Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 Ferðaþjonusta á landsbyggðinm Suðurland: Umferð ferðamanna fer ört vaxandi Færri ferðamenn eru í hópferðum og umferð erlendra ferðamanna minni Selfossi. Ferðamannastraumurinn um Suðurland er greinilega hafinn. Á öllum ferðamannastöðum eykst umferð ferðamanna jafnt og þétt þessa dagana, bæði inn- lendra og erlendra enda fer í hönd mesti annatimi ferðaþjón- ustunnar. Misjafnt hljóð er þó i forsvarsmönnum gististaða um aðsókn það sem af er sumri og um útlitið framundan. Svo virðist sem erlendir ferðamenn í hópferðum um landið muni ekki skila sér eins vel og i fyrra og umferð ferðamanna á eigin vegum er minni. Uppgangur er i ferðaþjónustu á Suðurl- andi, nokkrir nýir gististaðir hafa bæst við og víða verið bætt úr aðstöðu svo sem á tjald- svæðum. „Við þurfum ekki að kvarta undan aðgerðarleysi," sagði Jón Grétar Kjartansson hótelstjóri í Skógum um ferðamannastraum- inn. Hann sagði mikið um að fólk kæmi frá Reykjavík í hlaðborð sem þau væru með á kvöldin. Mesti fjöldí ferðamannanna kæmi þó í rútum, í skipulögðum ferðum. Hann sagði aukningu hafa verið í júní og það liti vel út með suma- rið. Mikíl umferð við Geysi og á Flúðum Már Sigurðsson hótelstjóri á Geysi í Haukadal sagði sumarið líta mjög vel út. Það væri búinn að vera stöðugur straumur síðan um páska. Góður vegur uppeftir hefði sitt að segja og það kæmi greinilega fleira fólk. „Útlitið er gott en útlendingar eru þó Iítið famir að koma,“ sagði Jóhannes Sigmundsson hótelstjóri á Flúðum. Það var fullt um allar helgar á Flúðum í júní, mest ís- iendingar, og sumarið er vel bókað fram til 20. ágúst. Jóhannes sagði nokkuð um afbókanir en bjóst þó við einhverri aukningu frá í fyrra ef bókanir stæðust. Ferðaþjónust- an er mjög vaxandi á Flúðum og stöðug aukning á umferð þar um staðarhlöðin. Kuldi í Evrópu þýðir færri ferðamenn Hjá Mosfelli á Hellu bjuggust menn við færri ferðamönnum í sumar en var í fyrra. Maí hefði verið góður, með 70% aukningu en í júní hefði aðókn í gistingu dregist saman um þriðjung en tjaldgestir í júní hefðu verið jafn margir og í fyrra. Einar Kristins- son hjá Mosfelli sagði að það stefndi í þriðjungs minnkun, færra væri í bókuðum hópferðum út- lendinga á vegum ferðaskrifstofa. Það væri erfíðara að gera sér grein fyrir fjölda þeirra sem ferð- ast á eigin vegum, aðalstraumur þeirra hæfist í kringum 10. júlí. Hann sagði að sér virtist sem kaldur vetur í Evrópu hefði þau áhrif að þá kæmu færri ferða- menn til Islands. Ferðamannastraumurinn á Hvolsvelli hófst upp úr miðjum júní. Siguijón Þórðarson hótel- stjóri sagði útlitið gott með sumarið. Það væri nokkuð mikið bókað en lítið um afföll. Dálítið væri um Islendinga en flestir ges- tanna væru útlendingar, Bretar og Þjóðveijar. Nýlega var opnuð viðbygging við Hótel Hvolsvöll þar sem er afgreiðsla fyrir rútur Aust- urleiðar sem meðal annars er með ferðir í Þórsmörk en þær eru geysivinsælar. Jóna Kerúlf hótelstjóri hjá KS í Vík sagði nokkuð um afbókanir ferðamannahópa en júní hefði verið sæmilegur miðað við það sem verið hefur. Hótelið