Morgunblaðið - 07.08.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.08.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Kr.Ben. Vinnusalur Eider Knit stóð tómur í gær en starfsfólkið kemur úr sumarfríi eftir helgi. Eider Knit dótturfyrirtæki Pijónastofu Borgarness: Starfsemin byrj- ar í næstu viku eftir sumarfrí Michael Simpson, pökkunar- stjóri Eider Knit. Glasgow, Skotlandi. Frá Kristni Benediktssyni fréttaritara Morgunblaðsins. „VIÐ ERUM aðeins tvö hér að vinna þar sem sumarfrí standa yfir hjá starfsfólki fyr- irtækisins en starfsemin fer af stað aftur á mánudaginn í næstu viku“, sagði Rhona McLean skrifstofustúlka hjá Eider Knit dótturfyrirtæki Pijónastofu Borgarness, í Skotlandi er fréttaritari Morgunblaðsins kom þar við í gær til að kynna sér starf- semina í ljósi þeirra frétta sem borist hafa af rekstrarerfið- leikum í Borgarnesi. Eider Knit er í nýlegu verk- smiðjuhverfi sem byggt var utan við þorpið Cumbemauld 12 mílur utan við Glasgow. Þar vora reist Qölmörg iðnaðarfyrirtæki til að skapa vinnu fyrir fjölmarga at- vinnulausa Giasgow-búa sem fluttu til þorpsins og telur það nú um 70 þúsund íbúa. Hjá fyrirtækinu vinna alls 11 manns þar af era 7 saumakonur sem sauma peysur, jakka og fleira sem kemur hannað frá Islandi. En fyrirtækið sér einnig um mark- aðsetningu og er varan send undir framleiðslumerki Eider Knit um allt Bretland, alla Evrópu og allt til Japans eftir því sem Michael Simpson pökkunarstjóri sem þama var að taka saman peysur í pant- anir, sem ekki bíða þrátt fyrir sumarfrí, sagði í örstuttu spjalli. Icescot - ísskott: Málefni Hafskips og Utvegsbankans: Nýr saksókn- arí skipaður JÓNATAN Þórmundsson prófessor og forseti laga- deildar Háskóla íslands hefur verið skipaður sérstak- ur saksóknari til þess að fara með mál þau, er tengjast gjaldþroti Hafskips hf. Þann 4. júní og 24. júlí vísaði Hæstiréttur frá dómi ákæram í þessu máli, sem Hallvarður Ein- varðsson hafði gefið út. Með þessum dómum Hæstaréttar er sem engar kærur hafí verið gefnar út í málinu og verður það undir hinum sérstaka saksóknara komið, hveijir verða kærðir og hvort mál þetta verður rekið í tveimur hlut- um eða ekki. í samtali við Morgunblaðið sagðist Jónatan hefja störf um miðjan mánuðinn. „Það er mikill skjalabunki sem ég þarf að taka við og verður fyrst að fínna ein- hverja aðstöðu fyrir þetta verk. Ég þarf að fá til mín aðstoðar- mann, svo og skrifstofumann. Ég legg mikla áherslu á að við vinnum sem sjálfstæðast og mun ég kynna mér alla rannsókn málsins ræki- lega.“ Hvert framhald málsins yrði vildi Jónatan ekki spá um, það yrði að koma í ljós; verið gæti að rannsaka þyrfti einhveija þætti að nýju eða kanna atriði, sem ekki hefðu verið rannsökuð. Um þann tíma sem fara ætti í starfíð sagði Jónatan: „Starf þetta er afar tímafrekt, en það er hins vegar skylda mín að hraða því sem mest. Ég verð ánægður ef ein- hveijar ákvarðanir verða teknar í þessu máli fyrir áramót." Jónatan er prófessor í refsirétti og forseti Lagadeildar. Aðspurður Jónatan Þórmundsson. sagðist hann ætla draga nokkuð úr kennslu og minnka eitthvað við sig verkefni. Hann kvaðst gegna stöðu forseta Lagadeildar áfram. Jóhann heldur for- ystunni JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við Salov frá Sovétríkjun- um í fimmtándu umferð millisvæðamótsins í Szirak í gær. Jóhann heldur því enn efsta sætinu á mótinu, því skák þeirra Nunn og Beljavsky lykt- aði með jafntefli. Portisch vann hins vegar bandariska stór- meistarann Christiansen og bætti stöðu sína mikið. Ibúamir í Mallaig eiga eftir að skaðast mest - segir George Lawrie fiskverk