Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
Afmæliskveðja:
Hákon Bjarnason
skógræktar slj ór i
Ekki verður um það deilt, að
Hákon skógræktarstjóri verður átt-
ræður á morgun, og þeirri hugsun
skýtur fyrst upp í hug mér að „hin
gömlu kynni gleymast ei“ og ef til
vill er skýrust minningin, þegar við
sátum saman í Silfurgötunni í
Kaupmannahöfn og Hákon var með
fangið fullt af útreikningum og
samanburðartölum á loftslagi og
gróðurskilyrðum á íslandi og í Al-
aska ásamt fróðleik um ótal tijáteg-
undir, sem yxu þar í víðlendum
skógum og um leið var hann sann-
færður um, að þangað ættum vér
að leita eftir trjátegundum, sem
skapað gætu nytjaskóga á íslandi.
Ég var dálítið vantrúaður í fyrstu,
en áður en við skildum var efínn á
brott. Það var kannski ekki mikið
þrekvirki, því að vantrú mín var
veik. En hitt er meira þrekvirkið,
að Hákon hefír gert þessa hugsjón
sína að veruleika og látið hina van-
trúuðu þreifa á staðreyndum, sem
hafa gefíð þeim trúna á að takast
megi að rækta hér nytjaskóg af
erlendum viðartegundum, en það
hefír kostað mörg átök og hörð.
Það er skemmtileg tilviljun, að
fyrstu skógræktarlögin voru sett á
íslandi sama árið og Hákon fæddist
og hann varð fyrsti íslendingurinn,
sem hlaut háskólamenntun í skóg-
fræðum, en í þeim fræðum lauk
hann prófí við Landbúnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn 1932, og
honum féll sú gæfa í skaut að skapa
tímamót í íslenskri skógrækt með
áratuga starfí, sem skógræktar-
stjóri íslands.
Enda þótt skógræktin hefði
starfað í nær þijá tugi ára, þegar
Hákon tók við forystu þeirra mála
1935, hafði í rauninni lítið gerst á
því sviði. Allmikið skóglendi hafði
verið friðað og ljóst var að máttur
friðunarinnar var mikill. Fáeinar
tilraunir höfðu verið gerðar með
ræktun erlendra tijátegunda með
misjöfnum árangri og menn voru
vantrúaðir á, að hér mætti nokkur
skógur dafna annar en birkiskógur-
inn og þó lítils vaxtar. Þeir voru
fáir, sem trúðu því að skógur gæti
orðið hér til verulegra nytja ann-
arra en prýða landið og veita næsta
umhverfí sínu skjól.
Skógræktin hafði að vísu eignast
ötula forsvarsmenn, en hinir voru
fleiri, sem létu sér fátt um hana
fínnast, og þegar Hákon tók að
gerast umsvifamikill í skógræktar-
málunum töluðu þeir um „hríslu-
rækt“ hans í fullkomnum lítilsvirð-
ingartón. Það þurfti því ekki
einungis að afla ijár til fram-
kvæmda og fínna hentugar tegund-
Grænland:
Moskusuxar
til nýrra
heimkynna
Kaupmannahöfn, frá N.J.Bruun, Græn-
landsfréttaritara Morgunbladsins.
FIMMTÁN moskusuxakálfar
hafa verið fluttir með þyrlu frá
Syðri-Straumfirði til fjarðanna
við Ivigtut í Suður-Grænlandi.
Er vonast til, að þeir geti þrifist
það vel á þessum slóðum að unnt
verði að hefja veiðar eftir nokk-
ur ár.
Talið er víst, að moskusuxamir
hafí nóg fyrir sig á sumrin en
líklega verður að bæta þeim _upp
vetrarbeitina með heygjöf. Áður
vom moskusuxamir aðeins á Aust-
ur-Grænlandi, flestir við Scoresy-
sund, en síðan voru nokkrir fluttir
til Syðri-Straumfjarðar. Þar stækk-
aði stofninn ört og þaðan voru svo
fluttir kálfar á Thulesvæðið. Nú er
því um að ræða þriðju tilraunina
til að auka útbreiðslu stofnsins á
Grænlandi.
ir er hæfðu íslensku loftslagi og
jarðvegi, heldur varð einnig að sigr-
ast á rótgrónum fordómum og
jafnvel óvild til skógræktarstarfsins
í heild. En Hákoni tókst með harð-
fylgi, lagni og framkvæmdum að
vinna bug á mótþróanum og skapa
ný jákvæð viðhorf til skógræktar-
innar.
