Morgunblaðið - 06.09.1987, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987
Staldrað við í
ríki urriða, húsandar,
straumandar og ekki
síst Hólmfríðar
Þeir eru margir íslensku stangveiðimennimir og reyndar fleiri, sem þekkja Hólmfríði
Jónsdóttur á Amarvatni í Mývatnssveit. Þekkja hana, eða hafa heyrt af henni. Hún
er veiðivörður á efra urriðaveiðisvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu, því svæði sem liggur
í Mývatnssveit, og hefur gegnt því starfí í þó nokkur ár. Morgunblaðið var á ferð í
Mývatnssveit fyrr í sumar og gerði stuttan stans hjá Hólmfríði. Hún reyndist viðmótsþýð, greind
og skemmtileg, lúrði meira að segja á veiðileyfí og kom þá upp úr dúmum að hún er fyrsta
flokks leiðsögumaður á þessum slóðum og vill allt fyrir alla gera, svo fremi sem henni er kleift
að inna óskimar af hendi. Leyfíð sem okkur áskotnaðist hjá Hólmfríði gilti fyrir Geldingey og
Hamar, einn dagur á hvomm stað. Raunar átti það eftir að breytast í hálfur á Hamri og hálfur
á Helluvaði, en sá heili í Geldingey hélt sér.
Það var mjög kalt þessa daga seint í júní og þegar við hittum Hólmfríði úti á hlaði á Amar-
vatni, var hún að bjóða óvæntan gest velkominn með því að stinga honum í tóma mjólkurfemu.
Þau em misjöfn störfín sem veiðivörður á þessum stórbrotna stað verður að inna af hendi.
Örfárra daga gamall húsandamngi hafði orðið viðskila og ráfað í neyð sinni á þann besta stað
sem völ var á, beint upp í lófann á Hólmfríði. „Þeir lifa ekki nema örstutta stund þessi grey ef
þeir verða viðskila og komast ekki í hlýindi, móðirin smyr þá með nokkurs konar rakavara sem
hjálpar þeim að þola kuldann. Eina vonin hjá þessum héma er að ég finni húsandarkollu með
ungum sem vill taka hann að sér. Það ætti alls ekki að vera vonlaust mál því dæmigerðir hús-
andamngar flakka endalaust milli mæðra í gegn um uppvöxtinn. Ég ætla með þennan inn á
Geirastaðalandið á eftir að sjá hvemig gengur,“ sagði Hólmfríður og bætti við: „Þið ættuð eigin-
lega að koma með mér þangað. Ég get sýnt ykkur svolítið þar sem ætti að tryggja það að þið
munið alltaf vilja koma hingað til að veiða, hvemig svo sem veiðin á eftir að ganga hjá ykk-
ur.“ Meira vildi hún ekki segja, enda bar forvitnin okkur ofurliði, en meira um það seinna.
Þar sem Morgunblaðsmenn voru
allt í einu heldur óvænt orðnir að
veiðileyfishöfum, var efst á baugi
að spyrja um veiðina og horfur.
Hólmfn'ður svaraði: „Þið ættuð nú
að verða að minnsta kosti vör, það
er mikið af silungi, en á móti kem-
ur að yfirmálsfiskurinn hefur
smækkað nokkuð á seinni árum og
er nú í smæsta lagi. Lágmarkið er
35 sentimetra fiskur og er sú stærð
algengust í sumar og upp í svona
45 sentimetrar. Eru þetta svona
1—2 punda fiskar, allt eftir holda-
fari sem er breytilegt eins og hjá
fleiri tegundum. Það er einna síst
á Hamri þar sem þið byijið, en
sumir fá þar þó veiði og umhverfið
þar vegur svo á móti, en það er
stórkostlegt."
Og hvaða flugur tekur hann?
„Það er alltaf breytilegt, en í
sumar hefur borið óvenjulega mikið
á því að menn hafi veitt vel á mjög
smáar flugur og púpur. Annars eru
stóru straumflugumar sem eiga að
minna urriðann á homsíli oftar þó
það sem best gefur. Skemmtileg
þróun síðustu sumra, sem er í full-
um gangi nú, er vaxandi notkun
innlendra veiðimanna á þurrflug-
um. Þetta nota einnig Norður-
landabúamir sem hér veiða talsvert.
