Morgunblaðið - 12.07.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
49
Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven:
Vigtunin er ónákvæm
Nauðsynlegt að ná
samningnm um úrbæt-
ur á starfsemi fisk-
markaðsins, segir Ari
Halldórsson
„ÞAÐ er ástæða til að ætla að
menn hafi farið framhjá ákvæðum
laga Evrópubandalagsins um lág-
marksverð' á ferskum fiski í
Þýzkalandi. Þá má ímynda sér að
það sé gert með þeim hætti, að fisk-
ur, sem seldur er á lágmarksverði,
sé síðan greiddur til baka að ein-
hveiju leyti á þann hátt, að
bakreikningur sé sendur til selj-
enda fyrir galla á stærðar- og eða
gæðaflokkun og undirvigt. Ábyrgð
á þessari flokkun og vigt hlýtur
hins vegar eðli sínu samkvæmt að
liggja hjá fiskmarkaðnum sjálfum
þvi starfsmenn hans flokka fiskinn
eftir þessum þáttum og vega hann.
Öðrum er það ekki heimilt," sagði
Ari Halldórsson, umboðsmaður við
fisksölu í Þýzkalandi, í samtali við
Morgunblaðið.
Morgunblaðið ræddi þetta mál og
almennan gang mála á fískmarkaðn-
um í Bremerhaven við Ara í Þýzkal-
andi fyrir skömmu. Þá kom fram í
Morgunblaðinu að þess væru dæmi,
að farið væri framhjá lögum um lág-
marksverð EB á fiski á þessum
mörkuðum og dæmi eru um það síðan.
Nái fiskurinn ekki lágmarksverði við
uppboð, ber að setja hann í gúanó
fyrir um tvær krónur á hvert kíló.
Fiskimönnum innan EB er síðan bætt-
ur skaðinn að mestum hluta, en þeir,
sem ekki tilheyra bandalaginu fá eng-
ar bætur. Lágmarksverðið er um 35
íslenzkar krónur á kíló. Aðrir umboðs-
menn fiskseljenda í Þýzkalandi sögðu
í samtali við Morgunblaðið, að þeir
gætu hvorki staðfest né mótmælt
því, að farið væri framhjá lágmarks-
verðinu og sama sögðu stjómendur
fiskmarkaðsins.
„Annars finnst mér full ástæða til
að endurskoða gæðaflokkunina með
tilliti til þess, að í Englandi er fiskur-
inn aðeins flokkaður hæfur eða
óhæfur til manneldis," sagði Ari
Halldórsson. „Hér er aftur fiokkað í
þijá „manneldisflokka“, sem því mið-
ur endurspegla ekki markaðsverðið
nægilega vel. Þá er ennfremur fylli-
lega ástæða til að álíta að vigtun
fiskins sé ekki nægilega nákvæm og
ég hef gert við hana athugasemdir.
Það vekur nokkra athygli að á fisk-
markaðnum í Bremerhaven virðist
samkvæmt gömlum myndum að
vinnubrögð og verkfæri hafi ekki
breytzt frá því skömmu eftir stríð.
Að vísu hafa plastkassar og körfur
leyst tágarkörfur og trékassa af
hólmi. Ég hef þegar lagt ffam drög
að nýju vogarkerfi fyrir þessa fisk-
markaði, sem byggist annars vegar á
því, að allt, sem inn kemur, sé vegið
og síðan verði fiskurinn veginn út úr
húsinu með tölvuvogum, sem bjóða
upp á nákvæmari vigt og áreiðanlegra
kerfi en það, sem notað er í dag. Nú
er vegið með gömlum lóðavogum, sem
ekki geta talizt nákvæmar. Nákvæm-
lega 50 kíló af fiski eiga að vera í
hverjum kassa. Fiskur er mismunandi
að þyngd og í stórum fiski er nánast
útilokað að vega nákvæmlega með
núverandi vogum."
