Morgunblaðið - 12.07.1987, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna
Sölu- og
afgreiðslumenn
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur
drífandi sölu- og afgreiðslumenn til starfa
hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík, s.s.:
★ hljómtækjaverslun
★ lyfjaverslun
★ raf- og heimilistækjaverslun
★ Ijósmyndavöruverslun
★ húsgagnaverslun
★ byggingavöruverslun
★ tískuvöruverslun
★ herrafataverslun
★ snyrtivöruverslun
★ vefnaðar- og gjafavöruverslun
★ varahlutaverslun
★ hreinlætistækjaverslun
Nokkrar þessara verslana verða í Kringl-
unni. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið
störf sem allra fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Skólavörðuslig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Pizzu-bakari
Vanur pizzu-bakari óskast á skemmtilegan
„alvöru“ pizzu-stað nálægt miðbæ.
Mötuneyti
Aðstoðarfólk óskast í eldhús og mötuneyti.
Góður vinnutími.
Einnig vantar okkur á skrá fólk til afgreiðslu-
starfa víðsvegar um borgina.
Upplýsingar á skrifstofunni alla virka daga
frá kl. 9.00-15.00.
^SrVETTVANGUR
TARFSMIÐLUN
Skólavörðustíg 12, sími 623088.
Vélaviðhald
Óskum eftir að ráða mann til starfa í flétti-
véladeild. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfið felst í viðhaldi á fléttivélum og við
það starfa 5 menn. Unnið er á dagvakt.
Góðir tekjumöguleikar.
Við leitum að áreiðanlegum manni með
reynslu í vélsmíði. Ráðning nú þegar eða
eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson í síma
28100.
HAMPIÐJAN HF
Framsækið fyrirtæki íplastiðnaði.
Stakkholti 2-4 og Bíldshöfða 9.
Matvælafræðingur
Akureyri
Fyrirtæki á Akureyri sem er að setja upp
rannsóknastofu og tilraunaeldhús vill ráða
matvælafræðing til starfa sem fyrst.
Viðkomandi þyrfti að geta aðstoðað við val
á innréttingum og tækjum.
Upplýsingar í símum 96-41865 og 91 -685455
eftir 14. júlí nk. • v
EndurskoÓunar-
mióstöóin hf.
N.Manscher
Höfóabakki 9
Pósthólf 10094
130 REYKJAVÍK
Auglýsingateiknari
Óskum eftir auglýsingateiknara sem allra,
allra fyrst.
Upplýsingar í síma 21245.
Kátamaskínan,
auglýsingastofa.
Viðskiptamanna-
bókhald
— innheimta
Fyrirtækið er stórt framleiðslufyrirtæki í
Reykjavík.
Starfið felst í umsjón með viðskiptamanna-
bókhaldi, þ.e. útskrift reikninga, innheimtu,
móttöku og skráningu á greiðslum ásamt
ákvarðanatöku varðandi greiðsluskilmála
einstakra viðskiptamanna.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi
þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum og
eigi gott með að vinna sjálfstætt.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00.
Afleysmga- og rádningaþ/ónusta
Lidsauki hf. W
Skólavordustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Einkaritari
framkvæmdastjóra
Fyrirtækið er stórt framleiðslufyrirtæki í
Reykjavík.
Starfið felst í almennum einkaritarastörfum
s.s. bréfaskriftum í ritvinnslu, skjalavörslu
og öðrum sjálfstæðum verkefnum. Mjög góð
laun eru í boði ásamt ýmsum hlunnindum.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða
undirstöðumenntun, gott vald á ensku og
starfsreynslu sem ritari. Æskilegt væri ef
viðkomandi hefði reynslu af notkun rit-
vinnslu.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 1987.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
AUeystnga- og rádmngaþjónusta
Lidsauki hf. W
Skólavördustig 1a — 101 Reykjavik — Simi 621355
Tannlæknastofa
Aðstoðarstúlku vantar á tannlæknastofu
hálfan daginn.
Umsóknir er greina frá fyrri störfum og
menntun skulu sendar til auglýsingadeildar
Mbl. merktar. „T — 854“.
Spennandi
Vinnustaðurinn er glæsilegasta matvöru-
verslun landsins, sem opnar 13. ágúst nk. í
Kringlunni.
Við leitum að starfsfólki á kassa, í sælkera-
borð og ýmis önnur störf.
Skoðaðu málið betur og kíktu á auglýsinguna
okkar á bls. 35 í blaðinu í dag.
Símanúmerið okkar er 68-65-66. Við hlökkum
til að heyra í þér.
HAGKAUP
Skeifunni 15. — Starfsmannahald.
SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið óskar að ráða í eftirtaldar stöður
hjúkrunarfræðinga:
1. Hjúkrunarforstjóra. Um er að ræða afleys-
ingastarf til 10 mánaða.
2. Hjúkrunarfræðing til afleysinga eða í fasta
stöðu.
Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri
eða framkvæmdarstjóri í síma 94-1110.
Sjúkrahúsið Patreksfirði.
Athugið!
Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir
að ráða sem fyrst gott fólk til margvíslegra
framtíðarstarfa.
★ Sölumenn til margvíslegra starfa.
★ Skrifstofufólk til margvíslegra starfa.
★ Afgreiðslufólk í góðar sérverslanir.
★ Lagerstörf.
Nú er rétti tíminn fyrir þá sem ætla að breyta
um atvinnu með haustinu til að huga að
nýjum störfum.
SUfífSNÓNIISm n/i
BrynjólfurJónsson • Nóatun 17 105 Rvik • simi 621315
• Alhliöa raöningaþjonusta
• Fyrirtækjasala
• Fjármálaráögjof fyrir fyrirtæki
Bifreiðaumboð
— sölumaður óskast
Bifreiðaumboð óskar eftir röskum og áhuga-
sömum sölumanni. Þarf einnig að annast
auglýsingar. Lágmarksaldur 25 ár og reynsla
æskileg.
Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir miðvikudag merktar: „Sölumaður
- 6428".
Viðskiptafræðingur
eða maður með sambærilega menntun ósk-
ast til fjölbreyttrar vinnu hjá útflutningsfyrir-
tæki í sjávarafurðum. Starfið felst meðal
annars í umsjón með flutningum, skjalagerð
og þjónustu við útgerðarmenn og framleið-
endur víðs vegar um landið. Æskilegur aldur
25-35 ára.
Leitað er að framtakssömum starfskrafti
sem getur unnið sjálfstætt. Góð kjör fyrir
réttan aðila.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Fjölbreytt starf — 4046".
Kennarar — fóstrur
Við Dalvíkurskóla eru laus störf yfirkennara og
kennara í eldri deildum. Æskilegar kennslu-
greinar: íslenska, danska og stærðfræði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í símum
96-61380 eða 96-61491.
Fóstrur
óskast til starfa við leikskólann Krílakot frá
10. ágúst. Leikskólinn er tveggja deilda með
aldursblandaðar deildir 2ja-6 ára. Um er að
ræða tvær heilar stöður.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
96-61585.
Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er
til 15. júlí.