er með 5 sumarhús sem hafa verið vel nýtt. Gott á Örkinni * • e * íjum Hjá Hótel Örk í Hveragerði var góð aðsókn í júní. Margrét Sig- valdadóttir hótelstjóri sagðist ekki nógu hress með útlitið í júlí. Bet- ur liti út með ágúst, september og október. Einnig væru að ber- ast bókanir fyrir næsta ár. Mikið er um ráðsteftiur á Örkinni og eru aðal ráðstefnumánuðimi júní, ágúst og september. í júlí býður mest á fólki sem væri á eigin vegum. Mikið er um að sömu gestir komi aftur ár eftir ár, jafn- vel útlendingar. Sigríður sagði að þau reyndu eftir megni að ná persónulegu sambandi við gestina og gæfu þeim ýmsar upplýsingar um skoðunarferðir og annað í nágrenninu. Það væri nokkuð sem fólk kynni að meta. Hjá öðrum stöðum á Selfossi hefur umferð í júní verið dræm og færra í hópum sem bókaðir eru í júlí en var í fyrra. Bjartsýni á Laugarvatni Stöðug aukning ferðamanna er á Laugarvatni, þar er alltaf mikil umferð og ýmislegt við að vera. Sigríður Foss fyrir utan Þórístún. Glenn og Kathy Gantc frá Bandaríkjunum ferðast um Suðurlandsundirlendið á hjólum. Þau end- uðu 3ja mánaða ferð um Evrópu með viku hjólatúr á íslandi og sögðust koma aftur á sterkarí hjólum til að sjá aðra hluta landsins. hótelið upp á hressingardvöl, með líkamsrækt, nuddi, leirböðum, sundi, sauna ogþví sem tilheyrir. „Heldur færri á ferð“ Sigrún Sigfúsdóttir á Hótel Ljósbrá í Hveragerði sagði að henni virtist sem heldur færri væru á ferð á eigin vegum og almenn umferð heldur minni. Það gæti þó legið í því að nú væru fleiri sem byðu upp á gistingu. Hún sagði það færast í aukana að íslendingar nýttu sér farfugla- heimilið sem hún rekur líka, sömu sögu væri að segja um tjaldsvæði hótelsins. Hún sagði gott útlit fyrir sumarið. Hótelið er í sam- bandi við enska ferðaskrifstofu sem sendir hópa til íslands og þeir fá fulla þjónustu á Ljósbrá á meðan þeir ferðast um Suðurland- sundirlendið. Misjafnt á Selfossi Gott hljóð var í Bimi Lárussyni hjá Hótel Selfoss. Hann sagði ferðamannastrauminn hafa byij- að eins og sprengju 20. maí og síðan hefði verið 70% nýting á hótelinu. Útlitið væri gott 80-85% bókanir. Meirihluti gestanna er í hópferðum og flestir gista í 3 nætur í einu. Hótel Selfoss er í Intemord-keðju hótela á Norðurl- öndum og Islandi og hefur það gefíst mjög vel. Sigríður Foss hjá Hótel Þórist- úni á Selfossi sagði að afpantanir hjá ferðaskrifstofum hefðu verið miklar í júní og hann því orðið frekar rýr. Hún sagði einnig að sjálfsagt hefði það áhrif að gisti- stöðum á svæðinu hefði fjölgað og færri kæmu á hvem stað. Þrátt fyrir það liti júlí þokkalega út. Þó sagði Sigríður erfitt að segja til um það því hjá þeim byggðist Morgunblaðið/Sig. Jóns. Jóhannes Sigmundsson hótelstjóri á Flúðum kannar vatnið í ein- um heita pottinum fyrir utan Skjólborgina. Menn fara í gönguferðir um ná- grennið eða á seglbretti sem unglingar upp í sextugt stunda mikið. Iþróttasalurinn nýi við íþróttaskólann er opinn tvisvar í viku fyrir gesti og er þar mjög góð aðstaða. Mikið hefur verið að gera þar hjá hótel Eddu í júní- mánuði, innlendar ráðstefnur