En að fleira þurfti að hyggja.
Hvarvetna um land blasa við hin
ömurlegustu ummerki uppblásturs
og gróðureyðingar og flestir eða
allir trúðu því, að hér væri einung-
is um að kenna hamfömm náttúr-
unnar, veðra og vatns. Hákon mun
einna fyrstur manna hafa komið
auga á samhengið milli byggðarinn-
ar og gróðureyðingarinnar. Hann
sýndi fram á með óyggjandi rökum,
hvemig ofbeit búfénaðar ylli land-
spjöllum og opnaði eyðingaröflun-
um leiðina til að feykja burt grasrót
og jarðvegi. Ég hygg að grein hans,
Ábúð og örtröð, hafí markað tíma-
mót í umræðunni um gróðureyðing-
una og viðnám við henni. Ekki tóku
þó allir þeirri kenningu fagnandi,
að beitin ryddi gróðureyðingunni
braut og væri oft upphaf hennar.
Þeir, sem mest höfðu hæðst að
hrísluræktinni, töldu að hér væri
engin hætta á ferðum og hvöttu til
enn meiri Qolgunar búpenings og
álags á beitilöndin. En hvað hefír
gerst? Harkalegar aðgerðir em nú
framkvæmdar til þess að fækka
sauðfénu, raunar meira vegna
skorts á markaði en af ótta við
gróðureyðinguna, sem menn þó sjá
óðum betur og betur að stendur í
beinu hlutfalli við rányrkjuna. Og
nú em gerðar ályktanir um ræktun
nytjaskóga sem nýja búgrein fram-
tíðarinnar. Naumast gátu hug-
myndir Hákonar unnið meiri sigur.
Hákon Bjamason er gæfumaður.
Honum hefír tekist að framkvæma
æskuhugsjón sína og ryðja nýja
braut í ræktunar- og landvemdar-
málum. Þótt margt sé enn óunnið
er þó fyrstu tálmunum mtt úr vegi,
brautin mdd og vegurinn varðaður
til framtíðarinnar. Og þó að Hákon
samkvæmt landslögum hafí látið
af embættisstörfum fyrir áratug er
ekkert íjær honum en að setjast í
helgan stein. Áhuginn er hinn sami,
þótt ámnum fjölgi og hann standi
ekki lengur í fylkingarbijósti.
Það em gæfumenn, sem geta lit-
ið til baka yfír langan veg og séð
að gróið hefír undan hveiju þeirra
spori. Hákon er einn slíkra. Vöxtur
og gróandi hefír fylgt í fótspor
hans og hann hefír manna mest
unnið að því að skila betra landi til
komandi kynslóða.
Ég læt þessu afmælisspjalli lokið
með þeirri ósk Hákoni til handa,
að hann eigi enn eftir að benda
lengra fram á leið í skógræktar-
og landvemdarmálum, og æskueld-
urinn kulni aldrei þótt ámnum
fjölgi. Raunar er ekki þörf að óska
slíks, því að þeir menn, sem helgað
hafa líf sitt þroska og gróandi,
verða aldrei gamlir.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
Hinn 13. júlí árið 1907 fæddist
hjónunum, dr. Ágústi Hákonarsyni
Bjamasonar frá Bíldudal, prófessor
og konu hans, Sigríði Jonsdóttur
Ólafssonar ritstjóra, fmmburður
þeirra. Drengurinn var strax hinn
mannvænlegasti og var gefíð nafn-
ið Hákon eftir afa sínum, sem af
mörgum hafði borið sakir skjótleika
síns og áræðis. En Hákon eldri fórst
af harðrétti eftir skipreka á Mýr-
dalssandi og hafði þá látið klæði
sín eftir félaga sínum köldum. Má
segja, að Hákoni yngra hafði síðan
um margt svipað til afa síns um
röskleika og hafí borið nafnið hinum
eldra til fulls sóma.
Hákon var snemma mikill fyrir
sér. Hann var í forystu fyrir fimm
systkina hópi og hlaut því að venj-
ast snemma við mannaforráð, þar
sem skjótar ákvarðanir verður á
stundum að taka. Eitt sinn var
Hákon ungur að gæta systkina
sinna. Næstyngsti bróðirinn, faðir
þess er þetta ritar, lokaðist inni í
klæðaskápi miklum, með gleri í
hurð. Varð hann fljótlega skelkaður
og æpti ákaft um að loftlaust væri
í skápnum. Snáðinn Hákon bretti
upp ermi, kreppti hnefann og
mælti: „Gefum honum loft.“ Síðan
sló piltur „Hólamannahögg" í rúð-
una. Varð af blóðbað mikið. En Jón
litli fékk loftið sitt og kominn er
ég hér.