Það hefur verið haft eftir þýzkum
fiskverkendum að betri nýting fáist
úr islenzkum karfa en norskum, roðið
á honum sé þynnra. Hvað telur þú til
í þessu?
„Þetta hefur vissulega heyrzt og
miðað við að allt sé með eðlilegum
hætti, vigt og annað standist, ætti
íslenzkur fiskur að vera með rýrara
roði. Því verður hver að trúa sem vill.“
íslendingar eru stærstir á físk-
markaðnum ( Bremerhaven og ættu
því að hafa möguleika á að knýja
fram úrbætur. Með hvaða hætti væri
það helzt gerlegt?
„Sú leið virðist hugsanleg að stöðva
útflutning á ferskum fiski til Þýzka-
lands um tíma. Hins vegar tel ég
vænna til árangurs að við leitum
samninga við stjómendur fiskmark-
aðsins. Það yrðu þá þeir heima að
gera sem eru fulltrúar útflytjenda, i
flestum tilfellum Landsamband
íslenzkra útvegsmanna, aðrir eru með
mun minna af fiski á markaðnum.
Gengi samningaleiðin ekki upp, mætti
hugsa sér að breyta til og það hlýtur
að vekja athygli að þýzk fyrirtæki í
fiskvinnslu virðast ekki tapa fé og því
er það spumingin hvort ekki væri
rétt að íslendingar hefðu, að hluta
til, slíka vinnslu í gangi hér úti.
Það er ljóst að á markaði, þar sem
skráðir em 40 til 50 kaupendur og
aðeins fímm þeirra eru stórir, að hin-
ir fáu og stóru móta verðið að miklu
leyti. Við getum hugsað okkur að á
markaðnum séu 500 tonn. Þar af
kaupa hinir stóru 400 tonn en hinir
minni geta hvorki né hafa áhuga á
að kaupa meira en 100 tonn samtals.
Þannig móta þeir stóru verðið hvort
sem öðrum líkar betur eða verr,“ sagði
Ari Halldórsson.
Snæuglan dormar,
en undir niðri
vakir rán-
dýrseðlið.
"V i
Undir niðri
vakir
rándýrseðlið
Svo virðist sem orðatiltækið að
leika sér eins og köttur að mús
megi allt eins útfæra að leika sér
eins og snæugla að sendlingi.
Rándýr læra veiðar mörg hver í
æsku sinni eins og um leik væri
að ræða. Áflog og innstilling sem
dýrin hafa gaman af meðan æsku-
blóminn er yfir þeim þróast út í
sjálfsbjargarhvöt þegar á þarf að
halda. Slagsmálin breytast í veiði-
tækni. í þriðja tölublaiði Blika, frá
árinu 1984, skráir Ævar Petersen
fuglafræðingur frásögn Sigurðar
Gunnarssonar frá Amamesi í
Kelduhverfi, en Sigurður sá snæ-
uglu veiða sendling og leika sér
að honum eins og köttur að mús.
í Blika stendur m.a.:
— Það var að vetrarlegi, líklega
í mars, fyrir svona 12 ámm (um
1955), að snæugla var búin að
ná sendlingi á ísskör við Amar-
neslónið. Þar var hún að leika sér
að honum. Hún sleppti honum
annað slagið, en þess á milli réð-
ist hún á hann, barði hann niður
og tók hann. Svo flýgur hún með
hann nokkum spöl, líklega í klón-
um. Það vom þama tveir allháir
staurar og þangað flaug hún og
settist á annan staurinn. Þá
sleppti hún sendlingnum og flögr-
aði hann frá henni nokkra metra.
Lét uglan hann aldrei fara langt
áður en hún réðist á hann og tók
hann, líklega í klæmar. Eitthvað
var hún að plokka hann. Hún
barði hann niður í hvert skipti sem
hann flögraði frá henni og lék sér
að honum eins og köttur að mús.
