Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
21
Súlli sagði að hér áður fyrr á
árum hefði þeim Eyjapeyjunum
verið kennt þetta í barnaskólanum
og ennþá lengra síðan, þegar ekki
var mikið um skólahald, var það
gert að skilyrði að hver einasti
peyi kynni tábragð og lærvað.
Þetta var talið slíkt meginmál. Þeir
eru orðnir margir unglingarnir sem
lært hafa réttu handbrögðin hjá
Súlla og margir þekktir fjallamenn
hafa farið sitt fyrsta sig undir vök-
ulu eftirliti hans.
„Það hafa komið til mín peyjar
sem hafa lent í vandræðum og
svelti og þakkað manni með kossi
fyrir að hafa kennt þeim hvernig á
að nota böndin. Fjöllin heilla og
sem betur fer þá eru slys ekki eins
algeng og áður var. Það hefur þó
aldrei skeð í gegnum tíðina að
menn hafi hrapað úr bandi hér í
Vestmaonaeyjum. Aftur á móti er
það hættulegt að prila og hífa sig
upp á lausu bandi, þess vegna eiga
menn undiröllum kringumstæðum
að vera bundnir á öðrum þegar
farið er í bjarg og hafa stuðnings-
band til þess að redda sér með.
Ef menn eru lofthræddir þá eiga
þeir að varast allt sem heitir berg
því við þær aðstæður missa menn
bara jafnvægið og sjálfsstjórnina.
Það hefur komið fyrir vana fjalla-
menn að verða alveg stjarfir og
þá er eins gott að varast hæðina,"
sagði Hlöðver Johnsen.
-hkj.
að
tökin
„Það er fínt að læra hjá Súlla
og ég vil ekki missa af þessu þó
að ég verði að hlaupa hinaaö úr
vinnunni í kaffitímanum. Eg hef
mætt á öll námskeiðin frá því ég
var 6 ára. Mér finnst mjög gaman
að spranga og klifra í fjöll og það
er nauðsynlegt að læra réttu
handtökin.
Pabbi minn er úteyjarmaður
og ég hef nokkrum sinnum feng-
ið að fara með honum út í
Hrauney. Mér finnst mjög gaman
að veiða lunda og yfirleitt vera
úti í eyju. Ég ætla sjálfur að verða
úteyjarmaður," sagði Ivar um leið
og hann skundaði aftur í vinn-
una. Kaffitíminn var búinn.
ívar fikrar sig eftir sillum með
sprangbandið í munninum,
enda þarf hann að nota báðar
hendurnar.
Sjöfn að koma
inn að bergi f
Sprangskóla
Silla. Hérísigi
og hvergi
smeyk.
Atlantshaf:
t
Fjórarþotur
hætt komnar
New York, Reuter.
Bandariska flugmálasljórnin
rannsakar nú tvö flugumferðar-
atvik þar sem lá við árekstri
farþegaflugvéla yfir Atlantshafi.
Annað atvikið varð á miðvikudag
og hitt á fimmtudag.
Á miðvikudag myndaðist
árekstrarhætta er tvær bandarískar
farþegaþotur á leið frá London til
Bandaríkjanna flugu hættulega
nærri hvorri annarri. Þotumar voru
frá flugfélögunum Delta og Con-
tinehtal.' Delta-flugvélin var komin
um 100 kílómetra af leið þegar at-
vikið varð. Vélamar vom komnar
það 'nálægt hvorri annarri að far-
þegar þeirra gátu nærri veifað hver
öðrum.. *
Flugvélamar vom nýkomnar inn
í .flugstjómarsvæði flugumferðar-
stjóra á Gander-flugvellinum á
Nýfundnalandi, þegar atvikið varð.
Auk bandarísku flugmálastjómar-
.innar vinna kanadísk flugmálayfír-
völd einnig að rannsókn þessa máls.
í fyrradag lá einnig við árekstri
þota frá Pan American og Viasa
Venezuelan . Atvikið átti sér stað
1.280 kflómetra suður af New York.
Þotumar flugu í gagnstæða átt.
Þota Pan Am var á leið til St. Thom-
as á Jómfrúareyjum en þota Viasa
flaug í norðurátt á leið frá Caracas
til New York. Aðeins 400 metrar
vom á milli flugvélanna þegar þær
mættust í sömu flughæð. Engin
skýring hefur verið gefín á mistök-
unum, sem urðu þess valdandi að
flugvélamar vom svo hættulega
nærri hvorri annarri.
A-Þýskaland:
Drepnir af
sovéskum
hermönnum
Bonn. Reuter.
SOVÉSKIR hermenn skutu i
síðasta mánuði til bana tvo unga
Austur-Þjóðveija við herskála í
Fuerstenberg, um 80 km fyrir
norðan Berlínarborg.
Vestur-þýska blaðið Bild, sendi
frá sér tilkynningu í gær þess efnis
að í dag myndi blaðið birta frétt
um þennan atburð. Sagt var að 11.
júni sl. hefðu ungu mennimir tveir,
sem vom 16 og 19 ára, reynt að
klifra upp vegg herskálans og hefðu
þeir ætlað sér að selja hermönnun-
um vodka. Skotið hefði verið á þá
og hefði sá eldri látist samstundis
en hinum yngri hefði blætt út á
staðnum. Er útför piltanna var gerð
viku seinna, dreifði austur-þýsk
öryggislögregla fólkinu er þar
mætti og handtók nokkra. Segist
Bild hafa fengið fréttina staðfesta
hjá íbúum í Fuerstenberg.
Um 400.000 manna sovéskt her-
lið dvelst að staðaldri í Austur-
Þýskalandi.
V^terkur og
k-J hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Parkinson
NÝTT LÖGMÁL
C. N. Parkinson,
hinn kunni fræði-
maður á sviði
stjórnunar, mun
halda erindi og
svara fyrirspurnum
á hádegisverðar-
fundi þriðjudaginn
14. júlí kl. 12.00 til
14.30 í Átthagasal
Hótel Sögu.
Parkinson er kominn hingað til lands til við-
ræðna um útgáfu á yfirlitsriti um verk sín. Á
hádegisverðarfundinum mun hann kynna nýj-
ar kenningar sínar á sviði stjórnunarfræða.
Erindi hans nefnist „Nýtt lögmál".
Allir velkomnir. Þátttökugjald og
hádegisverður kr. 1500.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku f
síma 83088.
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
RAÐ 1
á
Almenna
bókafélagið