Morgunblaðið - 07.08.1987, Side 41

Morgunblaðið - 07.08.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 41 Gestunum sýnt eina skjel heims érítað af hvorum tveggja Gorbachev og Reagan. Andrés önd mesti brennu- vargur sögunnar Tólf þýskir borgarstjórar í heimsókn í Höfða Tólf þýskir borgarstjórar frá bæjum sem liggja við hið margrómaða Boden-vatn á landamærum Þýskalands og Sviss eru nú á ferð um ísland. Á miðvikudaginn heimsóttu þeir borgarstjórann í Reykjavfk, Davíð Oddson, sem tók á móti þeim í Höfða. Davíð rakti stuttlega fyrir þeim sögu hússins og sagði frá leiðtogafundinum. Sýndi hann þeim gestabókina með nöfnum þeirra beggja, Gorbachevs og Reagans, sem hann sagði vera eina skjalið í heiminum sem þeir hefðu báðir ritað nöfn sín á. Sagði hann þeim eftirfarandi sögu frá leiðtogafundinum. Vegna þess hve húsið er lítið voru vandræði með að skipta því á milli CIA og KGB. Höfðust leyniþjónusturnar við í kjallaranum og að endingu fékk KGB þann helming kjallarans þar sem barinn var, en CIA hreppti salernin. Leyniþjónustumenn höfðu mestanpart ekki neitt að gera, sagði Dvaíð, og horfðu þeir því mikið á teiknimyndir í sjónvarpi. Það gerðist síðan að eldur kom upp í ruslafötu á barnum sem var á svæði Rússanna. Tveir (slendingar sem unnu við fundinn réðu niðurlögum hans með því að hella vatni í fötuna, en hvergi sást KGB. Þegar farið var að athuga hvar leyniherinn væri, sátu einir tíu KGB-menn og horfðu á teiknimynd með Andrési önd. Sagði Davíð þetta líklega vera það næsta sem Andrés hefði komist því að verða mikilvægasti brennuvargur sögunnar. Karl-Friedrich Reiner borgarstjóri í Owingen þakkaði fyrir hönd félaga sinna góðar móttökur og sagði það mikinn heiöur fyrir þá að vera boðnir í húsið sem von mannkyns hefði beinst að og þar sem grunnurinn að langvarandi friði í heiminum hefði kannski verið lagður. Borgarstjórarnir færðu svo Reykjavíkurborg að gjöf litprentaða bók um Bodensee-svæðið og minnispening. Karl-Frledrich Relner borgarstjórl í Owingen afhendlr Davfðl Oddssynl gjafir frá borgarstjórunum tólf. Á milli þeirra er Erwin Schorpp borgarstjóri f Friedrichshaven. Gestirnir spurðu mikið út í starfsemi borgarinnar og stjórnmál hennar. Vakti það mikla kátínu þegar Davíð svaraði því til, er hann var spurður hver væru helstu vandamál borgarinnar, aö andstæðingar hans segðu að hann væri sjálfur stærsta vandamálið. Að síðustu fóru gestirnir í skoðunarferð um húsið í fylgd Davíðs. Tíðindamaður Fólks í fréttum spjallaði við Karl-Friedrich Reiner borgarstjóra í Owingen. Hann sagði borgarstjórana í kringum Boden-vatn Morgunblaðið/KGA Borgarstjóramir þýsku ásamt Davfðl Oddsaynl f glampandl sól framan við Höfða. fara í kynnisferð til annars lands á hverju ári. ( fyrra hefðu þeir farið til Kairo í Egyptalandi. ( ár heföu þeir valið Reykjavík og ísland vegna frægðarinnar sem borg og land hefðu hlotið við leiðtogafundinn og vegna náttúrufegurðarinnar sem væri vel þekkt í Þýskalandi. „Ég er mjög undrandi yfir stærð Reykjavíkur og fallegri legu hennar,“ sagði Karl-Friedrich. „Hér er engin mengun. Þið hitið upp með heitu vatni, en heima í Þýskalandi þurfum við mikið að hita upp með olíu og iðnaðurinn brennir geysilega miklu af henni. Þess vegna er mengun og skógardauði mjög stórt vandamál hjá okkur." Karl-Friedrich sagöi þá verða hér á (slandi í átta daga. Færu þeir víða um landið á þessum tíma. Hann sagði ferðamannaiðnaðinn vera geysimikilvægan fyrir bæina við Boden-vatn. Með náttúrufegurð eins og hann hefði séð hér undanfarna daga væri hann viss um að við gætum með betri auglýsingu gert (sland að miklu ferðamannalandi, ef við viidum. Mest hissa sagðist Karl-Friedrich þó vera á veðrinu. „Ég tók bara með mér þykkustu og hlýjustu fötin, því mér hafði verið sagt að á (slandi væri kalt og mikil rigning. En við höfum fengið sól hvern einasta dag og ég hef ekkert notað öll hllfðarfötin." COSPER COSPER ■ io4as — Vertu róleg, tengdamútta, þessi bölvaður skíthæll og ræfill hefur örugglega ekki hugrekki til þess að taka í gikkinn. Brigitte Niison gefurút plötu V— rænka okkar hún Brigitte Nil- r son h*n danska sem gift var Sylvester Stallone til skamms tíma vinnur nú að hljómplötu. Á þessi frumburður dísarinnar á tónlistarsviðinu að heita „Allir' hafa sögu að segja", í lauslegri þýðingu Fólks (fréttum. Aðallega er áætlað að selja plötuna á Evrópumarkaði og ætlar Brigitte að halda af stað f mikla hljómleika- ferö um miðjan ágúst um álfuna til aö kynda undir kaupum á henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.