt fyrirtæki í mótun og því getur verðandi framkvæmdastjóri haft þar mikil áhrif. Mögu- leikar fyrirtækisins á þessum markaði geta verið miklir ef réttur maður með ferskar og góðar hugmyndir fæst í starfið. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í stjórnun- arstörfum. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar á. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Skrifleg umsókn, þar sem fram komi upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Starfsmannastjóra KEA, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri KEA í síma 96-21400. Ertþú góður dönskukennari? Að Garðaskóla vantar vel menntaðan og áhugasaman kennara í dönsku. Starfsað- staða er mjög góð í nýju og rúmgóðu húsi vel búnu kennslutækjum. Nemendur og kenn- arar hafa samfelldan vinnudag. Árlega eru margir kennarar styrktir til endurmenntunar. Ef þú hefur áhuga sláðu þá á þráðinn og kynntu þér skipulag og starfsaðstöðu. Skólastjóri og yfirkennari gefa fúslega nán- ari upplýsingar. Heimasímar: 42694 og 74056. Skólafulltrúi Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.