Systkinin ólust upp á menningar-
og menntaheimili foreldra sinna,
lengst af í Hellusundi 3. Þar var
mikill gestagangur helstu andans
manna þjóðarinnar, auk útlendra
fræðimanna. Sjóndeildarhringur
Hákonar varð því snemma rúmur,
þar sem hann einnig stundaði vinnu
til sjós og lands í sumarleyfum. Að
afloknu stúdentsprófí 1926 sigldi
Hákon til náms á landbúnaðar-
háskólann danska til skógrækt-
amáms, þar sem hann lauk prófí
1932. Sjálfsagt hefur einhveijum
fundist, að vitlausari námsbraut
gæti íslendingur ekki valið sér til
þess að lifa af í þessu rollunnar
landi, þar sem uppblástur og örtröð
var talið til fegurðar Fjallkonunnar
og lofsunginn í kvæðum höfuð-
skáldanna.
Heimkominn frá námi sneri Há-
kon sér að því ofurmannlega
verkefni að vinna landsmenn til
fylgis við þá sannfæringu sína, að
á Islandi framtíðarinnar myndu
vaxa skógar. Starfsaðferðir hans
við þetta minntu miklu meira á trú-
boð stórprédikara með vakninga-
samkomuhaldi heldur en embættis-
starf eins og venjulega er tíðkað.
Hákon var skipaður skógræktar-
stjóri Skógræktarfélags íslands og
stofnaði þá skógræktarstöðina í
Fossvogi. Gegndi Hákon starfínu
til þess að hann lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir 1977.
Marga hildi háði Hákon við van-
trúar- og villutrúarmenn og sauð-
spekinga á starfsferli sínum. En
hnn lét hvergi deigan síga, var
óþreytandi í starfi og brennandi í
andanum. Hann flutti inn um 60
tegundir plantna frá um 300 stöð-
um á jörðinni, m.a. sitkagrenið,
lúpínuna og öspina frá Alaska. Og
um síðir, þá sáu allir á árangrinum
að hann hafði haft rétt fyrir sér. Á
íslandi getur vaxið nytjaskógur, já
stórviður, sem dugar í fleira en eld-
spýtur, eins og gárungamir sögðu
skógrækt einungis duga til á árum
áður. Jafnvel einn harðasti mót-
stöðumaður Hákonar í beitarmálum
lengi vel, Halldór heitinn Pálsson
búnaðarmálastjóri, sá undir lokin
af viti sínu, að skógurinn myndi
bæta landið okkar og var líka sá
maður að viðurkenna það. Hygg
ég að Hákoni hafí þótt vænt um
það, þegar sá liðsmaður bættist í
hóp trúaðra.
Um vísindastörf Hákonar mun
ég ekki fjölyrða hér, það stendur
náttúrufræðingum ef til vill nær.
En víst er, að nóg er til af ritverk-
um Hákonar um náttúrufræði, þar
sem hann hefur verið sískrifandi
um fræði sín og athuganir alla
ævi. Hann hefur breytt afstöðu
heillar þjóðar til náttúru lands síns
og opnað henni sýn, sem henni var
áður hulin. Er þá all nokkuð sagt
og verður ekki fleira hér. Þó vildi
ég að sem flestir íslendingar myndu
lesa tímamótaritgerð Hákonar, sem
hann nefndi „Ábúð og örtröð“ og
út kom 1942. En þar gerði Hákon
mönnum fyrst ljóst, hver hefðu orð-
ið örlög gróðurlendis íslands og
hvert stefndi. En gróðurlendi ís-
lands er enn þann dag í dag á
undanhaldi, svo nýjar kynslóðir
hafa mikið verk að vinna.
En nú á Hákon frændi minn af-
mæli og því vil ég bregða á léttara
hjal í því skyni að ókunnugir megi
ef til vill greina i rnanninn sjálfan
bak við starfíð. Ég ætla því að
bregða upp nokkrum smásögum,
sem gerðust meðan ég fóstraðist
uppá efri hæðinni á Snorrabraut
65, þar sem Hákon hefur búið
nærri hálfa öld, en ég hálfan aldur
minn. Voru samskipti okkar náin
og fjölbreytt. En böm og unglingar
hafa alla tíð hænst mjög að Há-
koni, sem er sprellikarl mikill og
gjafmildur á gotteríið. Var ég eng-
inn eftirbátur þar um. En þar sem
ég var fauti mikill í skapi og
snemma bæði grunnfærinn og fljót-
fær, þá fór ekki hjá því að Hákon
stríddi mér stundum á milli þess,
sem ég vissi engan dýrðlegri
frænda.