andi í Mallaig í Skotlandi Glasgow, Skotlandi. Frá Kristni Benediktssyni fréttaritara Morgunbladsins. „Samkvæmt því sem við heyrum eru fiskflutningamir sem fyrirtæk- ið Icescot stóð að komnir í slæman hnút og ófyrirséð hvort framhald verður þar á. Ef lyktir verða þær að þessir fiskflutningar leggist af mun þessi tilraun til uppbyggingar atvinnulífsins hér i Mallaig fara út um þúfur og valda íbúunum hér miklum vonbrigðiun “, sagði George Lawrie fiskverkandi þar í bæ í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í gær. Morgunblaðið/Kr.Ben. Úr fiskvinnslu George Lawrie I Mallaig. Tvær stúlkur vinna við að flaka lýsu en piltarnir eru að koma sOdinni f reykingu. George Lawrie rekur ásamt bróð- ur sínum, Archie, litla fískvinnslu í Mallaig. Helsta vinnslan er reyking á síld (Kipper) auk þjón- ustu við verslanir og veitingarhús í nágrannahéraðunum. Þeir bræður störfuðu við umskipunina á fískin- um sem kom með Isafold síðastlið- inn vetur, og komu honum um borð í jámbrautarlest en þannig var físk- urinn fluttur á markaðina í Hull og Grimsby. „Ég vill strax taka fram að okk- ar fyrirtæki á engan hlut í Icescot og vona ég í lengstu lög að okkur verði ekki blandað saman við þau leiðinlegu mál sem við heyram frá íslandi viðvíkjandi fískflutningun- um“, hélt George áfram. „Við tókum aðeins að okkur umskipunina og skapaði það verk- efni vinnu og færði okkur heim sanninn um að þessi leið er mjög hagkvæm til fískflutninga hvert sem er í Bretlandi og jafnvel til meginlandsins. Auk þess færir hún okkur fískverkendur hér í Mallaig í tengsl við alvöra fisk og ætti að skapa hér aukna atvinnu eins og upphaflega var ráðgert þegar skoski byggðasjóðurinn var með sínar áætlanir í gangi. Því miður sýnist mér að þetta bakslag komi eins og reiðarslag fyrir okkur og tel ég að íbúamir í Mallaig eigi eftir að skaðast mest á því hvemig Icescot ætlar að klúðra fískflutningunum", sagði George. Samkvæmt heimildum fréttarit- ara Morgunblaðsins mun skoski byggðarsjóðurinn, Highland and Island Developing Board, hafa styrkt þetta verkefni með 90 þús- und pundum, eða tæpum 6 milljón- um íslenskra króna. í þeirra huga er þetta verkefni mjög þýðingarm- ikið þó það sé ekki stórt fjárhags- lega, en sjóðurinn styrkir og lánar milljónir punda árlega til fiskveiða og vinnslu um allt Norður—Skot- land. Þetta er ekki f fyrsta skipti sem fyrirtæki, sem þeir styrkja, bregst en að þeirra áliti er ICÉSCOT- málið langalvarlegast. Fylgst verður með þróun mála gaumgæfí- Iega því sennilega verður mælt á móti áframhaldandi fyrirgreiðslu að hálfu sjóðsins til þessara aðila eða annarra sem ætla sér að feta í fótspor þeirra Staða efstu manna er nú þannig: 1. Jóhann Hjartarson 11 v. 2. -3. Salov og Portisch IOV2 v. 4. Nunn 10 v. og biðskák. 5. Beljavsky 9'/2 v. Aðeins era tefldar biðskákir á millisvæðamótinu í dag, en sext- ánda og næstsíðasta umferðin verður tefld á morgun. Frí er á sunnudaginn en lokaumferðin er á mánudaginn. Sjá grein um mótið á bls. 34. Bandarísk- ir olíu- furstar í Islandsreisu HÓPUR frammámanna í bandarískum olíuiðnaði hef- ur undanfarna daga dvalið á íslandi. Bandaríkjamennimir era þijátíu talsins og gista allir á Hótel Sögu. Þeir ferðast ekki með ákveðinni ferðaskrifstofu en skipuleggja skoðunar- og skemmtiferðir sínar sjálfir. Þannig hafa nokkrir þeirra rennt fyrir lax víða um land meðan aðrir hafa ferðast og skoðað sig um. Til dæmis fóru nokkrir þeirra í siglingu um ísafjarðardjúp í gær og létu vel af. Bandaríkjamennimir komu til landsins annan ágúst og flestir þeirra fara utan í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.