Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 56
** ■
STERKTKORT
Ysuverð
hærraení
Bretlandi
’ 'V MEÐALVERÐ á kg af ýsu (gáma-
sölu í Bretlandi í síðustu viku var
67,81 kr. Það gerðist hins vegar
á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði á
föstudag að meðalverðið á ýsunni
fór í 67,85 kr. fyrir kilóið.
Miklar sveiflur hafa verið á verði
karfans undanfarið á Fiskmarkaðn-
um í Hafnarfirði. Á fyrstu dögum
markaðarins fór kg af karfa á 15-16
kr. Verðið fór síðan í 12,50 síðastlið-
inn miðvikudag, en á fimmtudag
náði karfinn sér á strik en þá seldist
kg á 16,05 kr. Á fostudag gerðist
það hins vegar að verðið féll í 11,43
kr., sem er lægra en nokkru sinni.
Athugaðir
möguleikar
á að opna
Sædýra-
wsafnið á ný
Sjálfseignastofnunin Fauna,
sem keypt hefur hluta eigna
þrotabús Sædýrasafnsins, hyggst
kanna möguleika á að opna safn-
ið á ný en þá eingöngu með
sjávardýrum.
Bæjarráð Hafnaríjarðar hefur
samþykkt að leggja til við bæjar-
stjóm, að stofnuninni verði veitt
vilyrði fyrir um 4.200 fermetra lóð
undir og umhverfis hvalalaugina,
til næstu 15 ára. „Við erum að
reyna að skjóta stoðum undir safn-
ið en það gengur hægt," sagði
Helgi Jónasson, _ einn forsvars-
manna Fauna. „Ég reikna síður
með að þarna verði dýragarður
<£-i'"heldur fyrst og fremst fiskar og
önnur sjávardýr."
Hann sagði að allar framkvæmd-
ir væru í biðstöðu. Þau hús sem
fyrir eru á svæðinu þarf að laga
og byggja önnur svo ekkert útlit
er fyrir að safnið opni í sumar.
„Við stefnum að því að semja við
nágrannasveitarfélögin um þátt-
töku og virðist okkur sem nokkur
áhugi sé fyrir því hjá þeim,“ sagði
Helgi.
Heyfengur
'ekki mikill
en nægur
HEYSKAPUR er víða langt á veg
kominn og sums staðar á landinu
er honum lokið. Heyskaparhorfur
eru ágætar og heyjað hefur verið
fyrr en venjan er.
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið að
heyskapur hefði gengið best um
sunnanvert landið. Þurrkar hefðu
dregið úr sprettu á öllu landinu. Á
3Worður- og Austurlandi áttu bændur
við þurrk að etja lengi vel framan
af sumri, en á Vesturlandi og jafn-
vel á Vestfjörðum hafa þurrkar
jafnvel háð sprettunni, að sögn Jón-
asar, en bændur væru líklegast
byijaðir að slá þar. „Ég er ekki viss
um að heyfengur verði mjög mikill,
en hann verður örugglega nægur,"
■^•sagði Jónas að lokum.
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Velyfir 10.000gestir í steikjandi sól á landsmóti
„ÞAÐ eru komnir hingað vel yfir 10.000
gestir. Straumurinn byrjaði strax á miðviku-
dagskvöld og síðan hefur verið að bætast
við jafnt ogþétt. Mikill fjöldi kom á fimmtu-
dag og enn fleiri komu á föstudag. Annars
er erfitt að gera sér grein fyrir tölu lands-
mótsgesta þar sem fjöldinn er það dreifður
um bæinn. Tjaldstæði eru á þremur stöðum
í bænum sem eru að fyllast auk þess sem
sjá má utanaðkomandi bíla standandi fyrir
utan flest hús í bænum,“ sagði Þröstur
Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík,
í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun.
Þröstur sagði að þetta þýddi samt ekki að
ekki væri hægt að taka á móti fleirum. „Við
tökum á móti öllum sem vilja koma á Iandsmó-
tið. Veðrið hefur leikið við okkur hér nyrðra.
