Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐŒ), FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 H Hrossaeign er mikil og almenn i Mosfellssveit. Hér eru Jóna Dený Sveinsdóttir, Kristín Birna Óskars- dóttir og Erna Sigriður Böðvarsson að gefa hestum í útjaðri verðandi Mosfellsbæjar. Sólskinsdagur í Mosfellssveit: MorgunblaAið/RAX Páll Guðjónsson núverandi sveitarstjóri og verðandi bæiarstjóri Mosfellsbæjar fyrir framan bæjarskrifstofumar í Hlégarði. I baksýn er Helgafell og Helgafellshverfi. Mosfellsbær verður tíundi fjölmennasti bær landsins Samþykkt Mosfellshrepps um breytingu úr hrepp í bæ tekur formlega gildi á sunnudag FÁ byggðarlög hér á landi hafa tekið jafn örum vexti á undanf- öraum árum og Mosfellssveit. Árið 1970 voru innan við 1.000 ibúar í byggðarlaginu, en nú er fjöldi íbúa um 3.800 og fer sífellt fjölgandi. Það kom þvi fáum á óvart þegar ráðamenn i Mos- fellssveitinni tóku þá ákvörðun að nýta heimild í sveitarstjórn- arlögum og breyta hreppnum í bæjarfélag með öUum þeim skyldum og hlunnindum sem þvi fylgja. Heimildin byggist á því að íbúafjöldi byggðarlagsins hafi verið yfir þúsund manns síðastUðin þijú ár og þorri þess fólks búið i þéttbýU. MosfeUs- hreppur uppfyllir þau skUyrði og vel það og mun samþykkt hreppsnefndar um breytinguna úr MosfeUshreppi í Mosfellsbæ taka formlega gUdi næstkom- andi sunnudag við hátiðlega athöfn. MosfeUsbær bætist þannig i hóp þeirra 26 bæja sem fyrir eru i landinu, en hvað fólksfjölda snertir verður hann i 10. sæti, næst á eftir bæjarfé- laginu á Seltjarnarnesi. Raunar munaði aðeins þremur íbúum á þessum tveimur bæjarfélögum um síðustu áramót og MosfeU- ingar sækja stöðugt á. Bæjarland Mosfellsbæjar af- markast af Leirvogsá að norðan, þar sem það mætir Kjalames- hreppi, miðri Mosfellsheiði að austan, á móti Þingvallahreppi, og þaðan að Sandskeiði í suður, eða raunar að Vífílfelli að því er Mos- fellingar telja sjálfír, þótt ekki sé útkljáður ágreiningur við Kópa- vogsbæ í þeim efnum. Bæjarmörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur eru við Geitháls og þaðan niður að Úl- farsá. Alls er bæjarlandið um 220 ferkflómetrar að stærð og þar er því mikið landrými til nýbygginga um langa framtíð. Stimpill á staðreyndir Páll Guðjónsson hefur gengt embætti sveitarstjóra í Mosfells- hreppi sfðastliðin fímm ár. Með fyrirhuguðum breytingum verður Morgunblaðið/RAX í sundlauginni sáust góð tílþrif eins og þessi mynd ber með sér. hann óhjákvæmilega bæjarstjóri hins nýja bæjarfélags. Hann kvaðst ekki eiga von á að starfsviðið breyttist með nýju starfsheiti enda hefði rekstur Mosfellshrepps fyrir löngu þróast í sama farveg og rekst- ur annarra bæjarfélaga. „Þetta verður því aðeins stimpill á stað- rejmdir sem þegar liggja fyrir", sagði Páll. Hann bætti því þó við að með þessum breytingum væru Mosfellingar ekki bara að „fá sér merki í barminn", eins og hann orðaði það. „Að baki þessari sam- þykkt liggja sjónarmið sem við teljum vera til mikilla hagsbóta fyr- ir byggðarlagið. Má þar meðal annars nefna úrbætur í fógeta- og löggæslumálum. Fram til þessa hefur sýslumaður í Kjósarsýslu og lögreglustjóri í Hafnarfírði farið með okkar mái í þessum efnum. Þessir aðilar hafa reynt að sinna þessu eftir bestu getu en það gefur auga leið að þetta bæjarfélag, sem nú er orðið hið 10. stærsta í landinu, er of stórt til að því verði þjónað svo að vel fari með þessum hætti. Þá má nefna að með þessum breyt- ingum gefst okkur kostur á að starfrælg'a sérstakt sjúkrasamlag, ef samstaða næst um slíkt og enn- fremur höfum við heimild til að opna hér áfengisútsölu, en margir telja að ákveðin hagsýnisrök geti mælt með því. Hér er þó aðeins fátt eitt talið. Annað sem nefna má er ímynd sveitarfélagsins út á Sumir notuðu góða veðrið til að mála hús sin og þök. Morgunblaðið/RAX A flötinni vestan við Hlégarð unnu þessi ungmenni að fegrun umhverfisins fyrir hátíðina á sunnudag. Fremst eru Helena Jónsdóttir og Einar Loftur Högnason og fyrir aftan þau Jóhanna Jónsdóttir og Bjarni Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.