Egill O. Kristinsson fékk t.d. 5
punda urriða á þurrflugu í Brotaflóa
um daginn og var það eftirminnileg
glíma, flugan nr. 14 og taumurinn
grannur eftir því. Ég efast um að
margir fiskar sem sú veiðikló hefur
veitt muni sitja ofar í minningunni."
Er ekki aðallega veitt á Hólm-
fríði?, spyija blaðamenn, en
Hólmfríður hlær og er greinilega
búin að jafna sig á þessum útvatn-
aða brandara um straumfluguna
sem Kolbeinn Grímsson hannaði
einu sinni í því skyni að þola álag,
en urriðamir í Laxá (og reyndar
víðar), hrifsa svo græðgislega í
veiðiflugur, að hver venjuleg fluga
er sundurtætt og uppröknuð eftir
aðeins örfáa silungaskolta. Fluga
Kolbeins reyndist svo vel, að hún
hefur verið meðal vinsælustu urr-
iðaflugnanna æ síðan og ýmsar
útfærslur raunar litið dagsins ljós
hjá ýmsum hnýtumm. Hólmfríður
segir: „Hólmfríður var ekkert sér-
staklega gjöful framan af þessu
sumri, en ný útfærsla hefur vakið
vinsældir hennar aðeins aftur."
Hvemig er sú útfærsla? „Ég veit
það ekki alveg með vissu, en mér
skilst að það hafi verið bætt við
„flassi" í hana.
Einhveijar aðrar flugur sem þér
dettur í hug að nefna: „Ja, Black-
og Grey Ghost straumflugur minna
urriðann á homsíli, Þingeyingurinn,
sem varð til upphaflega hér við
Laxá, ýmsar smáflugur og bjartar
laxaflugur. Ótrúlega margt gengur
við hin ýmsu skilyrði. Ein hefur
gefið venju fremur vel að undan-
fömu, þeir kalla hana Black, eða í
íslenskri útfærslu, Blakkur. Þetta
er erlend fluga, veidd á litlum krók-
um. Hún er vafin með svörtum
tvinna og fremst á leggnum er vaf-
ið upp í dálítinn kamb. Ofan á bakið
eru síðan lagðir grænir þræðir og
þeir vafðir varlega niður. Þetta
gefst vel.“
Eins og Hólmfríður sagði, þá
varð sú fræga fluga, Þingeyingur-
inn, til við Laxá á sínum tíma.
Höfundur hennar er Geir Birgir
Guðmundsson, sem er einn þeirra
veiðimanna sem þekkir þetta svæði
Laxár hvað best. Hann var einu
sinni að veiða í Geldingey, nánar
tiltekið neðst á Gunnlaugsvaði, þar
sem veiðistaðurinn endar í djúpum
Víðast við Laxá er blómskrúðið mikið og fjðlbreytt eins og sjá má
á þessari mynd sem er tekin úti í Hrafnsstaðaey í landi Hamars.
og miklum bakkahyl. Þar vom urr-
iðar í óða önn að háma eitthvert
æti í sig, en það var sama hvaða
flugu Birgir þeytti til þeirra, það
vakti engan áhuga. Loks laumaðist
Birgir fram á bakkann í þeirri von
að sjá hvað væri svona gott á bragð-
ið að fúlsað væri við öllum flugum.
Þá sá hann að mergð grasmaðka
var að skríða þama í grasinu og
fíöldi þeirra datt í ána. Urriðamir
biðu með ginin opin. Birgir hörfaði,
ekki bara frá bakkanum, heldur
alla leið upp í bfl, dijúgur spotti,
og dró þar fram kassa með hnýting-
artólum. Á skömmum tíma hnýtti
hann þama stóra og mikla straum-
flugu, græna og gula, flýtti sér með
hana aftur á miðin og reif upp 12
stórurriða á skömmum tíma. Þar
með var Þingeyingurinn fæddur,
en hann hefur verið ein drýgsta
veiðiflugan hér á landi í all mörg
ár. Bæði fyrir urriða og lax.
En veiðir ekki sjálfur veiðivörður-
inn? „Ég hef ekkert átt við það í
sumar og raunar ekkert í fyrra
sumar heldur. En ég á græjur og
lærði að kasta og hnýta hjá Ár-
mönnum á sínum tíma. Ég fór alltaf
annað slagið hér áður og gekk
ágætlega. Ég er með þá sérvisku
að veiða aðeins á flugur sem ég
hef sjálf hnýtt. Ég kann ekki á
Hólmfríður vísar á veiðistaði.
4