Morgunblaðið - 12.07.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 12.07.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 55 Þessi bygging er sameiningar- tákn bænda og þéttbýlisbúa -sagði Sigurður J. Líndal formaður stjórnar Reiðhallarinnar hf, Morgunblaðið/Sverrir Signrður J. Líndal formaður stjórnar Reiðhallarinnar hf. klippir á borðann. Siðan lýsti hann Reiðhöllina tekna i notkun. FYRSTA reiðhöll á íslandi er nú risin á svæði Hestamannafélags- ins Fáks í Viðidal í Reykjavík. Hún var formlega tekin í notkun á föstudagskvöldið, en fyrsta verkefni hennar verður að hýsa landbúnaðarsýningu í tilefni 150 ára afmælis Búnaðarfélags ís- lands í ágúst. Reiðhöllin er 3000 fermetrar að flatarmáli og 26.000 rúmmetrar. Byggingimni er enn ekki að fullu lokið en kostnaðurinn nemur nú 40 - 60 milljónum króna. Hluthafar eru nú 150 og hlutafé um 20 milljónir króna. Hönnuður byggingarinnar er Valdimar G. Guðmundsson og samstarfsmaður hans var Gísli Gíslason. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hefur annast verk- fræðiþátt byggingarinnar. Einstak- ir verkþættir hafa verið boðnir út. Fyrstu skóflustunguna að nýju Reiðhöllinni í Víðidal tók Bogi Eg- gertsson hinn 1. júní fyrir rúmu ári síðan og hófst þá grunnvinna við bygginguna. Reiðhöllin hafði á þessum tíma tvær milljónir króna til ráðstöfunar. Höfðu hluthafar lagt fram þetta fé. Sigurður J. Líndal formaður stjómar Reiðhallarinnar sagði við opnunarhátíðina að framkvæmdir hefðu aldrei stöðvast. Þegar einum áfanga var lokið var hafist handa við þann næsta. „Þessi bygging er sameininga- tákn bænda og þéttbýlisbúa, búnaðarfélagsskaparins og hesta- mannafélaga," sagði hann. Sigurður rakti nokkuð sögu og hlutverk íslenska hestsins, en að því loknu sagði hann m.a.: „Það eru að minnsta kosti tveir áratugir síðan menn fundu nauðsyn þess að reisa reiðhöll hér á landi, en þær eru í hveiju landi þar sem reið- mennska og hestaí þróttir eru þróaðar. Hér höfum við vanist því að hafa allt landið fyrir reiðvöll. Þess vegna hefur ýmsum fundist að þröngt mundi innan veggja og því hafa framkvæmdir dregist. Hlutverk þessarar byggingar á að vera að skapa þeim, sem þjálfun hesta stunda, betri aðstöðu en áður og ekki lakari aðstöðu en þeir hafa sem það gera á erlendri grund. Okkur ber að hafa forystu í ræktun og þjálfun íslenska hestsins og megum ekki sleppa þeirri forystu í hendur erlendra aðila. Fyrir land- búnaðinn á hér að verða sýningar- aðstaða, betri en áður var fyrir hendi, og síðast en ekki síst á að vera hér velbúin aðstaða fyrir reið- skóla". Að ávarpi sínu loknu klippti Sig- urður J. Líndal á borða og sagði að því loknu: „Ég hef klippt á þenn- an borða til merkis um það að þetta hús er tekið til notkunar. Ég vil óska þessu húsi farsældar í öllu því sem hér fer fram í nútíð og framtíð. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra tók næstur til máls. Hann sagði meðal annars að á skömmum tíma hafi risið vegleg bygging sem fyrst og fremst er ætlað það hlut- verk að gjörbreyta aðstöðu fyrir hestamenn og reiðmennsku á höf- uðborgarsvæðinu og um land alit. „Hér munu margir fá tækifæri til þess að kynnast kostum íslenska hestsins, sem þeir hefðu annars ekki gert, og fá áhuga á að njóta þeirra. En sá sem stundar hesta- mennsku í einhveiju mæli kynnist ekki aðeins hestinum sjálfum, held- ur einnig landinu. Ríðandi út um land hlýtur leiðin að liggja, þó að fyrstu sporin séu tekin í þessu glæsilega húsi. Að lokum óskaði hann öllum til hamingju með húsið með þeirri von að sem allra flestir eigi eftir að leggja leið sína þangað. