Morgunblaðið - 07.08.1987, Page 49

Morgunblaðið - 07.08.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 49 GOLF Fannars- bikarinn Um helgina fer fram opið öldungamót í Grafarholti, keppt verður um Fannarsbikar- inn. Bakhjarlar að mótinu eru Hanna og Valur Fannar og gefa þau öll verðlaun til keppninnar. Leikið verður með „Eclecctic" fyrirkomulagi, þ.e. leiknar eru 18 holur á laugardag með for- gjöf, en á sunnudag reyna kylfingamir að bæta skor sitt á þeim holum, sem voru lélegar hjá þeim daginn áður. Þannig er í raun um að ræða besta skor í hverri holu í tveimur hringjum. Ræst verður út kl. 09.00. Coca-Cola mótið Síðasta stigamót sumarsins verður á golvellinum í Leiru um helgina. Leikið verður á laugardag og sunnudag, 36 hol- ur hvom dag. Eftir mótið verður valið í landslið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í karla og kvennaflokki. Á laugardaginn verður ennfrem- ur punktamót fyrir þá sem ekki taka þátt í stigakeppninni. Skráning fer fram í golfskálan- um í Leiru í síma 92-14100. G.B. OPIÐ Amorgun, laugardag, fer fram G.B. mótið á Hamar- svelli í Borgamesi og hefst það kl. 09.00. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar. Verðlaun eru hin veglegustu. Rástíma má panta í síma 93-71166, 93-71168 og 93-71186. KNATTSPYRNA Þróttara- dagurinn Þróttaradagurinn 1987 verð- ur haldinn á sunnudaginn á félagssvæði Þróttar. Dagskrá- in hefst kl. 13.00. Hinir fjölmörgu þátttakendur í Knattspymuskóla Þróttar í sum- ar eru sérstaklega velkomnir ásamt aðstandendum sínum. Handknattleikskonur sjá um kaffiveitingar. Fram- dagurinn Framdagurinn 1987 verður haldinn á sunnudaginn á svæði félagsins við Safamýri. Knattspymuleikir verða hjá yngri flokkum féiagsins á Fram- vellinum. Einnig verður leikur á vegum handknattleiksdeildar Fram við íþróttahús Álftamýrar- skóla. Framkonur verða með kaffíveit- ingar við nýbyggingu Fram- heimilisins frá kl. 14.00. í kvöld Tveir leikir verða í 1. deild kvenna í kvöld. ÍA og Þór leika á Skipaskaga og KR og KA á KR-velli. í 2. deild karla leika Selfoss og Breiðablik á Selfossi. Allir leikimir hefjast kl. 19.00. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Þrír bestu spjótkastarar Norðurianda leggja allt undir í Laugardalnum ÞRÍR bestu spjótkastarar Norðurlanda í dag mœtast í keppni á Laugardalsvellinum í Reykjavík laugardaginn 8. ágúst. Hér er um að rœða Ein- ar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson svo og sœnska spjótkastarann Peter Borg- lund. Einar setti sem kunnugt er Norð- urlandamet, 82,94 metra, fyrir mánuði og sigraði síðan glæsilega á stórmóti í Rómaborg 10 dögum síðar. Borglund varð um helgina sænskur meistari með 80,30 metra kasti, en hann hefur kastað um 82 metra í ár og er einu stigi á unda Einari í stigakeppni Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins. Sigurður gefur þeim Einari og Borglund lítt eftir og hefur kastað 80,84 metra í ár. Þeir þrír eru óumdeilanlega beztu spjótkastarar Norðurlandanna. Ifymim Norðurlandamethafi, Svíinn Dag Wennlund, þekktist ekki boð um að koma hingað til keppni, enda hefur honum gengið illa á mótum í allt sumar, sjaldan eða aldrei verið nær fyrrum Norður- landameti sínu (82,64 í Banda- ríkjunum í apríl) en um 4—5 metrum. Verður viðureign þeirra Einars, Borglunds og Sigurðar ugglaust 4?5SfiHHHHiH ^^hhhhhhhhhhhhhhbhhhhh^hhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhi Morgunblaöiö/Jón Gunnlaugsson 4. flokkur ÍA á hinum nýja velli áður en vígsluleikurinn hófst. Þama eru margir af stórspilurum framtíðarinnar á Akranesi ef að líkum lætur. Akranes: IMýr íþróttavöllur tekinn í notkun Elnar Vllhjálmsson spennandi og tilþrifamikil því skammt er í heimsmeistaramótið og keppast menn um að koma þang- að með sem beztan keppnisárangur í veganesti. Spjótkastskeppnin er liður í lands- keppni íslendinga og Lúxemborg- ara. Sigurður Matthíasson og Unnar Garðarsson keppa sem gest- ir. Akurnesingar tóku formlega í notkun nýjan grasvöll fyrlr skömmu en framkvœmdir viö gerö hans hafa staölö yfir um nokkurra vikna skeiö. Meö til- komu þessa nýja vallar bœtist aðstaöa knattspyrnufólks á Akranesi til muna. Jón Gunnlaugsson skrífar