Hitinn hefur komist í yfir 20 stig þessa tvo
daga sem liðnir eru af landsmótinu og mér
sýnist dagurinn í dag ekki ætla að vera síðri,"
sagði Þröstur í gærmorgun, enda var hitinn.
kominn í 16 stig þegar landsmótsgestir voru
að rísa úr rekkju. Menn höfðu haft af því
áhyggjur fyrir mótið að ekki myndi viðra nógu
vel til slíkra útihátíða, en því hafði verið spáð
að 77% líkur væru á mjög skaplegu veðri, sam-
kvæmt veðurathugunum síðustu 40 ára. Sú spá
ætlar því sannarlega að rætast.
Dansleikur var haldinn í nýju íþróttahöllinni
á föstudagskvöld og fór hann vel fram. Þröstur
sagði að borið hefði á örlítilli ölvun, en ekkert
sem orð væri á gerandi miðað við þann mann-
fjölda sem á staðnum væri. Fangageymslumar
hefðu þó verið fullnýttar af fólki sem hefði feng-
ið sér aðeins og mikið neðan í því og hefðu þar
verið aðkomumenn og Húsvíkingar í bland.
Engin umferðaróhöpp hafa orðið það sem af
er né slys á fólki. í lögreglunni á Húsavík eru
átta menn, en liðsauki frá öðrum stöðum í sýsl-
unni hefur borist auk þess sem lögreglumenn
komu frá Akureyri til aðstoðar. Samtals em
liðsmenn frá lögreglunni nú 22 á Húsavík.
Landsmótinu lýkur í kvöld með uppskem-
dansleik bæði í íþróttahöllinni og í félagsheimil-
inu.
Jarðgöng á Vestfjörðum:
Gatnamót verði und-
ir miðju Þverfjalli
KOSTNAÐUR við jarðgöng um
Breiðadals og Botnsheiði er áætl-
aður á bilinu 842 til 939 milljónir
eftir því hvort miðað er við eina
akrein eða tvær, segir í skýrslu
sem unnin er fyrir Fjórðungs-
samband Vestfirðinga af Birni
Jóhanni Björnssyni jarðfræðingi
og verkfræðingi. Gert er ráð
fyrir rúmlega 8,5 km löngum
göngum sem tengja ísafjörð,
Súgandafjörð og Onundarfjörð
með gatnamótum undir miðju
Þverfjalli.
í skýrslunni er fjallað um helstu
atriði varðandi fmmhönnun jarð-
gangnanna og segir þar að með
þeim yrði komið á tryggum sam-
göngum milli ísafjarðar, Suður-
eyrar og Flateyrar. „í dag em
þessir staðir tengdir með vegum
um Breiðadals og Botnsheiði sem
oft em ófærir á vetmm svo vikum
skiptir. Vegalengdir milli staðanna
em hins vegar stuttar og því enginn
vafí að með ömggri vegatengingu
eflist byggð á svæðinu til rnuna."
í upphafi skýrslunnar er lýst
umferðarforsendum fyrir jarð-
göngum en þær hafa áhrif á
þversnið þeirra. Þá er lýst þeirri
mynd sem talin er líkleg af jarð-
fræði gangasvæðisins og er byggt
á fyrirliggjandi gögnum og vett-
vangskönnun. Berglög og spmngur
í gangastæðinu hafa mikil áhrif á
kostnað við styrkingu jarðgangna
og því þarf að velja þeim stefnu
og legu með tilliti til þess. Kostnað-
aráætlunin miðar við að notuð verði
hefðbundin tækni við gerð jarð-
gangnanna og þau loftræst og með
þeim öryggisbúnaði sem krafíst
verður.
68 hvalir á land
SEXTÍU og átta langreyðar
eru komnar á land ( Hvalstöð-
inni í Hvalfirði það sem af er
vertíðinni.
Heimilt er að veiða 80 lang-
reyðar á þessari vertíð. Þá er
heimild til að veiða 40 sandreyð-
ar en veiði þeirra hefst ekki fyrr
en síðar í sumar.
Tveir hvalbátar stunda nú
veiðamar.