Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 23 i— — Ljósmyiid- ir í Djupinu í Djúpinu við Hafnarstræti eru þessa dagana til sýnis nær tveir tugir ljósmynda eftir Svölu Ólafs- dóttur. Hér er um að ræða myndir, sem Svala hefur unnið á tveim síðustu árum og eru flestar svart- hvítar en sumar handlitaðar tilraun- ir, unnar með blönduðum aðferðum. Svala lauk BFA-gráðu í ljós- myndun frá San Francisco Art Institute vorið 1986 og er þetta frumraun hennar hér á landi. Mynd- imar á sýningunni bera þess nokkum vott, að hér mun um skóla- vinnu að ræða og að viðkomandi sé að reyna fýrir sér í faginu og nálg- ast það frá hinum ýmsu hliðum. Viðfangsefnin eru frekar almenns eðlis og ekki ýkja frumlega staðið að verki þótt viljinn til þess sé auð- sjáanlega fyrir hendi. Og sem oft vill verða í slíkum tilfellum nær gerandinn langsam- legást mest sannfærandi árangri í þeim myndum, er hann reynir ekki að vera frumlegur en myndefnið verður til svo að segja af sjálfu sér — þetta er einmitt kjaminn í öllum frumleika. Frumleikinn kemur fram ef hann á annað borð er fyrir hendi í einstaklingnum, áreynslulaust og eðlilega en ekki sem markmið í sjálfu sér. Þannig þykir - þeim er hér ritar mynd af konu í svörtu, sem nefnist „Kveðja" (2), langsamlega áhrifa- ríkasta myndin á sýningunni, í senn einföld og tjáningarrík. Þá er mynd- in „Skref“ (3) kröftug og hressileg og algjör en skemmtileg andstæða næstu myndar „Grátur" (3), sem er ljóðræn og fíngerð og ein af hrif- mestu myndum sýningarinnar. Framtakið ber vott um ágæta hæfí- leika Svölu Ólafsdóttur en framtíðin ' ein fær skorið úr því hvemig henni nýtast þeir. Hér skal engu spáð ... Stykkishólmur; Ökuleikni BFÖ Morgunblaðið/Ámi Helgason Hjólreiðakapparnir í ökuleiknikeppninni í Stykkishólmi. Veidileyfi í Grímsá Af sérstökum ástæðum er til sölu eitt 3ja daga holl (10 stengur) í Grímsá dagana 29. júlí til 1. ágúst. Upplýsingar í síma 93-51243 milli kl. 20-22 á kvöldin. Veiðifélag Grímsár og Tunguár. byrjendanámkeið Stykkishólmi. EINS og undanfarin ár fór hér í Stykkishólmi fram ökuleikni á vegum bindindisfélags öku- manna. Var þessi keppni haldin á bifreiðastæðinu fyrir framan Hótel Stykkishólm og fór fram bæði keppni í hjólreiðum og bif- reiðaakstri og auk þess var farið yfir allar reglur og umferðar- mál. Þetta mót var eins og oft áður með marga þátttakendur og allskonar hindranir á vegum sem menn áttu að sigrast á. Fyrstu keppendumir vom í hjólreiðum og meðferð reið- hjóla og var mjög spennandi að fýlgjast með. Vom bæði böm og unglingar og sigraði Sigurjón Þórðar- son 13 ára. Reiðhjólakeppnin stóð á annan klukkutíma og var gaman að sjá eftir- væntinguna í hveiju auga, og það sýnir sig alltaf að hinir ungu vilja gera sitt besta, hlýða settum reglum og reyna á krafta, þor og vit. Það er aðeins að útbúa verkefnin þannig að þau séu eftirsóknarverð. A eftir reiðhjólakeppninni kom svo akstur bifreiða og vom 10 keppendur mættir til leiks í upphafí og léku alls- konar listir á þessum ágæta velli og var það eins og með hjólreiðakeppn- ina að menn fylgdust með af áhuga, bæði þeir sem stjómuðu og eins hin- ir sem vom á hörku spani í að gera sitt besta. Keppnin fór þannig að Jóhann Gunnlaugsson bifreiðastjóri varð hlutskarpastur og næstur varð Guð- mundur Egilsson. Á eftir var svo verðlaunum útbýtt við hátíðlega at- höfn. Hjólum hefur farið fjölgandi á sein- ustu tímum og fást þau nú keypt hér í Hólminum í versluninni Húsið. Árni : | Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Logi Ragnarsson, tölvufræöingur Tími: 21., 23., 28. og 29 júlí kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 | SSSS9 1 | L. BORGARTÚNI28 FRJÁLS FÖT FYRIR FRJÁLSLEGT FÓLK FRÁ THINK PINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.