Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 23 i— — Ljósmyiid- ir í Djupinu í Djúpinu við Hafnarstræti eru þessa dagana til sýnis nær tveir tugir ljósmynda eftir Svölu Ólafs- dóttur. Hér er um að ræða myndir, sem Svala hefur unnið á tveim síðustu árum og eru flestar svart- hvítar en sumar handlitaðar tilraun- ir, unnar með blönduðum aðferðum. Svala lauk BFA-gráðu í ljós- myndun frá San Francisco Art Institute vorið 1986 og er þetta frumraun hennar hér á landi. Mynd- imar á sýningunni bera þess nokkum vott, að hér mun um skóla- vinnu að ræða og að viðkomandi sé að reyna fýrir sér í faginu og nálg- ast það frá hinum ýmsu hliðum. Viðfangsefnin eru frekar almenns eðlis og ekki ýkja frumlega staðið að verki þótt viljinn til þess sé auð- sjáanlega fyrir hendi. Og sem oft vill verða í slíkum tilfellum nær gerandinn langsam- legást mest sannfærandi árangri í þeim myndum, er hann reynir ekki að vera frumlegur en myndefnið verður til svo að segja af sjálfu sér — þetta er einmitt kjaminn í öllum frumleika. Frumleikinn kemur fram ef hann á annað borð er fyrir hendi í einstaklingnum, áreynslulaust og eðlilega en ekki sem markmið í sjálfu sér. Þannig þykir - þeim er hér ritar mynd af konu í svörtu, sem nefnist „Kveðja" (2), langsamlega áhrifa- ríkasta myndin á sýningunni, í senn einföld og tjáningarrík. Þá er mynd- in „Skref“ (3) kröftug og hressileg og algjör en skemmtileg andstæða næstu myndar „Grátur" (3), sem er ljóðræn og fíngerð og ein af hrif- mestu myndum sýningarinnar. Framtakið ber vott um ágæta hæfí- leika Svölu Ólafsdóttur en framtíðin ' ein fær skorið úr því hvemig henni nýtast þeir. Hér skal engu spáð ... Stykkishólmur; Ökuleikni BFÖ Morgunblaðið/Ámi Helgason Hjólreiðakapparnir í ökuleiknikeppninni í Stykkishólmi. Veidileyfi í Grímsá Af sérstökum ástæðum er til sölu eitt 3ja daga holl (10 stengur) í Grímsá dagana 29. júlí til 1. ágúst. Upplýsingar í síma 93-51243 milli kl. 20-22 á kvöldin. Veiðifélag Grímsár og Tunguár. byrjendanámkeið Stykkishólmi. EINS og undanfarin ár fór hér í Stykkishólmi fram ökuleikni á vegum bindindisfélags öku- manna. Var þessi keppni haldin á bifreiðastæðinu fyrir framan Hótel Stykkishólm og fór fram bæði keppni í hjólreiðum og bif- reiðaakstri og auk þess var farið yfir allar reglur og umferðar- mál. Þetta mót var eins og oft áður með marga þátttakendur og allskonar hindranir á vegum sem menn áttu að sigrast á. Fyrstu keppendumir vom í hjólreiðum og meðferð reið- hjóla og var mjög spennandi að fýlgjast með. Vom bæði böm og unglingar og sigraði Sigurjón Þórðar- son 13 ára. Reiðhjólakeppnin stóð á annan klukkutíma og var gaman að sjá eftir- væntinguna í hveiju auga, og það sýnir sig alltaf að hinir ungu vilja gera sitt besta, hlýða settum reglum og reyna á krafta, þor og vit. Það er aðeins að útbúa verkefnin þannig að þau séu eftirsóknarverð. A eftir reiðhjólakeppninni kom svo akstur bifreiða og vom 10 keppendur mættir til leiks í upphafí og léku alls- konar listir á þessum ágæta velli og var það eins og með hjólreiðakeppn- ina að menn fylgdust með af áhuga, bæði þeir sem stjómuðu og eins hin- ir sem vom á hörku spani í að gera sitt besta. Keppnin fór þannig að Jóhann Gunnlaugsson bifreiðastjóri varð hlutskarpastur og næstur varð Guð- mundur Egilsson. Á eftir var svo verðlaunum útbýtt við hátíðlega at- höfn. Hjólum hefur farið fjölgandi á sein- ustu tímum og fást þau nú keypt hér í Hólminum í versluninni Húsið. Árni : | Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Logi Ragnarsson, tölvufræöingur Tími: 21., 23., 28. og 29 júlí kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 | SSSS9 1 | L. BORGARTÚNI28 FRJÁLS FÖT FYRIR FRJÁLSLEGT FÓLK FRÁ THINK PINK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.