Eitt sinn reiadist ég ógurlega við
Hákon, þó ég muni nú ekki lengur
út af hveiju. í bræði minni skrifaði
ég með stórum stöfum „Asni Asna-
son“ fyrir neðan fallega nafnspjald-
ið hans á forstofuhurðinni. Hélt ég
hróðugur í burtu og hafði nú unnið
frægan sigur. Þegar ég síðar um
daginn kom út í Þorsteinsbúð, þá
sagði Siggi kaupmaður ekki annað
en: „Nei, þama er þá „asnafrændi"
kominn. Sagði hann Hákon hafa
komið í búðina og spurt hvort þeir
hefðu séð hann „asnafrænda", þar
sem ég hefði titlað sig sem áður
sagði. Var ég lengi titlaður þetta
síðan.
Eitt sinn kom ég að Hákoni þar
sem hann var að bursta skó.
„Heyrðu frændi, ósköp ert þú í illa
pússuðum skóm. Á ég ekki að laga
þig til?“ Hákon gljáfægði nú annan
skóinn minn, tók síðan pússidót sitt
og kvaddi mig með virktum. Mér
leið eiginlega bölvanlega meðan
skófjandinn var að skitna til jafns
við hinn, því kunningjamir vom
fljótir að koma auga á muninn og
henda gaman að. En slíkt þoldi mín
lund yfirleitt stórilla svo sem áður
er sagt. Ég hugði því á hefndir.
Hákon kom heim litlu síðar frá
Akureyri á bfl sínum í rigningartíð.
Bfllinn var eitt moldarstykki. Ég tók
mig til snemma morguns og gljá-
fægði nákvæmlega helming bílsins
frá stefni að skut. Beið ég nú glað-
hlakkalegur útkomu Hákonar.
Skyldi ég nú sjá, hvort hann vogaði
sér oní bæ á bílnum svona útlít-
andi, eins og ég hafði mátt þola á
skónum. Hákon kom, leit á bflinn
og svo á mig. Breitt bros færðist
yfir andlitið og hann sagði: „Þakka
þér kærlega fyrir frændi, nú þarf
ég bara að þvo hálfan bflinn í stað-
inn fyrir allan, það er aldeilis léttir!"
Og svo brenndi hann í burtu en ég
stóð urrandi eftir.
Og árin liðu. Alltaf var eitthvað
skemmtilegt að gerast í kring um
Hákon og ég sótti í að fá að vera
með honum. Ég kynntist mörgum
félögum hans og heyrði marga góða
söguna og sitthvað, sem ég talaði
ekki um heima hjá mér. Það var
oft spennandi líf fyrir lítinn pott
með stór eyru.
Þegar ég var að ganga upp til
stúdentsprófs í sögu, þá kom ég
að Hákoni, þar sem hann var að
hefja garðslátt með „magavél".
Hann bauð mér að slá en sagðist
skyldi kenna mér sögu á meðan.
Þá ég það. „Ef þú nú kæmir upp
í Þorláki helga, þá skal ég segja
þér sitthvað um hann.“ Flutti nú
Hákon langan fyrirlestur um Þorlák
og áhrif hans á efnahagslíf íslend-
inga, um hluti sem ekki stóðu í
bókinni og mig rak í rogastans yfir.
Daginn eftir gekk ég upp til prófs
hjá Ólafi Hanssyni og dr. Þorkatli
Jóhannessyni. Ég dró miða sem
aðeins stóð á: „Þorlákur helgi."
Ruddi ég mig nú heldur betur og
sá ég ekki betur en doktor Þor-
katli líkaði vel en undrunarsvipur
væri á Ólafi, sem vafalaust þekkti
mig betur að öðru. En ágætisein-
kunn hafði ég samt útúr prófínu.
Fjölfræði Hákonar og lífsíjör
opnuðu honum og áhugamálum
hans líka flestar þær dyr sem hann
vildi upp ljúka. Gilti einu hvort hann
var að snúa fé fyrir skógræktina
útúr erlendum milljónerum, eða fá
lönd eins og Heiðmörkina lagða til
skógræktar. Öllum þótti heiður að
ráðstafa eigum sínum að vilja Há-
konar og hugsjóna hans. Hann lét
jafnvel skattleggja reykingamenn í
landinu til dýrðar Landgræðslu-
sjóði. Þá var betra að reykja ekki
í viðurvist hans úr pakka, sem ekki
bar græna merkið.
