Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 25
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 25 Bretland: Hætt víð smíði njósnahnattar London, Reuter. BRESKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá áætlun- um um smiði Zircon-njósna- hnattarins að þvi er bresk dagblöð skýrðu frá í gær. Miklar deilur blossuðu upp í Bretiandi fyrr á þessu ári er fréttir bárust af fyrirhugaðri smiði hans. Lundúnablaðið Times skýrði frá því í gær að ríkisstjóm Margaret Thatcher óttaðist að tækniþekking Breta væri ónóg og að hnötturinn yrði úreltur þegar hann loks kæmist á loft einhvem tíma á næsta áratug. Sagði í frétt blaðsins, sem höfð var eftir ónafngreindum heimild- armönnum, að stjómin hefði afráðið að hrinda í framkvæmd annarri áætlun og yrði stuðst við tækni sem Bandaríkjamenn ráða nú þegar yfir. Fullyrti blaðið ennfremur að 70 milljónum punda (4,2 millj- örðum ísl. kr.) hefði þegar verið varið til smíði Zircon-njósna- hnattarins. Að sögn blaða var smíði hnattarins ákveðin eftir að leyniþjónustumenn höfðu skýrt breskum ráðamönnum frá því að Bandaríkjamenn miðluðu Suður-Afríka: ekki til þeirra upplýsingum frá eigin njósnahnöttum sem skyldi. Breskir embættismenn vildu í gær ekkert segja um málið. Reuter Endaslepptur flótti Lögregla i Rio de Janeiro í Brasilíu kom á miðvikudag f veg fyrir flótta nokkurra dæmdra sakamanna sem grafið höfðu göng út úr fangaklefunum og út f skolp- ræsakerfí borgarinnar. Lögreglumönnum hafði borist qjósn af þessu athæfí og biðu þeir við eitt holræsið er illa lyktandi fangarnir skutust þar upp. Nelson Mandela og eiginkona hans, Winnie, á brúðkaupsdegi þeirra árið 1958. Fáeinum árum sfðar var Mandela fangelsaður en kona hans hefur verið ötull talsmaður hans utan fangelsismúranna. Aldar fj ór ðungur síðan Mandela var fangelsaður TAkannaaAMUkiw Paivlap Jóhannesarborg, Reuter. Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela, sem orðinn er lifandi tákn réttindabaráttu blökku- manna í Suður-Afrfku, hefur nú setið f fangelsi f samfleytt 25 ár. Ásamt Mandela voru sex aðrir leiðtogar fangelsaðir og segir eiginkona eins þeirra, Walters Sisulu, að siðferðisþrek fang- nnnn sé enn óbugað. Mandela var á sínum tíma dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð ásamt hinum leiðtogunum en allir eru þeir félagar í Afríska þjóðarráð- inu (ANC), sem berst gegn yfirráð- um hvíra manna í landinu. Árið 1985 sagði Botha, forseti Suður- Afríku, að stjóm hans væri reiðubú- in að láta Mandela lausan ef hann vildi fordæma ofbeldi. Mandela neitaði og sagði að hann og félagar hans væm ekki ofbeldissinnaðir Skoðanakönnun, sem gerð var á síðasta ári meðal hvítra manna í landinu, gaf til kynna að 40% þeirra vildu veita Mandela frelsi. Embætt- ismaður nokkur sagði nýlega að áframhaldandi fangavist Mandela ylli stjóminni í Pretoríu vandræðum en stjómin gæti ekki tekið þá áhættu að sleppa honum úr haldi þar sem pólitfskar óeirðir gætu fylgt í kjölfarið. Bretland: • p Bjórstofur opn- ar allan daginn í /tmlnn Routor London. Reuter. BRESK stjórnvöld tílkynntu á miðvikudag að aflétt yrði að mestu takmörkunum á opnun- artíma enskra og velskra bjórstofa innan eins árs og þeim leyft að hafa opið allan daginn. Svipuðum takmörkunum, sem ætlað var að draga úr drykkju- skap meðal verkamanna í her- gagnaiðnaði í fyrri heimsstyijöld- inni, var aflétt í Skotlandi fyrir meira 'en tíu ámm. Engar slíkar takmarkanir em í gildi á Norður- írlandi. Douglas Hurd innanríkisráð- herra sagði á fundi með frétta- mönnum, að vínveitingastöðum í Englandi og Wales yrði Ieyft að hafa opið frá 11 til 23 nema á sunnudögum. „Enginn með öllum mjalla mundi setjast niður á árinu 1987 og upphugsa áfengislöggjöf eins og þá, sem við búum við nú,“ sagði Hurd. „Ferðamenn em þmmulostnir yfír þeim og fínnst þau hlægileg." Hurd kvaðst ekki hafa trú á, að aukið valfrelsi fólks í þessum efnum yrði til þess að auka drykkjuskap. Ekki er búist við, að breytingin öðlist lagagildi fyrr en í júlí á næsta ári, en tilkynningu stjóm- valda hefur verið fagnað af samtökum hótela og veitinga- staða. Samtök áhugamanna um áfengisvamir hafa látið í ljós ugg um, að lenging opnunartíma vínveitingastaða geti orðið heilsu fólks hættulegur. PANASONIC F0T0RAFHLAÐAN Sú rétta í myndavélina. Rafborgsf. s.11141. tripmWwiip Metsölublað á hveríum degi! Kjarmgrautinn með íferðina Kjarnagrautar eru tilbúnir á diskinn, beint úr fernunni. Hollir og bragðgóðir grautar unnir úr ferskum ávöxtum. Henta vel í ferðalög, sumarbústaðinn eða hvar sem er... Þúgeturtekið 8 tegundir með þér! Ljúffengur Kjarnagrautur daglega. Kjarnavörur Eirhöfða 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.