hver af annarri og mikið um að starfs- mannahópar komi í mat eða til dvalar í skamman tíma. Útlend- ingar eru að byija að koma á staðinn og eru að sögn Emu Þór- arinsdóttur hótelstjóra heldur færri í hópum en vant er. Hún hafði það eftir einum gestanna að vorið í Skandinavíu hefði kom- ið mjög seint og menn ekki almennilega þorað til íslands og því afbókað ferðir sínar. Mikil umferð var um síðustu helgi á tjaldsvæðunum en þar eru menn búnir undir að mæta ferðamanna- straumnum og einnig í annarri þjónustu á staðnum. Uni útlitið í júlí og ágúst sagði Ema hótelstjóri að bókanir væru góðar og þær væm alltaf bjart- sýnar á hótelinu og alveg bráð- hressar þó ekki væri alltaf fullt: „Það er svo gott að vera héma,“ sagði Ema. Heitir pottar gera lukku Talsverð aukning hefur orðið á Suðurlandi á möguleikum til gist- ingar og virðist sem margir hafi tekið við sér við spár um aukinn ferðamannastraum. Gistihúsið Starengi á Selfossi tók til starfa í vor og í Hveragerði bættist við gisting í heimahúsi með morgun- verði. Þá er boðið upp á svefn- pokapláss í Þingborg í Hraungerðishreppi. Auk þess hafa þeir staðir sem fyrir eru aukið við og gert endurbætur. Á Flúðum tók Ferðamiðstöðin til starfa og býður upp á gistingu í 5 sumar- húsum og ýmsa aðra ferðaþjón- ustu. Byggt var við Skjólborgina á Flúðum og er þar um að ræða herbergi með baði og heitum potti fyrir utan, nokkuð sem bæði inn- lendir og erlendir ferðamenn kunna vel að meta. Hjá hótel Þóristúni á Selfossi er sömu sögu að segja af heita pottinum í garði hótelsins, hann vekur stormandi lukku meðal gesta. Endurbætur hafa víða verið gerðar á tjaldsvæðum og er greinilegt að forsvarsmenn þeirra gera sér grein fyrir því að ef reka á tjaldsvæði með það fyrir augum að fá þangað fólk til dvalar um lengri tíma þarf aðstaðan að vera fyrsta flokks, heitt og kalt vatn, steypiböð og möguleiki til að þvo fatnað. Greinilegt er á svörum manna að tjaldsvæði í grennd við sundlaugar eru vinsæl meðal ferðamanna. Misjafn ferðamáti Ferðamáti ferðamanna er eins misjafn og þeir eru margir. Sumir ferðast í stórum hópum, aðrir á eigin bílum og svo eru þeir sem kjósa að fara um með bakpoka og notuðu áætlunarbílana. Vin- sælast er að kaupa tímamiða, en þá getur viðkomandi farið með hvaða áætlunarferð sem er á ákveðnu tímabili. Svo eru þeir sem Terðast um á hjólum og fara jafn- vel í kringum landið. Láta þeir ekkert á sig fá þó vindar blási eða regnið lemji andlitið. Það er allt upplifun og hversdagslegir hlutir í augum Islendinga verða ævin- týri líkastir hjá þessum erlendu gestum. íslandsferðir eru „töff“ í hugum margra er það töff að fara til íslands. Fararstjóri gönguferðahóps sagði að tvær eldri konur hefðu haft það á orði í einni gönguferðinni að þær væru nú úr stórborg og ekki vanar svona þeytingi. Þá svaraði farar- stjórinn að þær yrðu að gera sér grein fyrir því að ferð til íslands væri engin letiferð. Það yrði að reyna á sig til að sjá það sem landið hefði upp á að bjóða. Eftir það voru þær gömlu galvaskar á göngunni. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.