Og þannig hefur tíminn liðið.
Ávallt hef ég farið ríkari en ég kom
af fundi Hákonar, þó fundir hafí
orðið stijálli en maðúr Jiefði viljað
með árunum. En í dag skunda vin-
ir hans á fund Hákonar í Vatnshlíð,
þar sem Hákon hefur reist sér
minnismerki, sem hæfír hans
lífshugsjón. Á örtraðar og nær ör-
foka landi hefur Hákon og Guðrún,
kona hans, með aðstoð bama,
tengdabama og bamabama fram-
kvæmt kraftaverk. Þar er nú
algróið land og margra metra hár
skógur, sem gnæfír upp úr eyði-
mörk sauðfjárbeitarinnar utan
girðingarinnar. Þar hefur Hákon
rekið einskonar endahnykk á mál
sitt, svo allir geta séð, hvað ein
samhent ijölskylda getur gert í
frístundum sínum á ekki lengri tíma
en aldarþriðjungi.
Því ekki má gleyma fjölskyldunni
þegar rætt er um mann. „Cherzez
la famme“ segja fransmenn og vita
hvað þeir syngja. Guðrúnu, konu
sína, sótti Hákon til Akureyrar fyr-
ir einum fjömtíu og fímm ámm.
Ég man ennþá hvað ég var spennt-
ur þegar Hákon kom með nýju
konuna í gráa bflnum R-78. Skömu
síðar var þessi kona komin upp á
loft til mömmu og var að læra að
reykja sígarettu með tilheyrandi
hósta. Þá þótti nefnilega fínt og ef
ekki bara heilsusamlegt að reykja.
Já, mikið var nú margt skemmti-
legra og einfaldara í gamla daga,
þegar engum þótti tiltökumál að fá
sér einn þó þeir væm á bíl. Eða
finnst manni ilmur dagana ef til
vill vera höfgari, sem þeir verða
fleiri? En Guðrún Jónsdóttir hefur
síðan ávallt staðið sem klettur að
baki manns síns í öllu hans starfí.
Fór ávallt hið besta á með okkur
og okkar fjölskyldum og em ávallt
miklir kærleikar með fólkinu af
Snorrabraut 65.
Hákoni frænda mínum, og hann
er raunar uppáhaldsfrændi konu
minnar líka, sendum við hjónin okk-
ar bestu ámaðaróskir í tilefni
dagsins og hyggjum gott til glóðar-
innar að koma í skóg hans til
gleðifundar. Hákon lengi lifi. Húrra!
Halldór Jónsson verkfr.
Hákon Bjamason skógræktar-
stjóri verður áttræður á mánudag-
inn kemur. Ekki þarf að skrifa langt
mál til að kynna Hákon eða telja
það til sem hann hefur afrekað á
starfsævi sinni. Flestir landsmenn,
að minnsta kosti þeir sem komnir
em til vits og ára, vita að hann er
einn afkastamesti frumkvöðull
skóg- og tijáræktar á íslandi og
reyndar allrar gróðurvæðingar hér-
lendis. Hann hefur fómað þessum
málstað allri sinni starfsorku og
barist fyrir framgangi hans í ræðu
og riti — ekki aðeins hérlendis held-
ur einnig meðal vinaþjóða okkar.
Og hann hefur uppskorið velvild og
stuðning hvarvetna meðal hugsandi
manna hvort sem er af eldri eða
yngfri kynslóð.
Vissulega hefur margt færst í
betra horf þessa rúmlega hálfu öld
sem liðin er síðan Hákona Bjama-
son kom heim frá námi í sinni grein
og hóf að beina hugum íslendinga
á slóðir skóg- og tijáræktar — burt
frá ofnýtingu og landeyðingu. Nú
er svo komið að almenningur á ís-
landi — allur þorri landsmanna —
fylgir skoðunum Hákonar á mögu-
leikum þeim og því frjómagni sem
í íslenzkum jarðvegi býr. Það sem
hann skrifaði um þessi mál fyrir
50 árum er jafn mikill og traustur
sannleikur í dag.
í marsmánuði síðastliðnum
gekkst Skógræktarfélag íslands og
Skógrækt ríkisins fyrir skógræktar-