fráAkranesi Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu hafa þessar fram- kvæmdir að mestu verið unnar í sjálfboðavinnu og hafa einstakir verktakar og fyrir- tæki á Akranesi lagt Knattspymufélagi ÍA lið við uppbygg- ingu knattspyrnu- vallanna en félagið sér orðið sjálft um rekstur íþróttavallarsvæðisins. Formleg vígsluathöfn hins nýja vall- ar fór fram með leik í íslandsmóti 4. flokks drengja milli Akraness og Keflavíkur. Greinilegt var að hinn nýji völlur fór vel í heimamenn því þeir unnu stórsigur í leiknum, skor- uðu tólf mörk gegn engu marki gestanna. Áður en leikurinn hófst ávarpaði Gunnar Sigurðsson vallargesti sem voru ijölmargir og rakti gang fram- kvæmda við völlinn og bað einn þeirra verktaka sem hvað mest lögðu að sér við framkvæmdir, Guðmund Guðjónsson fram- kvæmdastjóra Skóflunnar hf., að taka fyrstu spymuna í leiknum. Guðmundur gaf því hinum ungu knattspymumönnum tóninn í þess- um mikla markaleik. Það fór vel á því að fjórða flokkslið Akraness vígði hinn nýja völl því þeir hafa náð einstaklega góðum árangri í sumar og eru nú í efsta sæti í sínum riðli á íslandsmótinu og hafa þeir unnið flesta andstæð- inga sína stórt. Skagamenn láta ekki staðar numið í vallargerð. Slðar í sumar verður enn eitt grassvæðið tekið í notkun en það stendur ofan við svæðið sem nú var tekið í notkun. Þegar það svæði bætist við lætur nærri að til sé á íþróttavallarsvæði Akumes- inga um 25.000 ferm. af grasvöll- um. Það telja knattspymumenn á Akranesi vera lágmark og eru því famir að huga að frekari fram- kvæmdum. Slguröur Elnarsson Vósteinn og Eggert fá góöa keppnl frá sænskum kringlukastara Vésteinn Hafsteinsson og Eggert Bogason fá góða keppni í kringlu- kastinu á Laugardalsvelli um helgina. Er þar um að ræða einn allra fremsta kastara Svía undan- farin ár, Göran Svenson, sem nú reynir allt til þess að ná lágmarki á heimsmeistaramótið í fijálsíþrótt- um, sem hefst 29. ágúst næstkom- andi í Rómaborg. Peter Borglund Svenson hefur kastað rúma 64 metra í ár en þarf að kasta 65 metra til að komast til Rómar. í þessu sambandi hefur hann i)eðið FRÍ um að fá að keppa i kringlu- kasti báða daga, en kringlukast landskeppninnar fer fram seinni daginn. Fær hann góða keppni væntanlega frá Vésteini, sem setti glæsilegt íslandsmet á dögununt^ er hann kastaði 67,20 og Eggert, sem hefur kastað 60,72 í ár, en á 62,42 frá í fyrra. Landskeppni við Lúxemborg í frjálsum í Laugardal um helgina ÍSLENDINGAR heyja lands- keppni ffrjáisíþróttum við Lúxemborg í Laugardal nú um helgina. Keppt veröur laugar- dag og sunnudag og hefst keppni báöa daga klukkan 14. Keppt er í karlagreinum og verða tveir keppendur frá hvorri þjóð í hverri grein. Jafn- framt keppa gestir í hverri grein, m.a. keppir bezti spjótkastari Svía, Peter Borglund, í spjótkasti og þriðji bezti kringlukastari Svía, Göran Svenson, kemur sérstak- lega til þess að reyna hér við lágmark á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum, en til þess að kom- ast þangað þarf hann að kasta 65 metra. Þá keppa þeir íslenzkir ftjálsíþróttamenn, sem næst standa landsliði í flestum grein- um. Og til þess að hífa mótið upp enn frekar verður keppt í kvenna- greinum báða dagana og verða allar beztu ftjáls- íþróttakonur landsins þar á meðal. Þrir nýllðar f landsllöinu Þrír nýliðar verða í fijálsíþrótta- landsliðinu sem keppir gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli um helgina. Þeir eru: Arnar Snorra- son UMSE, sem keppir í 400 metra hlaupi og boðhlaupum, Gunnar Guðmundsson UÍA, sem , « keppir í 200 og 400 metrum og boðhlaupum, Jón B. Guðmunds- son HSK, sem keppir í langstökki. Ókeypis aðgangur aö landskeppnlnnl í tilefni 40 ára afmælis FRÍ 16. ágúst næstkomandi hefur verið ákveðið að bjóða öllum ókeypis aðgang að landskeppni íslands og Lúxemborgar, sem háð verður í Laugardal nú um helgina. Á und- anfömum ámm hefur FRÍ'boðið unglingum ókeypis aðgang að a helztu ftjálsíþróttaviðburðum, en nú er gengið skrefi lengra og verður ekkert gjald heimt við inn- ganginn af þeim sem áhuga hafa að fylgjast með keppninni. Má því segja að þjóð allri sé boðið að koma og fylgjast með keppninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.