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri rakti aðdraganda þess að fyrsta reiðhöll á íslandi var byggð. Eftir að hugmyndir um íslenskan reið- skóla höfðu verið ræddar um árabil afgreiddi Búnaðarþing 1983 tillögu frá Sigurði J. Líndal. Búnaðarfélagi íslands var falið að beita sér fyrir því að stofna hér reiðskóla og ráða til hans kennara sem kenndi tamn- ingar og sýningu á hestum í reið. Hlutverk þessa skóla yrði fyrst og fremst að vera að útskrifa reiðmenn íslenska hestsins, tamningamenn og reiðkennara, Æskilegt var talið að byggja reiðhöll í höfuðborginni eða nágrenni þar sem reiðskóli ætti höfuðaðsetur. Þar ætti að halda margháttaðar sýningar og þjálfun- arstöð fyrir fatlað fólk ætti að hafa aðsetur. Milliþinganefnd undirbjó stofnun félags um byggingu reiðhallar. Búnaðarfélagið boðaði til fundar þar sem kosin var undirbúnings- nefnd. Gerð voru drög að stofn- samningi og fyrsti undirbúnings- fundur að stofnunar hlutafélagsins var haldinn í maí 1984. Þar var nefndinni falið að starfa áfram. Stofnfundur Reiðhallarinnar var haldinn 12. janúar 1985. Þá la£u fyrir hlutafjárloforð fyrir nálega 6,5 milljónir króna. í stjóm voru kosnir Sigurður J. Líndal formaður, Gísli B. Bjömsson, Agnar Guðnason, Sigurbjöm Bárðarson, Eyjólfur ísólfsson, Gunnar Rúnar Magnús- son og Rosemari Þorleifsdóttir „Hér er húsið risið og á engan er hallað þó að fullyrt sé að sá sem braut ísinn er Sigurður J. Líndal" sagði búnaðarmálastjóri. „Við trú-íjr um því að þetta hús verði til þess að skapa betri tengsl milli þéttbýlis og sveita. Hér réttir landbúnaðurinn fram höndina og hér er tekið í hana af þéttbýlinu. Hér mun verða mynd- arlegt mót allra landsmanna. Megi öll starfsem sem fara á fram í þessu húsi verða þjóðinni til heilla ekki síst æskunni á hveijum tíma. Bless- un fylgi þessu húsi. Birgir Rafn Gunnarsson formað- ur Hestamananfélagsins Fáks bað um orðið og ávarpaði gesti. Hann færði Sigurði Líndal formanni Reið- hallarinnar skeifulaga blómvönd. NIÐURHENGD LOFT CMC kerfi fyrir niðurhengd loft, er úr galvaniseruðum málmi og eldþolið. CMC kerfi er auðvelt í uppsetningu og mjög sterkt. CMC keríi er fest me^ stillanlegum upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CIUIC kerfi fæst í mörgum gerðum bæði w sýnilegt og falið og verðið er ótrúlega lágt, frá kr. 245.- á m2 CMC kerfi er sérstaklega hannað fyrir loftplötur frá Armstrong ÞO co Hringiö eftir frekari upplýsingum. Einkaumboð á Islandi. Þ. ÞORGRIMSSON & GO Armúla 16 • Reykjavík ■ sími 38640 Morgunblaðið/Sverrir Kristbjörg Eyvindsdóttir er hér á landi þarf maður oft að aflýsa kennslu vegna veðurs. Nú verður hægt að hlaupa í skjól ef svo ber undir. Einnig verður hægt að koma á meiri festu á allt nám- skeiðahald. Það er hægt að panta ákveðna tíma og þá getur maður gengið að húsnæðinu vísu“. Fyrir sjálfa sig sagðist Kristbjörg vel geta hugsað sér að nota Reið- höllina til þjálfunar og sjálfsnáms. Áeftirað valda straumhvörfum í reið kennslu og sýningum -segir Þorvaldur Agústsson „ÞETTA hús á eftir að valda straumhvörfum hvað varðar reiðkennslu og hestasýningar,“ sagði Þorvaldur Agústsson tamn- igamaður og reiðkennari á Hvolsvelli þegar hann var spurð- ur hvaða augum hann liti tilkomu reiðhallarinnar. Þá taldi hann að höllin myndi vafalítið auka áhuga á hlýðniæfing- um og nákvæmari og fágaðri reiðmennsku. Um sýninguna sagði hann að hún hefði verið ágætlega uppbyggð en þó hefði sér fundist Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Þorvaldur Agústsson ásamt syni sínuin Agústi sem vafalaust á eftir að njota góðs af reiðhöllinni á komandi árum. að betur hefði mátt standa að undir- búningi fyrir hana því greinilega hefði mátt sjá að ekki hafi verið mikið æft. Höllin nýt- ist vel til reiðkennslu -Rætt við Kristbjörgn Eyvindsdóttur REIÐHÖLLIN á eftir að koma að góðum notum í sambandi við sýningar, og ekki síst sölusýning- ar á hestum. Hingað til hefur aðstaða verið mjög léleg til þess að sýna hvað hér er á boðstóln- um. Með tilkomu Reiðhallarinnar breytist það“ sagði Kristbjörg Eyvindsdóttir, en hún var í hópi sex kvenna sem sýndu listir sínar á opnunarhátíðinni. „Höllin er ómetanleg með tilliti til æfinga og þjálfunar og ekki síst í sambandi við alls konar nám- skeiðahald," sagði Kristbjörg, en þess má geta að hún hefur sjálf kennt á reiðnámskeiðum um nok- kurra ára skeið. „Höllin nýtist tvímælalaust vel til reiðkennslu. Eins og veðráttan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.