Líklega hefur hún flogið burt með
hann að endingu, en þetta er orð-
ið svo langt síðan, að ég man
þetta ekki nógu vel. —
Fleiri sögur em til um grimmd
og áræðni snæuglunnar. Saga er
sögð af uglupari sem átti hreiður
á háum hól einhvers staðar á
Grænlandi. í jaðri hólsins var
refagreni og óhætt að segja að
kalt stríð hafí verið í algleymingi.
Sátu allir um alla, en ekki dró til
tíðinda fyrr en eldri snæugluung-
inn af tveimur var orðinn allstálp-
aður. Þá var hinn heldur lítt
sjálfbjarga, en það er ávallt nokk-
ur aldursmunur á snæugluungum.
Dag einn kom einn refurinn heim
úr mislukkaðri veiðiferð og sá
ekki betur en að báðar fullorðnu
uglumar væm að heiman á veið-
um. Það var rangt hjá rebba.
Hann fór að eltast við stærri ung-
ann sem hrökklaðist undan, en
áður en refurinn gat deplað auga
sátu allt í einu stálklær bæði í
hnakka og augum og slokknaði
strax á ljósinu. Flaug uglan með
refinn til hreiðursins og var ung-
inn stóri fljótur að snáfa heim.
En er uglumar bjuggust til að
rífa í sig nágrannann hafði maki
hans laumast heim og skyndilega
þaut tófan í hreiðrið með góli
miklu. Hófust mikil áflog og hall-
aði strax á fullorðnu ugluna, því
að henni var aðsúgurinn gerður
og klær hennar sátu í haus dauða
refsins. Þetta var ójafn leikur,
uglan stóra var þama drepin og
minni unginn lá einning dauður á
blóðvellinum, en sá stærri var
aftur flúinn út í móa. Ekki var
þetta drama búið enn, langt því
frá, hápunkturinn var eftir. Er
tófan var eitthvað að vafra þama
um kom hin fullorðna uglan heim
úr veiðiför. Hún var fenglaus og
sá eins og skot að ekki var allt
með felldu við hreiðrið og tófa við
það. Renndi hún sér á hausinn á
skolla, en hann fékk einhvem
pata af komu húsráðanda, gat
velt sér á hrygginn og tekið á
móti. Ugluklæmar sukku í bijóst
tófunnar og kreistu og kreistu.
Tófukjafturinn klippti og klippti
og tennumar em beittar. Þetta
gat ekki endað nema á einn veg.
Eftir lifði aðeins einn stálpaður
snæugluungi. En varla hefur það
staðið lengi...
Tilkynning um lokun
sorphauga við
Krýsuvíkurveg
Frá og með 1. júlí sl. voru sorphaugar Hafnarfjarðar-
bæjar við Krýsuvíkurveg, sem Garðabaer hefur haft
afnot af, lagðir niður.
Frá sama tíma verður öllu sorpi og öðrum úrgangi ekið
á sorphauga Reykjavíkurborgar í Gufunesi.,
Sorphaugar þar eru opnir sem hér segir:
Mánudaga-iaugadaga kl.08.00-21.30.
Sunnudaga kl. 10.00-18.00
Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum sínum
og úr hýbýlum, hafa yfirvöld látið setja gáma við áhalda-
hús bæjarins við Lyngás. Bæjarbúar eiga þess kost að
losa sig við rusl í þessa gáma allan sólarhringinn.
Meiriháttar rusl frá fyrirtækjum, stofnunum, byggingar-
framkvæmdum og þess háttar starfsemi, ber að flytja
á sorphaugana í Gufunesi. Þeim sem losna þurfa við
jarðveg eða annað uppfyllingarefni, er bent á að snúa
sér til áhaldahúss Garðabæjar, sími 51532 og 53166,
og mun þar verða bent á losunarstaði.
Bæjarverkfræðingur.
dr
FESTINGARJÁRN
FYRIR BURÐARVIRKI
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO.
Ármúla16 Sími 38640